Á hvaða forsendum ríkisstjórnin tók ákvörðun um sölu á Íslandsbanka

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir telur að viðskiptaráðherra verði að svara því hvað hún hafi átt við þegar hún sagði að meira myndi koma í ljós í bankasölumálinu. „Á almenningur ekki rétt á því að heyra við hvað hún á? “ spyr hún.

Auglýsing

Fyrir páska sagði Lilja Alfreðs­dóttir við­skipta­ráð­herra frá því í fjöl­miðlum að hún hefði komið því skýrt á fram­færi innan rík­is­stjórn­ar­innar að hún væri mót­fallin þeirri leið að selja bréf í Íslands­banka til val­ins hóps fjár­festa. Hún hefði viljað almennt útboð. Önnur leið var hins veg­ar val­in og því miður væri fátt sem kem­ur henni á óvart í þessu máli og hver út­kom­an varð. Skila­boðin voru öllum skilj­an­leg. Við­skipta­ráð­herra var þarna að lýsa því að á hana hefði ekki verið hlust­að. For­sæt­is­ráð­herra hefði valið þá leið sem fjár­mála­ráð­herra lagði til en hafnað sjón­ar­miðum við­skipta­ráð­herra. Lilja bætti svo um betur og sagði að meira myndi koma í ljós í þessu máli á næstu dög­um. Hún vildi hins vegar ekki segja hvað það væri því hún var á leið­inni í páska­frí.

Voru átök innan rík­is­stjórn­ar­inn­ar?

Hvorki for­sæt­is­ráð­herra né fjár­mála­ráð­herra hafa getað neitað orðum við­skipta­ráð­herr­ans en ríg­halda í að engin bókun liggi fyr­ir. Bera fyrir sig ímynd­aðan trúnað um opin­ber ummæli ráð­herr­ans. For­sæt­is­ráð­herra segir bara að auð­vitað hafi skoð­ana­skipti átt sér stað. Senni­lega hefði það þó jafn­gilt stjórn­ar­slitum hefði við­skipta­ráð­herra bókað gegn for­manni Sjálf­stæð­is­flokks og for­manni Vinstri grænna á þriggja manna ráð­herra­fundi um efna­hags­mál þar sem ákvarð­anir voru teknar um þriðju stærstu einka­væð­ingu Íslands­sög­unn­ar. Í því ljósi svarar það engu um hvort átök voru innan rík­is­stjórn­ar­innar að engin bókun liggi fyr­ir.

Meira muni koma í ljós á næstu dögum

Í umræðum í þing­sal í morgun virt­ist við­skipta­ráð­herra stað­festa að for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hefði ekki hlustað á varn­að­ar­orð henn­ar. Hún svar­aði spurn­ingum um þetta með þeim orðum að það væru ekki alltaf allir sam­mála. Eftir stendur þá sú spurn­ing hvort við­skipta­ráð­herra hafi verið ein­angruð um þessa afstöðu innan eigin flokks. Eng­inn þing­maður flokks­ins hefur viljað stað­festa að innan þing­flokks hafi þessi varn­að­ar­orð vara­for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins verið rædd.

Auglýsing

Síðar sama dag var tónn­inn í við­skipta­ráð­herra orð­inn annar inni í þing­sal. Hún sagði alla ráð­herra­nefnd­ina um efna­hags­mál haft efa­semdir í aðdrag­anda söl­unn­ar. En engu að síður keyrðu þau öll sem einn maður á þennan vegg. Það eru auð­vitað stór­kost­leg tíð­indi ef for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar voru öll sam­mála höfðu efa­semdir en breyttu samt ekki í sam­ræmi við það. Og úr varð sala sem ein­kenn­ist af hags­muna­á­rekstrum og 83% þjóð­ar­innar er óánægð með.

Hin póli­tíska ábyrgð

Aug­ljóst er að aðdrag­andi söl­unn­ar, ákvarð­anir innan rík­is­stjórn­ar­innar sjálfar og umræður þar eru við­kvæm­ar. Þetta eru þær spurn­ingar sem mestu máli skipta, því þessar ákvarð­anir lögðu grunn­inn að söl­unni. Rann­sókn­ar­nefnd getur skoðað stóru mynd­ina en ekki bara hegðun ein­staka sölu­full­trúa. Fyrir páska­frí vakti það athygli þegar við­skipta­ráð­herra sagði: „Ég er þó ekki á því að hægt sé að skella skuld­inni al­farið á stjórn­­end­ur Banka­­sýsl­unn­ar og þykir miður að málið sé ein­faldað þannig. Ábyrgðin hlýt­ur að vera stjórn­­­mála­­manna sem tóku ákvörðun í mál­in­u“. Þessar kjarna­spurn­ingar um póli­tíska ábyrgð vilja for­ystu­menn rík­is­stjórn­ar­innar hins vegar ekki að verði ræddar eða rann­sak­að­ar. Og af þeirri ástæðu vilja þau ekki rann­sókn­ar­nefnd.

Við­skipta­ráð­herra svar­aði ekki spurn­ingu minni í morgun um það hvað hún átti við þegar hún sagði að meira myndi koma í ljós í þessu máli á næstu dög­um. Á almenn­ingur ekki rétt á því að heyra við hvað hún á? Varla getur það verið lög­mál að vara fólk alltaf við eftir að slysið verð­ur?

Höf­undur er þing­maður Við­reisn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar