Hvað er hægt að gera?

„Þarf virkilega þriðja heimshrunið áður en siðað samfélag manna verði að veruleika?“ spyr Pétur Gunnarsson rithöfundur í grein þar sem hann fjallar um getuleysi Sameinuðu þjóðanna til að bregðast við innrás Rússa í Úkraínu.

Auglýsing

Eitt af því sem „sér­stakur hern­að­ur“ Rússa á hendur Úkra­ínu­mönnum hefur leitt í ljós er him­in­hróp­andi mátt­leysi SÞ. Sem beinir óhjá­kvæmi­lega sjónum að innri gerð þeirra, eitt hund­rað níu­tíu og þrjú ríki og þar af eru fimm með vald til að hnekkja ákvörð­unum allra hinna. Sem gerir félags­skap­inn í senn marklausan og hættu­legan þar sem honum er ætl­aður mynd­ug­leiki sem engin inni­stæða er fyr­ir. Hann er eins og spjald með mynd af lög­reglu­þjóni í stað lög­reglu­þjóns.

Til SÞ var stofnað í lok heims­styrj­ald­ar­innar síð­ari með því yfir­lýsta mark­miði að koma á umgengn­is­reglum sem kæmu í veg fyrir styrj­ald­ar­á­tök í fram­tíð­inni. Og tóku við af Þjóða­banda­lag­inu sem var að sínu leyti stofnað eftir hild­ar­leik heims­styrj­ald­ar­innar fyrri og átti að koma í veg fyrir að sagan end­ur­tæki sig. Og nú þegar þriðja heims­styrj­öldin er komin á dag­skrá standa SÞ mátt­vana hjá, stíað frá með banni við íhlutun í innri mál­efni hvers ríkis (sem ætti í raun að vera sjálf­sögð skylda SÞ gagn­vart þeim ríkjum sem færu ekki eftir sátt­mála þess). En í skjóli þessa ógild­ing­ar­á­kvæðis eru engin tak­mörk fyrir því sem átt getur sér stað, hel­för nas­ista á hendur gyð­ingum væri full­kom­lega ger­leg í dag, sam­an­ber núver­andi hel­för Rússa á hendur nágrönnum sínum í Úkra­ínu.

Hvernig stendur á því að heim­ur­inn er svona hjálp­ar­vana? Á sama tíma og öll vanda­mál sem að okkur steðja eru hnatt­ræn og útheimta hnatt­rænar lausnir kepp­ist hver við sínar „sér­stöku aðgerð­ir“. Lofts­lags­ráð­stefnan í Glas­gow fyrr á árinu var 26. til­raun til að koma böndum á ham­fara­hlýnun jarð­ar. Og líkt og allar hinar náði hún ekki til­gangi sín­um. Athygli vakti að Rússar létu ekki svo lítið að mæta, enda áttu þeir fyrir höndum að kveikja elda sem óneit­an­lega ganga þvert gegn „lofts­lags­mark­miðum SÞ“.

Auglýsing

Ind­land og Kína vildu fá frest til að brenna kol­um, Rússar þurftu svig­rúm til að rústa Úkra­ínu.

Og Pútín fer sínu fram óáreittur í krafti kjarna­vopna sem Rússar njóta þeirra for­rétt­inda að búa yfir ásamt hinum neit­un­ar­valds­þjóð­unum að við­bættu Ind­landi, Pakistan, Norð­ur­-Kóreu og Ísr­a­el. En af hverju bara þessi níu? Af hverju ekki öll 193? Auð­vitað ættu annað hvort engir eða allir að ráða yfir kjarn­orku­vopn­um, það er að segja eng­ir.

Við Íslend­ingar eigum full­trúa á vett­vangi SÞ og höfum áður sent hann í pontu til að mót­mæla gjörðum Duarte ein­ræð­is­herra á Fil­ipps­eyjum sem ofsótti and­stæð­inga sína undir yfir­skini bar­áttu gegn eit­ur­lyfj­um. En hvað með Pútín Rúss­lands­for­seta sem notar bar­átt­una gegn nýnas­istum sem átyllu til land­vinn­inga í anda gam­alnas­ista?

Látum full­trúa okkar kveða sér hljóðs og leggja til að hvert ríki SÞ gildi eitt atkvæði og ein­faldur meiri­hluti ráði, líkt og þegar Rússum var vísað úr mann­réttinda­ráð­inu fyrir skömmu. Látum full­trúa okkar kveða sér hljóðs og leggja til upp­ræt­ingu kjarn­orku­vopna undir ströngu eft­ir­liti og síð­ast en ekki síst, látum full­trúa okkar kveða sér hljóðs og leggja til að SÞ sé skylt að hlut­ast til um mál­efni ríkja sem ekki fari að sátt­mála SÞ.

Útópía? Já, auð­vit­að, en hver er hinn mögu­leik­inn? Distópía? Þarf virki­lega þriðja heims­hrunið áður en siðað sam­fé­lag manna verði að veru­leika?

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar