Hvað er hægt að gera?

„Þarf virkilega þriðja heimshrunið áður en siðað samfélag manna verði að veruleika?“ spyr Pétur Gunnarsson rithöfundur í grein þar sem hann fjallar um getuleysi Sameinuðu þjóðanna til að bregðast við innrás Rússa í Úkraínu.

Auglýsing

Eitt af því sem „sér­stakur hern­að­ur“ Rússa á hendur Úkra­ínu­mönnum hefur leitt í ljós er him­in­hróp­andi mátt­leysi SÞ. Sem beinir óhjá­kvæmi­lega sjónum að innri gerð þeirra, eitt hund­rað níu­tíu og þrjú ríki og þar af eru fimm með vald til að hnekkja ákvörð­unum allra hinna. Sem gerir félags­skap­inn í senn marklausan og hættu­legan þar sem honum er ætl­aður mynd­ug­leiki sem engin inni­stæða er fyr­ir. Hann er eins og spjald með mynd af lög­reglu­þjóni í stað lög­reglu­þjóns.

Til SÞ var stofnað í lok heims­styrj­ald­ar­innar síð­ari með því yfir­lýsta mark­miði að koma á umgengn­is­reglum sem kæmu í veg fyrir styrj­ald­ar­á­tök í fram­tíð­inni. Og tóku við af Þjóða­banda­lag­inu sem var að sínu leyti stofnað eftir hild­ar­leik heims­styrj­ald­ar­innar fyrri og átti að koma í veg fyrir að sagan end­ur­tæki sig. Og nú þegar þriðja heims­styrj­öldin er komin á dag­skrá standa SÞ mátt­vana hjá, stíað frá með banni við íhlutun í innri mál­efni hvers ríkis (sem ætti í raun að vera sjálf­sögð skylda SÞ gagn­vart þeim ríkjum sem færu ekki eftir sátt­mála þess). En í skjóli þessa ógild­ing­ar­á­kvæðis eru engin tak­mörk fyrir því sem átt getur sér stað, hel­för nas­ista á hendur gyð­ingum væri full­kom­lega ger­leg í dag, sam­an­ber núver­andi hel­för Rússa á hendur nágrönnum sínum í Úkra­ínu.

Hvernig stendur á því að heim­ur­inn er svona hjálp­ar­vana? Á sama tíma og öll vanda­mál sem að okkur steðja eru hnatt­ræn og útheimta hnatt­rænar lausnir kepp­ist hver við sínar „sér­stöku aðgerð­ir“. Lofts­lags­ráð­stefnan í Glas­gow fyrr á árinu var 26. til­raun til að koma böndum á ham­fara­hlýnun jarð­ar. Og líkt og allar hinar náði hún ekki til­gangi sín­um. Athygli vakti að Rússar létu ekki svo lítið að mæta, enda áttu þeir fyrir höndum að kveikja elda sem óneit­an­lega ganga þvert gegn „lofts­lags­mark­miðum SÞ“.

Auglýsing

Ind­land og Kína vildu fá frest til að brenna kol­um, Rússar þurftu svig­rúm til að rústa Úkra­ínu.

Og Pútín fer sínu fram óáreittur í krafti kjarna­vopna sem Rússar njóta þeirra for­rétt­inda að búa yfir ásamt hinum neit­un­ar­valds­þjóð­unum að við­bættu Ind­landi, Pakistan, Norð­ur­-Kóreu og Ísr­a­el. En af hverju bara þessi níu? Af hverju ekki öll 193? Auð­vitað ættu annað hvort engir eða allir að ráða yfir kjarn­orku­vopn­um, það er að segja eng­ir.

Við Íslend­ingar eigum full­trúa á vett­vangi SÞ og höfum áður sent hann í pontu til að mót­mæla gjörðum Duarte ein­ræð­is­herra á Fil­ipps­eyjum sem ofsótti and­stæð­inga sína undir yfir­skini bar­áttu gegn eit­ur­lyfj­um. En hvað með Pútín Rúss­lands­for­seta sem notar bar­átt­una gegn nýnas­istum sem átyllu til land­vinn­inga í anda gam­alnas­ista?

Látum full­trúa okkar kveða sér hljóðs og leggja til að hvert ríki SÞ gildi eitt atkvæði og ein­faldur meiri­hluti ráði, líkt og þegar Rússum var vísað úr mann­réttinda­ráð­inu fyrir skömmu. Látum full­trúa okkar kveða sér hljóðs og leggja til upp­ræt­ingu kjarn­orku­vopna undir ströngu eft­ir­liti og síð­ast en ekki síst, látum full­trúa okkar kveða sér hljóðs og leggja til að SÞ sé skylt að hlut­ast til um mál­efni ríkja sem ekki fari að sátt­mála SÞ.

Útópía? Já, auð­vit­að, en hver er hinn mögu­leik­inn? Distópía? Þarf virki­lega þriðja heims­hrunið áður en siðað sam­fé­lag manna verði að veru­leika?

Höf­undur er rit­höf­und­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar