Framkvæmd og fjármögnun skóla

Birna Gunnlaugsdóttir, sem býður sig fram til formanns í Kennarafélagi Reykjavíkur, skrifar um fjármögnun skóla, kjör kennara og aðbúnað barna.

Auglýsing

Ég hef lýst því í skrifum mínum áður í hversu miklum ógöngum ég tel íslenskt grunn­skóla­kerfi vera. Þó er vert að horfa til þess að afar margt er líka vel gert. Mikil þekk­ing og reynsla býr í hópi grunn­skóla­kenn­ara, gömul jafnt og ný, enda hef ég líka oft bent á að grunn­skóla­kenn­ar­inn þurfi að vera fjöl­hæfur og vel vopnum búinn ef kennslan á að ganga vel.

Í þeim skólum þar sem marg­breyti­leiki er lít­ill eða hús­næði býður upp á góðar starfs­að­stæður sjáum við oft afburðar gott skóla­starf. Reyndar sjáum við líka afburðar gott starf hjá mörgum kenn­urum til mik­illa muna víð­ar. Margar nýlegar skóla­stefnur eru nýttar svo sem Upp­eldi til ábyrgð­ar, Byrj­enda­læsi, Vina­liða­verk­efni og góður stuðn­ingur af upp­lýs­inga­tækn­inni. Þetta eru verk­efni til mik­illar fyr­ir­mynd­ar.

Ekki skal gleyma því að grunn­skóla­kenn­arar hafa sýnt veru­legan styrk og úthald á tíma Covid síð­ast­liðin tvö ár og með þeim hætti að börnin hafa yfir­leitt sloppið við seinkun á að fylgja náms­skrá eða önnur óþæg­indi frá skól­unum sín­um. Það eitt og sér sýnir því­lík þrek­virki sem kenn­arar eru færir um að vinna.

Auglýsing

En hverjir eru þessir grunn­skóla­kenn­ar­ar? Er það vel menntuð fag­stétt með skýrt við­ráð­an­legt verk­svið, góðar starfs­að­stæð­ur, verndað starfs­heiti og laun í sam­ræmi við það? Því miður er svarið nei. Að miklu leyti er það sem betur fer svo að grunn­skóla­kenn­arar eru vel mennt­aðir fyrir sitt starf og óþreyt­andi í að bæta við sig end­ur­mennt­un. Í skól­unum kenna líka mikið til – og standa sig eftir bestu getu – ófag­lærðir leið­bein­end­ur, frama­halds­skóla­kenn­arar með ekk­ert eða afar lítið nám í grunn­skóla­fræðum og leik­skóla­kenn­arar sem aldrei hafa kennt ein­staka náms­grein­ar. Hinir reyndu og vel mennt­uðu grunn­skóla­kenn­arar reyna síðan eftir bestu getu að leið­segja hin­um, mjög oft án þess að fá auka­greiðslu fyrir það.

Hvers vegna skyldi vera svona erfitt að manna stétt­ina með rétta fólk­inu? Samt eru börn ynd­is­lega gef­andi og gott að vera nálægt þeim. Svari hver fyrir sig.

Skipu­lagt kaós

Það er oft erfitt fyrir utan­að­kom­andi og jafn­vel starfs­menn skól­anna sjálfra að átta sig á því hvernig grunn­skól­arnir eru skipu­lagðir og rekn­ir. Því má t.d. sjá merki í því að margir skólar aug­lýsa eftir sér­kenn­ara eða þroska­þjálfa þótt um tvær ólíkar fag­stéttir sé að ræða. Sam­setn­ing sér­fæð­inga, ann­arra en kenn­ara, við hvern skóla er líka mis­mun­andi s.s. eftir því hvernig nem­enda­hóp­ur­inn er, en ekki síður eftir fram­boði á sér­fræð­ingum sem sækj­ast eftir starfi í grunn­skóla. Fáeinir skólar hlut­falls­lega hafa starf­andi iðju­þjálfa og mun færri en þyrftu þess. Hvergi eru starf­andi tal­meina­fræð­ing­ar. Víð­ast er þörf á kenn­ara eða kenn­urum sem kennir tví- og stundum marg­tyngdum börnum íslensku sér­stak­lega, en tíma­magnið sem ætlað er í það er þó skammar­lega lít­ið. Að auki er það alveg ógagn­sætt hvort eða hversu mik­inn rétt sér­hver nem­andi hefur á slíkri kennslu. Algengt er að til­fallandi kenn­arar sinni þessum ofan­greindu verk­efnum því sér­fræð­ing­arnir fást ekki til starfs­ins.

Nú starfa sem betur fer náms- og starfs­ráð­gjafar við grunn­skól­ana sem eru mjög dýr­mætir starfs­kraftar fyrir börnin að geta leitað til, eða kenn­ara að vísa þeim til. Hverju og einu stöðu­gildi er ætlað að sinna 300 börn­um, en þau eru oft­ast mun fleiri á eina stöðu. Auk þess er vand­inn oft það mik­ill og aðkallandi meðal barn­anna að ráð­gjaf­arnir kom­ast illa í að sinna þeim for­vörnum og sam­skipta­verk­efnum sem þeim er ætl­að, en eru mik­il­væg og ráð­gjaf­arnir vilja helst sinna.

Mik­il­væg­ustu fyr­ir­tæki lands­ins gera sér ekki fjár­hags­á­ætlun

Sveit­ar­fé­lög gera ekki þá kröfu til grunn­skól­anna að gera sér fjár­hags­á­ætlun og er því alveg undir hæl­inn lagt hvort hún er gerð. Það er því ekki að furða að kerfið virð­ist ógagn­sætt og rugl­ings­legt, því það ein­fald­lega er nákvæm­lega það. Að minnsta kosti er skólum í Reykja­vík þó gert að senda inn upp­lýs­ingar um börn með mikla eða litla þörf fyrir sér­staka náms­að­stoð og í fyrsta skipti nú í ár, að telja saman hversu mörg börn tala annað mál en íslensku heima hjá sér. Skil­grein­ing er á því hvað er mikil eða lítil þörf barns fyrir náms­að­stoð (nem­andi með þörf A eða þörf B), en aðeins þeir sem eru með mikla þörf sam­kvæmt fáeinum við­ur­kenndum grein­ing­ar­stofn­unum fá með sér fé. Það er að segja aðeins topp­ur­inn á ísjak­an­um, s.s. ekki börn með „litlar rask­an­ir“ eða börn með tölu­verðar rask­anir sem­eru enn á tveggja ára bið eftir grein­ingu.

Í Sví­þjóð, svo dæmi sé tek­ið, er algeng­ast að ef mörg tví­tyngd börn séu í bekk þá kenni þar tveir kenn­ar­ar. Mikið sem ég vildi vera þar með mín 12 indælu tví­tyngdu börn í 22 barna hópi, sem ég sinni að lang mestu leyti ein. Fáein eru tekin úr tíma ein­stöku sinnum og fáeina tíma fæ ég aðstoð við að láta þau lesa upp­hátt eða leysa erf­ið­ustu stærð­fræði­dæm­in. Til að láta dag­inn ganga upp er skipu­lagið nán­ast upp á mín­útu og athyglin á hverju og einu barni eins nálægt 100% og hægt er. – Fyrir þetta starf (og eftir 5 ára háskóla­nám) fæ ég um 17% lægri laun en lægst laun­uð­ustu sér­fræð­ingar í öðrum störfum á Íslandi.

Bragð er af þá barnið finnur

Margt hefur breyst í íslensku skóla­kerfi í ára­tug­anna rás. Bæði hafa sveit­ar­fé­lögin tekið við rekstri grunn­skól­anna án nokk­urra krafna um sýni­legt skýrt skipu­lag og fjár­hags­á­ætl­an­ir, nýfrjáls­hyggja hefur sett mark sitt á vel flest svið þjóð­fé­lags­ins og almennum aga barna í skólum hefur farið aft­ur. Ég skil börnin vel. Ef full­orðna fólk­ið, stjórn­end­ur, kenn­arar og for­eldrar vita ekki alveg hvernig skól­inn þeirra virkar, hvernig eiga þau þá að geta fundið til öryggis þegar eitt­hvað bjátar á? Hvernig eiga for­eldrar að geta borið virð­ingu fyrir skóla sem getur ekki gefið skýr svör um rétt­indi barna þeirra? Þegar skipu­lag í skól­anum er upp og ofan, hvers vegna mega börnin þá ekki hegða sér sam­kvæmt fyrstu til­finn­ingu hverju sinni?

Fjár­mögnun

Íslenskt grunn­skóla­kerfi þykir dýrt, en ekki má gleyma því að byggð í land­inu er dreifð og margir skólar afar fámenn­ir. Það eru þó ekki einu inn­við­irnir sem reyn­ast fámennri þjóð í stóru landi kostn­að­ar­sam­ir. Dreifð byggð í land­inu er líka dýr­mæt og eflaust það sem enn á eftir að styrkj­ast í fram­tíð­inni, af ýmsum ástæðum sem ekki verða taldar hér.

Um leið og vel flestir skólar væru stokk­aðir upp með ráðn­ingum fleiri sér­fræð­inga og kenn­ara en færri stuðn­ings­lið­um, væri athygl­is­vert að sjá breyt­ing­arn­ar. Kenn­arar þyrftu að vera tveir í mörgum bekkj­um. Þá er komið að því að auka veru­lega íslensku­nám tví- og þrí­tyngdra barna, en rann­sóknir sýna að þau helt­ast mjög gjarnan úr lest­inni þegar komið er í fram­halds­skóla. Fjár­mála­stjórar væru jafn­framt við skól­ana, en jafn­vel færri milli­stjórn­end­ur. Bæta þyrfti aðstöðu við eldra hús­næði fyrir þau börn sem þola illa hávaða eða klið.

Grunn­laun kenn­ara þyrftu að hækka um að lág­marki 150 þús­und kr. á mán­uði til að stand­ast sam­keppni og stéttin væri þar á svip­uðu róli og sam­bæri­legar stétt­ir.

Hvernig á þá að bæta fjár­hag­inn? Sveit­ar­fé­lögin sinna einnig mörgum öðrum verk­efnum sem eru fjársvelt, s.s. leik­skól­um, aðbún­aði fólks með fatl­an­ir, veit­ingu fjár­hags­legrar aðstoðar til þeirra sem hafa engar aðrar tekjur og rekstri félags­legs hús­næð­is.

Fjár­magnstekju­skatt mætti hækka (hér­lendis er hann aðeins 22% en t.d. 35% í Banda­ríkj­un­um) og láta renna að hluta til sveit­ar­fé­lag­anna. Hluti af veltu fyr­ir­tækja færu til sveit­ar­fé­lag­anna sem lands­út­svar. Aðstöðu­gjöld eru eðli­leg á fyr­ir­tæki, en þar þyrfti ríkið að leggja lín­urnar og setja lög svo sveit­ar­fé­lögin geti ekki boðið í fyr­ir­tæk­in. Einnig mætti finna leið til að stærri versl­un­ar­keðjur sem eru víða á land­inu myndu einnig greiða aðstöðu­gjöld. Hækka mætti skatt á þá sem eiga fleiri en eina fast­eign. Sveit­ar­fé­lögin þyrftu líka að hafa leyfi til opinnar tekju­öfl­un­ar. Sums staðar gæti hún verið í formi skatt­lagn­ingar á fisk­veiði­kvóta og ann­ars staðar gistin­átta­gjald.

Það þarf margt að ger­ast og breyt­ast til þess að íslenskt grunn­skóla­kerfi geti talist gott. Það magn­að­asta við það er þó að við höfum alla burði og getu til að gera það. Ekki hvað síst höfum við öfl­uga stétt vel mennt­aðra og reyndra grunn­skóla­kenn­ara sem elska starfið sitt. Við þurfum aðeins að gera skýrar körfur á sveit­ar­fé­lagið okkar að sinna og sýna með gagn­sæjum hætti hvernig þau ætla að standa við laga­legar skuld­bind­ingar sínar um að grunn­skólar séu reknir sem Skóli án aðgrein­ingar, eins og lands­lög kveða á um.

Höf­undur er grunn­skóla­kenn­ari og fram­bjóð­andi til for­manns í Kenn­ara­fé­lagi Reykja­vík­ur.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar