Um stuðning stjórnvalda við íslenskukennslu

Stuðningur við íslenskunám innflytjenda er fjárfesting sem skilar sér í auknum lífsgæðum þess fólks sem hingað flyst og eykur líkur á að það festi hér rætur, sem skilar sér margfalt til baka í skattgreiðslum inn í framtíðina, skrifar Kjartan Jónsson.

Auglýsing

Á haust­vikum hefur verið nokkur umræðu um íslensku­kennslu fyrir fólk af erlendum upp­runa, m.a. í tengslum við þá kjara­samn­inga sem framundan eru og hvort verka­lýðs­hreyf­ingin eigi t.d. að beita sér sterk­lega fyrir íslensku­námi á vinnu­tíma. Ég ætla ekki að blanda mér í þá umræðu, en vil benda á að það hljóti að vera sam­eig­in­legir hags­munir bæði launa­fólks og stjórn­valda að gera vel í þessum mál­um.

Það sem mig langar að koma á fram­færi eru þær aðstæður sem fræðslu­að­ilar sem bjóða upp áís­lensku­kennslu fyrir útlend­inga búa við.

Auglýsing

Nú hef ég í rúman ára­tug rekið og kennt við lít­inn tungu­mála­skóla, þar sem uppi­staðan er íslensku­kennsla fyrir útlend­inga. Starf­semin hefur farið vax­andi með auknum fjölda inn­flytj­enda til lands­ins og fyr­ir­séð að enn frek­ari aukn­ing verði þar á, þar sem spáð er að inn­flytj­endur verði helm­ingur launa­fólks á Íslandi innan nokk­urra ára­tuga.

Ríkið styður við lög­gilta fræðslu­að­ila á hverju ári með styrkjum í gegnum Rannís, sem gerir þeim kleift að bjóða nám­skeiðin ódýr­ari en ella. Meiri­hluti kostn­að­ar­ins fellur þó á nem­end­ur, sem síðan geta margir hverjir sótt að ein­hverjum hluta til starfs­mennta­sjóðs síns stétt­ar­fé­lags. Atvinnu­laust fólk, flótta­fólk og hæl­is­leit­endur geta síðan fengið styrk til íslensku­náms frá Vinnu­mála­stofnun eða sveit­ar­fé­lög­um. Þrátt fyrir sívax­andi hóp sem hingað flytur til að mæta þörfum okkar fyrir aukið vinnu­afl, er í fram­lögðum fjár­lögum vegna 2023 er gert ráð fyrir um fjórð­ungs nið­ur­skurði rík­is­ins til þess fram­lags sem fer í gegnum Rannís.

Árið 2017 fékk skól­inn okk­ar, Múltikúlti íslenska, styrk í gegnum þetta kerfi til að halda 30 nám­skeið fyrir 300 nem­end­ur, sem reynd­ist nokkuð nálægt þeim fjölda sem sótti nám­skeið það árið (talan mið­ast við fjölda nem­enda með kenni­tölu sem lýkur nám­skeiði með við­un­andi mæt­ing­u). Fimm árum síð­ar, á árinu 2022, fáum við í árlegri úthlutun styrk til að halda 33 nám­skeið fyrir 363 nem­end­ur. Til að setja hlut­ina í sam­hengi þá eru nú, þegar þessi orð eru skrif­uð, 337 nem­endur á íslensku­nám­skeiðum hjá okkur á sam­tals 24 nám­skeiðum sem standa yfir í 7 vik­ur. Heild­ar­tala árs­ins fer vel yfir 1.000 nem­endur sem ljúka nám­skeiðum með full­nægj­andi hætti og fjöldi nám­skeiða rúm­lega 90. Þess ber þó að geta að síð­asta vetur var umtals­verð auka­út­hlut­un, vegna sér­stakra aðstæðna, sem kom að hluta til inn á þetta ár og lag­aði hlut­ina umtals­vert. En ekki verður séð að for­sendur þeirrar auka­út­hlut­unar verði áfram til stað­ar, svo það eina sem sjá­an­legt er framundan er reglu­leg úthlutun Rannís sem, eins og áður er nefnt, gert er ráð fyrir að skerð­ist um fjórð­ung í krónum talið, og enn meira að teknu til­liti til verð­bólgu. Þessi úthlutun sem við hljótum þýðir þá að stuðn­ingur stjórn­valda við hvern og einn nem­anda verður enn minni, en í okkar til­viki hefur hann nú þegar lækkað niður í um einn þriðja á hvern nem­anda síðan 2017 (heild­ar­stuðn­ingur deilt með fjölda nem­enda).

Auglýsing

Aukn­ing ferða­manna til Íslands kallar á efl­ingu inn­viða eins og gatna­kerfis og aðstöðu við ferða­manna­staði. Auknar tekjur sem falla til vegna þess­ara sömu ferða­manna gera það kleift og rúm­lega það. Á sama hátt þýðir koma erlends vinnu­afls auknar tekjur og aukna vel­megun á Íslandi og skýtur því skökku við að verið sé að skera niður styrki til íslensku­kennslu til þessa hóps á sama tíma. Þegar hlutur rík­is­ins dregst saman verður því ekki mætt með öðru en að hækka verðið til þeirra. Inn­viðir í ferða­þjón­ustu eru í raun fjár­fest­ing, sem skilar sér bættri upp­lifun ferða­manna og þar af leið­andi fjölgun þeirra með tím­an­um. Að sama skapi er stuðn­ingur við íslensku­nám inn­flytj­enda fjár­fest­ing, sem skilar sér í auknum lífs­gæðum þess fólks sem hingað flyst og eykur líkur á að það festi hér ræt­ur, sem skilar sér marg­falt til baka í skatt­greiðslum inn í fram­tíð­ina.

Í þeim löndum sem við viljum bera okkur saman við, eins og á Norð­ur­lönd­um, er gert mun meira til þess að kenna inn­flytj­endum mál heima­manna og mjög víða þeim að kostn­að­ar­lausu. Ég á ekki von á því að það ger­ist hér í bráð, stjórn­völd munu ekki stökkva til og bjóð­ast til að borga það sem starfs­mennta­sjóðir stétt­ar­fé­laga eru að greiða í dag fyrir íslensku­nám. En þau mættu í það minnsta taka sig taki og auka stuðn­ing­inn, a.m.k. í hlut­falli við þann aukna fjölda sem hingað sæk­ir.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri og kennir hjá Múltikúlti íslensku.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stewart Rhodes, stofnandi og leiðtogi öfga- og vígasamtakanna The Oath Keepers.
„Maðurinn með leppinn“ sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið
Leiðtogi vígasveitarinnar Oath Keepers, maðurinn sem er með lepp af því að hann skaut sjálfan sig í augað, hefur verið sakfelldur fyrir árásina á bandaríska þinghúsið í janúar í fyrra. Hann á yfir höfði sér 20 ára fangelsisdóm.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Helstu eigendur Samherja Holding eru Kristján Vilhelmsson og Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja.
Samherjasamstæðan átti eigið fé upp á tæpa 160 milljarða króna um síðustu áramót
Endurskoðendur Samherja Holding gera ekki lengur fyrirvara við ársreikningi félagsins vegna óvissu um „mála­rekstur vegna fjár­hags­legra uppgjöra sem tengj­ast rekstr­inum í Namib­íu.“ Félagið hagnaðist um 7,9 milljarða króna í fyrra.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Ari Trausti Guðmundsson
Flugaska eða gjóska?
Kjarninn 30. nóvember 2022
Vilhjálmur Birgisson er formaður Starfsgreinasambands Íslands.
Samningar við Starfsgreinasambandið langt komnir – Reynt að fá VR um borð
Verið er að reyna að klára gerð kjarasamninga við Starfsgreinasambandið um 20 til 40 þúsund króna launahækkanir, auknar starfsþrepagreiðslur og flýtingu á útgreiðslu hagvaxtarauka. Samningar eiga að gilda út janúar 2024.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Bjarni Bjarnason er forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur.
Vindorkuver um land allt yrðu mesta umhverfisslys Íslandssögunnar
Forstjóri Orkuveitunnar segir að ef þúsund vindmyllur yrðu reistar um landið líkt og vindorkufyrirtæki áforma „ættum við engu umhverfisslysi til að jafna úr Íslandssögunni. Hér væri reyndar ekki um slys að ræða því myllurnar yrðu reistar af ásetningi.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
„Matseðill möguleika“ ef stjórnvöld „vilja raunverulega setja orkuskipti í forgang“
Langtímaorkusamningar um annað en orkuskipti geta tafið þau fram yfir sett loftlagsmarkmið Íslands, segir orkumálastjóri. „Þótt stjórnvöld séu með markmið þá eru það orkufyrirtækin sem í raun og veru ákveða í hvað orkan fer.“
Kjarninn 30. nóvember 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar í morgun.
„Það var mjög óheppilegt að náinn ættingi hafi verið í þessum kaupendahópi“
Forsætisráðherra segir að ekki hafi verið ákveðið hvenær Bankasýsla ríkisins verði lögð niður og hvaða fyrirkomulag taki við þegar selja á hlut í ríkisbanka. Hún hafði ekki séð það fyrir að faðir Bjarna Benediktssonar yrði á meðal kaupenda í ríkisbanka.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Á meðal eigna Bríetar er þetta fjölbýlishús á Selfossi.
Leigufélagið Bríet gefur 30 prósent afslátt af leigu í desember
Félag í opinberri eigu sem á um 250 leiguíbúðir um allt land og er ekki rekið með hagnaðarsjónarmið að leiðarljósi ætlar að lækka leigu allra leigutaka frá og með næstu áramótum.
Kjarninn 30. nóvember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar