Dánaraðstoð er rétturinn til að velja sína hinstu stund

Ingrid Kuhlman segir sorglegt að hluti læknastéttarinnar skuli hafa neikvætt viðhorf til dánaraðstoðar. Í því felist tvöfalt siðferð.

Auglýsing

Fyrir nokkrum vikum var Staffan Bergström, sænskur læknir og fyrrum for­maður sænska félags­ins um dán­ar­að­stoð, sviptur lækna­leyf­inu. Ástæðan var sú að árið 2020 aðstoð­aði hann ein­stak­ling með langt geng­inn MND sjúk­dóm við að binda enda á líf sitt. Á vef­síðu MND félags­ins kemur fram að MND sé ban­vænn sjúk­dómur sem áger­ist venju­lega hratt og herjar á hreyfi­taugar lík­am­ans sem flytja boð til vöðvanna. Af honum leiðir mátt­leysi og lömun í hand­leggj­um, fót­leggj­um, munni, hálsi o.s.fv. Ein­stak­ling­ur­inn hafði ætlað að binda enda á þján­ingar sínar hjá Dignitas, sam­tökum sem veita dán­ar­að­stoð í Sviss, en kór­ónu­far­ald­ur­inn kom í veg fyrir það. Þegar hann var lát­inn til­kynnti Staffan, sem á að baki 50 ára flekklausan starfs­feril sem lækn­ir, and­látið til lög­reglu og óskaði eftir að úr því yrði skorið hvort hann hefði framið lög­brot með aðstoð sinni. Hann var sýkn­aður en eft­ir­lits­nefnd heil­brigð­is­mála ákvað þrátt fyrir það að svipta hann lækna­leyf­inu. Staffan mun áfrýja nið­ur­stöð­unni.

Þurfum að tala um dauð­ann

Við tölum of lítið um dauð­ann, kannski vegna þess að það fyllir okkur kvíða. Kvíð­inn varðar til­vist okk­ar, hvað ger­ist þegar við deyjum og hvað ger­ist eftir það? Er þetta þá virki­lega allt búið? Við fáum ekki svör við þeim spurn­ingum og stöndum frammi fyrir ákveð­inni óvissu. En hvernig við lifum okkar síð­ustu dögum og hvort hægt sé að enda lífið á sóma­sam­legan hátt eru spurn­ingar sem við getum leyst í sam­fé­lag­inu.

Auglýsing
MND er aðeins einn af fjöl­mörgum ill­vígum sjúk­dómum sem engin lækn­ing er við. Að þjást af MND, ólækn­andi og ágengu krabba­meini eða hjarta- og lungna­bilun getur valdið miklum kvíða fyrir því hvernig and­látið muni bera að. Í dag geta ein­stak­lingar með ban­væna sjúk­dóma ekki haft áhrif á eigin lífs­lok. Þeir fá vissu­lega umönnun og líkn­ar­með­ferð en þurfa að öðru leyti að bíða eftir að líf­færin gefi sig svo lífið endi. Það er í mörgum til­fellum allt annað en nokkur maður myndi óska sér og sínum nán­ustu á hinstu stundu og eitt­hvað sem fyllir marga kvíða.

Tvö­falt sið­ferði

Það er sorg­legt að hluti lækna­stétt­ar­innar skuli hafa nei­kvætt við­horf til dán­ar­að­stoð­ar. Læknar sinna nú þegar dag­lega alvar­lega veikum ein­stak­ling­um. Allir vita að slökkt er á önd­un­ar­vélum og að deyj­andi sjúk­lingar fá slævandi lyf sem geta haft þær afleið­ingar að þeir sofna fyrir fullt og allt. En það má ekki kalla það dán­ar­að­stoð og ein­stak­ling­ur­inn fær ekki að ráða eigin lífslokum heldur er það oft í höndum lækna og aðstand­enda að taka ákvörðun um lífsloka­með­ferð. Segja má að það sé tvö­falt sið­ferði í íslenskri umönnun í dag.

Þetta tvö­falda sið­ferði er m.a. til staðar vegna þess að stjórn­mála­menn, með örfáum und­an­tekn­ing­um, hafa ekki þorað að taka umræð­una um dán­ar­að­stoð. Á Spáni, sem er mjög kaþ­ólkst land, var hart deilt um dán­ar­að­stoð fyrir nokkrum árum, en nú er hún orðin lög­leg. Aust­ur­ríki lög­leyfði dán­ar­að­stoð fyrr á þessu ári. Auk þess er hún leyfð í Hollandi, Belg­íu, Lúx­em­borg, Sviss, Ástr­al­íu, Nýja Sjá­landi, Kana­da, Kól­umbíu og fjöl­mörgum fylkjum Banda­ríkj­anna. 

Hér á landi er svarið gjarnan að líkn­andi með­ferð hafi þró­ast það mikið und­an­farin ár að ekki sé þörf á dán­ar­að­stoð. En þó að líkn­ar­með­ferð hafi batnað og sé fram­úr­skar­andi linar hún ekki allar þján­ing­ar. Hún er heldur ekki svar við beiðni sjúk­lings­ins um að fá að ráða eigin lífslok­um.

Skiljum heil­brigð­is­starfs­fólk og sjúk­linga eftir í lim­bói milli lífs og dauða

Það skýtur skökku við að ætl­ast er til af okkur að við tökum ákvarð­anir um flesta hluti í lífi okk­ar, en þegar kemur að dauð­anum höfum við ekki sjálfs­á­kvörð­un­ar­rétt. Að skilja bæði heil­brigð­is­starfs­fólk og sjúk­linga eftir í ákveðnu lim­bói milli lífs og dauða er langt frá því ábyrgt. Stjórn­mála­menn verða að þora að ræða þetta mik­il­væga mál, þó að það kunni að vera erfitt.

Þegar þján­ingin ein er eftir ætti rétt­ur­inn til að velja sína hinstu stund að vera sjálf­sagður hlutur í sið­mennt­uðu sam­fé­lagi.

Grein­ar­höf­undur er for­maður Lífs­virð­ing­ar, félags um dán­ar­að­stoð.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar