„Er ekki bara best ...“

Sighvatur Björgvinsson fjallar um pólitíska erfiðleika sitjandi ríkisstjórnar á undanförnum vikum.

Auglýsing

„Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn.“ Barns­lega ein­falt. Engar flóknar útskýr­ing­ar. Engar útlist­an­ir. Engir bornir sök­um. Komið beint í kjarn­ann. Best heppn­aða kosn­inga­slag­orð í ára­tugi. Hitti með barns­legu sak­leyti sínu fjöl­marga Íslend­inga í hjart­að. Og með afleið­ing­um. Auð­vit­að! Eins og til var ætl­ast. Svona eiga almanna­tenglar að vera!

Og svo kom ...

Svo kom „sú svarta“. Svo kom banka­sal­an. Svo fylgdi reiði almenn­ings. Svo fylgdu fjöl­mennir and­mæla­fund­ir. Svo fylgdu kröfur almenn­ings un skýr svör og um öxlun ábyrgðar Svo fylgdi margra sól­ar­hringa þögn ráð­herra í rík­is­stjórn Katrínar . Eng­inn ráð­herra fékkst til að opna munn­inn. Eng­inn til þess að tjá sig. Eng­inn til þess að svara .

Nema – við­skipta­ráð­herr­ann Lilja Dögg tjáði skoðun sína í Morg­un­blaðsvið­tali kvöldið áður en þögnin hófst. Þar sagð­ist hún hafa lýst and­stöðu sinni við þá leið, sem valin var við banka­söl­una. Katrín var spurð hvort rétt væri – en svar­aði auð­vitað ekki. Sagði bara að ekk­ert slíkt hefði verið fært til bók­ar. Hvorki í ráð­herra­nefnd­inni – þar sem Lilja Dögg sat ekki – né í rík­is­stjórn­inni – þar sem Lilja Dögg átti sæti.

Auglýsing
Svo var áfram þag­að. Þangað til að kvöldi dags­ins þegar Katrín lýsti því hvernig rík­is­stjórnin myndi taka á mál­inu. Að reka allt starfs­fólk Banka­sýsl­unnar og leggja stofn­un­ina nið­ur. Þeirra væri sök­in. Þá mætti Lilja Dögg til við­tals – enda búið að leysa málið og þagn­ar­bind­ind­inu lok­ið. Þar var hún m.a. spurð um hver bæri ábyrgð. „Rík­is­stjórnin ber auð­vitað ábyrgð á öllu, sem hún ger­ir“, svar­aði Lilja Dögg. Þótti frétta­manni sem þar væri spurn­ing­unni ekki svar­að. Spurði því hver Lilja Dögg teldi að væri ábyrgð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herr­ans á mál­inu. Hann er ráð­herra í rík­is­stjórn­inni. Hann hefur reynst nýtur og traustur sam­starfs­mað­ur, var svar­ið. 

... að fara heim

Svona eiga almanna­tenglar að svara. Hin gömlu, fleygu og árang­urs­ríku kosn­inga­slag­orð hvíldu á tungu ráð­herr­ans. Fremst á tungu­brodd­in­um. Nán­ast sögð! Minnug góðs árang­urs barns­lega ein­falds úrræð­is. Best heppn­aða kosn­inga­slag­orðs Íslands­sög­unnar „Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn?“ Já – „Er ekki bara best að treysta Bjarna?“!!! Ein­falt.

Engar flóknar útskýr­ing­ar. Hittir lands­menn beint í hjarta­stað. Svona eins og þegar þreytt for­eldri segir við blessað barnið sitt eftir erf­iðan dag: „Er ekki bara best að við förum að fara heim?“.

Höf­undur er fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra og for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar