„Er ekki bara best ...“

Sighvatur Björgvinsson fjallar um pólitíska erfiðleika sitjandi ríkisstjórnar á undanförnum vikum.

Auglýsing

„Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn.“ Barns­lega ein­falt. Engar flóknar útskýr­ing­ar. Engar útlist­an­ir. Engir bornir sök­um. Komið beint í kjarn­ann. Best heppn­aða kosn­inga­slag­orð í ára­tugi. Hitti með barns­legu sak­leyti sínu fjöl­marga Íslend­inga í hjart­að. Og með afleið­ing­um. Auð­vit­að! Eins og til var ætl­ast. Svona eiga almanna­tenglar að vera!

Og svo kom ...

Svo kom „sú svarta“. Svo kom banka­sal­an. Svo fylgdi reiði almenn­ings. Svo fylgdu fjöl­mennir and­mæla­fund­ir. Svo fylgdu kröfur almenn­ings un skýr svör og um öxlun ábyrgðar Svo fylgdi margra sól­ar­hringa þögn ráð­herra í rík­is­stjórn Katrínar . Eng­inn ráð­herra fékkst til að opna munn­inn. Eng­inn til þess að tjá sig. Eng­inn til þess að svara .

Nema – við­skipta­ráð­herr­ann Lilja Dögg tjáði skoðun sína í Morg­un­blaðsvið­tali kvöldið áður en þögnin hófst. Þar sagð­ist hún hafa lýst and­stöðu sinni við þá leið, sem valin var við banka­söl­una. Katrín var spurð hvort rétt væri – en svar­aði auð­vitað ekki. Sagði bara að ekk­ert slíkt hefði verið fært til bók­ar. Hvorki í ráð­herra­nefnd­inni – þar sem Lilja Dögg sat ekki – né í rík­is­stjórn­inni – þar sem Lilja Dögg átti sæti.

Auglýsing
Svo var áfram þag­að. Þangað til að kvöldi dags­ins þegar Katrín lýsti því hvernig rík­is­stjórnin myndi taka á mál­inu. Að reka allt starfs­fólk Banka­sýsl­unnar og leggja stofn­un­ina nið­ur. Þeirra væri sök­in. Þá mætti Lilja Dögg til við­tals – enda búið að leysa málið og þagn­ar­bind­ind­inu lok­ið. Þar var hún m.a. spurð um hver bæri ábyrgð. „Rík­is­stjórnin ber auð­vitað ábyrgð á öllu, sem hún ger­ir“, svar­aði Lilja Dögg. Þótti frétta­manni sem þar væri spurn­ing­unni ekki svar­að. Spurði því hver Lilja Dögg teldi að væri ábyrgð fjár­mála- og efna­hags­ráð­herr­ans á mál­inu. Hann er ráð­herra í rík­is­stjórn­inni. Hann hefur reynst nýtur og traustur sam­starfs­mað­ur, var svar­ið. 

... að fara heim

Svona eiga almanna­tenglar að svara. Hin gömlu, fleygu og árang­urs­ríku kosn­inga­slag­orð hvíldu á tungu ráð­herr­ans. Fremst á tungu­brodd­in­um. Nán­ast sögð! Minnug góðs árang­urs barns­lega ein­falds úrræð­is. Best heppn­aða kosn­inga­slag­orðs Íslands­sög­unnar „Er ekki bara best að kjósa Fram­sókn?“ Já – „Er ekki bara best að treysta Bjarna?“!!! Ein­falt.

Engar flóknar útskýr­ing­ar. Hittir lands­menn beint í hjarta­stað. Svona eins og þegar þreytt for­eldri segir við blessað barnið sitt eftir erf­iðan dag: „Er ekki bara best að við förum að fara heim?“.

Höf­undur er fyrr­ver­andi heil­brigð­is­ráð­herra og for­­maður Alþýð­u­­flokks­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinsambands Íslands.
Vörn Vilhjálms: „Dapur að sjá fólk sem ég taldi vini stinga mig í bakið“
„Ef fólk heldur að það sé auðvelt að semja við Halldór Benjamín og hans fólk þá veður fólk villu vegar,“ segir Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins sem svarar fullum hálsi gagnrýni formanns Eflingar á nýjan samning við SA.
Kjarninn 4. desember 2022
Spilamiðstöð sem eflir félagsleg tengsl og sköpunarkraft
Framkvæmdaglaðir Norðlendingar safna fyrir rekstri spilasalarins Goblin á Akureyri þar sem þau vilja bjóða upp á aðstöðu fyrir skapandi spilamennsku þar sem lögð er áhersla á skjálausa skemmtun.
Kjarninn 4. desember 2022
Signý Sigurðardóttir
Vinnumarkaður hins sterka
Kjarninn 4. desember 2022
Fólk sem ann Siglunesi
Áfram Siglunes – ævintýrið er þarna úti!
Kjarninn 4. desember 2022
Stefán Jón Hafstein
Árásin á vistkerfin
Kjarninn 4. desember 2022
Sigurður Ingi Friðleifsson, sviðsstjóri loftslagsmála, orkuskipta og nýsköpunar hjá Orkustofnun
Loftslagsmarkmið Íslands nást með „norsku leiðinni“
Markmið um samdrátt í losun frá vegasamgöngum á Íslandi nást ef við förum sömu leið og Norðmenn þegar kemur að rafbílavæðingu. „Við státum okkur af silfurverðlaunum, sem ég er orðinn hundleiður á,“ segir sviðsstjóri loftslagsmála hjá Orkustofnun.
Kjarninn 4. desember 2022
Fjölskyldustund í uppnámi?
Í 31 ár hafa danskar fjölskyldur sest saman við sjónvarpið á föstudagskvöldum og horft á dagskrárliðinn Disney Sjov og borðað vikuskammtinn af sælgæti. Nú hverfa Disney myndirnar af skjánum en nýr þáttur kemur í staðinn. Ekki eru allir jafn spenntir.
Kjarninn 4. desember 2022
Frá undirritun samninganna í dag.
Samningar SGS og SA í höfn: Kauptaxtar hækka um að lágmarki 35 þúsund
Kauptaxtar hækka frá 1. nóvember í ár um að lágmarki 35.000 krónur á mánuði. Hagvaxtarauka sem átti að koma til greiðslu 1. maí verður flýtt. Samningar hafa náðst milli Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins.
Kjarninn 3. desember 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar