Mynd: Eyþór Árnason

Forsætisráðuneytið lét vinna minnisblað um bankasöluna í kjölfar viðtals við Sigríði

Þremur dögum eftir að fjármála- og efnahagsráðherra hafði falið Ríkisendurskoðun að gera stjórnsýsluúttekt á söluferlinu á hlutum í Íslandsbanka fékk forsætisráðuneytið minnisblað um ýmis álitamál tengd sölunni. Það var unnið af lögmanni að beiðni ráðuneytisins og í því fjallar hann um helstu álitamál sem tengjast henni.

Þann 8. apríl 2022 birti Kjarn­inn stutt við­tal við Sig­ríði Bene­dikts­dótt­­ur, hag­fræð­ing við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­­­kvæmda­­­­stjóra fjár­­­­­­­mála­­­­stöð­ug­­­­leika­sviðs Seðla­­­­banka Íslands, þar sem hún sagð­ist telja að lög um sölu­­­með­­­­­ferð eign­­­ar­hluta rík­­­is­ins í fjár­­­­­mála­­­fyr­ir­tækjum hefðu verið brotin við sölu á hlut rík­­­is­ins í Íslands­­­­­banka rúmum tveimur vik­­um fyrr. Í því sölu­ferli hafði 22,5 pró­sent hlutur í bank­anum verið seldur til 207 fjár­festa í lok­uðu útboði fyrir 52,65 millj­arða króna. Verðið sem hóp­ur­inn greiddi var undir mark­aðs­verði Íslands­banka á þessum tíma. Sölu­ferlið hafði verið kynnt þannig að fara ætti þessa lok­uðu leið, svo­kall­aða til­boðs­leið, til að fá inn stóra fjár­festa sem ætl­uðu sér að verða eig­endur bank­ans til lengri tíma. Þegar salan var afstaðin kom hins vegar í ljós að alls 59 fjár­­­festar hefðu keypt fyrir minna en 30 millj­­ónir króna og 20 fyrir 30-50 millj­­ónir króna. Alls 167 aðilar keyptu fyrir 300 millj­­ónir króna eða minna. Innan við mán­uði eftir útboðið höfðu að minnsta kosti 34 kaup­endur þegar selt hlut­ina sem þeir keypt­u. 

Sig­ríður sagði í við­tal­inu að þegar yfir lok­aður hópur aðila væri val­inn til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við mark­aðsvirði Íslands­­­­­banka ef þeir hefur keypt á eft­ir­­­mark­aði, þá brjóti það í bága við 3. grein og mög­u­­­lega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grund­velli þess þarf ein­hver að axla ábyrgð fyrir að hafa heim­ilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum við­­­skiptum við ein­stak­l­inga og ehf., enda eru þau ekki í sam­ræmi við lög og kaup­endum og mið­l­­­urum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórn­­­­­valdi sem heim­il­aði þetta.“

Sig­ríður var einn þriggja sem mynd­uðu rann­­­­sókn­­­­ar­­­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­­­mik­illi skýrslu í apríl 2010. Hún sat einnig um nokk­­­urra ára skeið í banka­ráði Lands­­­bank­ans.

Ummælin vöktu mikla athygli og Banka­sýsla rík­is­ins, sú stofnun sem hafði umsjón með sölu­með­ferð­inni, brást við með til­kynn­ingu sama dag þar sem því var hafnað að ferlið hefði verið í and­stöðu við lög. 

Degi áður, 7. apr­íl, hafði Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og sá sem ber ábyrgð á með­ferð eign­ar­hluta rík­is­ins í banka­kerf­inu, falið Rík­is­end­ur­skoðun að fram­kvæma stjórn­sýslu­út­tekt á sölu­ferl­inu. Sú vinna átti að ganga hratt fyrir sig og skýrsla með nið­ur­stöðum Rík­is­end­ur­skoð­unar að liggja fyrir í júní. Hún er enn ekki komin út þrátt fyrir að í dag sé 22. októ­ber, en rík­is­end­ur­skoð­andi hefur sagt að hún muni líta dags­ins ljós í þessum mán­uð­i. 

Þorri stjórn­ar­and­stöð­unnar taldi þessa stjórn­sýslu­út­tekt ekki vera nægj­an­lega og vildu að skipuð yrði rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að fara yfir söl­una. 

Ótíma­bært að full­yrða um ólög­mæti

Í ljósi þess­arar atburða­rásar lét for­sæt­is­ráðu­neytið Jóhannes Karl Sveins­son, virtan lög­mann sem hið opin­bera leitar oft til þegar við blasa erfið úrlausn­ar­efni, vinna minn­is­blað um söl­una á hlut rík­is­ins á eign­ar­hlutum í Íslands­banka. Minn­is­blað­ið, sem er dag­sett 10. apríl 2022, hefur aldrei komið fyrir augu almenn­ings, en Kjarn­inn hefur það undir hönd­um. Af lestri þess má ráða að ráðu­neytið hafi óskað eftir því að Jóhannes Karl tæki það saman í ljósi þess sem Sig­ríður Bene­dikts­dóttir hélt fram í við­tali við Kjarn­ann tveimur dögum áður og þremur dögum eftir að Bjarni Bene­dikts­son hafði ákveðið í hvaða far­veg hann vildi setja könnun á sölu­ferl­in­u. Við­tak­andi minn­is­blaðs­ins var Bryn­dís Hlöðvers­dótt­ir, ráðu­neyt­is­stjóri í for­sæt­is­ráðu­neyt­inu.

Lárus Blöndal er stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins og Jón Gunnar Jónsson er forstjóri hennar.
Mynd: Úr safni

Í minn­is­blað­inu segir Jóhannes Karl það algjör­lega ótíma­bært að full­yrða nokkuð um að sölu­ferlið hafi verið ólög­legt á þeim tíma sem það er unn­ið. „Það er hins vegar aug­ljós­lega aðkallandi verk­efni að fara betur yfir ýmis atriði og meta ferlið og þær ákvarð­anir sem voru teknar á ný útfrá því.“

Hann telur enn fremur ekki raun­hæft að reyna að rifta eða ógilda hluta við­skipt­anna, þar sem ekki hafi legið fyrir nið­ur­staða um ólög­mæti útboðs­ins. Auk þess hafi verið búið að greiða fyr­ir, afhenda og í ein­hverjum til­fellum selja þá hluti sem seldir voru í útboð­inu.

Ýmsar ábend­ingar

Minn­is­blaðið er 14 blað­síður og í því koma fram ýmsar ábend­ing­ar. Þar er til að mynda bent á að engin almenn aug­lýs­ing hafi verið birt sem gaf öllum hæfum fjár­festum „sæti við borð­ið“ heldur var nokkrum fyr­ir­tækjum falið að safna saman til­boðum og kynna söl­una eftir lokun mark­aða 22. mars. „Ekki virð­ist hafa verið gert ráð fyrir því að þeir sem gætu fallið undir að vera hæfir fjár­festar gætu skráð sig eða ættu rétt á að vera með ef ekki væri haft sam­band við þá af fyrra bragði. Þar sem ein­ungis var samið við hluta af fyr­ir­tækjum með leyfi til verð­bréfa­miðl­unar voru það því fyrst og fremst við­skipta­vinir þeirra fyr­ir­tækja sem höfðu aðgang að kaup­um.“

Í erindi Banka­sýsl­unnar til Bjarna Bene­dikts­sonar að kvöldi 22. mars hafi komið fram að á milli 150 til 200 hæfir fjár­festar hefðu skráð sig fyrir hlutum í útboð­inu fyrir meira en 100 millj­örðum króna. Ráð­herr­ann féllst í kjöl­farið á að Banka­sýsl­unni yrði veitt umboð til að und­ir­rita fyrir hönd rík­is­ins sölu­samn­inga.

Í minn­is­blað­inu segir að á þeim tíma virð­ist fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið ekki hafa búið yfir upp­lýs­ingum um bjóð­endur eða hvernig til stóð að beita þeim sjón­ar­miðum við úthlutun hluta­bréf­anna sem sett höfðu verið fram í eig­enda­stefnu rík­is­ins „t.d. mis­mun­andi skerð­ingu eftir því hvort um væri að ræða skamm­tíma- og lang­tíma­fjár­festa, heldur var ákvörð­unin um það falin Banka­sýsl­unni sem og umboð til að ljúka sölu­með­ferð­inn­i.“

Metnir hæfir að eigin ósk

Á end­anum fengu 207 fjár­festar að kaupa hlut í Íslands­banka í mars. Hluti þess hóps fellur sann­ar­lega í þann hóp að telj­ast fag­fjár­fest­ar. Sam­kvæmt minn­is­blað­inu virð­ast aðr­ir, sam­an­safn af ein­stak­lingum og fyr­ir­tækjum í fjöl­breyttum rekstri, jafnt inn­lendir sem erlend­ir, hafa verið metnir sem hæfir fjár­festar sam­kvæmt eigin ósk, sem heim­ild er fyrir í lög­um. „Ekki liggur fyrir hvaða aðferðum var beitt við að meta sölu til þeirra í ljósi þeirra sjón­ar­miða sem ráð­herra höfðu verið kynnt.“

Þá virð­ist á list­anum yfir kaup­endur hafa verið tekið á móti til­boðum frá eigna­stýr­ing­ar­deildum fjár­mála­fyr­ir­tækja án þess að nöfn þeirra sem voru í raun að kaupa hafi verið gefin upp. Í minn­is­blaði Jóhann­esar Karls segir að slíkt fyr­ir­komu­lag úti­loki í raun að hægt sé að meta áhrif af söl­unni með nákvæmni með til­liti til mark­miða sem snú­ast um annað en verð. „Bent hefur verið á að sumir þeirra sem fengu hlutum úthlutað höfðu áður keypt hluti af rík­inu og selt þá mjög fljótt. Einnig hafa birst fréttir af því að aðilar tengdir þeim fyr­ir­tækjum sem Banka­sýslan réð til verks­ins keyptu hlut­i.“

Vísað í for­dæmi úr einka­væð­ingu ÍAV

Þegar kemur að þeim hluta minn­is­blaðs­ins sem fjallar um mat á lög­mæti sölu­ferlis opin­berra eigna bendir Jóhannes Karl meðal ann­ars á að Hæsti­réttur Íslands hafi kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu í dómi sínum hinn 8. maí 2008, þar sem fjallað var um einka­væð­ingu Íslenskra aðal­verk­taka (ÍA­V), að reglur þágild­andi laga um verð­bréfa­við­skipti hefðu verið brotin þar sem stjórn­endur fyr­ir­tækis sem einka­vætt var tóku þátt í útboð­in. Þannig hafi jafn­ræði ekki verið tryggt með til­liti til inn­herj­a­upp­lýs­inga sem þeir bjuggu yfir. „Fram­kvæmd þess útboðs var því talin ólög­mæt en við mat á afleið­ing­un­um, þ.e. skaða­bóta­skyldu rík­is­ins, var meðal ann­ars litið til reglna um opin­ber inn­kaup sem eru speg­il­mynd þeirra reglna sem gilda við sölu.“

Hægt er að lesa um einka­væð­ingu ÍAV hér að neð­an.

Þótt ekki væri annað séð en að farið væri eftir því formi sem lögin fyr­ir­skrifa við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka væru þó atriði sem velta mætti upp og lúta að því hvernig ferlið var í raun útskýrt fyrir þeim sem um það fjöll­uðu á vett­vangi fram­kvæmda­valds­ins og lög­gjafans og hvort fram­kvæmdin end­ur­spegl­aði þá kynn­ing­u. 

Var kynn­ingin á sölu­ferl­inu í lagi?

Í minn­is­blað­inu segir að þar sé í fyrsta lagi um að ræða hvort upp­lýs­ingar í minn­is­blaði Banka­sýsl­unnar og síðar skýrslu ráð­herra til þing­nefnd­anna hafi verið nægj­an­lega nákvæmar til að þeir sem komu að ferl­inu hafi í raun getað áttað sig á því hvernig til stóð að selja hlut­ina, hvernig verð yrði ákvarðað og hvernig úthlutun til áskrif­enda færi fram. Til­boðs­fyr­ir­komu­lag­inu hafði ekki verið beitt áður við sölu rík­is­eigna á Íslandi áður og það var ekki fyr­ir­skrifað í lög­um. 

Í öðru lagi hafi ekki legið fyrir hvernig ferlið átti að geta skilað raun­hæfu mati á bjóð­endum og úthlutun til þeirra miðað við fjölda bjóð­end­anna, fjöl­breyti­leika þeirra sjón­ar­miða sem virð­ist hafa átt að taka til­lit til og þann stutta tíma sem var til stefnu. Í þriðja lagi lá ekki fyrir í þeim gögnum sem ráð­herra og þing höfðu aðgang að um nán­ari beit­ingu og vægi þeirra sjón­ar­miða sem áttu að ráða við úthlutun til bjóð­enda. Í fjórða lagi hafi nán­ari for­sendur og aðferð­ar­fræði við ákvörðun sölu­verðs­ins ekki verið gerð opin­ber, hvorki fyrir söl­una né eft­ir.

Í minn­is­blað­inu segir að þessar athuga­semdir snú­ist um það að nokkur grunn­at­riði í sölu­ferl­inu hafi ekki ítar­lega skýrð né hlut­lægir mæli­kvarðar settir upp fyr­ir­fram um ákvörðun verðs og nið­ur­skurð á til­boð­um. „Um­fjöllun á vett­vangi stjórn­valda var háð því að þetta lægi allt fyr­ir.“

Fyrir liggi að sölu­ferlið hafi verið lok­að. Jóhannes Karl veltir því sér­stak­lega upp hvort það hafi verið rétt­læt­an­legt að tak­marka sölu­ferlið með þeim hætti að ein­ungis þeir sem haft var sam­band við, og voru við­skipta­menn sölu­fyr­ir­tækj­anna, gátu í raun gert til­boð. „Úr því að tak­marka átti aðkomu fjár­festa hefði mátt rök­styðja hvers vegna ekki var látið við það sitja að bjóða eig­in­legum fag­fjár­festum þátt­töku, eða setja þá skil­yrði sem komu í veg fyrir að annar og ill­skil­grein­an­legri hópur fjár­festa væri boðið að kaupa umfram aðra.“

Stytt­ist í skýrslu Rík­is­end­ur­skoð­unar

Rík­is­end­ur­skoðun sendi fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu og Banka­sýslu rík­is­ins drög að skýrslu sinni um söl­una á hlut rík­is­ins í Íslands­banka mið­viku­dag­inn 12. októ­ber til umsagn­ar. Til stóð að við­kom­andi myndu ljúka við gerð slíkra umsagna fyrir miðja nýliðna viku en Banka­sýslan óskaði eftir frek­ari fresti til þess, og fékk. Nú hafa ráðu­neytið og und­ir­stofnun þess til 25. októ­ber til að skila inn umsögnum sín­um.

Guðmundur Björgvin Helgason er ríkisendurskoðandi.
Mynd: Ríkisendurskoðun

Þegar búið er að fara yfir umsagnir fjár­­­mála- og efna­hags­ráðu­­neyt­is­ins, Banka­­sýslu rík­­is­ins og stjórnar hennar mun Rík­­is­end­­ur­­skoðun afhenda stjórn­­­skip­un­­ar- og eft­ir­lits­­nefnd skýrsl­una. Í kjöl­farið verður skýrslan svo gerð opin­ber. Því má búast við að það ger­ist öðru hvor megin við næstu helg­i. 

Auk þess rann­sakar Fjár­­­­­mála­eft­ir­lit Seðla­­­banka Íslands (FME) ýmsa þætti söl­unn­­ar, sér­­­stak­­­lega við­­­skipti sem áttu sér stað í aðdrag­anda söl­unnar og atferli hluta þeirra sölu­ráð­gjafa sem ráðnir voru til að selja hluti í bank­an­­­um. Ekk­ert hefur verið gert opin­bert um stöðu þeirrar rann­sóknar en allir fimm inn­­­lendu sölu­ráð­gjaf­­arnir hafa fengið fyr­ir­­spurnir frá Fjár­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands vegna rann­­sóknar þess. 

Við upp­runa­lega birt­ingu vant­aði hluta af frétta­skýr­ing­unni. Það var lagað kl. 10:20 22. októ­ber 2022.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar