Hugsi eftir fundinn með Bankasýslunni – „Við þurfum væntanlega að endurskoða lögin“

Formaður fjárlaganefndar segir það áhyggjuefni að Bankasýsla ríkisins hafi ekki getað aflað upplýsinga um fjárfesta sem gerðu tilboð í bréfin í Íslandsbanka og höfðu jafnvel skuldsett sig fyrir kaupum.

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, er formaður fjárlaganefndar.
Auglýsing

Bjarkey Olsen Gunn­ars­dóttir þing­maður Vinstri grænna og for­maður fjár­laga­nefndar segir að fund­ur­inn með Banka­sýsl­unni í morgun hafi verið upp­lýsandi á margan hátt. En þrátt fyrir það liggi ekki ennþá fyrir hvort, í gegnum allt þetta ferli, heil­brigðir við­skipta­hættir hafi verið við­hafð­ir, hvort reglur hafi verið brotnar ein­hvers staðar á leið­inni eða hvað.

Þetta kom fram í máli hennar undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hún benti á í upp­hafi ræðu sinnar að Banka­sýslan hefði sann­ar­lega verið stofnuð á sínum tíma til að vera í arms­lengd frá fram­kvæmd­ar­vald­inu og þegar henni er treyst fyrir sölu á eign eins og Íslands­banka væri auð­vitað mjög mik­il­vægt að fólk upp­lifði að því væri hægt að treysta.

Auglýsing

„Það er alveg aug­ljóst að það hefur ekki geng­ið. Upp­lýs­inga­gjöfin hefði þurft að vera mun ítar­legri og betri til okkar allra. Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­bank­ans er að skoða hátt­semi þeirra fimm inn­lendu sölu­að­ila sem Banka­sýslan valdi til að vinna að útboð­inu á Íslands­banka. Þar er m.a. undir hvort um hags­muna­á­rekstra sé að ræða, hvort starfs­menn sumra sölu­ráð­gjafa hafi sjálfir tekið þátt í útboð­inu eða ein­hverjir nákomn­ir. Þetta eru stórar spurn­ingar sem við þurfum að fá svör við.

En við verðum líka að horfast í augu við það að við þurfum vænt­an­lega að end­ur­skoða lögin og það liggur þegar fyrir að end­ur­skoða aðkomu Alþingis að eign­ar­haldi rík­is­ins á fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Í morgun fannst mér það áhyggju­efni að Banka­sýslan gæti ekki aflað upp­lýs­inga um fjár­festa sem gerðu til­boð í bréfin og höfðu jafn­vel skuld­sett sig fyrir kaup­un­um. Það eitt og sér vekur líka upp spurn­ingar um það hvort breyta þurfi lög­un­um. Við þurfum alla vega að hafa þetta í huga að mínu mat­i,“ sagði hún.

Fjár­mála­ráð­herra mætir fyrir nefnd­ina á föstu­dag­inn

Bjarkey sagð­ist einnig vera hugsi eftir þennan fund, ekki síst varð­andi valið á til­boðs­gjöfum af því að í reglu­gerð ESB væri kveðið á um tvo fjár­festa, það er A- og B-fag­fjár­festa og í ljósi alls sem upp hefði komið mætti velta því fyrir sér hvort ekki væri skyn­sam­legt að hafa þar ein­ungis þá sem falla undir A-fjár­festa. Það hefði tak­markað minni spá­menn.

„Það hefði hugs­an­lega getað haft áhrif á verð, um það ætla ég ekki að spá, en ég held að það hefði verið heppi­legra. Við í fjár­laga­nefnd höldum áfram að leita upp­lýs­inga í mál­inu og um aðkomu allra í því sam­hengi. Á föstu­dag­inn mun fjár­mála­ráð­herra mæta fyrir nefnd­ina og sitja fyrir svörum og svo þegar nið­ur­staða Rík­is­end­ur­skoð­unar og Fjár­mála­eft­ir­lits liggur fyrir er ekki ólík­legt að nefndin taki málið fyrir aft­ur,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent