Hanna Katrín: Sjálfstæðisflokknum ekki treystandi til að selja ríkiseignir

Þingflokksformaður Viðreisnar segir að sala ríkisins á hlut í Íslandsbanka sé „sannarlega dýrkeypt mistök fyrir íslenskt samfélag“. Ríkisstjórnin eigi eftir að svara því hvort afleiðingar mistakanna verði minni uppbygging innviða eða skattahækkanir.

Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Hanna Katrín Frið­riks­son þing­flokks­for­maður Við­reisnar fjall­aði um Íslands­banka­söl­una undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Salan hefur mikið verið í umræð­unni und­an­farna daga og vikur en í morgun mættu stjórn­ar­for­maður og for­maður Banka­sýslu rík­is­ins fyrir fjár­laga­nefnd. Málið virð­ist jafn­framt hafa áhrif á stuðn­ing við rík­is­stjórn­ina en sam­kvæmt nýrri könnun mælist sam­an­lagt fylgi rík­is­stjórn­ar­innar undir 40 pró­sent og hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn aldrei mælst minni í stórri könn­un.

Hanna Katrín sagði í ræðu sinni að stjórn­ar­meiri­hlut­inn hefði verið sam­stiga í mön­tr­unni um að horfa þyrfti á það sem þau köll­uðu „stóru mynd­ina í Íslands­banka­söl­unni“ – að ríkið hefði jú á innan við ári fengið 108 millj­arða í sinn hlut við söl­una.

Auglýsing

„Þjóðin er hins vegar greini­lega sam­mála því sem Við­reisn hefur alltaf sagt í þessu sam­hengi; það þarf að horfa á enn stærri mynd, mynd sem tekur líka með í reikn­ing­inn sið­ferði­lega ábyrgð, sið­ferði­lega ábyrgð stjórn­valda á því að vel tak­ist til.

Stjórn­ar­meiri­hlut­inn seg­ist sáttur við fjár­hags­legu mark­miðin sem náðust, segir minna um önnur mark­mið banka­sölu henn­ar, þau sem varða almanna­hags­muni, gegn­sæi, jafn­ræði, traust. En kannski eiga þessi mark­mið ekk­ert heima í hinni stóru mynd rík­is­stjórn­ar­inn­ar,“ sagði Hanna Katrín.

Benti hún á að sölu­and­virði upp á 108 millj­arða króna væru fjár­munir sem nýta mætti í nið­ur­greiðslu á halla rík­is­sjóðs sem rík­is­stjórnin hefði ekk­ert gert til að vinna á frá upp­hafi stjórn­ar­sam­starfs­ins, svo ekki væri talað um inn­viða­fjár­fest­ingu sem hefði verið van­rækt í tíð þess­arar rík­is­stjórn­ar.

Salan þurfi að vera í þágu almenn­ings

„Því miður hefur rík­is­stjórnin klúðrað þessu verk­efni undir verk­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Rík­is­stjórnin huns­aði sið­ferði­lega hluta Banka­sýsl­unnar með þeim fyr­ir­sjá­an­legu og eðli­legu afleið­ingum að traust þjóð­ar­innar er rof­ið.

Traust þjóð­ar­innar er ekk­ert. Í kjöl­farið er sala á þeim hluta banka sem eftir stendur í eigu rík­is­ins fyrir bí og þar með sú 100 millj­arða fjár­fest­ing í innviðum og nið­ur­greiðslu skulda sem var fyr­ir­huguð til við­bót­ar. Og þetta eru sann­ar­lega dýr­keypt mis­tök fyrir íslenskt sam­fé­lag. Rík­is­stjórnin á eftir enn að svara því hvort afleið­ingar mis­tak­anna verði minni upp­bygg­ing inn­viða, skatta­hækk­anir eða eitt­hvað ann­að,“ sagði hún.

Hanna Katrín telur að lær­dóm­ur­inn sé sá að Sjálf­stæð­is­flokknum sé ekki treystandi til að selja rík­is­eign­ir. „Þar gleym­ist það lyk­il­at­riði sem Við­reisn hefur alla tíð lagt áherslu á þegar kemur að sölu rík­is­eigna: Salan þarf að vera í þágu almenn­ings, ekki útval­inna.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent