Áfram má taka 40 lítra af blóði úr hverri hryssu

Hver dýralæknir má nú ekki taka blóð úr fleiri en þremur hryssum samtímis samkvæmt endurskoðuðum skilyrðum MAST vegna blóðtöku úr fylfullum hryssum. Blóðmerahald stangast ekki á við lög um dýravelferð, segir stofnunin.

Yfir 5.000 merar voru notaðar til blóðtöku hér á landi í fyrra.
Yfir 5.000 merar voru notaðar til blóðtöku hér á landi í fyrra.
Auglýsing

Í end­ur­skoð­uðum starfs­skil­yrðum Mat­væla­stofn­unar vegna blóð­töku úr fyl­fullum hryssum eru m.a. þær breyt­ingar að hver dýra­læknir má nú ekki hafa fleiri en þrjár hryssur í blóð­töku sam­tímis í stað fjög­urra áður og að ekki skulu vera fleiri en 70 hryssur með folöld­um, en ekki 100, í hverjum blóð­töku­hópi. Áfram er heim­ilt að taka allt að 5 lítra af blóði viku­lega úr hverri hryssu á átta vikna tíma­bili, sam­tals fjöru­tíu lítra.

Blóð­mera­hald, eins og sú starf­semi er kölluð þar sem hross eru haldin sér­stak­lega til blóð­töku til frjó­sem­is­lyfja­fram­leiðslu fyrir búfén­að, hefur sætt harðri gagn­rýni frá því í vetur er þýsk dýra­vel­ferð­ar­sam­tök birtu mynd­band sem sýndi hrotta­lega með­ferð á hryssum sem not­aðar voru í iðn­að­inum hér á landi. Þær voru barð­ar, fjötraðar og þjáðar því þeim var ekki veitt aðstoð vegna alvar­legra áverka. Mat­væla­stofn­un, sem hefur eft­ir­lit með þess­ari leyf­is­skyldu starf­semi, fór ekki var­hluta af gagn­rýn­inni.

Í nýrri skýrslu MAST er þess­ari gagn­rýni svarað og nið­ur­staðan sú að þrátt fyrir að „al­var­leg frá­vik við með­ferð hryssna“ sem sáust á mynd­bandi dýra­vel­ferð­ar­sam­tak­anna kalli á við­brögð og við­bætur við skil­yrði sem sett eru blóð­mera­haldi hafi eft­ir­lit með starf­sem­inni verið gott og ítar­legt. „Frá­vik“ þau sem sáust í mynd­band­inu hafi ekki sést við eft­ir­lit stofn­un­ar­innar sem bendi til þess að þau séu „fremur fátíð“ og ætla megi að eft­ir­litið sem slíkt hafi „fæl­ing­ar­mátt gagn­vart illri með­ferð“.

Engu að síður telur stofn­unin til­efni til að auka eft­ir­lit með blóð­tök­unni. Engar vís­bend­ingar séu hins vegar um að blóð­magnið sem tekið er úr hinum fyl­fullu merum sé of mikið líkt og tveir sviss­neskir dýra­læknir héldu fram í aðsendri grein sem birt­ist í Kjarn­anum.

Heild­ar­nið­ur­staða Mat­væla­stofn­unar er:

„Það er mat Mat­væla­stofn­unar að blóð­taka úr fyl­fullum hryssum, eins og hún á að vera fram­kvæmd hér á landi skv. lög­um, reglu­gerðum og skil­yrðum Mat­væla­stofn­un­ar, stang­ist ekki á við lög nr. 55/2013 um vel­ferð dýra.“

Auglýsing

Eins og hún „á að ver­a“. Ekki er hægt að hafa fullt og stöðugt eft­ir­lit með öllum þeim 119 hrossa­búum þar sem blóð­merar eru haldnar og mikið traust því lagt á það fólk sem iðn­að­inn stund­ar. Tíðni eft­ir­lits með blóð­töku­bæjum er þó mun hærra en í öðru hrossa­haldi, segir MAST, og að minna sé þar um „al­var­leg frá­vik“ en á öðrum hrossa­bú­um.

Van­höld á 13 pró­sent bæja

Reyndar fara dýra­læknar oft í eft­ir­lits­ferðir í kjöl­far ábend­inga sem gæti skýrt af hverju „al­var­leg frá­vik“ voru greind á yfir þrettán pró­sent staða þar sem hross eru haldin á tíma­bil­inu 2017-2020. Þau eru því tíð almennt en sjald­gæfari á blóð­töku­bæj­um.

„Al­var­leg frá­vik“ eiga oft­ast við um van­fóðrun ein­stakra hrossa eða hrossa­hópa, sjúk hross eða van­hirt. Offita og efna­skipt­arask­anir eru vax­andi vanda­mál og þar af leið­andi krónísk hóf­sperra sem er eitt helsta dýra­vel­ferð­ar­mál sam­tím­ans. Þá er sífellt meira um að gömul hross séu ekki felld í tíma. „Að­bún­aður hrossa hefur almennt farið batn­andi en langvar­andi inni­staða er þó vel­ferð­ar­þáttur sem sífellt meira reynir á,“ stendur í skýrslu MAST.

Í nokkur skipti hafa komið fram í dags­ljósið „al­var­leg frá­vik“ vegna illar með­ferðar við tamn­ingu eða þjálfun hrossa og sömu­leiðis vegna álagsein­kenna og/eða ófull­nægj­andi aðbún­aðar hrossa í hesta­leigum og reið­skól­um.

Refs­ingum sjaldan beitt

Fremur sjald­gæft er að stofn­unin grípi til þving­un­ar­að­gerða svo sem dag­sekta eða vörslu­svipt­ingar „þar sem alla jafna tekst að leysa úr málum með öðrum hætt­i,“ segir í skýrsl­unni. Þá eru stjórn­sýslu­sektir og kærur til lög­reglu einnig fremur fátíð­ar. „Al­var­leg frá­vik sem koma fram á blóð­töku­bæjum hafa hins vegar meiri afleið­ingar þar sem þau leiða sjálf­krafa til stöðv­unar á þeirri starf­sem­i.“

Líkt og Kjarn­inn greindi frá í upp­hafi árs og farið er yfir í skýrsl­unni hefur starf­semi tvisvar sinnum verið stöðvuð á blóð­töku­bæjum í kjöl­far ábend­inga. Ann­ars vegar var um að ræða ábend­ingu frá nágranna sem leiddi í ljós „al­var­legt frá­vik“ við fóðrun og aðbúnað blóð­töku­hryssa að vetri og hins vegar var blóð­taka stöðvuð á blóð­töku­stað eftir ábend­ingu frá dýra­lækni um að í við­kom­andi hjörð væri tölu­vert um of grannar hryssur sem ekki upp­fylltu skil­yrði fyrir blóð­töku. Bæði þessi mál komu upp árið 2018.

Önnur alvar­leg frá­vik hafa upp­götvast við reglu­bund­ið, áhættu­miðað eft­ir­lit Mat­væla­stofn­unar með fóðrun og aðbún­aði blóð­töku­stóða að vetr­ar­lagi og/eða vori. Um var að ræða tvo bæi árið 2017, þrjá bæi árið 2019 og einn árið 2020. Sam­tals hefur blóð­töku verið hætt á átta bæjum síð­ast­liðin 5 ár vegna „al­var­legra frá­vika“ við fóðrun og aðbúnað blóð­töku­hryssna.

Auglýsing

Þeirri gagn­rýni um að of mikið blóð sé tekið úr hryss­un­um, svarar Mat­væla­stofnun m.a. með því að vísa í gögn frá Ísteka, fyr­ir­tæk­inu sem kaupir blóðið og fram­leiðir frjó­sem­is­lyfin úr því, sem og í rann­sókn­ir, bæði inn­lendar og erlend­ar. Þessar rann­sóknir eru flestar gaml­ar, sú elsta frá árinu 1984 og við­ur­kennir MAST að engin við­mið­un­ar­gildi um styrk próteins­ins blóð­rauða, sem not­aður er til að mæla blóð­heilsu hesta, séu til fyrir fyl­fullar íslenskar hryss­ur. Þetta á að mati stofn­un­ar­innar ekki að koma að sök enda nokkrar rann­sóknir verið gerðar á styrk blóð­rauða í íslenskum hrossum og hrossum almennt.

Folald i haga. Mynd: Pexels

Sam­kvæmt mæl­ingum Ísteka eru hryss­urnar til­tölu­lega háar í blóð­rauða við upp­haf blóð­töku­tíma­bils. Með­al­styrkur þess lækkar svo við fyrstu 2-3 blóð­tök­urnar en helst „nokkuð stöð­ug­ur“ eftir það. „Þetta bendir til þess að það taki hryss­urnar um tvær vikur að bregð­ast við blóð­tap­inu með auk­inni blóð­myndun enda er bæði vatn og gras mjög járn­ríkt hér á land­i,“ stendur í skýrslu MAST. „Ekk­ert bendir til þess að þessi lækkun á blóð­rauða komi niður á líðan hryssnanna eða heil­brigð­i.“

Mat­væla­stofnun reiðir sig einnig á gögn frá Ísteka þegar kemur að því meta dauða - „af­föll“ eins og það er orðað í skýrsl­unni – blóð­mera. Sam­kvæmt Ísteka hafa „af­föll­in“ verið um eða innan við 0,1 pró­sent ár hvert. „Flest afföllin eru rakin til slysa en af þeim sökum hefur þurft að aflífa 1-2 hryssur árlega á blóð­töku­tíma­bil­in­u.“

Árið 2019 voru 5.036 merar not­aðar til blóð­töku hér á landi. Folöldum þeirra er alla jafna slátrað til kjöt­fram­leiðslu þótt sum séu notuð til undan­eldis til end­ur­nýj­unar í blóð­mera­haldi eða reið­hesta­rækt­un­ar.

Sjö slát­ur­hús á land­inu taka við folöldum til slátr­un­ar. Ekki er sér­stak­lega skráð hvort folöldin sem þangað eru flutt koma úr blóð­töku­stóðum en með aukn­ingu þeirrar starf­semi á síð­ustu árum má ætla að sífellt stærra hlut­fall þeirra sé undan hryssum sem not­aðar hafa verið til blóð­töku.

Á síð­asta ári var 5.402 folöldum slátrað í slát­ur­hús­unum sjö.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent