Opið bréf um blóðmerahald

Álitsgerð um heildarblóðmagn íslenska hestsins, magn og tíðni blóðtöku og möguleg áhrif hennar á fylfullar hryssur, út frá sjónarmiðum dýralæknavísinda og dýraverndar. Höfundar eru Barla Barandun og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isenbügel.

blodmerar022.jpg
Auglýsing

Með þess­ari grein­ar­gerð viljum við taka afstöðu til ákveð­inna grund­vall­ar­at­riða varð­andi blóð­mera­hald á Íslandi. Við beinum sér­stak­lega sjónum okkar að blóð­magn­inu sem tekið er úr hryss­un­um, en það fer langt fram úr þeim reglu­gerðum um blóð­töku sem gilda í Sviss, Þýska­landi og Banda­ríkj­un­um.

Blóð­magn í hrossum er almennt á bil­inu 7% – 10% af lík­ams­þyngd en það er breyti­legt eftir hesta­kynjum og er einnig háð kyni, aldri, fóðr­unar­á­standi og þjálfun, en breyt­ist líka smá­vægi­lega hjá fyl­fullum hryssum eftir fyrsta þriðj­ung með­göngu (eftir 3,7 mán­uð­i). Það þýðir að blóð­magnið hjá fyl­fullum hryssum eykst ef eitt­hvað er miklu seinna, löngu eftir blóð­töku­tíma­bil­ið.

Eftir þessu að dæma nemur áætlað blóð­magn hjá íslenskri stóð­hryssu sem er af nor­rænu hesta­kyni (óþjálfuð í venju­legu fóð­ur­á­standi) 7% af lík­ams­þyngd­inni.

Enski veð­hlaupa­hest­ur­inn (Thoroug­hbred) í fullri keppn­is­þjálfun getur náð blóð­magni sem sam­svarar allt að 10% af eigin lík­ams­þyngd. Stóð­hestar sem og ung folöld eru oft með blóð­magn nokkuð yfir með­al­tali. Blóð­magn hrossa hækkar eða lækkar ekki í beinu sam­ræmi við þyngd­ar­breyt­ingu. Það þýðir að þegar hross fitna eykst blóð­magn þeirra ekki í jöfnu hlut­falli við þyngd­ar­aukn­ingu!

Mjög vanda­samt er að leggja sjón­rænt mat á þyngd hrossa og nauð­syn­legt er að aðlaga og leið­rétta það mat með stór­gripa­vog, ef meta á hve mikið blóð eigi að taka úr hrossi.

Full­vaxin íslensk hross í góðu standi vega frá tæp­lega 300 kílóum og allt að rúm­lega 400 kíló­um. Ef reikna á út heild­ar­blóð­magn hests til að kom­ast að nið­ur­stöðu um hversu mikið blóð er óhætt að taka án skað­legra áhrifa á heilsu­far, er nauð­syn­legt að taka til­lit til fóð­ur- og þjálf­unar­á­stands hests­ins. Hafa skal í huga að hjá feitum hrossum má ekki áætla blóð­magn í jöfnu hlut­falli við þyngd­ar­aukn­ingu.

Ef fylgja á við­miðum um hæfi­lega blóð­töku er notkun á hrossa­vigt óhjá­kvæmi­leg. Sam­kvæmt reglum MAST er hins vegar leyfi­legt að taka 5 lítra af blóði úr hryssum, fjög­urra vetra og eldri, óháð stærð, þyngd og fóð­ur­á­standi og engar reglur eða við­mið um mat á þyngd liggja fyr­ir.

Fáan­legt er mál­band sem á að auð­velda mat á þyngd hrossa með mæl­ingum á ummáli brjóst­kassa en nið­ur­stöður slíkra mæl­inga eru ónot­hæf­ar.

Auglýsing
Gera má ráð fyrir því að íslenskar blóð­merar sem eru af harð­gerðu, nor­rænu hesta­kyni, óþjálf­aðar og gengnar með í 100 daga í mesta lagi, vegi að með­al­tali um 350 kíló og má áætla að blóð­magn þeirra sé ekki hærra en um 7% af lík­ams­þyngd, það eru þá 24,5 lítr­ar. Ef miðað væri við 8% hlut­fall (sem er afar ósenni­legt) væru það 28 lítr­ar.

Ef við tökum sem dæmi mjög mynd­ar­lega hryssu í góðu standi (ekki feita) sem vegur 400 kíló og er með óvenju hátt blóð­hlut­fall, 8%, þá væri blóð­magn hennar í mesta lagi 32 lítr­ar. Um er að ræða algera und­an­tekn­ingu og hámarks­gildi en þetta dæmi kemst þó ekki nálægt því með­al­tali sem gengið er út frá við blóð­mera­hald á Íslandi, sem eru 35 – 37 lítr­ar! Ef teknir eru 5 lítrar blóðs úr þess­ari hryssu þá er það meira en 15% af blóð­magni hennar og rúm­lega tvö­falt magn miðað við við­ur­kennda, alþjóð­lega staðla um hámark þess blóð­magns sem má taka, ekki viku­lega, eins og gert er á Íslandi, heldur með eins til tveggja mán­aða hléum milli skipta!

Sam­kvæmt reglum MAST virð­ist leyfi­legt að taka 5 lítra blóðs á viku og end­ur­taka blóð­tök­una allt að átta sinn­um. Það þýðir að taka megi allt að 40 lítra af blóði úr fyl­fullri hryssu sem mögu­lega er með fol­ald á spena á 56 daga tíma­bili. Þetta þýðir að hryss­urnar þurfa að end­ur­nýja allt blóð­magn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mán­aða tíma­bils.

Innan Evr­ópu­sam­bands­ins og í Sviss er blóð­taka úr fyl­fullum hryssum og hryssum með folöld á spena bönnuð með öllu, nema í örlitlu magni til rann­sókna og lækn­is­með­ferð­ar. Í þessum löndum er venju­lega tekið blóð úr geld­ingum og með „Plasmapher­es­is“, aðferð þar sem blóð­vökvi (Plasma) er unnið í þeim til­gangi að með­höndla m.a. nýfædd folöld sem lenda í þeim aðstæðum að fá ekki brodd­mjólk. Hins vegar eru hreinar blóð­gjafir frekar sjald­gæfar og mjög flóknar í fram­kvæmd og eiga þær ein­ungis við, þegar mik­ill blóð­missir liggur fyrir hjá slös­uðum eða veikum hesti.

Í þessu sam­hengi skal bent á að þeim aðferðum sem beitt er á Hafl­in­ger­bú­inu í Meura í Thür­ingen í Þýska­landi eru ekk­ert í lík­ingu við blóð­tök­una sem tíðkast á íslenskum blóð­mera­bú­um. Í Meura er frumu­hluta blóðs­ins skilað jafn­óðum með blóð­vökva­skipt­u­m/plasmaskiptum (Pla­samapher­es­is). Ástæða þess að blóð­mera­bú­rekstur sem þessi, til vinnslu á PMSG, hefur ekki enn verið bann­aður fyrir fullt og allt, eru langvar­andi mála­ferli milli Bundes­repu­blik Deutschland og fylk­is­ins Thür­ingen.

Mik­ill munur er á því lík­am­lega álagi sem hross verða fyrir við beina blóð­töku eða þegar unnið er blóð­efni með blóð­vökva­skiptum (Plasmapher­es­is). Með þess­ari aðferð er þess gætt að hrossið tapi ekki blóð­þrýst­ingi, með því að gefa „Rin­ger lact­at” í æð og auk þess eru rauðum blóð­korn­um, hvítum blóð­kornum og blóð­flögum skilað aftur í salt­lausn inn í æða­kerfi hross­ins sam­tím­is. Með því móti er áhrifum á blóð­þrýst­ing, súr­efn­is­mettun og blóð­storknun haldið í lág­marki. Blóð­vökvi er sam­settur úr 91% vatni, 7% pró­tíni, (al­bumín og gló­búl­ín) og 2% elect­rolyta, horm­ónum og nær­ing­ar­efni. Blóð­vökva­skipti eru mjög flókin í fram­kvæmd sam­an­borið við venju­lega blóð­töku og krefj­ast sér­staks tækja­kostar og umtals­verðrar fag­kunn­áttu.

Í Sviss gilda ákveðnar reglur um dýra­vernd og við með­ferð til­rauna­dýra og segja þær til um magn og tíðni blóð­töku. Yfir­leitt er mælt með 10% af heildar blóð­magni dýrs með tveggja vikna milli­bili eða 7,5% með einnar viku milli­bili.

Hross þola blóð­missi allt að 15%, í und­an­tekn­ing­ar­til­fellum jafn­vel 20 – 30%, án þess að þurfa á blóð­gjöf að halda en þau þurfa að minnsta kosti 1 mánuð til að jafna sig.

Í Sviss og Þýska­landi er ekki leyfi­legt að taka blóð í umtals­verðu magni úr fyl­fullum hryssum eða hryssum með folöld á spena í til­rauna­skyni né með við­skipta­sjón­ar­mið í huga, hvað þá með viku milli­bili.

Þar af auki eru engar rann­sóknir fyr­ir­liggj­andi sem fjalla um sam­bæri­legar aðferðir við blóð­töku úr fyl­fullum hryssum eins og fram­kvæmdar eru á Íslandi, þar sem leyfi­legt er að taka blóð úr hryss­unum með viku milli­bili í 6 – 8 skipti í röð.

Blóð­mera­búin á Íslandi eru ekki einka­mál Íslend­inga. Ein aðal­á­stæða þess að hesta­menn og dýra­vernd­ar­sinnar á meg­in­landi Evr­ópu hafa lýst and­stöðu við blóð­mera­hald á Íslandi er sú að þó verslun með PMSG sé enn leyfi­leg innan Evr­ópu­banda­lags­ins þá er blóð­mera­hald bannað því það brýtur gegn dýra­vernd­un­ar­lög­um. Þessi þver­sögn hefur sætt mik­ill gagn­rýni og Evr­ópu­þingið hefur lýst yfir and­stöðu við við­skipti með PMSG með miklum meiri­hluta atkvæða. Málið er nú til frek­ari umfjöll­unar hjá Evr­ópu­ráð­inu.

Auk þess ber að nefna að til­bú­in, kemísk efni sem hafa sömu áhrif og PMSG eru nú þegar fáan­leg og í stöðugri þró­un.

Nákvæmar klínískar blóð- og efna­rann­sóknir fyrir og í kjöl­far blóð­töku eru ófrá­víkj­an­leg regla þegar um er að ræða með­ferð á til­rauna­dýrum í Sviss og Evr­ópu­banda­lag­inu. Rann­sóknin sem kraf­ist er af MAST (Hematokrit og blóð­rauði) án skýrra tíma­marka (á tveggja ára fresti) og ein­ungis á hluta hryss­anna, verður hins vegar að telj­ast ófull­nægj­andi með öllu.

Sam­kvæmt þessu er ljóst að það hlut­fall heild­ar­blóð­magns sem leyfi­legt er að taka úr blóð­merum á Íslandi fer langt fram úr þeim hámarks­gildum sem gengið er út frá í Sviss, Evr­ópu­banda­lag­inu og í Banda­ríkj­un­um.

Alþjóð­leg við­mið gera ráð fyrir því að taka megi í mesta lagi 7,5 % af heild­ar­blóð­magni hryssu á viku, og 10% ef tvær vikur líða milli blóð­taka. Ef taka á meira en 10% af heild­ar­blóð­magni þarf að líða í það minnsta mán­uður á milli.

Gera má ráð fyrir því að þær aðferðir sem tíðkast við blóð­tökur úr blóð­merum á Íslandi, sem sagt óvenju hátt hlut­fall blóð­magns með aðeins viku milli­bili, valdi mjög miklu álagi jafn­vel þó um sterk­byggðar og heil­brigðar íslenskar hryssur eru um að ræða. Búast má við heilsu­fars­legum ein­kennum á borð við lágan blóð­þrýst­ing, veikluðu ónæm­is­kerfi, járn­skorti, prótein­skorti, fóst­ur­láti, líf­færaskaða og illa höldnum folöld­um.

Reglu­legar rann­sóknir (blóð­rann­sóknir og klínískar rann­sókn­ir) á öllum blóð­merum með áherslu á tíma­bilið rétt fyrir og á meðan á blóð­tökum stendur og þar til öll blóð­gildi eru orðin eðli­leg á ný, myndu gefa skýra mynd af lík­am­legu ástandi hryss­anna og veita upp­lýs­ingar um mögu­legan heilsu­fars­legan skaða. Því miður er ekki hægt að nálg­ast neinar slíkar rann­sókn­ar­nið­ur­stöður á Íslandi – eru þær ef til vill ekki til?

Blóð­merar á Íslandi eru aldar í stóði og úti allt árið. Sam­band þeirra við mann­inn tak­markast við blóð­töku­tíma­bil­ið, auk nauð­syn­legra hófsnyrt­inga og orma­lyfs­gjafa. Þegar fyl­fullum hryss­unum er smalað í lítil hólf einu sinni í viku á tveggja mán­aða tíma­bili, hefst álag­ið.

Auglýsing
Streitan eykst svo til muna þegar blóð­takan fer fram í þar til gerðum töku­bás og folöldin eru tekin frá hryss­unum á með­an. Þeim er þröngvað inn í bás­inn og gjarðir spenntar yfir bakið á þeim, meðal ann­ars til að koma í veg fyrir að þær reisi sig upp á aft­ur­fæt­urna. Því næst er höfð­inu komið fyrir í óeðli­legri stöðu og það fest til að geta stungið inn sprautu­nál­inni sem er 5 mm í þver­mál. Þessar aðstæður geta vakið ofsa­hræðslu hjá hrossum sem eru í eðli sínu flótta­dýr.

Af þessu sést að hryss­unum er komið í von­lausa stöðu sem veldur þeim ekki aðeins miklum ótta heldur einnig lík­am­legum sárs­auka. Varn­ar­við­brögð þeirra eru vafa­laust mis­á­ber­andi miðað við skap­gerð og tamn­ingu en þó er víst að flestar þeirra, hvort sem þær eru alveg ótamdar eða frum­tamd­ar, lendi í svoköll­uðu lærðu hjálp­ar­leysi („Le­ar­ned helpless­ness”). (Lært hjálp­ar­leysi til­heyrir varn­ar­við­brögðum ósjálf­ráða tauga­kerf­is­ins við álagi og hættu og er einnig kallað „play dead respon­se”. Hin tvö við­brögðin eru þekkt­ari, en þau eru „flight or fight respon­se” sem er þýtt sem árás eða flótti, eða að hrökkva eða stökkva.)

Hryss­urnar gef­ast upp. Þess­ari hegðun má alls ekki taka sem vís­bend­ingu um að þær venj­ist atgang­inum eða séu sam­þykkar aðför­un­um. Sú stað­hæf­ing að hryss­urnar aðlag­ist stress­inu sem fylgir blóð­tök­unni eftir nokkur skipti er alröng og ber vott um þekk­ing­ar­leysi á hegðun og atferli hrossa. Stað­reyndin er sú að vilji hryss­anna er brot­inn á bak aftur með valdi. Þær gef­ast upp og láta hið óhjá­kvæmi­lega yfir sig ganga. Þessar aðstæður brjóta gjör­sam­lega í bága við dýra­vernd­un­ar­lög.

Reglur um blóð­mera­hald á Íslandi segja til um að dýra­læknir skuli deyfa stungu­svæði fyrir blóð­töku. Dýra­læknir veit hins vegar að hryss­urnar finna samt fyrir vissan sárs­auka við stung­una og eykur það enn á álag og varn­ar­við­brögð. Einnig ber að nefna að stungu­svæðið virð­ist hvorki vera rakað né sótt­hreins­að. Þó sýk­ing­ar­hættan sé minni á Íslandi en í heit­ari lönd­um/á meg­in­landi Evr­ópu getur það varla talist til vand­aðra vinnu­bragða að hálfu dýra­lækn­is.

Að binda höfuð hests upp og til hliðar auð­veldar aðgang að æðinni sem stungið er á. Undir venju­legum kring­um­stæð­um, við með­ferð hjá dýra­lækni, sveigir aðstoð­ar­maður háls hests­ins lít­il­lega, án vald­beit­ing­ar.

Við end­ur­teknar stungur í háls­bláæð hrossa (Jugular vein) með nál sem er 5 mm í þver­mál getur komið til ert­ingar í æða­veggnum og mar getur mynd­ast. Sær­indin geta auk­ist enn við það að nál­arnar eru end­ur­nýttar og verða því bit­laus­ar. Þetta allt getur leitt til sárs­auka­fullrar bólgu­mynd­unar og í ein­staka til­fellum lok­ast æðin.

Auglýsing
Þegar nál­arnar eru end­ur­nýtt­ar, virð­ist sótt­hreinsun ábóta­vant. Í ann­ars háþró­uðu landi sem er í takt við nútím­ann, hlýtur þetta að telj­ast óskilj­an­legt athæfi og and­stætt dýra­vernd­ar­sjón­ar­mið­um.

Á a.m.k. ein­hverjum blóð­mera­búum á Íslandi virð­ast inn­viðir og aðstæð­ur, svo sem girð­ingar og frum­stæður bygg­ing­ar­máti töku­bása, með þeim hætti að það verður að telj­ast ófull­nægj­andi með öllu og er slysa­hætta umtals­verð. Því hlýtur að vakna sú spurn­ing hvers vegna engar athuga­semdir koma frá þeim dýra­læknum sem bera ábyrgð á fram­kvæmd blóð­tök­unn­ar, þrátt fyrir að MAST gerir kröfu um að aðstæður við blóð­töku séu þannig að slysa­hætta sé sem minnst fyrir hryssur og folöld.

Nið­ur­staða þess­ara skrifa er sú að með­ferð á blóð­merum á meðan á blóð­töku stendur og þær aðferðir sem beitt er á Íslandi séu með öllu óskilj­an­legar og ósam­boðnar sið­mennt­aðri þjóð. Magn blóðs sem tekið er úr hryss­unum og tím­inn sem líður á milli blóð­taka eru víðs­fjarri við­ur­kenndum við­miðum og algjör­lega á skjön við alþjóð­lega vís­inda­lega staðla.

Þó fylgj­endur blóð­mera­bú­skaps haldi því fram að íslenskar hryssur lifi ofan­greinda með­ferð af án telj­andi skaða, geta það ekki talist hand­bær rök með svo vafasömum rekstri. Umhverfi og aðstæður á Íslandi hafa mótað íslenska hest­inn í yfir þús­und ár og hann hefur þróað með sér óvenju­legan styrk og ein­stök þol­gæði sem gera honum kleift að stand­ast áhlaup af ýmsu tagi. Unn­endur íslenskra hesta elska þá og virða fyrir þennan aðdá­un­ar­verða eig­in­leika og er hann, meðal margra ann­ara kosta hesta­kyns­ins, ein af ástæðum þess að íslenski hest­ur­inn nýtur þeirra vin­sælda sem raun ber vitni um allan heim.

Hjá blóð­merum birt­ist þessi harka og þol trú­lega upp að vissu marki, en það getur með engu móti rétt­lætt mis­notk­un­ina á þeim til vinnslu á PMSG og að gengið sé mjög nærri þeim, jafn­vel að ystu mörkum þess sem þol­an­legt er, lík­am­lega og and­lega.

Sú stað­hæf­ing að lif­andi vera „lifi af” aðra eins með­ferð, getur ekki stað­ist sem rétt­læt­ing á slíkum gjörð­um.

Und­ir­rituð senda þetta bréf í fullu trausti þess að Ísland reyn­ist í þessu máli sem öðrum, sem upp­lýst nútíma þjóð­fé­lag sem helgar sig vel­ferð dýra og ein­kenn­ist af sterkri sið­ferð­is­kennd.

Virð­ing­ar­fyllst, Barla Barand­un, Auas Sparsas í Sviss, og Ewald Isen­bügel, Greifen­see í Sviss.

Um höf­unda: 

Barla Barandun er dýra­læknir með sér­hæf­ingu í hesta­lækn­ing­um. Barla Barandun hefur unnið fimm meist­aratitla á Evr­ópu­mótum íslenska hests­ins og verið rækt­andi í fjölda­mörg ár. Hún starf­aði sem kyn­bóta- og hesta­í­þrótta­dóm­ari um ára­bil og auk þess var hún for­maður kyn­bóta­deildar Íslands­hesta­fé­lagssins í Sviss í yfir 20 ár. Enn fremur tók hún virkan þátt í upp­bygg­ingu World­Fengs, raf­rænni ætt­bók íslenska hests­ins.

Prof. Dr. med. vet. Ewald Isen­bügel er stofn­fé­lagi, fyrsti for­maður og heið­urs­fé­lagi FEIF (Al­þjóð­leg sam­tök íslenska hests­ins) og hand­hafi heið­urs­merkis Bún­að­ar­fé­lags Íslands (nú Bænda­sam­tök Íslands) og hinnar Íslensku Fálka­orðu. Isen­bügel er pró­fessor emeritus við dýra­lækna­deild háskól­ans í Zürich og var yfir­dýra­læknir við dýra­garð­inn Zoo Zürich í 40 ár.

Höf­undar eru óháðir dýra­læknar og ekki tals­menn AWF/TSB Sam­tak­anna. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar