Blóðtöku hætt á átta bæjum vegna vanfóðrunar og slæms aðbúnaðar

Á fimm ára tímabili hefur blóðtöku fylfullra hryssa verið hætt á átta bæjum vegna vanfóðrunar og slæms aðbúnaðar dýranna. Að auki hafa þrír blóðmerarbændur á sama tímabili ákveðið að hætta blóðtöku vegna vægari athugasemda Matvælastofnunar.

Blóðtaka úr fylfullum merum var stunduð á 119 bæjum á Íslandi í fyrra.
Blóðtaka úr fylfullum merum var stunduð á 119 bæjum á Íslandi í fyrra.
Auglýsing

Aðeins einu sinni hefur komið til þess að Mat­væla­stofnun hefur stöðvað blóð­töku úr hryssum á blóð­töku­stað vegna dýra­vel­ferðar en það gerð­ist í sept­em­ber 2018. „Í því til­felli kom ábend­ing frá dýra­lækni um að í við­kom­andi hjörð væri tölu­vert um of grannar hryssur sem ekki upp­fylltu skil­yrði fyrir blóð­töku,“ segir Einar Örn Thor­laci­us, lög­fræð­ingur MAST. Hann segir starfs­menn MAST sam­stundis hafa farið á vett­vang og stöðvað blóð­töku úr allri hjörð­inni. „Sú stöðvun var var­an­leg.“

Kjarn­inn óskaði í byrjun des­em­ber eftir marg­vís­legum upp­lýs­ingum um eft­ir­lit MAST með blóð­mera­haldi í kjöl­far harðrar gagn­rýni á stofn­un­ina, bændur sem halda blóð­merar og fyr­ir­tækið Ísteka sem nýtir blóðið til fram­leiðslu á frjó­sem­is­lyfjum til svína­rækt­ar. Gagn­rýnin spratt upp eftir að erlend dýra­vernd­un­ar­sam­tök birtu í nóv­em­ber upp­tökur sem sýndu hroða­lega með­ferð á fyl­fullum hryssum sem not­aðar eru til blóð­tök­unnar hér á landi.

MAST, sem hefur eft­ir­lit með þess­ari umdeildu atvinnu­grein, sagði í til­kynn­ingu í kjöl­far birt­ing­ar­innar að það verk­lag sem þar kæmi fram virt­ist „stríða gegn starfs­skil­yrðum starf­sem­innar sem eiga að tryggja vel­ferð hryssnanna“. Kom fram að stofn­unin liti málið alvar­legum aug­um. Gerði hún sjálf­stæða rann­sókn á mál­inu og vís­aði því svo í byrjun árs til lög­reglu til frek­ari rann­sóknar og aðgerða.

MAST sagði eftir birt­ingu mynd­bands­ins að eft­ir­lit með blóð­töku úr fyl­fullum hryssum væri „áhættu­miðað og í for­gangi“ hjá stofn­un­inni. Frá gild­is­töku reglu­gerðar um vel­ferð hrossa árið 2014, hefðu „skýr skil­yrði fyrir blóð­töku úr fyl­fullum hryssum“ verið sett og eft­ir­lit með starf­sem­inni aukið jafnt og þétt. Greinin hefur síðan þá verið í miklum vexti og í fyrra voru 5.383 hryssur nýttar í þessa starf­semi á 119 bæj­um.

Auglýsing

Eft­ir­lit MAST er tví­þætt. Ann­ars vegar er eft­ir­lit með vel­ferð, aðbún­aði og ástandi hrossa sem tengj­ast blóð­tök­unni hjá umráða­mönnum þeirra. Hins vegar er um að ræða sér­stakt eft­ir­lit með vel­ferð hryssa við blóð­töku. Sjálf blóð­takan er á ábyrgð líf­tækni­fyr­ir­tæk­is­ins Ísteka ehf, sem nýtir blóðið og dýra­læknar á vegum þess sjá um fram­kvæmd blóð­tök­unn­ar.

Brotala­mir þekktar í mörg ár

Í svörum Ein­ars Arnar Thor­laci­us, lög­fræð­ings MAST, sem bár­ust í síð­ustu viku, meira en tveimur mán­uðum eftir að Kjarn­inn sendi fyr­ir­spurn sína, kemur fram að í kjöl­far reglu­bund­ins, áhættu­mið­aðs eft­ir­lits með fóðrun og aðbún­aði blóð­töku­stóða að vetr­ar­lagi og/eða vori hafi Mat­væla­stofnun gert alvar­legar athuga­semdir á sex bæjum og upp­lýst Ísteka um að fyr­ir­tæk­inu sé þar með óheim­ilt að stunda blóð­töku á þeim bæj­um. „Ísteka hefur í öllum til­fellum tekið þessa bæi af lista yfir sína við­skipta­vini og hætt blóð­töku,“ skrifar Einar Örn. Um var að ræða tvo bæi árið 2017, þrjá bæi árið 2019 og einn árið 2020. Ekki kom til vörslu­svipt­ingar á þeim bæj­um.

Mál­unum var fylgt eftir með kröfum um úrbætur sam­kvæmt verk­ferlum stofn­un­ar­innar og við­un­andi úrbætur feng­ust án þess að koma þyrfti til vörslu­svipt­ing­ar. „Á einum þess­ara bæja hafði stofn­unin þó afskipti af hesta­hald­inu árið eftir að blóð­töku var hætt og hafði for­göngu um að fækka þar hrossum veru­lega í sam­ráði við ábú­anda. Einn bær hefur fengið að hefja starf­semi á ný í kjöl­far úttekt­ar.

Einu sinni hefur eft­ir­lit í kjöl­far ábend­ingar frá almenn­ingi (ná­granna) leitt í ljós „al­var­legt frá­vik við fóðrun og aðbúnað blóð­töku­hryssna að vetri og þar með var starf­sem­inni hætt á þeim bæ,“ segir í svörum Ein­ars Arn­ar. Þetta var árið 2018.

Blóð úr fylfullum hryssum er notað til að framleiða hormónalyf til svínaræktar. Mynd: Pexels

Sam­tals hefur blóð­töku verið hætt á átta bæjum síð­ast­liðin fimm ár vegna „al­var­legra frá­vika við fóðrun og aðbúnað blóð­töku­hryssna,“ skrifar Einar Örn. Auk þess hafi ábyrgð­ar­menn hesta­halds á þremur bæjum til við­bótar ákveðið sjálfir að hætta blóð­töku í kjöl­far væg­ari athuga­semda frá Mat­væla­stofn­un, einn 2017, einn 2019 og einn 2020.

Ísteka fram­leiðir um 10 kíló á ári af efni sem notað er í lyf til að auka frjó­semi svína og fleiri hús­dýra í land­bún­aði. Til stendur að auka fram­leiðsl­una um 100 pró­sent á næstu árum en til að fram­leiða 20 kíló af lyfja­efn­inu þarf um 600 tonn af blóði úr fyl­fullum mer­um.

40 lítrar af blóði teknir úr hverri hryssu

Fyl­fullar hryssur fram­leiða hormón sem kall­ast equine chorion gona­dotropin (eCG), áður kallað pregn­ant mare serum gona­dotropin (PMSC). Blóð­taka úr fyl­fullum merum, sem horm­ónið er svo unnið úr, hefur farið fram hér á landi allt frá árinu 1979 eða í rúm­lega 40 ár.

Blóð­takan fer fram í svoköll­uðum „blóð­töku­bási“ á búinu á viku fresti. Sam­kvæmt þeim skil­yrðum sem MAST hefur sett má aldrei taka meira en 5 lítra af blóði viku­lega úr hverri hryssu og að hámarki í átta vikur sem gerir 40 lítra af blóði úr hverri hryssu.

Tvö­falt magn miðað við alþjóð­lega staðla

Tveir sviss­neskir dýra­læknar og áhuga­fólk um íslenska hest­inn, sem birtu opið bréf um málið í íslenskum fjöl­miðlum í upp­hafi árs, segja magn blóðs sem tekið er af fyl­fullum merum viku­lega hér á landi við blóð­mera­bú­skap vera rúm­lega tvö­falt magn miðað við við­ur­kennda, alþjóð­lega staðla um hámark þess blóð­magns sem má taka á eins til tveggja mán­aða fresti.

Þau Barla Barand­un, dýra­læknir með sér­hæf­ingu í hesta­lækn­ing­um, og Prof. Dr. med. vet. Ewald Isen­bügel, stofn­fé­lagi, fyrsti for­maður og heið­urs­fé­lagi FEIF og pró­fessor emeritus við dýra­lækna­deild háskól­ans í Zürich, fóru í grein sinni hörðum orðum um blóð­mera­hald á Íslandi. Sam­kvæmt útreikn­ingum þeirra á með­al­blóð­magni blóð­mera hér á landi má gera ráð fyrir um 24,5 lítr­um. Ef tekið er dæmi um mjög þunga hryssu í góðu standi og með óvenju­hátt blóð­hlut­fall er blóð­magn hennar í mesta lagi 32 lítr­ar, skrif­uðu þau. „Þetta þýðir að hryss­urnar þurfa að end­ur­nýja allt blóð­magn sitt og gott betur (8 – 15 lítrum meira) innan tveggja mán­aða tíma­bils.“

Auglýsing

Inga Sæland, for­maður Flokks fólks­ins, lagði fram frum­varp á Alþingi í fyrra­vetur um að blóð­mera­hald yrði bann­að. Hún hlaut nokkuð bágt fyrir á þeim tíma sem birt­ist til dæmis í harðri gagn­rýni í umsögnum við frum­varp­ið, m.a. frá dýra­læknum og öðrum sem að blóð­mera­haldi koma.

Í kjöl­far afhjúp­unar þýsku dýra­vernd­ar­sam­tök­unn­ar, sem sýndi hrotta­lega með­ferð á hryssum, var nokkuð annar tónn kom­inn í strokk­inn. Frum­varpið var lagt fram að nýju í des­em­ber og umsagn­irnar voru þá fleiri og í mörgum þeirra var tekið undir að banna ætti þessa iðju. Aðrir umsagn­ar­að­ilar lýstu hins vegar stuðn­ingi við áfram­hald­andi blóð­töku úr fyl­fullum merum, gagn­rýndu til­lög­una harð­lega og sögðu hana byggja á „tómum róg­burði“ og „fölsuðu áróð­ursefni“ erlendra „öfga­sam­taka“.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnSunna Ósk Logadóttir
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar