Eftirlit með blóðmerahaldi dásamað í umsögnum til þingsins fyrr á árinu

Í umsögnum við frumvarp Ingu Sæland og þriggja annarra þingmanna fyrr á árinu var allt eftirlit með blóðtöku úr fylfullum hryssum hér á landi sagt til mikils sóma. Nú hefur verið kallað eftir rækilegri naflaskoðun á starfseminni og eftirlitinu.

Þessi mynd er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Þessi mynd er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki með beinum hætti.
Auglýsing

Þing­menn úr þremur flokkum sem vildu fyrr á árinu breyta lögum um dýra­vel­ferð og banna blóð­töku úr fyl­fullum merum hér á landi voru harð­lega gagn­rýndir af hálfu ýmissa umsagn­ar­að­ila og sagðir fara með rang­indi um það hvernig blóð­tök­unni og eft­ir­liti með henni væri háttað hér á landi.

Í umsögnum sem bár­ust um frum­varp Ingu Sæland var eft­ir­lit með blóð­tök­unni meðal ann­ars sagt strangt, lög og reglur um dýra­vel­ferð með þeim ströng­ustu í heimi og það sér­stak­lega tekið fram í engri annarri búgrein hér­lendis væru sér­stakir dýra­vel­ferð­ar­samn­ingar í gildi.

Slá­andi mynd­skeið

Um helg­ina birtu dýra­vernd­un­ar­sam­tökin Animal Welfare Founda­tion í Þýska­landi og Tierschutz­bund Zürich í Sviss hins vegar tutt­ugu mín­útna mynd á YouTube sem sýnir slá­andi með­ferð íslenskra hryssa við blóð­töku, sem vakið hefur hneykslan og jafn­vel sorg frá­far­andi sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra.

Mat­væla­stofnun seg­ist líta málið alvar­legum augum og Félag hrossa­bænda segir að þá hafi verið for­svars­mönnum félags­ins áfall að verða vitni að þeirri með­ferð sem sést í mynd­band­inu.

„Hvorki aðbún­að­ur, umgjörð og hvað þá heldur sú illa með­ferð sem hryss­urnar eru beittar er á nokkurn hátt rétt­læt­an­leg. Það er ský­laus krafa Félags hrossa­bænda að rann­sakað verði það sem fram kemur í mynd­band­inu og upp­lýst af hálfu Mast hvernig eft­ir­liti með þess­ari starf­semi sé og hafi verið háttað og hver beri ábyrgð á þeirri stöðu sem uppi er," segir í yfir­lýs­ingu frá stjórn Félags hrossa­bænda.

Einu dýra­vel­ferð­ar­samn­ing­arnir á Íslandi

Þegar þetta frum­varp Ingu Sæland var til með­ferðar á Alþingi fyrr á árinu setti Arn­þór Guð­laugs­son fram­kvæmda­stjóri Ísteka fram umsögn þar sem sagði meðal ann­ars að grein­ar­gerð sem fylgdi frum­varpi þing­mann­ana fjög­urra væri „gerð af svo mik­illi van­þekk­ingu“ að því miður væri ekki hægt að svara henni efn­is­lega af neinu viti.

Þess í stað gerði fram­kvæmda­stjór­inn, sem er í mynd­skeiði evr­ópsku nátt­úru­vernd­ar­sam­tak­anna tveggja sagður hafa reynt að koma í veg fyrir að myndir væru teknar af blóð­töku, grein fyrir starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins.

Hann sagði unnið eftir „ít­ar­legri gæða­hand­bók“ fyrir blóð­gjafir og að gerður hefði verið sér­stakur dýra­vel­ferð­ar­samn­ingur við hvern og einn bónda sem seldi afurðir sínar Ísteka, sem væri ein­stakt á Íslandi. Þá kom fram að hjá fyr­ir­tæk­inu starf­aði sér­stakur dýra­vel­ferð­ar- og gæða­full­trúi sem hefði aðgengi að hrossum og aðstöðu hjá bændum til ráð­gjafar og eftirlits.

Dýra­vel­ferð­ar­samn­ing­arnir voru í umsögn Ísteka sagðir byggðir á skil­yrðum Mat­væla­stofn­unar og Fagráðs um dýra­vel­ferð, sem sett væru í sam­ræmi við nýj­ustu lög og reglu­gerð­ir. Þar væri meðal ann­ars að finna sér­stök ákvæði um nær­gætni í umgengni við hryss­urn­ar.

Í annarri umsögn frá Svav­ari Hall­dórs­syni, sem auk ann­ars verið hefur ráð­gjafi í land­bún­að­ar­mál­um, var Ísteka sagt vera til „mik­illar fyr­ir­myndar þegar kemur að dýra­vel­ferð“ – enda væri blóð­takan öll undir eft­ir­liti dýra­lækna og Mat­væla­stofn­unar og áhersla lögð á að fyr­ir­tækið væri það eina hér á landi sem hefði það að reglu að gera sér­staka dýra­vel­ferð­ar­samn­inga við bænd­ur.

Dýra­læknar ósáttir við fram­setn­ing­una

Dýra­lækna­fé­lag Íslands útli­staði leið­bein­andi reglur Mat­væla­stofn­unar í umsögn sinni um þing­málið og reif­aði svo að Ísteka væri sjálft með „virkt innra eft­ir­lit með starf­sem­inni“ – og að það eft­ir­lit ásamt eft­ir­liti Mat­væla­stofn­unar mið­aði að því að tryggja vel­ferð bæði hryssnanna og fol­ald­anna.

„Fyr­ir­tækið Ísteka er með á sínum snærum dýra­lækni sem sinnir gæða- og vel­ferð­ar­eft­ir­liti með blóð­söfn­un­inni. Heim­sækir hann megin þorra blóð­gjafa­starfs­stöðv­a/bæja á blóð­gjafa­tíma­bil­inu. Gerir hann úttekt á aðstæðum á blóð­töku­stað svo sem að meta slysa­hættu, að blóð­töku­básar séu traustir og rétt hann­að­ir, vinnu­brögð séu fum­laus og nær­gætin og rétt staðið að sjálfri blóð­tök­unn­i,“ sagði í umsögn Dýra­lækna­fé­lags­ins.

Einnig sagði þar að Dýra­lækna­fé­lagið teldi að skil­yrðin sem Mat­væla­stofnun setti um starf­sem­ina og það eft­ir­lit sem haft væri með starf­sem­inni tryggði vel­ferð dýr­anna. Umsagnir frá all­nokkrum dýra­læknum bár­ust við málið og sumir sök­uðu flutn­ings­menn frum­varps­ins um aðför að starfs­heiðri stétt­ar­inn­ar.

Auglýsing

Dýra­læknir sem sagð­ist hafa starfað við blóð­söfnun allt frá árinu 2013 sagði að henni þætti „afar leið­in­legt“ að þurfa að færa rök fyrir því að vinna sín sner­ist um að virða dýra­vel­ferð og sagði eft­ir­litið með þess­ari vax­andi land­bún­að­ar­grein mik­ið.

Í umsögn­inni kom fram að dýra­læknir sem tæki blóð hefði viku­legt eft­ir­lit með hross­unum og aðstöðu, innra eft­ir­lit Ísteka væri „mjög virkt“ og þar væri starf­andi dýra­læknir sem hefði eft­ir­lit með dýra­lækn­um, bænd­um, hrossum, aðstöðu og fleiru.

„Síð­ast en ekki síst er eft­ir­lit MAST sem er mjög virkt og hefur eft­ir­lit með dýra­lækn­um, bænd­um, hrossum, aðstöðu ofl.. Tekin eru blóð­sýni og blóð­próf­ill met­inn reglu­lega, auk þess und­ir­rita allir bændur sem halda hryssur til blóð­söfn­unar þar til gerðan dýra­vel­ferð­ar­samn­ing,“ sagði í umsögn dýra­lækn­is­ins.

Hrossa­bændur á Norð­ur­landi sem halda hryssur til blóð­töku sögðu síð­an, í sam­eig­in­legri umsögn sinni, að eft­ir­litið væri mikið og það gripi inn í ef þörf væri á, en slíkt væri afar fátítt.

„Bænd­um, sem halda hryssur til blóð­fram­leiðslu, er að fullu treystandi til að gera það á þann hátt að vel­ferð þeirra sé tryggð og ef svo ólík­lega vildi til að ein­hverju væri ábóta­vant þá er[u] dýra­læknar sem ann­ast blóð­töku meira en vel hæfir til að óska úrbóta eða ann­arra aðgerða ef þörf er á. Mat­væla­stofnun er síðan með sitt eft­ir­lit og þar með er umgjörð þess­arar búgreinar í góðu horf­i,“ sagði í umsögn hrossa­bænd­anna.

Fimm starfs­stöðvum lokað frá 2014

Þrátt fyrir þessar glimr­andi umsagnir um eft­ir­lit með blóð­mera­haldi á Íslandi virð­ist ein­hvers­staðar pottur hafa möl­brotn­að. Ísteka hefur sagt vinnu­brögðin og aðferðir sem sum­staðar sjást í mynd evr­ópsku dýra­vernd­un­ar­sam­tak­anna bæði óvið­eig­andi og ólíð­andi.

„Stjórn­endum og starfs­fólki Ísteka mis­líkar veru­lega þessi vinnu­brögð við fram­leiðslu á vöru fyrir okk­ur. Þau upp­fylla ekki ströng skil­yrði okkar til dýra­vel­ferð­ar. Við höfum nú þegar hafið innri rann­sókn á birgj­unum og atvik­un­um,“ segir í yfir­lýs­ingu sem Ísteka birti um helg­ina.

Í til­kynn­ingu Mat­væla­stofn­unar vegna þessa máls kemur fram að reglu­bundið eft­ir­lit stofn­un­ar­innar felist í því að heim­sækja um 20 pró­sent starfs­stöðva árlega á meðan á blóð­töku standi og að önnur 20 pró­sent starfs­stöðva fái heim­sóknir eft­ir­lits­manna yfir vetr­ar­tím­ann. Alls séu því um 40 pró­sent af starfs­stöð­un­um, voru 119 tals­ins í ár, heim­sóttar árlega.

Frá árinu 2014 hefur starf­semi á fimm starfs­stöðvum verið stöðvuð vegna alvar­lega frá­vika sem komu í ljós við eft­ir­lit. Mat­væla­stofnun segir að rann­sóknir á blóð­bú­skap hryssnanna sýni fram á að blóð­tak­an, eins og hún er fram­kvæmd hér á landi, sé „innan ásætt­an­legra marka fyrir heilsu þeirra og vel­ferð“ og hryss­urnar eigi auð­velt með að vega upp blóð­tap­ið.

Mat Mat­væla­stofn­unar er að blóð­taka úr fyl­fullum hryssu, sem fram­kvæmd er sam­kvæmt skil­yrðum stofn­un­ar­inn­ar, sam­ræm­ist lögum um dýra­vel­ferð.

Blóðmerahald á Íslandi

Fyl­­fullar hryssur fram­­leiða hormón sem kall­­ast equine chorion gona­dotropin (eCG), áður kallað pregn­ant mare serum gona­dotropin (PMSC). Blóð­­­taka úr fyl­­fullum merum, sem hor­m­ónið er svo unnið úr, hefur farið fram hér á landi allt frá árinu 1979 eða í rúm­­lega 40 ár.

Rúm­lega 100 bændur eru í sam­­starfi við fyr­ir­tækið Ísteka um þessa fram­leiðslu og alls voru 5.383 hryssur nýttar í þessa starf­semi í ár.

Und­an­farin ár hafa meira en 10 kíló af horm­ón­inu verið fram­leidd árlega hér á landi, en Ísteka stefnir á að tvö­falda fram­leiðslu sína á næstu árum. Til að fram­leiða 20 kíló af lyfja­efn­inu þarf um 600 tonn af blóði úr fyl­fullum mer­um.

Úr efn­inu eru unnin frjó­sem­is­lyf, sem notuð eru um allan heim í land­bún­aði til með­ferðar frjó­sem­is­vanda­mála í hús­dýrum og sam­still­ingar gang­mála.

Hjá Ísteka starfa um 40 manns og útflutn­ings­tekjur af starf­sem­inni nema hátt í tveimur millj­örðum króna á árs­grund­velli.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira eftir höfundinnArnar Þór Ingólfsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar