Sveitarstjórnasviptingar

Niðurstöður nýafstaðinna sveitarstjórnakosninga í Danmörku voru áfall fyrir Jafnaðarmenn. Danski þjóðarflokkurinn er í sárum og formaðurinn hefur boðað afsögn. Formaður Íhaldsflokksins hefur ástæðu til bjartsýni og Venstre flokkurinn hélt sjó.

Kaupmannahöfn
Kaupmannahöfn
Auglýsing

Nið­ur­stöður sveit­ar­stjórna­kosn­inga eru iðu­lega taldar vís­bend­ing um hvernig vind­arnir blása í lands­málapóli­tík­inni. Eins­konar póli­tísk loft­vog. Gott gengi í sveit­ar­stjórna­kosn­ingum blæs vindi í segl við­kom­andi flokks en slakt gengi veldur áhyggj­um.

Síð­ast­lið­inn þriðju­dag, 16. nóv­em­ber fóru fram sveit­ar­stjórna­kosn­ingar í Dan­mörku. Í aðdrag­anda kosn­ing­anna var ekki mikið fjallað um áherslur og bar­áttu­mál ein­stakra flokka og fram­bjóð­enda vítt og breitt um land­ið. Allt slíkt hvarf í skugga umfjöll­unar um minka­málið svo­nefnda og ákvarð­ana stjórn­valda í því máli. Minka­málið verður ekki rakið hér en það snýst um þá ákvörðun stjórn­valda, 3. nóv­em­ber í fyrra, að fyr­ir­skipa aflífun danska minka­stofns­ins, 15 til 17 millj­ónum dýra, á öllum búum lands­ins. Rann­sókn vegna þessa máls stendur nú yfir, hún er mjög yfir­grips­mikil og fjöl­margir emb­ættis – og stjórn­mála­menn mega sæta löngum yfir­heyrslum rann­sókn­ar­nefnd­ar­inn­ar. Til­gang­ur­inn er að kom­ast að því hver bar ábyrgð á, og tók ákvörðun um, að slá minka­stofn­inn af og hvort ráð­herr­ar, og þá hvaða ráð­herr­ar, hafi vitað að sú ákvörðun stydd­ist ekki við lög.

Flokkur Jafn­að­ar­manna, Soci­alde­mokrati­et, undir for­ystu Mette Frederik­sen tók við völdum eftir þing­kosn­ing­arnar árið 2019. Stjórnin er minni­hluta­stjórn, eins og algengt hefur verið í Dan­mörku en nýtur stuðn­ings flokka úr rauðu blokk­inni svo­nefndu, þ.e. flokka á miðju og vinstri væng danskra stjórn­mála. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn er stærsti flokk­ur­inn á danska þing­inu, Fol­ket­in­get, og enn­fremur í sveit­ar­stjórnum í land­inu.

Auglýsing

Spá um fylgis­tap Jafn­að­ar­manna rætt­ist

Skoð­ana­kann­anir fyrir kosn­ing­arnar 16. nóv­em­ber sýndu tals­vert fylgis­tap Jafn­að­ar­manna. Ekki síst í stærstu borgum lands­ins, Kaup­manna­höfn, Árósum, Óðins­véum og Ála­borg. Stjórn­mála­skýrendur nefndu einkum tvær ástæð­ur. Í fyrsta lagi havaríið í kringum minka­mál­ið, ekki hvað síst tengt sms skila­boðum sem eytt hafði verið úr síma for­sæt­is­ráð­herr­ans. Í öðru lagi töldu stjórn­mála­skýrendur að sú ákvörðun að flytja fjölda starfa frá stórum þétt­býl­is­stöðum út í dreif­býlið ylli fylgis­tapi Jafn­að­ar­manna í stærstu borg­un­um. Þótt ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar, með Mette Frederik­sen for­sæt­is­ráð­herra í broddi fylk­ing­ar, helltu sér í kosn­inga­bar­átt­una síð­ustu dag­ana hrökk það ekki til. Spár og skoð­ana­kann­anir gengu eft­ir, Jafn­að­ar­menn töp­uðu umtals­verðu fylgi.

Höggið var þyngst í Kaup­manna­höfn þar sem flokk­ur­inn tap­aði rúmum 10 pró­sentu­stig­um, fékk 17.3% og er ekki lengur stærsti flokk­ur­inn í höf­uð­borg­inni. Ein­ing­ar­list­inn fékk flest atkvæði kjós­enda í Kaup­manna­höfn (24.6%) en Jafn­að­ar­menn héldu þó yfir­borg­ar­stjóra­emb­ætt­inu, en í borg­inni eru 7 borg­ar­stjór­ar. Meiri­hluti flokka í borg­ar­stjórn Kaup­manna­hafnar vildi ekki styðja full­trúa Ein­ing­ar­list­ans í emb­ætti yfir­borg­ar­stjóra og ákváðu þess í stað að styðja Sophie Hæstorp And­er­sen. Jafn­að­ar­manna­flokk­ur­inn fékk 28.4% atkvæða á lands­vísu tap­aði 4 pró­sentu­stigum frá kosn­ing­unum 2017. ,,Von­brigði en varn­ar­sig­ur“ sagði einn ráð­herra rík­is­stjórn­ar­inn­ar.

Hruna­dans Danska þjóð­ar­flokks­ins

Það hefur ekki blásið byr­lega fyrir Danska þjóð­ar­flokk­inn á síð­ustu árum. Flokk­ur­inn fékk herfi­lega útreið í þing­kosn­ing­unum 2019, tap­aði 21 þing­manni, stóð eftir með 16 full­trúa á þing­inu. Í kjöl­farið fóru að heyr­ast raddir sem lýstu efa­semdum um for­mann­inn Krist­ian Thulesen Dahl. Hann hafði tekið við for­mennsk­unni af Piu Kjærs­gaard árið 2012, og í kjöl­farið tók fylgi flokks­ins stökk upp á við.

Kristian Thulesen Dahl Mynd: EPA

Hruna­dansi flokks­ins lauk ekki með kosn­inga­úr­slit­unum 2019, úrslit sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­anna í síð­ustu viku voru rot­högg, eins og stjórn­mála­skýr­andi dag­blaðs­ins Politi­ken komst að orði. Flokk­ur­inn tap­aði helm­ingi fylg­is­ins í kos­ing­unum í síð­ustu viku og stóð eftir með 4.1% atkvæða á lands­vísu.

For­mað­ur­inn hættir

Þegar úrslit sveit­ar­stjórna­kosn­ing­anna urðu ljós lýsti Krist­ian Thulesen Dahl yfir að hann óskaði eftir að boðað yrði til fundar í flokks­stjórn­inni og þar yrði kos­inn nýr for­mað­ur. Til­kynnti jafn­framt að þar yrði hann ekki í kjöri. Sam­kvæmt reglum flokks­ins skal halda slíkan fund innan tveggja mán­aða frá því að ákvörðun þar að lút­andi hefur verið tek­in. Yfir­lýs­ing Krist­ian Thulesen Dahl þótti mikil tíð­indi í dönskum stjórn­mál­um, þótt hún hafi ekki bein­línis komið á óvart. Á fundi flokk­stjórnar Danska þjóð­ar­flokks­ins í gær, laug­ar­dag, var ákveðið að nýr for­maður skuli kos­inn 23. jan­úar næst­kom­andi.

Ljón í veg­inum

Hjá dönskum stjórn­mála­flokkum er algeng­ast að ein­hver erfða­prins, eða prinsessa bíði á hlið­ar­lín­unni þegar til for­manns­skipta kem­ur. Ástandið í Danska þjóð­ar­flokknum er hins­vegar nokkuð sér­kenni­legt hvað þetta varð­ar. Lengi hefur legið í loft­inu, og rætt um, að Morten Mess­erschmidt, sem er vara­for­maður flokks­ins, myndi taka við for­mennsk­unni þegar að því kæmi að Krist­ian Thulesen Dahl stigi til hlið­ar. En, það er hins­vegar ljón í vegi Morten Mess­erschmidt. Það ljón er dómur sem hann hlaut í Bæj­ar­rétti (sem er lægsta dóm­stig) fyrr á þessu ári, fyrir að hafa mis­farið með fé úr sjóðum Evr­ópu­sam­bands­ins. Um það mál var fjallað ítar­lega í frétta­skýr­ingu hér í Kjarn­anum 8. ágúst sl.

Morten Messerschmidt Mynd: EPA

Morten Mess­erschmidt áfrýj­aði dómi Bæj­ar­réttar en lík­legt er talið að dómur Lands­réttar verði kveð­inn upp í febr­úar á næsta ári. Eins og fram kom framar í þessum pistli hefur nú verið ákveðið að nýr for­maður Danska þjóða­flokks­ins verði kos­inn 23. jan­ú­ar. Sú ákvörðun kemur lík­ast til í veg fyrir að Morten Mess­erschmidt geti boðið sig fram til emb­ættis for­manns Danska þjóð­ar­flokks­ins.

Hvaða for­manns­kostir eru í boði?

Þess­ari spurn­ingu velta margir fyrir sér. Svarið liggur ekki í augum uppi. Nokkrir mögu­leikar hafa heyrst nefnd­ir. Einn er sá að Pia Kjærs­gaard, stofn­andi og fyrr­ver­andi for­maður flokks­ins verði eins­konar „milli­bils­for­mað­ur“. Hún hefur reyndar sagt að for­mennsku­skeiði hennar sé lok­ið, en danskir stjórn­mála­skýrendur segja ekki alltaf mikið að marka slíkar yfir­lýs­ing­ar. Annar mögu­leiki sem nefndur var sá að fresta for­manns­kjör­inu, með sér­stakri sam­þykkt, til vors. Þá yrði vænt­an­lega komin nið­ur­staða í mál Morten Mess­erschmidt. Sú hug­mynd var slegin af á fund­inum í gær. Innan raða Danska þjóð­ar­flokks­ins hefur tals­vert verið rætt um að fá Inger Støjberg fyrr­ver­andi ráð­herra inn­flytj­enda­mála (í stjórn Ven­stre) til liðs við flokk­inn. Hún er þing­maður utan flokka.

Inger Støjberg Mynd: EPA

Einn hængur er á þess­ari hug­mynd: emb­ætt­is­færslur Inger Støjberg, vegna mál­efna hæl­is­leit­enda og flótta­fólks í stjórn­ar­tíð Ven­stre eru nú fyrir Lands­dómi (Rigs­ret) og verði hún fundin sek er úti­lokað að hún geti orðið for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins. Lík­legt er að dómur falli fyrir ára­mót og verði Inger Støjberg sýknuð er aldrei að vita hvað hún ger­ir.

En eru ekki fleiri mögu­leg for­manns­efni innan Danska þjóð­ar­flokks­ins kann nú ein­hver að spyrja. Svarið við þeirri spurn­ingu er að innan flokks­ins eru ekki aug­ljósir val­kost­ir. Nafn Peter Kofod er þó iðu­lega nefnt þegar rætt er um „fram­tíð­ar­leið­toga“ flokks­ins. Hann er 31 árs og situr á Evr­ópu­þing­inu.

Peter Kofod Mynd: EPA

Hann hafði lýst sig fylgj­andi því að for­manns­kjöri Danska þjóð­ar­flokks­ins verði frestað til vors, með þeim rökum að þá verði nið­ur­staða komin í mál þeirra Morten Mess­erschmidt og Inger Støjberg. Peter Kofod hefur í við­tölum síð­ustu daga ekki úti­lokað að hann bjóði sig fram til for­manns, en fram­boðs­frestur er til 7. jan­ú­ar.

Ljóst er að nýs for­manns bíða erfið verk­efni við end­ur­reisn flokks­ins.

Íhalds­flokk­ur­inn

Eftir nokkur mögur ár er fylgi Íhalds­flokks­ins (Det konservative Fol­ke­parti) á upp­leið. Flokk­ur­inn fékk 15.2% greiddra atkvæða í sveit­ar­stjórna­kosn­ing­unum sl. þriðju­dag, bætti við sig 6.4 pró­sentu­stigum frá kosn­ing­unum 2017. Í þing­kosn­ing­unum 2019 tvö­fald­aði flokk­ur­inn fylgi sitt og hefur nú 12 þing­menn. For­mað­ur­inn Søren Pape Poul­sen, sem tók við for­mennsk­unni árið 2014 nýtur vin­sælda, hann var dóms­mála­ráð­herra á árunum 2016 til 2019.

Søren Pape Poulsen Mynd: EPA

Það skyggði aðeins á gleð­ina að flokk­ur­inn mátti sjá á eftir borg­ar­stjóra­emb­ætt­inu á Frið­riks­bergi í hendur Jafn­að­ar­manna, í fyrsta skipti í 112 ár.

Ven­stre hélt sjó

Það hefur gengið á ýmsu hjá Ven­stre (sem skil­greinir sig sem hægri-miðju­flokk) að und­an­förnu. Jakob Ellem­ann-J­en­sen tók við for­manns­emb­ætt­inu eftir að Lars Løkke Rasmus­sen og Krist­ian Jen­sen sögðu af sér for­mennsku og vara­for­mennsku í lok ágúst 2019. Lars Løkke sagði sig síðar úr flokkn­um, það gerði líka Inger Støjberg. For­mað­ur­inn Jakob Ellem­ann hefur sætt tals­verðri gagn­rýni og flokknum var ekki spáð góðu gengi í nýaf­stöðnum sveit­ar­stjórna­kosn­ing­um. Danskir stjórn­mála­skýrendur segja að Ven­stre megi sæmi­lega una við úrslit­in. Flokk­ur­inn er næst stærsti flokkur lands­ins, fékk í heild­ina 21.2% atkvæða, 1.9 pró­sentu­stigum minna en í kosn­ing­unum 2017.

Í lokin má geta þess að af tæp­lega 100 borg­ar­stjórum í Dan­mörku er rétt um fimmt­ungur kon­ur.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Þau Auður Arnardóttir og Þröstu Olaf Sigurjónsson hafa rannsakað hvaða áhrif kynjakvóti í stjörnum hefur haft á starfsemi innan þeirra.
Kynjakvóti leitt til betri stjórnarhátta og bætt ákvarðanatöku
Rannsókn á áhrifum kynjakvóta í stjórnum fyrirtækja bendir til að umfjöllunarefnin við stjórnarborðið séu fjölbreyttari en áður. Stjórnarformenn eru almennt jákvæðari í garð kynjakvóta en almennir stjórnarmenn.
Kjarninn 29. júní 2022
KR-svæði framtíðarinnar?
Nágrannar töldu sumir þörf á 400 bílastæðum í kjallara undir nýjum KR-velli
Íþróttasvæði KR í Vesturbænum mun taka stórtækum breytingum samkvæmt nýsamþykktu deiliskipulagi, sem gerir ráð fyrir byggingu hundrað íbúða við nýjan knattspyrnuvöll félagsins. Nágrannar hafa sumir miklar áhyggjur af bílastæðamálum.
Kjarninn 29. júní 2022
Landsvirkjun áformar að stækka þrjár virkjanir á Þjórsár-Tungnaársvæðinu: Sigölduvirkjun, Vatnsfellsvirkjun og Hrauneyjafossvirkjun.
Landsvirkjun afhendir ekki arðsemismat
Landsvirkjun segir að þrátt fyrir að áformaðar stækkanir virkjana á Þjórsársvæði muni ekki skila meiri orku séu framkvæmdirnar arðbærar. Fyrirtækið vill hins vegar ekki afhenda Kjarnanum arðsemisútreikningana.
Kjarninn 29. júní 2022
Húsnæðiskostnaður er stærsti áhrifaþátturinn í hækkun verðbólgunnar á milli mánaða, en án húsnæðisliðsins mælist verðbólga nú 6,5 prósent.
Verðbólgan mælist 8,8 prósent í júní
Fara þarf aftur til októbermánaðar árið 2009 til þess að finna meiri verðbólgu en nú mælist á Íslandi. Hækkandi húsnæðiskostnaður og bensín- og olíuverð eru helstu áhrifaþættir hækkunar frá fyrri mánuði, er verðbólgan mældist 7,6 prósent.
Kjarninn 29. júní 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 26. þáttur: Stjórnvaldstækni ríkisvaldsins og „vofa“ móðurinnar móta karlmennskuvitund ungra flóttamanna
Kjarninn 29. júní 2022
Meira eftir höfundinnBorgþór Arngrímsson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar