Erlendir fjárfestar hafa selt eignir á Íslandi fyrir næstum hundrað milljarða á einu ári

Erlendir sjóðir hafa selt ríkisskuldabréf og hlutabréf fyrir gríðarlegar fjárhæðir á síðastliðnu ári. Mest seldu þeir frá því í fyrrahaust og fram á árið 2021. Ef sala á íslenskum fjarskiptainnviðum verður samþykkt mun erlend nýfjárfesting verða jákvæð.

flugtak
Auglýsing

Frá byrjun síð­asta árs hefur erlend nýfjár­fest­ing á Íslandi verið nei­kvæð um 119 millj­arða króna. Hún var nei­kvæð um 57 millj­arða króna í fyrra og á fyrstu tíu mán­uðum yfir­stand­andi árs hafa erlendir fjár­festar selt inn­lend hluta­bréf og rík­is­skulda­bréf fyrir alls 62 millj­arða króna. Þar af fóru 58 millj­arðar króna út á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins. 

Þetta kemur fram í rit­inu Pen­inga­málum sem Seðla­banki Íslands gaf út í vik­unn­i.  

Þorri þessa fjár­magns­flótta átti sér stað frá októ­ber í fyrra og til loka mars­mán­aðar 2021. Á því hálfs árs tíma­bili los­uðu erlendir fjár­festar um alls 93 millj­arða króna í inn­lendum hluta­bréfum og rík­is­skulda­bréfum og fóru með þá út úr íslensku hag­kerf­i. Á einu ári seldu erlendir fjár­festar því eignir fyrir 97 millj­arða króna og fóru með ávinn­ing­inn ann­að.

Erlendir kaupa fjar­skipta­inn­viði

Við­búið er að þessi staða muni að ein­hverju leyti snú­ast við í nán­ustu fram­tíð ef eft­ir­lits­að­ilar sam­þykkja kaup erlendra aðila á íslenskum fjar­skipta­innvið­u­m. 

Þar munar mest um ætluð kaup franska sjóðs­­stýr­ing­­ar­­fyr­ir­tæk­is­ins Ardian France SA á Mílu af Sím­an­um. Áætl­­aður sölu­hagn­aður er rúm­­lega 46 millj­­arðar króna að teknu til­­liti til kostn­aðar vegna við­­skipt­anna og áætlað virði við­­skipt­anna er 78 millj­­arðar króna, að með­­­töldum fjár­­hags­­legum skuld­bind­ingum Mílu sem kaup­and­inn yfir­­­tek­­ur.

Í lok mars skrif­aði Sýn undir samn­ing um sölu og end­ur­leigu á fjar­skipta­innviðum til sjóðs í stýr­ingu banda­ríska sjóð­stýr­inga­fyr­ir­tæk­is­ins Digi­tal Colony. Hagn­að­­ur­inn af söl­unni var sagður nema 6,5 millj­­örðum króna, en hún bíður enn sam­­þykkis Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins.

Auglýsing
Þá sam­þykkti Sam­keppn­is­eft­ir­litið sam­runa eign­­ar­halds­­­fé­lag­anna Nova Acquisition Hold­ing og Plat­ínum Nova. Með því varð fjar­­skipta­­fé­lagið Nova í eigu banda­ríska fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­lags­ins PT Capi­tal Advis­ors, en það átti áður helm­ing­inn í fjar­skipta­fé­lag­inu. Svo virð­ist sem kaup­verðið hafi verið um sex millj­arðar króna, sam­kvæmt frétt vb.is. Nova stefnir einnig að því að selja fjar­skipta­inn­viði sína til erlendra aðila og er sú sala til skoð­unar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Þjóðar­ör­ygg­is­ráð hefur einnig verið að rýna söl­una á fjar­skipta­inn­við­unum til erlendra fjár­festa. Ráðið hefur fundað um málið og telur ástæðu til að greina áhætt­u­þætti sem tengj­­ast því. 

Höft héldu pen­ingum inni árum saman

Á Íslandi voru sett fjár­­­magns­höft í nóv­­em­ber 2008 til að koma í veg fyrir að umfangs­­miklar krón­u­­eign­ir, meðal ann­­ars í eigu kröf­u­hafa fall­inna banka, væri ekki skipt yfir í aðra gjald­miðla með til­­heyr­andi áhrifum á íslensku krón­una. Höftin voru svo losuð að mestu í mars 2017, en ekki að öllu leyti. Enn var til staðar svokölluð bind­i­­skylda. Sam­­­kvæmt henni var erlendum fjár­­­­­festum gert að festa fimmt­ung af fjár­­­­­magni sínu hér til lengri tíma, en með því varð Ísland að óálit­­­legri kosti fyrir fjár­­­­­fest­ingar erlendis frá. Bind­i­­skyldan var svo afnumin í mars 2019.

Bind­i­­skyldan kom í veg fyrir að þeir erlendu aðilar sem áttu fjár­­­fest­ingar hér­­­lend­is, til dæmis í rík­­is­skulda­bréfum eða hluta­bréfum skráðra félaga, seldu þær eignir og færu. Þar var að upp­i­­­stöðu um að ræða fjár­­­festa sem áttu eignir með rætur í banka­hrun­inu. Um var að ræða til dæmis aflandskrón­u­eig­endur eða erlendu sjóð­ina sem áttu kröfur á Kaup­­þing og breyttu þeim í hlutafé í Arion banka.

Fjármagnshöft voru losuð að mestu árið 2017, en bindiskyldu haldið til 2019. Már Guðmundsson var seðlabankastjóri á þessum árum og Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra, líkt og hann er ný. Mynd: Birgir Þór Harðarson.

 

Inn­­­byggður hvati var til að halda fjár­­­fest­ing­unum hér­­­lendis á meðan að bind­i­­skyldan var við lýði. Fyrstu tvo mán­uð­ina eftir að hún var afnumin virt­ist sem að þessi breytta staða myndi stuðla að jákvæðri þróun fyrir íslenskt hag­­kerfi. Hrein nýfjár­­­fest­ing erlendra aðila hér­­­lendis var jákvæð um 25 millj­­arða króna. Á öllu árinu 2019 var hún jákvæð um 30 millj­­arða króna.

Það breytt­ist hins vegar í fyrra.

Hrina fjár­magns­út­flæðis

Á fyrstu fimm mán­uðum árs­ins 2020 var hrein nýfjár­­­fest­ing erlendra aðila hér­­­lendis nei­­kvæð um fimm millj­­arða króna. Í lok þess tíma­bils var kór­ón­u­veiru­far­ald­­ur­inn búinn að herja á Ísland í þrjá mán­uði. Í Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­riti Seðla­­bank­ans sem kom út í byrjun júlí í fyrra sagði að þessi tala benti til þess að „engin merki hafa verið um fjár­­­magns­flótta frá land­inu en frá því að far­­sóttin náði útbreiðslu hér á landi hefur hrein skráð nýfjár­­­fest­ing verið jákvæð um 2 ma.kr.“

Á seinni hluta síð­asta árs, og fyrstu mán­uðum árs­ins 2021 komu þau merki hins vegar skýrt fram. 

Í Fjár­­­mála­­stöð­ug­­leika­­riti Seðla­­bank­ans sem birt var í apríl sagði að „hrina fjár­­­magns­út­­flæð­is“ hafi hafi haf­ist í fyrra­haust þegar nokkrir erlendir aðilar sem áttu stórar verð­bréfa­­stöður hér­­­lend­is, tóku að selja auð­­selj­an­­legar krón­u­­eignir sínar og síðar meir inn­­­lend verð­bréf. „Á tíma­bil­inu sept­­em­ber 2020 - mars 2021 los­uðu erlendir aðilar um 29 ma.kr. af rík­­is­bréf­um, 23 ma.kr. af aflandskrónum (inn­­stæð­u­bréf CBI 2016 fyrst og fremst) en einnig hluta­bréf fyrir 62 ma.kr. og fluttu and­virðið úr landi. Á sama tíma keyptu líf­eyr­is­­sjóðir gjald­eyri fyrir 31 ma.kr., að megn­inu til í sept­­em­ber og októ­ber.“

Útlend­ing­arnir létu sig hverfa

Aflandskrónur lækk­­uðu um helm­ing á síð­­asta ári, að megn­inu til undir lok árs. Fram að því hafði staða þeirra lítið sem ekk­ert breyst frá því að losað var um bind­i­­skyld­una vorið 2019.

Alls flæddu út 52,2 millj­­arðar króna í eigu erlendra fjár­­­festa umfram það sem var nýfjár­­­fest hér­­­lendis frá júnílokum og út des­em­ber 2020. Inn­­flæðið var 19,3 millj­­arðar króna en útflæðið 67,9 millj­­arðar króna.

Mest mun­aði um sölu eins skulda­bréfa­­sjóðs, Blue Bay Asset Mana­gement, á rík­­is­skulda­bréfum sem hann átti, en sjóð­­ur­inn átti í upp­­hafi árs í fyrra um helm­ing allra rík­­is­bréfa í eigu erlendra aðila og los­aði um alla stöð­una á árinu 2020.  Sam­an­lagt skil­aði þessi staða því að hrein nýfjár­­­fest­ing á Íslandi var nei­­kvæð um 57 millj­­arða króna alls í fyrra. 

Til við­bótar seldu tveir stærstu eig­endur Arion banka sig út úr honum á örfáum mán­uð­um, eða fra lokum sept­em­ber í fyrra og fram á árið 2021. Um er að ræða vog­un­­­­ar­­­­sjóð­ina Taconic Capi­tal Advis­ors og Sculptor Capi­tal Mana­gement. Á örfáum vikum fór eign­­ar­hlutur Taconic í Arion banka úr 23,22  pró­­sentum í ekk­ert. Sculptor seldi söm­u­­leiðis allan 6,12 pró­­sent hlut sinn snemma á þessu ári.

Stærstu eigendur Arion banka hófu að selja sig út úr bankanum á þeim tíma sem hlutabréfaverð hans var að hækka skarpt og rétt áður en byrjað var að greiða tugi milljarða króna út úr bankanum til hluthafa. Mynd: Nasdaq OMX Ísland.

Fleiri vog­un­­­­ar­­­­sjóð­ir, sem komu inn í eig­enda­hóp Arion banka eftir að hafa til­­­­heyrt kröf­u­hafa­hópi Kaup­­þings, hafa líka verið að selja sig nið­­ur. Fjórir slík­­ir, meðal ann­­ars þeir tveir áður­­­nefndu, áttu sam­an­lagt 32,57 pró­­sent hlut í Arion banka fyrir ári. Nú á eng­inn erlendur sjóður meira en eitt pró­sent í bank­an­um.

Þótt hægt hafi á fjár­magns­flótt­anum síð­asta rúma hálfa árið hefur erlend nýfjár­fest­ing samt verið nei­kvæð um fjóra millj­arða króna frá lokum mars og til loka októ­ber 2021. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Flest þeirra starfa sem orðið hafa til síðustu mánuði eru í ferðaþjónustu.
Færri atvinnulausir en fleiri fastir í langtímaatvinnuleysi
Í febrúar 2020, þegar atvinnulífið var enn að glíma við afleiðingar af gjaldþroti WOW air og loðnubrest, voru 21 prósent allra atvinnulausra flokkaðir langtímaatvinnulausir. Nú er það hlutfall 38 prósent.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Eggert Þór Kristófersson.
Eggert kominn með nýtt forstjórastarf tæpum tveimur vikum eftir að hann hætti hjá Festi
Fyrrverandi forstjóri Festi hefur verið ráðinn til að stýra stóru landeldisfyrirtæki á Suðurlandi sem er í þriðjungseigu Stoða. Hann fékk fimmtánföld mánaðarlaun greidd út við starfslok hjá Festi.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókratanna.
Gömlu blokkirnar brotna í breyttu pólitísku landslagi
Innreið öfgahægriflokks Svíþjóðardemókrata inn í meginstraum sænskra stjórnmála hefur verið áberandi undanfarið á sama tíma og glæpatíðni vex. Lengi neituðu allir aðrir flokkar að vinna með Svíþjóðardemókrötum – þar til á síðasta ári.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Sæbrautarstokkurinn á að verða um kílómeterslangur.
Umhverfisstofnun telur að skoða eigi að grafa jarðgöng í stað Sæbrautarstokks
Á meðal umsagnaraðila um matsáætlun vegna Sæbrautarstokks voru Umhverfisstofnun, sem vill skoða gerð jarðganga á svæðinu í stað stokks og Veitur, sem segja að veitnamál muni hafa mikil áhrif á íbúa á framkvæmdatíma.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar