Hefur fundað um sölu á fjarskiptainnviðum

Þjóðaröryggisráð hefur fundað vegna áætlana Sýnar, Nova og Símans um að selja eigin fjarskiptainnviði. Samkvæmt ráðinu er full ástæða til að fylgjast með þessari þróun og greina áhættuþætti tengdum henni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs
Auglýsing

Full ástæða er til þess að fylgj­ast með fyr­ir­hug­aðri sölu þriggja stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna á eigin innvið­um, að mati þjóðar­ör­ygg­is­ráðs. Ráðið hefur fundað um málið og telur einnig ástæðu til að greina áhættu­þætti sem tengj­ast því. Þetta kemur fram í svari upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Mik­il­vægt að rýna í inn­viða­sölu

Ráðið hefur áður tjáð sig um álita­mál tengd sölu á innvið­um, en sam­kvæmt nýlegri skýrslu þess lítur það svo á að það sé nauð­syn­legt út frá þjóðar­ör­ygg­is­sjón­ar­miði og alls­herj­ar­reglu að rýna í fjár­fest­ingu í mik­il­vægum innviðum sam­fé­lags­ins, ekki síst erlendri fjár­fest­ingu. Þeirra á meðal eru inn­viðir í net- og fjar­skipta­kerfi, en ráðið telur að hætta geti skap­ast ef eig­endur geta haft áhrif á virkni þeirra.

Stýri­hópur á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins skil­aði einnig skýrslu í vor um heild­stæða lög­gjöf varð­andi jarð­ir, land og aðrar fast­eign­ir, en í henni var ítar­lega fjallað um rýni á fjár­fest­ingum í innvið­um. Sam­kvæmt henni er mik­il­vægt að tryggja að fjár­fest­ing á mik­il­vægum sviðum í sam­fé­lag­inu sam­ræm­ist þjóðar­ör­ygg­is­hags­mun­um.

Auglýsing

Þar er einnig minnst á að í nágranna­ríkjum Íslands hafi meg­in­stefið verið að stjórn­völd rýni í fjár­fest­ingar á mik­il­vægum innvið­um, þar á meðal fjar­skipta­innvið­um, sem gefa fjár­festum áhrifa­stöðu gagn­vart þeirri starf­semi.

Nova í eigu fjár­festa frá Alaska

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um áður hafa þrjú stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækin hér­lendis öll kynnt fyr­ir­ætl­anir sínar um sölu á svoköll­uðum „óvirk­um“ fjar­skipta­innviðum sínum til erlendra fjár­festa, sem þeir hyggj­ast svo ætla að leigja frá þeim.

Fyrr í vik­unni sam­þykkti Sam­keppn­is­eft­ir­litið fyr­ir­hug­aðan sam­runa eign­ar­halds­fé­lag­anna Nova Acquisition Hold­ing og Plat­ínum Nova. Með því verður Nova í eigu fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins PT Capi­tal Advis­ors, sem hefur höf­uð­stöðvar sínar í Alaska.

Með þessum eign­ar­hlut hafa PT Capi­tal Advis­ors því eign­ast helm­ings­hlut í Senda­fé­lag­inu ehf. sem er í eigu Nova og Sýnar og sér um fjar­skipta­inn­viði félag­anna beggja. Nova hefur einnig und­ir­ritað kaup­samn­ing um kaup banda­ríska fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Colony Capi­tal Inc. á öllu hlutafé í öðru dótt­ur­fé­lagi sínu, Nova Senda­stað­ir, sem sér um senda­staði, síma­möstur og símat­urna félags­ins. Kaupin eru nú til yfir­ferðar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

„Við viljum gjarnan selja“

Í ágúst í fyrra sagði Heiðar Guð­jóns­son for­stjóri Sýnar að verið væri að færa meiri rekstur og fjár­fest­ingar í Senda­fé­lag­ið. Einnig sagði hann að til stæði að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, þar sem alþjóð­legir aðilar hefðu mik­inn áhuga á fjár­fest­ingum í innviðum sím­fyr­ir­tækja.

Í lok mars til­kynnti fyr­ir­tækið svo að skrifað hefði verið undir samn­ing um sölu og end­ur­leigu á þessum innviðum og myndi hagn­að­ur­inn af henni nema 6,5 millj­örðum króna. Einnig var minnst á samn­ing­inn í síð­asta árs­hluta­upp­gjöri Sýnar sem kom út í vik­unni, en hann á eftir að fá sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Fjár­fest­arnir voru ekki nefnd­ir, en Við­skipta­blaðið hafði áður greint frá því að um væri að ræða sjóð í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­sjóðs­ins Digi­tal Colony.

Í við­tali við Frétta­blaðið í maí sagði Heiðar að Sýn gæti selt enn fleiri inn­viði fyrir millj­arða á þessu ári, og nefndi þar sér­stak­lega IPTV-­kerfið í kringum mynd­lyklana og lands­dekk­andi burð­ar­net. „Við viljum gjarnan selja og það eru kaup­endur sem vilja kaupa,“ bætti hann við.

Skoða breyt­ingar á eign­ar­haldi Mílu

Um svipað leyti og Sýn greindi frá aðskiln­aði inn­viða og þjón­ustu til­kynnti Sím­inn flutn­ing eigin far­síma­dreifi­kerfis og IP-­nets til Mílu, inn­viða­hluta félags­ins. Þessi flutn­ingur myndi skerpa á hlut­verki Sím­ans sem þjón­ustu­fyr­ir­tækis og Mílu sem inn­viða­fyr­ir­tæk­is, sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu. Félagið bætti einnig við að verið væri að skoða hvort aðskilja ætti fjár­mögnun Mílu frá fjár­mögnun Sím­ans.

Kjarn­inn greindi svo frá því í fyrra­haust að fjár­festar höfðu lagt fram óform­legar fyr­ir­spurnir til Sím­ans um mögu­leg kaup á Mílu. Hins vegar sagði fyr­ir­tækið að engar ákvarð­anir hefðu verið teknar um söl­una.

Í síð­asta árs­hluta­upp­gjöri Sím­ans kemur einnig fram að fjár­fest­ing­ar­bank­inn Laz­ard ásamt Íslands­banka hafi verið ráðnir til að ráð­leggja um stefnu­mark­mið og fram­tíð­ar­mögu­leika Mílu. Einnig kæmi til greina að skoða breyt­ingar á eign­ar­haldi Mílu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra og formaður Framsóknarflokksins á Kjarvalsstöðum í gær.
„Engin áform“ um að ríkið auki rekstrarframlög með tilkomu Borgarlínu
Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segist ekki sjá fyrir sér að ríkið auki framlög sín til rekstrar almenningssamgangna höfuðborgarsvæðisins, eins og sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og Strætó bs. hafa kallað eftir.
Kjarninn 29. nóvember 2021
Franskur fiskveiðibátur lokar á skipaumferð um Calais í Frakklandi.
Frakkar og Bretar berjast enn um fiskinn í Ermarsundi
Enn er ósætti á milli Frakklands og Bretlands vegna fiskveiða í breskri landhelgi eftir Brexit. Á föstudaginn reyndu franskir sjómenn reyndu að loka fyrir vöruflutninga á milli landanna tveggja til að krefjast úthlutunar fleiri fiskveiðileyfa.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Sunnlenskir sjálfstæðismenn kalla eftir skýringum frá Bjarna Benediktssyni.
Ósáttir sunnlenskir sjálfstæðismenn krefja Bjarna um skýringar
Sjálfstæðismenn á Suðurlandi eru með böggum hildar yfir því að Guðrún Hafsteinsdóttir oddviti flokksins í kjördæminu eigi ekki sæti við ríkisstjórnarborðið nú þegar. Tíu af tólf ráðherrum eru þingmenn kjördæma höfuðborgarsvæðisins.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Bresk myndlistarkona málaði eitt hundrað málverk af eldgosinu í Fagradalsfjalli
Eldgosið í Fagradalsfjalli sem hófst í vor hefur vakið allskonar væringar hjá fólki. Amy Alice Riches ákvað að mála eitt málverk á dag af því í 100 daga. Hún safnar nú fyrir útgáfu bókar með verkunum.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Allt sem þú þarft að vita um nýjan stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar
Stefnt er að því að lækka skatta, selja banka og láta fjármagnseigendur greiða útsvar. Auðvelda á fyrirtækjum að virkja vind og endurskoða lög um rammaáætlun.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra við kynningu stjórnarsáttmálans á Kjarvalsstöðum í dag.
Talað um að lækka mögulega skatta en engu lofað
Engar almennar skattkerfisbreytingar eru útfærðar í nýjum stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar. Forsætisráðherra segir að horft verði til þess að lækka skatta á þá tekjulægstu eða til að bæta samkeppnisstöðu fyrirtækja ef svigrúm gefist.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Álfheiður Eymarsdóttir
Kosningaframkvæmd fjórflokksins
Kjarninn 28. nóvember 2021
Ríkisstjórnin stokkast upp í dag, eftir rúmlega tveggja mánaða viðræður þriggja flokka um áframhaldandi samstarf.
Þessi verða ráðherrar
Willum Þór Þórsson og Jón Gunnarsson verða ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem kynnt er í dag. Guðrún Hafsteinsdóttir er sögð koma inn sem ráðherra dómsmála síðar á kjörtímabilinu.
Kjarninn 28. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent