Hefur fundað um sölu á fjarskiptainnviðum

Þjóðaröryggisráð hefur fundað vegna áætlana Sýnar, Nova og Símans um að selja eigin fjarskiptainnviði. Samkvæmt ráðinu er full ástæða til að fylgjast með þessari þróun og greina áhættuþætti tengdum henni.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður þjóðaröryggisráðs
Auglýsing

Full ástæða er til þess að fylgj­ast með fyr­ir­hug­aðri sölu þriggja stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækj­anna á eigin innvið­um, að mati þjóðar­ör­ygg­is­ráðs. Ráðið hefur fundað um málið og telur einnig ástæðu til að greina áhættu­þætti sem tengj­ast því. Þetta kemur fram í svari upp­lýs­inga­full­trúa rík­is­stjórn­ar­innar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Mik­il­vægt að rýna í inn­viða­sölu

Ráðið hefur áður tjáð sig um álita­mál tengd sölu á innvið­um, en sam­kvæmt nýlegri skýrslu þess lítur það svo á að það sé nauð­syn­legt út frá þjóðar­ör­ygg­is­sjón­ar­miði og alls­herj­ar­reglu að rýna í fjár­fest­ingu í mik­il­vægum innviðum sam­fé­lags­ins, ekki síst erlendri fjár­fest­ingu. Þeirra á meðal eru inn­viðir í net- og fjar­skipta­kerfi, en ráðið telur að hætta geti skap­ast ef eig­endur geta haft áhrif á virkni þeirra.

Stýri­hópur á vegum for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins skil­aði einnig skýrslu í vor um heild­stæða lög­gjöf varð­andi jarð­ir, land og aðrar fast­eign­ir, en í henni var ítar­lega fjallað um rýni á fjár­fest­ingum í innvið­um. Sam­kvæmt henni er mik­il­vægt að tryggja að fjár­fest­ing á mik­il­vægum sviðum í sam­fé­lag­inu sam­ræm­ist þjóðar­ör­ygg­is­hags­mun­um.

Auglýsing

Þar er einnig minnst á að í nágranna­ríkjum Íslands hafi meg­in­stefið verið að stjórn­völd rýni í fjár­fest­ingar á mik­il­vægum innvið­um, þar á meðal fjar­skipta­innvið­um, sem gefa fjár­festum áhrifa­stöðu gagn­vart þeirri starf­semi.

Nova í eigu fjár­festa frá Alaska

Líkt og Kjarn­inn hefur fjallað um áður hafa þrjú stærstu fjar­skipta­fyr­ir­tækin hér­lendis öll kynnt fyr­ir­ætl­anir sínar um sölu á svoköll­uðum „óvirk­um“ fjar­skipta­innviðum sínum til erlendra fjár­festa, sem þeir hyggj­ast svo ætla að leigja frá þeim.

Fyrr í vik­unni sam­þykkti Sam­keppn­is­eft­ir­litið fyr­ir­hug­aðan sam­runa eign­ar­halds­fé­lag­anna Nova Acquisition Hold­ing og Plat­ínum Nova. Með því verður Nova í eigu fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins PT Capi­tal Advis­ors, sem hefur höf­uð­stöðvar sínar í Alaska.

Með þessum eign­ar­hlut hafa PT Capi­tal Advis­ors því eign­ast helm­ings­hlut í Senda­fé­lag­inu ehf. sem er í eigu Nova og Sýnar og sér um fjar­skipta­inn­viði félag­anna beggja. Nova hefur einnig und­ir­ritað kaup­samn­ing um kaup banda­ríska fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins Colony Capi­tal Inc. á öllu hlutafé í öðru dótt­ur­fé­lagi sínu, Nova Senda­stað­ir, sem sér um senda­staði, síma­möstur og símat­urna félags­ins. Kaupin eru nú til yfir­ferðar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

„Við viljum gjarnan selja“

Í ágúst í fyrra sagði Heiðar Guð­jóns­son for­stjóri Sýnar að verið væri að færa meiri rekstur og fjár­fest­ingar í Senda­fé­lag­ið. Einnig sagði hann að til stæði að bjóða hluta far­síma­kerf­is­ins til sölu, þar sem alþjóð­legir aðilar hefðu mik­inn áhuga á fjár­fest­ingum í innviðum sím­fyr­ir­tækja.

Í lok mars til­kynnti fyr­ir­tækið svo að skrifað hefði verið undir samn­ing um sölu og end­ur­leigu á þessum innviðum og myndi hagn­að­ur­inn af henni nema 6,5 millj­örðum króna. Einnig var minnst á samn­ing­inn í síð­asta árs­hluta­upp­gjöri Sýnar sem kom út í vik­unni, en hann á eftir að fá sam­þykki Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Fjár­fest­arnir voru ekki nefnd­ir, en Við­skipta­blaðið hafði áður greint frá því að um væri að ræða sjóð í stýr­ingu banda­ríska fram­taks­sjóðs­ins Digi­tal Colony.

Í við­tali við Frétta­blaðið í maí sagði Heiðar að Sýn gæti selt enn fleiri inn­viði fyrir millj­arða á þessu ári, og nefndi þar sér­stak­lega IPTV-­kerfið í kringum mynd­lyklana og lands­dekk­andi burð­ar­net. „Við viljum gjarnan selja og það eru kaup­endur sem vilja kaupa,“ bætti hann við.

Skoða breyt­ingar á eign­ar­haldi Mílu

Um svipað leyti og Sýn greindi frá aðskiln­aði inn­viða og þjón­ustu til­kynnti Sím­inn flutn­ing eigin far­síma­dreifi­kerfis og IP-­nets til Mílu, inn­viða­hluta félags­ins. Þessi flutn­ingur myndi skerpa á hlut­verki Sím­ans sem þjón­ustu­fyr­ir­tækis og Mílu sem inn­viða­fyr­ir­tæk­is, sam­kvæmt fjár­festa­kynn­ingu. Félagið bætti einnig við að verið væri að skoða hvort aðskilja ætti fjár­mögnun Mílu frá fjár­mögnun Sím­ans.

Kjarn­inn greindi svo frá því í fyrra­haust að fjár­festar höfðu lagt fram óform­legar fyr­ir­spurnir til Sím­ans um mögu­leg kaup á Mílu. Hins vegar sagði fyr­ir­tækið að engar ákvarð­anir hefðu verið teknar um söl­una.

Í síð­asta árs­hluta­upp­gjöri Sím­ans kemur einnig fram að fjár­fest­ing­ar­bank­inn Laz­ard ásamt Íslands­banka hafi verið ráðnir til að ráð­leggja um stefnu­mark­mið og fram­tíð­ar­mögu­leika Mílu. Einnig kæmi til greina að skoða breyt­ingar á eign­ar­haldi Mílu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent