Áfram fleiri sem keyra oftast til vinnu en helst myndu kjósa

Hlutfall þeirra sem keyrðu oftast í vinnuna í júnímánuði jókst á þessu ári miðað við síðasta ár, samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun frá Maskínu. Borgarfulltrúar túlkuðu niðurstöðurnar hver með sínu nefi á fundi skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag.

Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu sögðust keyra til vinnu í júní 2021 en þegar spurt var að því sama í júní árið 2020.
Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu sögðust keyra til vinnu í júní 2021 en þegar spurt var að því sama í júní árið 2020.
Auglýsing

Sam­kvæmt nýrri könnun um ferða­venjur meðal fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru sem fyrr lang­flestir sem ferð­ast oft­ast með einka­bíl til og frá vinnu, en stór hluti þeirra sem oft­ast aka væri þó eftir sem áður frekar til í að ferða til vinnu með ein­hverjum öðrum hætti, sér í lagi fót­gang­andi eða hjólandi.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar leiða í ljós að 74,7 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fara oft­ast á einka­bíl í vinn­una, fjórum pró­sentum til við­bótar er oft­ast skutlað í vinn­una, 6,6 pró­sent fara á hjóli, 8,2 pró­sent ganga og fjögur pró­sent segj­ast oft­ast fara með strætó.

Hlut­fall þeirra sem sögð­ust oft­ast aka í vinn­una stígur á milli á ára, en í júní í fyrra mæld­ist það 63,3 pró­sent sem var umtals­verð lækkun frá því í ágúst 2019, þegar 71,6 pró­sent svar­enda sögð­ust oft­ast keyra á sínum einka­bíl til vinnu.

Hlut­fall þeirra sem sögð­ust helst vilja keyra í vinn­una nam svo 46,3 pró­sent­um, sem er einnig aukn­ing frá fyrra ári og raunar tölu­verð, en í könnun sem gerð var í júní í fyrra nam hlut­fallið ein­ungis 35,3 pró­sent­um. 18 pró­sent segj­ast nú helst vilja ganga til vinnu, 17,8 pró­sent segj­ast helst vilja hjóla, 8,8 pró­sent segj­ast helst vilja taka strætó og 3,1 pró­sent segj­ast helst vilja fara á raf­hlaupa­hjóli.

Meiri­hlut­inn segir borg­ina þurfa að hlusta á bíl­stjóra sem kjósi aðra ferða­máta

Skoð­ana­könn­un­in, sem fram­kvæmd var af Mask­ínu í júní­mán­uði var kynnt á fundi í skipu­lags- og sam­göngu­ráði borg­ar­innar í gær og óhætt er að segja að nið­ur­stöð­urnar hafi verið túlk­aðar á ýmsan máta, sam­kvæmt bók­unum kjör­inna full­trúa á fund­in­um.

Niðurstöður könnunar Maskínu. Lesa má út úr þessu að 88,2 prósent fari að minnsta kosti stundum keyrandi til vinnu, 27,7 prósent hjóli stundum, 25,1 prósent gangi stundum og 21,1 prósent taki stundum strætó.

Full­trúar Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata, sem mynda meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar, sögðu að líkt og und­an­farin ár væru „miklu fleiri sem ferð­ast með bíl heldur en þau sem vilja helst ferð­ast með bíl“ og bentu á að ríf­lega helm­ingur aðspurðra myndi velja það sem fyrsta kost að ferð­ast með öðrum hætti en bíl til og frá vinnu.

„Heil 40% þeirra sem fara oft­ast til vinnu með bíl myndu helst vilja nýta annan far­ar­máta. Það eru mik­il­væg skila­boð sem borgin þarf að hlusta á,“ sögðu full­trúar meiri­hlut­ans, þau Pawel Bar­toszek, Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, Hjálmar Sveins­son og Sara Björg Sig­urð­ar­dótt­ir.

Auglýsing

Fram­setn­ing nið­ur­staðn­anna frá Mask­ínu og túlkun meiri­hlut­ans á þeim féll sumum borg­ar­full­trúum þó ekki vel að skapi, en í plagg­inu sem kynnt var á fund­inum voru nið­ur­stöð­urnar settar fram með þeim hætti að úr þeim mátti lesa fyrsta, annað og þriðja val þátt­tak­enda í könn­unn­inni hvað varðar ferða­máta, sem ætla má að sé hugsað til þess að end­ur­spegla það að margir fari t.d. stundum á hjóli til og frá vinnu þrátt fyrir að fara ef til vill oft­ast á bíl.

Vig­dís, útúr­snún­ingar og vit­leys­is­gangur

Vig­dís Hauks­dóttir borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins og áheyrn­ar­full­trúi í ráð­inu lét gagn­bóka að meiri­hlut­inn væri með „út­úr­snún­inga og vit­leys­is­gang“ og lagði áherslu á að tæp 80 pró­sent Reyk­vík­inga not­uðu „fjöl­skyldu­bíl­inn“ til að kom­ast til og frá vinnu.

„Að pína fólk í könnun til að svara því í öðru og þriðja lagi hvernig það vilji ferð­ast ef fjöl­skyldu­bíll­inn væri ekki til staðar skekkja stað­reyndir í kollum meiri­hlut­ans og nota þau þær afleiddu upp­lýs­ingar til að draga úr vægi fjöl­skyldu­bíls­ins,“ bók­aði borg­ar­full­trú­inn og sagði svo í annarri bókun að fólk ein­fald­lega verði að „sinna dag­legu lífi á bíl­u­m“.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks í ráð­inu sögðu það vekja athygli að hlut­deild einka­bíls­ins færi vax­andi á milli ára og vöktu athygli á því að hlut­fall ferða með strætó hefði ekki verið lægra í fjögur ár, sam­kvæmt mæl­ingu Mask­ínu, á meðan að hlut­fall hjól­reiða væri hátt og raf­magns­hlaupa­hjól væru að koma sterk inn, en spurt var um þau sér­stak­lega í fyrsta sinn í þess­ari könnun Mask­ínu.

„Bættir sam­göngu­inn­viðir auka frelsi fólks til að velja sér far­ar­máta og er mik­il­vægt að farið verði í víð­tækar úrbætur í sam­göngum fyrir alla í Reykja­vík,“ sagði í bókun full­trúa flokks­ins, sem eru þau Eyþór Arn­alds, Marta Guð­jóns­dóttir og Katrín Atla­dótt­ir.

Kol­brún Bald­urs­dóttir áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins í ráð­inu bók­aði svo að könn­unin sýndi að fleiri en 80 pró­sent Íslend­inga ferð­uð­ust á bíl í vinn­u.. „Hjól sem sam­göngu­tæki eru greini­lega ekki eins vin­sæl og halda mætt­i,“ bók­aði Kol­brún, sem segir ekki að sjá að „ferða­breyt­ingar séu í aðsig­i“.

Könn­unin sem um ræðir var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks sem dreg­inn er með til­viljun úr Þjóð­skrá. Könn­unin fór fram á net­inu dag­ana 3. til 30. júní 2021 og voru svar­endur 1.571 tals­ins úr röðum vinn­andi fólks af öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent