Áfram fleiri sem keyra oftast til vinnu en helst myndu kjósa

Hlutfall þeirra sem keyrðu oftast í vinnuna í júnímánuði jókst á þessu ári miðað við síðasta ár, samkvæmt nýrri ferðavenjukönnun frá Maskínu. Borgarfulltrúar túlkuðu niðurstöðurnar hver með sínu nefi á fundi skipulags- og samgönguráðs á miðvikudag.

Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu sögðust keyra til vinnu í júní 2021 en þegar spurt var að því sama í júní árið 2020.
Fleiri íbúar á höfuðborgarsvæðinu sögðust keyra til vinnu í júní 2021 en þegar spurt var að því sama í júní árið 2020.
Auglýsing

Sam­kvæmt nýrri könnun um ferða­venjur meðal fólks á höf­uð­borg­ar­svæð­inu eru sem fyrr lang­flestir sem ferð­ast oft­ast með einka­bíl til og frá vinnu, en stór hluti þeirra sem oft­ast aka væri þó eftir sem áður frekar til í að ferða til vinnu með ein­hverjum öðrum hætti, sér í lagi fót­gang­andi eða hjólandi.

Nið­ur­stöður könn­un­ar­innar leiða í ljós að 74,7 pró­sent íbúa á höf­uð­borg­ar­svæð­inu fara oft­ast á einka­bíl í vinn­una, fjórum pró­sentum til við­bótar er oft­ast skutlað í vinn­una, 6,6 pró­sent fara á hjóli, 8,2 pró­sent ganga og fjögur pró­sent segj­ast oft­ast fara með strætó.

Hlut­fall þeirra sem sögð­ust oft­ast aka í vinn­una stígur á milli á ára, en í júní í fyrra mæld­ist það 63,3 pró­sent sem var umtals­verð lækkun frá því í ágúst 2019, þegar 71,6 pró­sent svar­enda sögð­ust oft­ast keyra á sínum einka­bíl til vinnu.

Hlut­fall þeirra sem sögð­ust helst vilja keyra í vinn­una nam svo 46,3 pró­sent­um, sem er einnig aukn­ing frá fyrra ári og raunar tölu­verð, en í könnun sem gerð var í júní í fyrra nam hlut­fallið ein­ungis 35,3 pró­sent­um. 18 pró­sent segj­ast nú helst vilja ganga til vinnu, 17,8 pró­sent segj­ast helst vilja hjóla, 8,8 pró­sent segj­ast helst vilja taka strætó og 3,1 pró­sent segj­ast helst vilja fara á raf­hlaupa­hjóli.

Meiri­hlut­inn segir borg­ina þurfa að hlusta á bíl­stjóra sem kjósi aðra ferða­máta

Skoð­ana­könn­un­in, sem fram­kvæmd var af Mask­ínu í júní­mán­uði var kynnt á fundi í skipu­lags- og sam­göngu­ráði borg­ar­innar í gær og óhætt er að segja að nið­ur­stöð­urnar hafi verið túlk­aðar á ýmsan máta, sam­kvæmt bók­unum kjör­inna full­trúa á fund­in­um.

Niðurstöður könnunar Maskínu. Lesa má út úr þessu að 88,2 prósent fari að minnsta kosti stundum keyrandi til vinnu, 27,7 prósent hjóli stundum, 25,1 prósent gangi stundum og 21,1 prósent taki stundum strætó.

Full­trúar Við­reisn­ar, Sam­fylk­ingar og Pírata, sem mynda meiri­hluta borg­ar­stjórn­ar, sögðu að líkt og und­an­farin ár væru „miklu fleiri sem ferð­ast með bíl heldur en þau sem vilja helst ferð­ast með bíl“ og bentu á að ríf­lega helm­ingur aðspurðra myndi velja það sem fyrsta kost að ferð­ast með öðrum hætti en bíl til og frá vinnu.

„Heil 40% þeirra sem fara oft­ast til vinnu með bíl myndu helst vilja nýta annan far­ar­máta. Það eru mik­il­væg skila­boð sem borgin þarf að hlusta á,“ sögðu full­trúar meiri­hlut­ans, þau Pawel Bar­toszek, Dóra Björt Guð­jóns­dótt­ir, Hjálmar Sveins­son og Sara Björg Sig­urð­ar­dótt­ir.

Auglýsing

Fram­setn­ing nið­ur­staðn­anna frá Mask­ínu og túlkun meiri­hlut­ans á þeim féll sumum borg­ar­full­trúum þó ekki vel að skapi, en í plagg­inu sem kynnt var á fund­inum voru nið­ur­stöð­urnar settar fram með þeim hætti að úr þeim mátti lesa fyrsta, annað og þriðja val þátt­tak­enda í könn­unn­inni hvað varðar ferða­máta, sem ætla má að sé hugsað til þess að end­ur­spegla það að margir fari t.d. stundum á hjóli til og frá vinnu þrátt fyrir að fara ef til vill oft­ast á bíl.

Vig­dís, útúr­snún­ingar og vit­leys­is­gangur

Vig­dís Hauks­dóttir borg­ar­full­trúi Mið­flokks­ins og áheyrn­ar­full­trúi í ráð­inu lét gagn­bóka að meiri­hlut­inn væri með „út­úr­snún­inga og vit­leys­is­gang“ og lagði áherslu á að tæp 80 pró­sent Reyk­vík­inga not­uðu „fjöl­skyldu­bíl­inn“ til að kom­ast til og frá vinnu.

„Að pína fólk í könnun til að svara því í öðru og þriðja lagi hvernig það vilji ferð­ast ef fjöl­skyldu­bíll­inn væri ekki til staðar skekkja stað­reyndir í kollum meiri­hlut­ans og nota þau þær afleiddu upp­lýs­ingar til að draga úr vægi fjöl­skyldu­bíls­ins,“ bók­aði borg­ar­full­trú­inn og sagði svo í annarri bókun að fólk ein­fald­lega verði að „sinna dag­legu lífi á bíl­u­m“.

Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins. Mynd: Birgir Þór Harðarson

Full­trúar Sjálf­stæð­is­flokks í ráð­inu sögðu það vekja athygli að hlut­deild einka­bíls­ins færi vax­andi á milli ára og vöktu athygli á því að hlut­fall ferða með strætó hefði ekki verið lægra í fjögur ár, sam­kvæmt mæl­ingu Mask­ínu, á meðan að hlut­fall hjól­reiða væri hátt og raf­magns­hlaupa­hjól væru að koma sterk inn, en spurt var um þau sér­stak­lega í fyrsta sinn í þess­ari könnun Mask­ínu.

„Bættir sam­göngu­inn­viðir auka frelsi fólks til að velja sér far­ar­máta og er mik­il­vægt að farið verði í víð­tækar úrbætur í sam­göngum fyrir alla í Reykja­vík,“ sagði í bókun full­trúa flokks­ins, sem eru þau Eyþór Arn­alds, Marta Guð­jóns­dóttir og Katrín Atla­dótt­ir.

Kol­brún Bald­urs­dóttir áheyrn­ar­full­trúi Flokks fólks­ins í ráð­inu bók­aði svo að könn­unin sýndi að fleiri en 80 pró­sent Íslend­inga ferð­uð­ust á bíl í vinn­u.. „Hjól sem sam­göngu­tæki eru greini­lega ekki eins vin­sæl og halda mætt­i,“ bók­aði Kol­brún, sem segir ekki að sjá að „ferða­breyt­ingar séu í aðsig­i“.

Könn­unin sem um ræðir var lögð fyrir Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks sem dreg­inn er með til­viljun úr Þjóð­skrá. Könn­unin fór fram á net­inu dag­ana 3. til 30. júní 2021 og voru svar­endur 1.571 tals­ins úr röðum vinn­andi fólks af öllu höf­uð­borg­ar­svæð­inu og á aldr­inum 18 ára og eldri.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Milljónir barna búa við hrikalegar aðstæður á átakasvæðum.
Pyntuð. Nauðgað. Drepin.
Börn á átakasvæðum eru ekki óhult á leiðinni í skólann. Ekki heldur á leiðinni á heilsugæslustöðina. Eða inni á heimilum sínum. Ofbeldi er kerfisbundið beitt gegn þeim. Þau eru látin bera sprengjur, þvinguð í hjónabönd. Svipt öryggi og vernd.
Kjarninn 28. júní 2022
Sigrún Huld Þorgrímsdóttir
Það er líf eftir greiningu
Kjarninn 28. júní 2022
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent