Nova í eigu fjárfesta frá Alaska

Fjárfestingafélagið PT Capital Advisors, sem hefur höfuðstöðvar sínar í Anchorage í Alaska og eiga stóran hlut í Keahótelum, hefur keypt út hlut Björgólfs Thors Björgólfssonar í fjarskiptafélaginu Nova og á því 94,5 prósent í félaginu núna.

Anchorage, höfuðborg Alaska í Bandaríkjunum
Anchorage, höfuðborg Alaska í Bandaríkjunum
Auglýsing

Sam­keppn­is­eft­ir­litið hefur nú sam­þykkt fyr­ir­hug­aðan sam­runa eign­ar­halds­fé­lag­anna Nova Acquisition Hold­ing og Plat­ínum Nova. Með því verður fjar­skipta­fé­lagið Nova í eigu fjár­fest­ing­ar­fé­lags­ins PT Capi­tal Advis­ors.

Líkt og kemur fram í til­kynn­ingu Sam­keppn­is­ef­ir­lits­ins þýðir sam­run­inn einnig að Nova muni vera undir sömu yfir­ráðum og hót­el­rek­and­inn Kea­hót­el, þar sem banda­rísku fjár­fest­arnir keyptu í hót­el­keðj­unni fyrir fjórum árum síð­an.

Björgólfur kveður Nova

Með sam­ein­ingu eign­ar­halds­fé­lag­anna hefur Björgólfur Thor Björg­ólfs­son, stofn­andi Nova, að fullu selt sig úr félag­inu, en hann átti fyrir helm­ings­hlut í því í gegnum fjár­fest­ing­ar­fé­lagið Novator.

Auglýsing

Björgólfur hafði áður selt helm­ings­hlut af félag­inu til PT Capi­tal Advis­ors árið 2016, en þau við­skipti voru útnefnd við­skipti árs­ins það ár af Frétta­blað­inu, Stöð 2 og Vísi. Sölu­verðið fyrir þann eign­ar­hlut nam 16 millj­örðum króna.

Ekki kom fram í til­kynn­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins hvert kaup­verðið á hlut Novators í Nova var, en sam­kvæmt síð­asta árs­reikn­ingi Nova nam eigið fé félags­ins 4,8 millj­örðum króna. Félagið hagn­að­ist svo um rúman millj­arð á síð­asta ári og hyggst selja óvirku fjar­skipta­inn­við­ina sína á þessu ári, en sú sala er til skoð­unar hjá Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu.

Fjár­fest­ingar á Íslandi, Finn­landi og Alaska

Líkt og Kjarn­inn fjall­aði um fyrir fjórum árum síðan fjár­festu PT Capi­tal Advis­ors stóran hlut í Kea­hót­el­um, ásamt öðrum banda­rískum fjár­fest­um, árið 2017. Líkt og sést á mynd hér að neðan er eign­ar­haldið í Nova og Kea­hót­elum þó ekki beint, heldur er það bundið sjóðum og eign­ar­halds­fé­lögum bæði inn­an­lands og erlend­is.

Eign­ar­hald PC Capi­tal Advis­ors í Nova og Kea­hót­el­um. Með sam­run­anum sem var sam­þykktur af Sam­keppn­is­eft­ir­lit­inu mun eign­ar­halds­fé­lag í eigu PT Capi­tal Advis­ors eign­ast 50 pró­senta hlut Björg­ólfs Thors í félag­inu Plat­ínum Nova hf.

Sam­kvæmt heima­síðu PT Capi­tal sér­hæfir félagið sig í fjár­fest­ingar á mörk­uðum sem hafa verið hlunn­farnir af hluta­fjárinn­spýt­ingu erlendra fjár­festa. Allar fjár­fest­ingar þess eru stað­settar á Norð­ur­slóð­um, en til við­bótar við Nova og Kea­hótel á PT Capi­tal Advis­ors í finnskri hót­el­keðju og banda­rískum ferða­þjón­ustu­fyr­ir­tækj­um, auk ýmissa iðn­að­ar­fyr­ir­tækja frá Alaska.

Í yfir­lýs­ingu Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins sagð­ist stofn­unin ekki sjá for­sendur til að aðhaf­ast vegna sam­run­ans, þar sem Kea­hótel og Nova starfa á ólíkum mörk­uðum talið var að starf­semi félag­anna skar­ast ekki.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harmsaga fílsins Happy
Hún er ekki persóna sem á rétt á frelsi segja dómstólar þrátt fyrir að henni hafi verið rænt frá fjölskyldu sinni, hún fönguð, bundin og barin. Misst einu vini sína í prísundinni og aldrei eignast afkvæmi.
Kjarninn 26. júní 2022
Fólk lagði blóm og kerti á götu í Stokkhólmi til minningar um sænska rapparann Einar sem var skotinn til bana í október í fyrra.
Sænskir ráðherrar í læri hjá Dönum
Á meðan morðum sem framin eru með skotvopnum fækkar í mörgum Evrópulöndum fjölgar þeim í Svíþjóð. Í Danmörku fækkar slíkum morðum og nú vilja Svíar læra af Dönum hvernig hægt sé að draga úr glæpum af þessu tagi.
Kjarninn 26. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent