Innviðaráðherra staðfestir ekki aðalskipulagsbreytingar vegna vindorkuvera

Ráðherra hefur hafnað aðalskipulagsbreytingum vegna þriggja vindorkuvera í Reykhólahreppi og Dalabyggð. Skipulagsstofnun hafði ítrekað bent sveitarfélögunum á atriði sem þyrfti að bæta úr.

Vindorkuver Mynd: Wikipedia
Auglýsing

Þrjú vind­orku­ver í Reyk­hóla­hreppi og Dala­byggð verða ekki færð inn á aðal­skipu­lag þar sem inn­við­a­ráð­herra hefur ákveðiðað synja stað­fest­ingu skipu­lags­breyt­inga þar um.

Sveit­ar­stjórnir Reyk­hóla­hrepps og Dala­byggðar sam­þykktu á síð­asta ári breyt­ingar á aðal­skipu­lagi vegna vind­orku­vera; í landi Garps­dals, Hróð­nýj­ar­staða og Sól­heima. Um er að ræða stefnu um iðn­að­ar­svæði þarf sem áformað er að reisa vind­myllur til raf­orku­fram­leiðslu með allt að 89 MW upp­settu afli í landi Garps­dals, 130 MW í landi Hróð­nýj­ar­staða og 150 MW í landi Sól­heima. Skipu­lags­stofnun hafði við vinnslu og afgreiðslu skipu­lags­til­lagn­anna ítrekað bent sveit­ar­fé­lög­unum á til­tekin atriði sem bæta þyrfti úr, til að unnt væri að stað­festa aðal­skipu­lags­breyt­ing­arn­ar, sem sveit­ar­fé­lögin féllust ekki á.

Í vís­aði Skipu­lags­stofnun afgreiðslu aðal­skipu­lags­breyt­ing­anna til inn­við­a­ráð­herra til ákvörð­unar um stað­fest­ingu, en stofn­unin taldi að synja bæri stað­fest­ingu aðal­skipu­lags­breyt­ing­anna þar sem efni og fram­setn­ing þeirra sam­ræmd­ist ekki lögum um ramma­á­ætlun (vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætl­un).

Auglýsing

Í grein­ar­gerð Skipu­lags­stofn­unar til ráð­herra kom fram að áformuð vind­orku­ver falla undir lög um ramma­á­ætlun og að hún væri bind­andi við gerð skipu­lags­á­ætl­ana. Stofn­unin benti á að í lög­unum kemur fram að virkj­un­ar­kostir sem ramma­á­ætlun tekur til og hefur ekki verið tekin afstaða til í gild­andi ramma­á­ætlun skulu lúta sömu reglum og virkj­un­ar­kostir í bið­flokki áætl­un­ar­inn­ar. Umræddir virkj­ana­kostir eru ekki í gild­andi ramma­á­ætl­un.

Í til­kynn­ingu á vef Skipu­lags­stofn­unar segir að ráð­herra hafi tekið ákvörðun um málið í byrjun apríl og að í ákvörðun hans sé tekið undir það með Skipu­lags­stofnun að skil­grein­ing iðn­að­ar­svæðis án tak­mark­ana sam­ræm­ist ekki lög­um. Einnig að for­senda þess að unnt sé að stað­festa aðal­skipu­lags­breyt­ing­arnar sé að fyr­ir­huguð iðn­að­ar­svæði séu skil­greind sem var­úð­ar­svæði í aðal­skipu­lagi. Ákvörðun ráð­herra, var því að synja stað­fest­ingu á umræddum breyt­ingum á aðal­skipu­lagi Reyk­hóla­hrepps og Dala­byggð­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent