Brask og brall

Oddný G. Harðardóttir skrifar um bankasöluna og segir augljóst að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki haldið sér innan umgjarðarinnar sem lögbundin var og að á því þurfi hann að axla ábyrgð.

Auglýsing

Næstum allir á Íslandi eru óánægðir með söl­una á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka. Könnun Frétta­blaðs­ins sýndi að 83% lands­manna segj­ast vera óánægðir með hvernig tek­ist hefur til.

Lögin um sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í bönk­unum sem sam­þykkt voru í des­em­ber 2012 áttu að skapa trausta umgjörð ef ætti að selja hlut­ina. Leið­ar­stef lag­anna eru gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni. Draga átti dýran lær­dóm af banka­hrun­inu.

Salan í höndum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herr­ans hefur hins vegar orðið til þess að almenn óánægja ríkir og traust til ráð­herr­ans og rík­is­stjórn­ar­innar hefur beðið hnekki. Ásak­anir um spill­ingu og van­rækslu eru háværar og um að lögin um söl­una hafi verið brot­in.

Auglýsing

Hæfir fjár­festar og hinir

Aðferðin sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sam­þykkti að nota var lokað útboð ætlað hæfum fjár­fest­um, fag­fjár­fest­um. Á Íslandi er ekki til neinn opin­ber listi yfir fag­fjár­festa líkt og víða erlendis (institutional investors). Hér þarf hver miðl­ari að flokka við­skipta­vini sem almenna fjár­festa eða fag­fjár­festa eftir for­skrift í lög­um. Ein­stak­lingar sem skil­greina ætti sem almenna fjár­festa fengu að taka þátt í lok­aða útboð­inu líkt og þeir sem skil­greindir eru sem fag­fjár­fest­ar. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur nú kallað eftir upp­lýs­ingum um þessa flokkun á þeim sem tóku þátt í útboð­inu og það er vel.

Nið­ur­staðan virð­ist vera sú að miðl­ar­arnir gátu bætt í hóp þeirra sem fengu að kaupa á afslætti fram á síð­ustu stundu. Við höfum séð list­ann yfir þá sem keyptu. Þar eru margir smáir fjár­festar sem fengu afslátt á þeim for­sendum að þeir væru eft­ir­sóttir eig­endur bank­ans. Spurn­ingin um hvort þetta hafi verið ein­hvers konar brask og brall eða allt gert í sam­ráði við banka­sýsl­una og ráð­herra er áleitin og við verðum að fá svör við henni.

Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna sem og stjórn­ar­and­stöðu hafa lýst von­brigðum sínum með nið­ur­stöð­una. For­maður fjár­laga­nefndar sagði í ræðu á Alþingi að hún hefði staðið í þeirri trú að um lang­tíma­fjár­festa væri að ræða og því hafi nið­ur­staðan komið á óvart.

En Banka­sýslan segir að hvert skref í sölu­ferl­inu hafi verið tekið í nánu sam­starfi við stjórn­völd sem hafi verið ítar­lega upp­lýst um öll skref sem stigin voru. Enda gera lögin um söl­una ráð fyrir því.

Fara á að lögum

Í fyrstu grein lag­anna um banka­sölu er til­greint hvað ráð­herra er heim­ilt að selja af eign­ar­hlutum í bönk­un­um. Þegar lögin voru sam­þykkt í des­em­ber 2012 áttum við 5% í Íslands­banka, 13% í Arion banka og 81% í Lands­banka. Sam­kvæmt lög­unum á að halda eftir í eigu rík­is­ins 70% af Lands­banka. Það var svo á árinu 2015 sem ríkið sat með nán­ast allt banka­kerfið í fang­inu og umræða hófst um sölu á stærri hlut­um. En lögin um söl­una eru þau sömu og enn í fullu gildi.

Önnur grein lag­anna fjallar um ákvörðun um sölu­með­ferð. Banka­sýslan gerir til­lögu um sölu­með­ferð­ina og þegar ráð­herra hefur fall­ist á til­lög­una leggur hann grein­ar­gerð um hana fyrir fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is. Ráð­herra leitar einnig umsagnar Seðla­bank­ans m.a. um gjald­eyr­is­forða og laust fé í umferð. Í grein­ar­gerð ráð­herr­ans eiga að koma fram upp­lýs­ingar um helstu mark­mið með sölu eign­ar­hlut­ar­ins, hvaða sölu­að­ferð verði beitt og hvernig sölu­með­ferð verði hátt­að. Þegar umsagnir hafa borist ráð­herra tekur hann ákvörðun um hvort sölu­með­ferð verði hafin í sam­ræmi við efni grein­ar­gerð­ar­innar eða hvort hann geri breyt­ingar á fyr­ir­hug­aðri sölu­með­ferð eftir að hafa tekið til­lit til umsagna. Ljóst er af lestri grein­ar­innar að ráð­herra hefur heim­ildir til að gera breyt­ingar á til­lögum Banka­sýsl­unn­ar, honum er því ætlað að hafa virkt hlut­verk í ákvarð­ana­töku um sölu­með­ferð­ina.

Fjallað er um meg­in­reglur við sölu­með­ferð í þriðju grein lag­anna. Áherslan er á opið sölu­ferli, gagn­sæi, hlut­lægni og hag­kvæmni. Skil­yrðin sem sett eru eiga að vera sann­gjörn og til­boðs­gjafar eiga að njóta jafn­ræð­is. Þá skal við söl­una kapp­kosta að efla virka og eðli­lega sam­keppni á fjár­mála­mark­aði.

Í frum­varp­inu um söl­una segir um 3. gr.: „Mik­il­vægt er að jafn­ræðis sé gætt milli þeirra sem koma til greina sem mögu­legir kaup­endur að eign­ar­hlut svo að allir lík­legir kaup­endur hafi jafna mögu­leika á því að gera til­boð. Jafn­ræði verður best tryggt með því að skil­yrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós.“

Um sölu­með­ferð­ina er fjallað í fjórðu grein lag­anna. Þar er farið yfir hvað Banka­sýsl­unni er ætlað að gera, þ.e. und­ir­búa söl­una, leita til­boða, meta til­boð, hafa umsjón með samn­inga­við­ræðum við utan­að­kom­andi ráð­gjafa og vænt­an­lega kaup­endur og ann­ast samn­inga­gerð. Seinni máls­grein grein­ar­innar er svona: „Þegar til­boð í eign­ar­hluti liggja fyrir skal Banka­sýsla rík­is­ins skila ráð­herra rök­studdu mati á þeim. Ráð­herra tekur ákvörðun um hvort til­boð skuli sam­þykkt eða þeim hafnað og und­ir­ritar samn­inga fyrir hönd rík­is­ins um sölu eign­ar­hlut­ans.“ Hér er alveg skýrt að það er ráð­herra sem tekur ákvörðun um til­boð­in, sam­þykkir þau eða hafn­ar. Ráð­herr­ann getur ekki falið sig á bak við Banka­sýsl­una eða miðl­ara úti í bæ. Ráð­herra ber alla ábyrgð.

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis

Stjórn­ar­and­staðan á Alþingi hefur kallað eftir því að strax verði sett á lagg­irnar rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að rann­saka banka­söl­una. Við teljum það nauð­syn­legt enda er nið­ur­staðan í svo hróp­legu ósam­ræmi við mark­mið lag­anna um trausta umgjörð, gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni.

For­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að umgjörðin um banka­söl­una hafi ekki haldið og því þurfi að breyta henni og byrja á að leggja niður Banka­sýsl­una.

Mér finnst hins vegar aug­ljóst að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafi ekki haldið sér innan umgjarð­ar­innar sem lög­bundin er og að á því þurfi hann að axla ábyrgð.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar