Brask og brall

Oddný G. Harðardóttir skrifar um bankasöluna og segir augljóst að fjármála- og efnahagsráðherra hafi ekki haldið sér innan umgjarðarinnar sem lögbundin var og að á því þurfi hann að axla ábyrgð.

Auglýsing

Næstum allir á Íslandi eru óánægðir með söl­una á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka. Könnun Frétta­blaðs­ins sýndi að 83% lands­manna segj­ast vera óánægðir með hvernig tek­ist hefur til.

Lögin um sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í bönk­unum sem sam­þykkt voru í des­em­ber 2012 áttu að skapa trausta umgjörð ef ætti að selja hlut­ina. Leið­ar­stef lag­anna eru gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni. Draga átti dýran lær­dóm af banka­hrun­inu.

Salan í höndum fjár­mála- og efna­hags­ráð­herr­ans hefur hins vegar orðið til þess að almenn óánægja ríkir og traust til ráð­herr­ans og rík­is­stjórn­ar­innar hefur beðið hnekki. Ásak­anir um spill­ingu og van­rækslu eru háværar og um að lögin um söl­una hafi verið brot­in.

Auglýsing

Hæfir fjár­festar og hinir

Aðferðin sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra sam­þykkti að nota var lokað útboð ætlað hæfum fjár­fest­um, fag­fjár­fest­um. Á Íslandi er ekki til neinn opin­ber listi yfir fag­fjár­festa líkt og víða erlendis (institutional investors). Hér þarf hver miðl­ari að flokka við­skipta­vini sem almenna fjár­festa eða fag­fjár­festa eftir for­skrift í lög­um. Ein­stak­lingar sem skil­greina ætti sem almenna fjár­festa fengu að taka þátt í lok­aða útboð­inu líkt og þeir sem skil­greindir eru sem fag­fjár­fest­ar. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur nú kallað eftir upp­lýs­ingum um þessa flokkun á þeim sem tóku þátt í útboð­inu og það er vel.

Nið­ur­staðan virð­ist vera sú að miðl­ar­arnir gátu bætt í hóp þeirra sem fengu að kaupa á afslætti fram á síð­ustu stundu. Við höfum séð list­ann yfir þá sem keyptu. Þar eru margir smáir fjár­festar sem fengu afslátt á þeim for­sendum að þeir væru eft­ir­sóttir eig­endur bank­ans. Spurn­ingin um hvort þetta hafi verið ein­hvers konar brask og brall eða allt gert í sam­ráði við banka­sýsl­una og ráð­herra er áleitin og við verðum að fá svör við henni.

Þing­menn stjórn­ar­flokk­anna sem og stjórn­ar­and­stöðu hafa lýst von­brigðum sínum með nið­ur­stöð­una. For­maður fjár­laga­nefndar sagði í ræðu á Alþingi að hún hefði staðið í þeirri trú að um lang­tíma­fjár­festa væri að ræða og því hafi nið­ur­staðan komið á óvart.

En Banka­sýslan segir að hvert skref í sölu­ferl­inu hafi verið tekið í nánu sam­starfi við stjórn­völd sem hafi verið ítar­lega upp­lýst um öll skref sem stigin voru. Enda gera lögin um söl­una ráð fyrir því.

Fara á að lögum

Í fyrstu grein lag­anna um banka­sölu er til­greint hvað ráð­herra er heim­ilt að selja af eign­ar­hlutum í bönk­un­um. Þegar lögin voru sam­þykkt í des­em­ber 2012 áttum við 5% í Íslands­banka, 13% í Arion banka og 81% í Lands­banka. Sam­kvæmt lög­unum á að halda eftir í eigu rík­is­ins 70% af Lands­banka. Það var svo á árinu 2015 sem ríkið sat með nán­ast allt banka­kerfið í fang­inu og umræða hófst um sölu á stærri hlut­um. En lögin um söl­una eru þau sömu og enn í fullu gildi.

Önnur grein lag­anna fjallar um ákvörðun um sölu­með­ferð. Banka­sýslan gerir til­lögu um sölu­með­ferð­ina og þegar ráð­herra hefur fall­ist á til­lög­una leggur hann grein­ar­gerð um hana fyrir fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is. Ráð­herra leitar einnig umsagnar Seðla­bank­ans m.a. um gjald­eyr­is­forða og laust fé í umferð. Í grein­ar­gerð ráð­herr­ans eiga að koma fram upp­lýs­ingar um helstu mark­mið með sölu eign­ar­hlut­ar­ins, hvaða sölu­að­ferð verði beitt og hvernig sölu­með­ferð verði hátt­að. Þegar umsagnir hafa borist ráð­herra tekur hann ákvörðun um hvort sölu­með­ferð verði hafin í sam­ræmi við efni grein­ar­gerð­ar­innar eða hvort hann geri breyt­ingar á fyr­ir­hug­aðri sölu­með­ferð eftir að hafa tekið til­lit til umsagna. Ljóst er af lestri grein­ar­innar að ráð­herra hefur heim­ildir til að gera breyt­ingar á til­lögum Banka­sýsl­unn­ar, honum er því ætlað að hafa virkt hlut­verk í ákvarð­ana­töku um sölu­með­ferð­ina.

Fjallað er um meg­in­reglur við sölu­með­ferð í þriðju grein lag­anna. Áherslan er á opið sölu­ferli, gagn­sæi, hlut­lægni og hag­kvæmni. Skil­yrðin sem sett eru eiga að vera sann­gjörn og til­boðs­gjafar eiga að njóta jafn­ræð­is. Þá skal við söl­una kapp­kosta að efla virka og eðli­lega sam­keppni á fjár­mála­mark­aði.

Í frum­varp­inu um söl­una segir um 3. gr.: „Mik­il­vægt er að jafn­ræðis sé gætt milli þeirra sem koma til greina sem mögu­legir kaup­endur að eign­ar­hlut svo að allir lík­legir kaup­endur hafi jafna mögu­leika á því að gera til­boð. Jafn­ræði verður best tryggt með því að skil­yrði við sölu séu fá, skýr og öllum ljós.“

Um sölu­með­ferð­ina er fjallað í fjórðu grein lag­anna. Þar er farið yfir hvað Banka­sýsl­unni er ætlað að gera, þ.e. und­ir­búa söl­una, leita til­boða, meta til­boð, hafa umsjón með samn­inga­við­ræðum við utan­að­kom­andi ráð­gjafa og vænt­an­lega kaup­endur og ann­ast samn­inga­gerð. Seinni máls­grein grein­ar­innar er svona: „Þegar til­boð í eign­ar­hluti liggja fyrir skal Banka­sýsla rík­is­ins skila ráð­herra rök­studdu mati á þeim. Ráð­herra tekur ákvörðun um hvort til­boð skuli sam­þykkt eða þeim hafnað og und­ir­ritar samn­inga fyrir hönd rík­is­ins um sölu eign­ar­hlut­ans.“ Hér er alveg skýrt að það er ráð­herra sem tekur ákvörðun um til­boð­in, sam­þykkir þau eða hafn­ar. Ráð­herr­ann getur ekki falið sig á bak við Banka­sýsl­una eða miðl­ara úti í bæ. Ráð­herra ber alla ábyrgð.

Rann­sókn­ar­nefnd Alþingis

Stjórn­ar­and­staðan á Alþingi hefur kallað eftir því að strax verði sett á lagg­irnar rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að rann­saka banka­söl­una. Við teljum það nauð­syn­legt enda er nið­ur­staðan í svo hróp­legu ósam­ræmi við mark­mið lag­anna um trausta umgjörð, gagn­sæi, hlut­lægni, jafn­ræði og hag­kvæmni.

For­sæt­is­ráð­herra hefur sagt að umgjörðin um banka­söl­una hafi ekki haldið og því þurfi að breyta henni og byrja á að leggja niður Banka­sýsl­una.

Mér finnst hins vegar aug­ljóst að fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hafi ekki haldið sér innan umgjarð­ar­innar sem lög­bundin er og að á því þurfi hann að axla ábyrgð.

Höf­undur er þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Liðsmenn úkraínsku þjóðlagarappsveitarinnar Kalush Orchestra, sem unnu Eurovision um síðasta helgi, voru mættir til úkraínsku borgarinnar Lviv þremur dögum eftir sigurinn.
Ógjörningur að hunsa pólitíkina í Eurovision
Sigur Úkraínu í Eurovision sýnir svart á hvítu að keppnin er pólitísk. Samstaðan sem Evrópuþjóðir sýndu með með orðum og gjörðum hefur þrýst á Samband evrópskra sjónvarpsstöðva að endurskoða reglur um pólitík í Eurovision.
Kjarninn 22. maí 2022
Mette Frederiksen, Ursula van der Leyen forseti framkvæmdastjórnar ESB, Olaf Scholz kanslari Þýskalands, Mark Rutte forsætisráðherra Hollands og Alexander De Croo forsætisráðherra Belgíu hittust í Esbjerg.
Tíu þúsund risastórar vindmyllur
Á næstu árum og áratugum verða reistar 10 þúsund vindmyllur, til raforkuframleiðslu, í Norðursjónum. Samkomulag um þessa risaframkvæmd, sem fjórar þjóðir standa að, var undirritað í Danmörku sl. miðvikudag.
Kjarninn 22. maí 2022
Jódís Skúladóttir þingmaður VG.
Segir náin tengsl á milli hatursglæpa, vændis, kvenhaturs og útlendingahaturs
Þingmaður Vinstri grænna segir að hinsegin fólk sem fellur undir hatt fleiri minnihlutahópa sé útsettara fyrir ofbeldi en annað hinsegin fólk og því sé aldrei hægt að gefa afslátt í málaflokkum sem viðkoma þessum hópum.
Kjarninn 21. maí 2022
Hanna Katrín Friðriksson þingmaður Viðreisnar.
„Hvernig stendur á þessari vitleysu?“
Þingflokksformaður Viðreisnar telur að líta þurfi á heilbrigðiskerfið í heild sinni og spyr hvort það sé „í alvöru til of mikils ætlast að stjórnvöld ráði við það verkefni án þess að það bitni á heilsu og líðan fólks“.
Kjarninn 21. maí 2022
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ er í lykilstöðu um myndun meirihluta bæjarstjórnar.
Viðræðum Framsóknarflokksins og Vina Mosfellsbæjar slitið
Framsóknarflokkurinn í Mosfellsbæ tilkynnti Vinum Mosfellsbæjar skömmu fyrir áætlaðan fund þeirra í morgun að ákveðið hefði verið að slíta viðræðum. Líklegast er að Framsókn horfi til þess að mynda meirihluta með Samfylkingunni og Viðreisn.
Kjarninn 21. maí 2022
Gísli Pálsson
„Svartur undir stýri“: Tungutak á tímum kynþáttafordóma
Kjarninn 21. maí 2022
Horft frá toppi Úlfarsfells yfir Blikastaði
Blikastaðir eru „fallegasta byggingarland við innanverðan Faxaflóa“
„Notaleg“ laxveiði, æðardúnn í eina sæng á ári og næstu nágrannar huldufólk í hóli og kerling í bæjarfjallinu. Blikastaðir, ein fyrsta jörðin sem Viðeyjarklaustur eignaðist á 13. öld, á sér merka sögu.
Kjarninn 21. maí 2022
Selur í sínu náttúrulega umhverfi.
Ætla að gelda selina í garðinum með lyfjum
Borgaryfirvöld fundu enga lausn á óviðunandi aðstöðu selanna í Húsdýragarðinum aðra en að stækka laugina. Þeir yngstu gætu átt 3-4 áratugi eftir ólifaða. 20-30 kópum sem fæðst hafa í garðinum hefur verið lógað frá opnun hans.
Kjarninn 21. maí 2022
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar