„Vinstri græn og Framsókn hafa gengið inn í fullmótað kerfi Sjálfstæðisflokksins“

Þingmaður Samfylkingarinnar segir að svo virðist sem Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn hafi afsalað sér áhrifum til Sjálfstæðisflokksins og að Katrín Jakobsdóttir sé hætt í pólitík.

Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Auglýsing

„Það skiptir máli hver stjórn­ar, sögðu Vinstri græn í síð­ustu kosn­ingum og margir spurðu sig hvort það væri ekki bara best að kjósa Fram­sókn. Þessir flokkar virð­ast aftur á móti hafa afsalað sér áhrifum til Sjálf­stæð­is­flokks­ins.“

Þannig hóf Kristrún Frosta­dóttir ræðu sína undir liðnum störf þings­ins á Alþingi í dag.

Hún sagði að það væri fjár­mála­ráð­herrann, Bjarni Bene­dikts­son, sem réði nema þegar illa gengi. „Þá virð­ist hann ekk­ert vald hafa. Hans und­ir­stofn­anir sjá um þetta allt sam­an.“

Auglýsing

Kristrún sagði jafn­framt að Íslend­ingar stæðu frammi fyrir stórum verk­efn­um; eft­ir­köstum heims­far­ald­urs, mestu verð­bólgu í 12 ár, brotnum hús­næð­is­mark­aði og stríði í Evr­ópu – og á Alþingi mætti rík­is­stjórnin eða fjár­mála­ráð­herra með fjár­mála­á­ætlun út kjör­tíma­bilið sem fæli í sér ein­faldan fram­reikn­ing.

Vís­aði hún í orð Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar inn­við­a­ráð­herra og for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins þegar hann sagði í umræðu um hús­næð­is­mál á Alþingi í síð­asta mán­uði að hann hefði lagt inn til­lögur í fjár­mála­á­ætlun um veru­lega aukn­ingu fjár­muna til að standa að umfangs­mik­illi upp­bygg­ingu félags­legs hús­næðis vegna hús­næð­iskreppu.

„For­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins fékk nei frá hæst­virtum fjár­mála­ráð­herra. Það verður engin aukn­ing heldur 2 millj­arða króna nið­ur­skurður í upp­bygg­ingu hús­næð­is. Ætli hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra hafi sagt við for­mann­inn að fjár­mála­ráðu­neytið hafi bara reiknað þetta svona út, svona eins og með Banka­sýsl­una sem ber alla ábyrgð á banka­söl­unni sam­kvæmt hæst­virtri rík­is­stjórn?“ spurði hún.

Enn tæki­færi til að sýna að þau séu ekki hætt í póli­tík

Telur Kristrún að Vinstri græn og Fram­sókn hafi gengið inn í full­mótað kerfi Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

„Hendur allra eru bundn­ar. Eng­inn ætlar að bera ábyrgð.“ Þá sagði hún að svo virt­ist sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra væri hætt í póli­tík. „Hún les bara upp þurrar yfir­lýs­ingar um banka­söl­una sem virð­ast skrif­aðar af lög­fræð­ingum í ráðu­neyt­inu. Svo mætir hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra með blússandi hroka eftir páska­frí og er kom­inn með nýja nálg­un: Afneita, afneita, afneita.

Já, það skiptir máli hver stjórn­ar. En hér eru það ekki Vinstri græn og það virð­ist engu máli hafa skipt þótt fólk hafi kosið Fram­sókn. Þessir flokkar hafa enn tæki­færi til að sýna að þau eru ekki hætt í póli­tík með því að hætta þess­ari með­virkni með Sjálf­stæð­is­flokkn­um,“ sagði hún að lok­um.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ásgeir Haraldsson
Landspítali háskólasjúkrahús?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Noregur er einn stærsti raforkuframleiðandi í heimi.
Noregur gæti neyðst til að takmarka útflutning á rafmagni
Stjórnvöld í Noregi segja til greina koma að draga úr áformuðum útflutningi á rafmagni til meginlands Evrópu. Orkuskortur blasir við vegna þess að uppistöðulón hafa ekki fyllst. Óvenjulegum þurrkum er um að kenna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Donald Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseti.
Fordæmalaus húsleit í Mar-a-Lago
Bandarískir alríkislögreglumenn framkvæmdu í gær húsleit á heimili Donalds Trump í Flórída og höfðu þaðan með sér einhver gögn. Aldrei fyrr hefur verið farið í löggæsluaðgerð af þessu tagi gegn fyrrverandi forseta Bandaríkjanna.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Hygge
Hvað þýðir danska hugtakið hygge? Er það stig sem nær hærra en bara að hafa það kósí? Nær eitthvað íslenskt orð yfir það? Eða er um að ræða sérstaka danska heimspeki?
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægsta tekjuhópnum ná ekki að leggja neitt fyrir, ganga á sparnað eða safna skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent