Mynd: Aðsend Höfuðstöðvar Landsbankans
Mynd: Aðsend

Fyrri einkavæðing bankanna: Sendu bréf og fengu að kaupa Landsbanka Íslands

Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót, lauk snemma árs 2003 og leiddi til þess að rúmum fimm árum síðar var allt íslenska bankakerfið hrunið. Kjarninn mun rekja sögu fyrri einkavæðingarinnar í þremur hlutum um páskana. Þetta er annar hluti.

Fyrir einka­væð­ing­ar­ferlið sem hófst 2002 átti íslenska ríkið rúm­lega 48 pró­sent hlut í Lands­bank­anum og 55 pró­sent í Bún­að­ar­bank­an­um. Fyr­ir­komu­lag á einka­væð­ingu rík­is­fyr­ir­tækja, þar á meðal bank­anna var á þessum árum tölu­vert frá­brugðið því sem það er nú. Einka­væð­ingin sjálf var á ábyrgð svo­kall­aðrar ráð­herra­nefndar um einka­væð­ingu. Í henni sátu fjórir valda­mestu ráð­herrar rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Þegar Lands­bank­inn og Bún­að­ar­bank­inn voru seldir sátu í nefnd­inni Davíð Odds­son, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra, Geir H. Haar­de, þáver­andi fjár­mála­ráð­herra, Hall­dór Ásgríms­son, þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, og Val­gerður Sverr­is­dótt­ir, þáver­andi við­skipta- og banka­mála­ráð­herra. 

Undir ráð­herra­nefnd­inni starf­aði síðan fram­kvæmda­nefnd um einka­væð­ingu. Í henni sátu fjórir menn. Hver og einn þeirra var full­trúi eins af ofan­greindum ráð­herr­um. Þegar banka­salan hófst sátu í fram­kvæmda­nefnd­inni, sem einnig er ein­fald­lega kölluð einka­væð­ing­ar­nefnd, þeir Ólafur Dav­íðs­son, sem var for­maður henn­ar, Stein­grímur Ari Ara­son, Jón Sveins­son og Sævar Þór Sig­ur­geirs­son. Auk þess hafði nefndin tvo starfs­menn, þá Skarp­héð­inn Berg Stein­ars­son, sem nokkrum árum síðar var einn æðsti stjórn­andi Baugs-­sam­steypunnar sál­ugu, og Guð­mundur Óla­son, sem síðar varð for­stjóri fjár­fest­inga­fé­lags­ins Milesto­ne. 

Þetta fyr­ir­komu­lag á sölu rík­is­eigna er nokkuð frá­brugðið því fyr­ir­komu­lagi sem á nú að gilda um það. Nú er til sér­stök stofnun sem heitir Banka­sýsla rík­is­ins sem sér um sölu rík­is­ins á eign­ar­hlutum í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Yfir henni er þriggja manna stjórn sem í sitja full­trúar sem fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra skip­ar. Banka­sýslan á síðan að skila fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra til­lögu um sölu á eign­ar­hlutum rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Þá til­lögu á í kjöl­farið að leggja fyrir fjár­laga­nefnd og efna­hags- og við­skipta­nefnd Alþing­is. Ráð­herr­ann tekur síðan ákvörðun um hvort sölu­með­ferð eign­ar­hlut­ar­ins haldi áfram og á end­anum hvort að til­boðum skuli hafnað eða þau sam­þykkt. 

Reyndu að selja erlendum banka

Sala Lands­bank­ans árið 2002 átti sér nokkurn aðdrag­anda. Upp­haf­lega stóð til að reyna að selja bank­ann til erlendra banka eftir að hug­myndir um dreifða eign­ar­að­ild höfðu skyndi­lega verið lagðar á hill­una. Til boða stóð að minnsta kosti þriðj­ungs­hlut­ur. 

Rík­is­stjórn Íslands sendi frá sér frétta­til­kynn­ingu árið 2001 þar sem aug­lýst var eftir áhuga­sömum fjár­festi. Ísland setti aug­lýs­ingar víða vegna þessa, meðal ann­ars í hinu virta blaði Fin­ancial Times. Til við­bótar hafði ráð­gjafi íslenskra stjórn­valda, hinn breski HSBC, sam­band við 24 banka víðs vegar að og bauð þeim að bjóða í Lands­bank­ann. Í árs­lok 2001 lýstu tveir erlendir bankar, Den Nor­ske Bank (DnB) og Wachovia, yfir áhuga á að eign­ast kjöl­festu­hlut í Lands­banka Íslands. Nið­ur­staðan þótti mikil von­brigð­i. 

Í bréfi sem Edward Willi­ams, ráð­gjafi hjá HSBC, sendi ráð­gjaf­ar­nefnd um einka­væð­ingu seint á árinu 2001 lýsir hann yfir von­brigðum sínum með nið­ur­stöð­una og segir hana meðal ann­ars orsakast af erf­iðri stöðu á alþjóða­mörk­uð­um. Í bréf­inu kemur einnig í ljós að báðir aðil­arnir sem eftir stóðu að loknu for­vali voru með nokkuð flókin til­boð. DnB var til dæmis í 47 pró­senta eigu norska rík­is­ins á þessum tíma en einka­væð­inga­nefnd hafði sér­stak­lega lýst því yfir að hún hefði fyr­ir­vara gegn því að selja Lands­bank­ann til aðila í eigu ann­arra rík­is­stjórna. Lands­bank­inn hefði enda verið að stórum hluta í eigu norska rík­is­ins ef salan hefði gengið eft­ir.

Þegar líða fór að árs­lokum 2001 var orðið nokkuð ljóst að ekki myndi takast að semja við bank­ana tvo um kaup á Lands­bank­an­um. Dag­inn eftir að DnB gaf afsvar 20. des­em­ber 2001 var send út frétta­til­kynn­ing um að sala á hluta­bréfum í Lands­bank­anum myndi frest­ast.

Síðan gerð­ist ekk­ert í nokkra mán­uð­i.  

Sölu­ferlið saltað

Sum­arið 2002 virt­ust menn orðnir þreyttir á því að bíða og þá var ákveðið að hætta að ein­blína á erlenda fjár­festa sem mögu­lega kaup­endur að hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um. Skýr vilji stóð þó til þess að erlent fjár­mála­fyr­ir­tæki yrði á meðal þeirra sem myndu standa að til­boði í hlut­inn.

Ljóst er þó á fund­ar­gerðum einka­væð­ing­ar­nefndar að nefnd­ar­menn voru ekki bjart­sýnir á að til tíð­inda myndi draga sum­arið 2002, enda væru fjár­mála­mark­aðir dofnir á þeim tíma að mati þeirra. Jón Sveins­son, full­trúi Hall­dórs Ásgríms­sonar þáver­andi utan­rík­is­ráð­herra, lét bóka á fundi einka­væð­ing­ar­nefndar að hann teldi „skyn­sam­legt að bíða og forð­ast óða­got. Skipti máli að móta næstu skref bæði í Bún­að­ar­bank­anum og Lands­bank­an­um.“

Davíð Oddsson var forsætisráðherra þegar ríkisbankarnir voru seldir. Hann er í dag ritstjóri Morgunblaðsins.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Einka­væð­ing­ar­nefnd forð­að­ist ekki óða­gotið lengi. Tveimur dögum eftir fund­inn, 27. júní 2002, þar sem Jón bók­aði ofan­greinda skoðun sína barst nefnd­inni bréf. Það var frá fjár­festa­hópi sem síðar tók upp nafnið Sam­son. Hóp­ur­inn sam­an­stóð af Björgólfi Guð­munds­syni, syni hans Björgólfi Thor Björg­ólfs­syni og Magn­úsi Þor­steins­syni. Þre­menn­ing­arnir höfðu þá nýverið hagn­ast gíf­ur­lega á að selja bjór­verk­smiðju í Rúss­landi til Hein­eken.  

Í bréf­inu var óskað eftir við­ræðum um kaup á kjöl­festu­hlut í Lands­banka Íslands þar sem hóp­ur­inn teldi að hann væri „álit­legur kostur fyrir selj­anda“. Síðan voru lagðar fram 13 for­sendur sem áttu að vera til grund­vallar í við­ræðum Sam­son við einka­væð­ing­ar­nefnd. 

Ákveðið að hefja við­ræður við Sam­son-hóp­inn

Einka­væð­ing­ar­nefnd fund­aði dag­inn eftir að bréfið barst og á þeim fundi var m.a. lögð fram drög að minn­is­blaði vegna mögu­legrar sölu á Lands­bank­anum í sept­em­ber 2002. Minn­is­blaðið var sent til Val­gerðar Sverr­is­dóttur við­skipta­ráð­herra tveimur dögum síð­ar. Þegar hún sendi minn­is­blaðið til baka til nefnd­ar­innar hafði það tekið nokkrum breyt­ing­um. Í sam­an­tekt sem fylgdi breyttu minn­is­blað­inu kom skýrt fram að Val­gerður taldi Sam­son-hóp­inn ekki upp­fylla þær kröfur sem kjöl­festu­fjár­festir í Lands­bank­anum átti að búa yfir. Þar segir orð­rétt að „hóp­ur­inn [hef­ur] enga reynslu af banka­rekstri og því vand­séð við fyrstu sýn að þeir geti aukið sam­keppn­is­hæfni bank­ans með líkum hætti og erlendur banki gæti gert.“ 

Björgólfur Thor Björgólfsson, ríkasti Íslendingurinn, myndaði Samson-hópinn ásamt föður sínum og Magnúsi Þorsteinssyni.
Mynd: Aðsend

Þessar mót­bárur Val­gerðar skiptu þó litlu. Á fundi einka­væð­ing­ar­nefndar sem haldin var 5. júlí 2002 var til­boð Sam­son form­lega tekið fyr­ir. Í fund­ar­gerð er bókað eftir Ólafi Dav­íðs­syni, for­manni nefnd­ar­inn­ar, að „í við­ræðum við ráð­herra­nefnd um einka­væð­ingu hefði komið fram áhugi á að taka upp við­ræður á þeim grunni sem skil­greindur var í bréf­inu en þó þannig að tryggt væri að verk­lags­reglum um einka­væð­ingu væri fram­fylg­t.“

Það voru því stjórn­mála­menn­irnir sem tóku ákvörðun um að hefja við­ræður við Sam­son þrátt fyrir að fjár­festa­hóp­ur­inn upp­fyllti ekki upp­runa­leg skil­yrði og hefði enga reynslu af því að eiga eða reka banka. 

Sama hver vilji stjórn­mála­mann­anna um hver ætti að eign­ast bank­ann þá var ljóst að það þyrfti að minnsta kosti að aug­lýsa kjöl­festu­hlut­inn í Lands­bank­anum til sölu svo öðrum gæf­ist kostur á að bjóða líka. Þann 10. júlí, tveimur vikum eftir að það virt­ist ekk­ert standa til að hefja neitt sölu­ferli og tæpum tveimur vikum eftir að bréf Sam­son barst einka­væð­ing­ar­nefnd, var kjöl­festu­hlutur í báðum rík­is­bönk­un­um, Bún­að­ar­banka og Lands­banka, aug­lýstur til sölu. Áhuga­samir höfðu 15 daga til að skila inn til­boð­u­m. 

Þrír hópar bit­ust um bank­ana

Fimm hópar skil­uðu inn til­kynn­ingu og lýstu áhuga á að eign­ast hlut í öðrum hvorum bank­an­um. Tveir þeirra, Sam­son og Kald­bak­ur, fjár­fest­inga­fé­lag Sam­herja, lýstu yfir meiri áhuga á Lands­bank­anum en hinir þrír vildu frekar eign­ast Bún­að­ar­bank­ann. Þeir voru Íslands­banki (siðar Glitn­ir), hópur kenndur við Þórð Magn­ús­son (nú stjórn­ar­for­maður Eyris Invest), og hinn svo­kall­aði S-hópur sem leiddur var af Ólafi Ólafs­syni og Finni Ing­ólfs­syni, fyrrum vara­for­manni Fram­sókn­ar­flokks­ins og við­skipta­ráð­herra. Finnur hafði verið skip­aður seðla­banka­stjóri árið 2000 en hann lét af þeim störfum í sept­em­ber 2002 og tók við starfi for­stjóri trygg­inga­fé­lags­ins VÍS, sem tók  síðan þátt í kaupum S-hóps­ins á Bún­að­ar­bank­an­um.

Einka­væð­ing­ar­nefnd úti­lok­aði Íslands­banka frá við­ræðum um kaup á hlut í Lands­bank­anum vegna sam­keppn­is­sjón­ar­miða og ýtti hópi Þórðar Magn­ús­sonar einnig til hliðar þar sem hann þótti „vera lítið skil­greindur og óljós“. Við­ræður fóru því fram við hina þrjá hópanna. 

Snemma í sept­em­ber 2002 dró til tíð­inda. Á fundum sem haldnir voru 8. og 9. sept­em­ber var ákveðið að ganga til við­ræðna við Sam­son um kaup á hlut í Lands­bank­an­um, þrátt fyrir að hóp­ur­inn hafi ekki átt hæsta til­boð­ið. Raunar var til­boð Sam­son lægra en til­boð bæði Kald­baks og S-hóps­ins. Engin áreið­an­leika­könnun hafði farið fram á Sam­son þegar þessi ákvörðun var tek­in. Á fund­ar­gerðum einka­væð­ing­ar­nefndar er nokkuð ljóst að alls engin ein­ing var á meðal nefnd­ar­manna um þessa ákvörð­un. 

Dag­inn eftir síð­ari fund­inn sagði Stein­grímur Ari Ara­son sig úr einka­væð­ing­ar­nefnd með bréfi til Dav­íðs Odds­son­ar, þáver­andi for­sæt­is­ráð­herra. Í bréf­inu stóð m.a. að ástæðan væri „þau vinnu­brögð sem við­höfð hafa verið í aðdrag­anda þess­arar ákvörð­unar og hafa nú leitt til þess að aðrir áhuga­samir kaup­endur eru snið­gengnir þrátt fyrir hag­stæð­ari til­boð fyrir rík­is­sjóð á alla hefð­bundna mæli­kvarða. Ég[...]aldrei kynnst öðrum eins vinnu­brögð­u­m.“

Síðar var rík­is­end­ur­skoðun fengin til að gera grein­ar­gerð sem byggði vegna ásak­ana Stein­gríms Ara. Í grein­ar­gerð­inni kemur fram að gagn­rýni hans hafi aðal­lega snú­ist um tvö atriði: Ann­ars vegar hafi reglur um hvernig til­boðin voru metin verið óljósar og í „veiga­miklum atriðum ákveðnar eftir að til­boð lágu fyr­ir­.“  Einka­væð­ing­ar­nefnd hafi ekki haft ákveðið vægi og ein­kunn­ar­gjöf fyrir ein­staka ákvörð­un­ar­þætti áður en að upp­lýs­ing­anna var afl­að. Því hafi henni í raun verið gert ómögu­legt að gera grein fyrir mat­inu með hlut­lægum eða gegn­sæjum hætti. „Þegar hér var komið sögu hafi nið­ur­staðan óhjá­kvæmi­lega byggst á hug­lægu mati og var þar með spurn­ing um póli­tíska ákvörð­un.“

Hitt sem Stein­grímur Ari gagn­rýndi var það sem hann taldi mik­il­væg atriði sem hefðu verið ófrá­gengin þegar sam­þykkt var að ganga til einka­við­ræðna við Sam­son um kaup á hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um. Meðal ann­ars hefðu hug­myndir um ásætt­an­legt verð verið óljós­ar. Hann taldi því ekki að stjórn­völd hefðu haft önnur til­búin mark­mið en að selja bank­ann þegar þau sett­ust niður til við­ræðna við Sam­son. Ekk­ert hafi legið ljóst fyrir um hvað stjórn­völd vildu fá út úr þeirri sölu.  

Gagn­rýni Stein­gríms Ara fær aukið vægi þegar tölvu­póst­sam­skipti tengd sölu Lands­bank­ans eru skoð­uð. Þar er meðal ann­ars að finna póst frá Edward Willi­ams, sem starf­aði hjá breska bank­anum HSBC og  var einn helsti ráð­gjafi íslenskra stjórn­valda við söl­una, sem er dag­settur 29. ágúst 2002, nokkrum dögum áður en ákveðið var að selja Lands­bank­ann til Sam­son. Í tölvu­póst­inum leggur hann fram til­lögur um hvernig ætti mögu­lega að meta bjóð­endur í hlut rík­is­ins í Lands­bank­an­um. Þar segir Willi­ams frá nýlegu mati sem HSBC hafði komið að varð­andi sölu á fjár­mála­stofn­un. Þar hafði vægi fjár­hags­lega þáttar til­boðs­ins, sem er fyrst og fremst verð, verið 40 pró­sent en þrír aðrir þættir metnir 20 pró­sent hver. Í nið­ur­lagi pósts­ins frá Willi­ams segir síðan að „með því að skil­greina við­mið og vega þau vand­lega, þá er mögu­legt að kom­ast að „réttri“ nið­ur­stöðu við að velja þann aðila sem þykir ákjósan­leg­ast­ur, en á sama tíma vera með hálf­-­vís­inda­lega (sem­i-sci­entific) rétt­læt­ingu fyrir ákvörð­un­inni sem myndi stand­ast utan­að­kom­andi gagn­rýn­i.“

Matið á bjóð­endum í hlut rík­is­ins í Lands­bank­anum var síðan unnið þannig að rætt var við hópanna. Þann 6. sept­em­ber 2002 ræddi Willi­ams við Björgólf Thor Björg­ólfs­son. Um hálf­tíma eftir að sam­tali þeirra lauk sendi hann einka­væð­ing­ar­nefnd póst og sagði frá því að hann hafi upp­lifað Björgólf Thor sem alvar­legan og stað­fastan fjár­festi. Hann ræddi líka í tölvu­póst­inum að breska fjár­mála­eft­ir­litið muni þurfa að sam­þykkja alla kjöl­festu­fjár­festa í Lands­bank­anum vegna eignar bank­ans í breska Herita­ble-­bank­an­um. Willi­ams segir frá því að hann hafi fengið þau svör að slíkur ein­stak­lingur þyrfti að vera „fit and proper.“ Að mati Willi­ams er slíkt mat hug­lægt, en bygg­ist helst á því að „ein­stak­ling­arnir séu með hámarks sið­ferði og að þeir hafi ekki gert neitt sem kasti rýrð á getu þeirra til að reka banka.“

Rík­is­end­ur­skoðun komst að þeirri nið­ur­stöðu eftir skoðun sína á ferl­inu, þrátt fyrir ofan­greindar aðfinnslur Stein­gríms Ara og önnur fyr­ir­liggj­andi gögn, að einka­væð­ing bank­anna hefði verið í lagi og í sam­ræmi við verk­lags­regl­ur. Þeir sem komu að einka­væð­ing­ar­ferl­inu vísa oft í þá nið­ur­stöðu Rík­is­end­ur­skoð­unar sem vott um að eðli­lega hafi verið staðið að sölu bank­anna.

Vildu kaupa meira en þriðj­ung

Í gögnum einka­væð­ing­ar­nefndar kemur þó skýrt fram að ekki var ein­ing á milli stjórn­ar­flokk­anna um hvernig sala Lands­bank­ans ætti að fara fram. Í minnis­p­unktum Skarp­héð­ins Bergs Stein­ars­son­ar, starfs­manns nefnd­ar­inn­ar, kemur til að mynda fram að „nokkur and­staða er hjá Fram­sókn­ar­mönnum við að Sam­son kaupi meira en 33,3%.“ 

Sam­son vildi hins vegar kaupa 45,8 pró­sent hlut og Björgólfur Thor var alls ekki sáttur með að hlut­ur­inn yrði tak­mark­að­ur. Hann sendi bréf til Val­gerðar Sverr­is­dóttur þar sem hann sagði m.a. að „til að geta talist kjöl­festu­fjár­festir í Lands­bank­anum er 33% eign­ar­hlutur ekki nægj­an­legur í ljósi þeirra miklu fjár­muna sem Sam­son hefur lýst yfir áhuga á að koma með inn í íslenska hag­kerf­ið.“

Björgólfur Thor sendi líka bréf til Ólafs Dav­íðs­son­ar, for­manns einka­væð­ing­ar­nefnd­ar, þar sem hann hót­aði að slíta við­ræðum um kaup á Lands­bank­anum ef ekki yrði gengið að óskum hans. Björgólfur Thor gaf stjórn­völdum einn dag til að svara. 

Dag­inn eftir að svar­frest­ur­inn rann út, þann 18. októ­ber 2002, var skrifað undir sam­komu­lag um að selja Sam­son 45,8 pró­sent hlut íslenska rík­is­ins í Lands­bank­an­um. Fyrir þennan hlut greiddi Sam­son-hóp­ur­inn á end­anum 11,2 millj­arða króna. Upp­runlega stóð til að Sam­son-hóp­ur­inn myndi taka lán fyrir 70 pró­sent af kaup­verð­inu en þegar upp var staðið var alls 65 pró­sent af kaup­verð­inu greitt með eigin fé en restin með láni frá Bún­að­ar­banka Íslands. Form­legur kaup­samn­ingur var síðan und­ir­rit­aður á gaml­árs­dag 2002 og nýju eig­end­urnir tóku við bank­anum á aðal­fundi Lands­bank­ans í febr­úar 2003. Björgólfur Guð­munds­son sett­ist þá í stól stjórn­ar­for­manns bank­ans og sat í honum þar til Lands­bank­inn og íslenskt banka­kerfi hrundi í októ­ber 2008.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar