Mynd: Pixnio PIXNIO-227639-2462x1641.jpeg mynd:Pixnio
Mynd: Pixnio

Fyrri einkavæðing bankanna: Kapphlaupið um kennitölurnar

Síðari einkavæðing ríkisbanka hófst í fyrra, þegar byrjað var að selja hluti í Íslandsbanka. Því ferli var svo haldið áfram í mars þegar umdeilt lokað útboð fór fram. Síðasta einkavæðing fjármálafyrirtækja í ríkiseigu hófst skömmu fyrir aldarmót, lauk snemma árs 2003 og leiddi til þess að rúmum fimm árum síðar var allt íslenska bankakerfið hrunið. Kjarninn mun rekja sögu fyrri einkavæðingarinnar í þremur hlutum um páskana. Þetta er fyrsti hluti.

Í byrjun árs 1997 var íslenska fjár­mála­kerfið meira og minna í eigu íslenska rík­is­ins. Þá um vorið voru sett lög um stofnun hluta­fé­laga um rík­is­bank­ana Lands­banka Íslands og Bún­að­ar­banka Íslands. Í kjöl­farið hófst breyt­inga­skeið á fjár­mála­kerf­in­u. 

Í lög­unum var mælt fyrir um að við stofnun hluta­fé­lag­anna skyldi allt hlutafé vera í eigu rík­is­sjóðs og sala á hlutafé rík­is­sjóðs var óheimil án sam­þykkis Alþing­is. Ráð­herra fékk þó vald til að heim­ila útboð á nýju hlutafé til að styrkja eig­in­fjár­stöðu bank­anna, ef þörf var talin á. Sam­an­lagður eign­ar­hlutur ann­arra aðila en rík­is­sjóðs mátti ekki verða hærri en 35 pró­sent af heild­ar­fjár­hæð hluta­fjár í hvorum bank­anna um sig. 

FBA varð til og svo seldur

Á svip­uðum tíma, á vor­mán­uðum 1997, voru sett lög um stofnun Fjár­fest­ing­ar­banka atvinnu­lífs­ins hf. (FBA). Bank­inn var mik­il­vægur lán­veit­andi í íslensku atvinnu­lífi strax frá stofnun þar sem hann tók við hlut­verki sjóða sem stutt höfðu við atvinnu­líf­ið. 

Í skýrslu rann­sókn­ar­nefndar Alþingis um aðdrag­anda og orsakir falls íslensku bank­anna, sem kom út í apríl 2010, seg­ir: „Hinn 1. jan­úar 1998 tók bank­inn við öllum eign­um, skuldum og skuld­bind­ingum Fisk­veiða­sjóðs Íslands, Iðn­lána­sjóðs, Útflutn­ings­lána­sjóðs og Iðn­þró­un­ar­sjóðs, öðrum en þeim sem ráð­stafað var með öðrum hætti sam­kvæmt lögum um Nýsköp­un­ar­sjóð atvinnu­lífs­ins. Rík­is­sjóður var eig­andi alls hluta­fjár í bank­anum við stofnun hans en heim­ilt var sam­kvæmt 6. gr. að selja allt að 49 pró­sent hluta­fjár­ins og skyldu iðn­að­ar­ráð­herra og sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra þegar eftir gild­is­töku lag­anna hefja und­ir­bún­ing að sölu hluta­fjár.“ Þetta var mikil breyt­ing á íslensku fjár­mála­kerfi frá því sem áður var.

Bjarni Ármanns­son, þá korn­ungur stjórn­andi Kaup­þings, var ráð­inn í banka­stjóra­stól­inn.

Um níu mán­uðum síðar var kom­inn skriður á sölu­ferli rík­is­bank­anna. Þann 28. ágúst 1998 sam­þykkti rík­is­stjórnin stefnu­mótun um sölu hluta­fjár í bönk­unum þrem­ur. Skömmu síðar sama ár var heim­ildin í lögum til útboðs á nýju hlutafé í Lands­bank­anum og Bún­að­ar­bank­anum nýtt. Þá var boðið út nýtt hlutafé sem nam 15 pró­sentum af heild­ar­hlutafé hvors banka. 

Fjöldi áskrif­enda í útboð­inu hjá Lands­bank­anum var ríf­lega tólf þús­und, sölu­and­virðið 1,7 millj­arðar króna og gengið í útboði til almenn­ings 1,90. Fjöldi áskrif­enda í útboð­inu hjá Bún­að­ar­bank­anum var rúm­lega 93 þús­und, sölu­and­virðið um einn millj­arður og gengið í útboð­inu 2,15.

Í byrjun nóv­em­ber 1998 var heim­ildin til sölu á 49 pró­sent hluta­fjár rík­is­sjóðs í FBA jafn­framt nýtt. Alls skráðu tæp­lega ell­efu þús­und ein­stak­lingar sig í útboð­inu fyrir um 18,9 millj­arða króna en útboðs­gengið var 1,4. Til sölu voru hins vegar aðeins 4,6 millj­arðar króna og því kom til skerð­ingar á hlut hvers og eins. Í til­viki FBA var starfs­mönnum gef­inn kostur á kaupum á umsömdu gengi og í kjöl­far söl­unnar voru bréf bank­anna skráð á Verð­bréfa­þingi Íslands. 

Kenni­tölu­safn­an­irnar

Innan ýmissa fjár­mála­fyr­ir­tækja, meðal ann­ars Kaup­þings, var sett af stað kenni­tölu­söfnun þar sem við­skipta­að­ilar sem ætl­uðu sér ekki að taka þátt í útboð­inu „lán­uðu“ fyr­ir­tækj­unum kenni­tölur sínar gegn þókn­un. Með þessum hætti náði Kaup­þing, og spari­sjóð­irnir sem áttu fyr­ir­tæk­ið, að tryggja sér 22,1 pró­sent hlut í FBA. Sá hlutur var vistaður inni í nýju félagi sem fékk nafnið Scand­in­av­ian Hold­ings.

Eftir að Fjárfestingabanki atvinnulífsins rann saman við Íslandsbanka var nafni hans breytt í Glitnir. Sá banki, líkt og aðrir íslenskir bankar á þeim tíma, fór í mikla útrás.
Mynd: EPA

Þessir aðilar ætl­uðu sér þó alltaf að selja eign­ar­hlut­inn með hagn­aði og fóru að leita að hent­ugum fjár­fest­um. Þeir fund­ust þegar hópur kaup­enda, í gegnum Lúx­em­búrgíska félagið Orca S.A. keypti hlut­inn í byrjun ágúst 1999. Á frægum blaða­manna­fundi sem hald­inn var 13. ágúst 1999 var síðan opin­berað hverjir stóðu að Orca hópn­um: þeir Jón Ásgeir Jóhann­es­son, Jón Ólafs­son, Þor­steinn Már Bald­vins­son og Eyjólfur Sveins­son.

55 þús­und manns skráðu sig fyrir hlut

Á þessum tíma­punkti voru rætur að nýju íslensku banka­kerfi að verða til og ná festu. Sölu á öllum hlutum rík­is­ins í FBA lauk í nóv­em­ber 1999, þegar hópur 26 líf­eyr­is­sjóða, fyr­ir­tækja og ein­stak­linga keypti afgang hluta­fjár­ins sem eftir stóð. Gengið var frá kaup­unum á lág­marks­gengi útboðs­ins, 2,8, sem þýddi að sölu­and­virðið var 9,7 millj­arðar króna. Fjórir þeirra sem keyptu tengd­ust Orca hópn­um. Hver þeirra fékk að kaupa þrjú pró­sent og því var sam­eig­in­legur hlutur Orca kom­inn upp í 40 pró­sent að lok­inni einka­væð­ingu FBA. Sá hlutur óx í 45 pró­sent skömmu síð­ar.

Kaupin voru að hluta til fjár­mögn­uð, og í raun búin til, af Kaup­þingi. Upp­haf­lega hug­myndin á bak­við þau var enda sú að tryggja hópnum yfir­ráð yfir FBA og sam­eina bank­ann síðan Kaup­þingi. Þegar á reyndi reynd­ist sá verð­miði sem Kaup­þing hengdi á sjálfan sig, um átta millj­arðar króna, mun hærri en aðrir aðilar máls voru til­búnir að sam­þykkja. Því varð ekk­ert út sam­ein­ing­unni. Kaup­þing sam­ein­að­ist þess í stað Bún­að­ar­bank­anum nokkrum árum síðar eftir einka­væð­ingu hans.

Eftir að sam­ein­ing­ar­hug­myndir við Kaup­þing runnu út í sand­inn fór FBA að kanna mögu­lega sam­ein­ingu við Íslands­banka, enda var vilji á meðal ráð­andi afla innan Orca-hóps­ins að eign­ast í við­skipta­banka líka. Sam­ein­ing­ar­við­ræð­urnar gengu ótrú­lega fljótt fyrir sig og til­kynn­ing var send inn á verð­bréfa­þing, und­an­fara Kaup­hall­ar­inn­ar, um hana þann 30. mars árið 2000. Sam­kvæmt sam­komu­lagi myndu hlut­hafar Íslands­banka eign­ast 51 pró­sent í sam­ein­uðum banka en hlut­hafar FBA 49 pró­sent. Við þetta eign­að­ist Orca-hóp­ur­inn, í gegnum félag sem kall­að­ist FBA Hold­ing S.A., 14,64 pró­sent hlut í sam­ein­uðum banka. Önnur félög hans áttu auk þess um fimm pró­sent eign­ar­hlut.

Orca-hóp­ur­inn hélt áfram að kaupa bréf í bank­anum fram að hlut­hafa­fundi sem hald­inn var um miðjan maí árið 2000. Þegar kom að fund­inum réð hóp­ur­inn yfir rúmum fjórð­ungi alls hluta­fjárs. Hinn sam­ein­aði banki tók svo til starfa 2. júní.

Rúmum mán­uði eftir að hlutafé rík­is­ins í FBA hafði verið selt að fullu var haldið áfram með sölu hluta­fjár rík­is­ins í fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Fimmtán pró­senta hlutir í Lands­bank­anum og Bún­að­ar­bank­anum voru seldir í des­em­ber 1999. Um 55 þús­und manns skráðu sig fyrir hlut í bönk­unum og sölu­and­virðið nam 5,5 millj­örðum króna. Eign­ar­hlutir rík­is­ins í bönk­unum tveimur numu 72 pró­sentum á þessum tíma og dreifð­ist afgangur hluta­fjár­ins á milli tug­þús­unda hlut­hafa.

Stóru skrefin eftir

Á árunum 2002 og 2003 lauk svo þessum hluta einka­væð­ing­ar­ferl­is­ins með sölu á kjöl­festu­eign­ar­hlutum í Lands­bank­anum og Bún­að­ar­bank­an­um. Sam­son ehf., félag Björg­ólfs­feðga, Björg­ólfs Guð­munds­sonar og Björg­ólfs Thors Björg­ólfs­son­ar, og Magnús Þor­steins­son­ar, keypti 45,8 pró­senta hlut í Lands­bank­anum skömmu fyrir ára­mótin 2002-2003. Kaup­verðið var 12,3 millj­arðar króna. Lands­bank­inn var þá nán­ast að fullu kom­inn í eigu einka­að­ila.

Sömu sögu var að segja um Bún­að­ar­bank­ann. S-hóp­ur­inn svo­nefndi keypti 45,8 pró­senta hlut í honum og greiddi fyrir það 11,9 millj­arða króna. Hóp­ur­inn sam­an­stóð af Eglu ehf., Eign­ar­halds­fé­lag­inu Sam­vinnu­trygg­ing­um, Sam­vinnu­líf­eyr­is­sjóðnum og Vátrygg­inga­fé­lagi Íslands (VÍS). Um þá einka­væð­ingu verður fjallað í næstu hlutum umfjöll­unar Kjarn­ans um fyrri einka­væð­ingu íslensks banka­kerf­is.

Upp úr þessum þremur stoðum í íslenska fjár­mála­geir­anum – FBA, Lands­bank­anum og Bún­að­ar­bank­anum – urðu til turn­arnir þrír, Glitn­ir, Kaup­þing og Lands­bank­inn, sem hrundu til grunna um ára­tug eftir að einka­væð­ing­ar­ferli fjár­mála­kerf­is­ins hófst fyrir alvöru, þótt stærstu skrefin hafi verið stigin á síð­ari hluta árs­ins 2002. Sam­ein­aður banki Íslands­banka og FBA varð að Glitni og sam­ein­aður banki Bún­að­ar­bank­ans og Kaup­þings hóf að starfa undir merkjum Kaup­þings.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar