„Þögn ráðherra yfir páskahátíðina mun ekki kæfa kröfur um svör“

Þingmaður Viðreisnar segir að forsætisráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þurfi að svara spurningum um það hvort þau hafi vitað af áhyggjum viðskiptaráðherra varðandi Íslandsbankasöluna og geti þar af leiðandi ekki verið á flótta undan fjölmiðlum.

Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar.
Auglýsing

Þor­björg Sig­ríður Gunn­laugs­dóttir þing­maður Við­reisnar segir að það ríki þögn á stjórn­ar­heim­il­inu eftir að Lilja Alfreðs­dóttir við­skipta­ráð­herra setti fram „póli­tíska stríðs­yf­ir­lýs­ingu“ gagn­vart Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála­ráð­herra með orðum um að fjár­mála­ráð­herra ætti að axla póli­tíska ábyrgð á því hvernig sala á fjórð­ungs­eign­ar­hluta rík­is­ins í Íslands­banka fór fram.

Þetta kemur fram í stöðu­upp­færslu þing­manns­ins á Face­book í dag.

„Við­skipta­ráð­herra beindi gagn­rýni sinni einnig að for­sæt­is­ráð­herra, sem situr í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál með við­skipta­ráð­herra og fjár­mála­ráð­herra. Þar seg­ist við­skipta­ráð­herra hafa greint frá áhyggjum sínum vegna þeirrar aðferða­fræði sem beita átti við söl­una. For­sæt­is­ráð­herra svarar bara að engin bókun liggi fyrir en segir ekk­ert um hvað var rætt á fundum þeirra þriggja,“ skrifar Þor­björg.

Auglýsing

Mjög stór orð

Þor­björg spyr hvaða áhrif það hefði þegar við­skipta­ráð­herra segir að það sé því miður „fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð“ eða þegar hún bætir í og segir að „það muni koma meira í ljós í þessu máli á kom­andi dögum“.

„Þau orð gefa ekki bara til kynna að skoð­ana­munur hafi verið milli hennar og fjár­mála­ráð­herra, heldur að hún hafi talið ástæðu til að ætla að illa færi. Þessi orð ráð­herr­ans eru mjög stór og til marks um að hún telji frek­ari upp­lýs­ingar um málið verði öðrum ráð­herrum erf­ið­ar,“ skrifar hún.

Þá telur hún að það skipti þess vegna máli að fram komi hvað hafi verið rætt á ráð­herra­fundi um efna­hags­mál og hvernig umræður hafi verið á rík­is­stjórn­ar­fund­um.

„Það liggur fyrir að við­skipta­ráð­herra bók­aði ekk­ert um afstöðu sína, en það vekur athygli að hvorki for­sæt­is­ráð­herra né fjár­mála­ráð­herra hafi tjáð sig um umræður á þessum fund­um. Var­aði við­skipta­ráð­herra þau við því að illa kynni að fara? Hverjar voru áhyggjur hennar og varn­að­ar­orð?“ spyr hún.

Mik­il­vægt að fá fram fund­ar­gerðir rík­is­stjórnar og ráð­herra­nefnda

Þor­björg telur að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra og Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála­ráð­herra þurfi að svara spurn­ingum þar um og geti ekki verið á flótta undan fjöl­miðl­um. „Hags­munir almenn­ings kalla á að upp­lýst verði hvernig sú ákvörðun var tekin innan rík­is­stjórn­ar­innar að selja aðeins völdum hópi fjár­festa. Það er þess vegna sem svo mik­il­vægt er að fá fram fund­ar­gerðir rík­is­stjórnar og ráð­herra­nefndar til að varpa ljósi á aðdrag­anda söl­unnar og umræður um hvernig átti að haga söl­unn­i.“

Hún segir enn­fremur að ábyrgð Lilju hafi einnig mikla þýð­ingu og vísar í siða­reglur ráð­herra þar sem fjallað er um upp­lýs­inga­gjöf ráð­herra til almenn­ings. Í siða­regl­unum segir að ráð­herra eigi ekki að leyna upp­lýs­ingum sem varða almanna­hag nema lög bjóði eða almanna­hags­munir krefj­ist þess að öðru leyti. Ráð­herra beri að hafa frum­kvæði að birt­ingu slíkra upp­lýs­inga sé hún í almanna­þágu.

Lilja upp­lýsti Alþingi ekki um áhyggjur sínar

Bendir Þor­björg á að fyrir liggi að við­skipta­ráð­herra upp­lýsti Alþingi ekki um áhyggjur sínar um aðferða­fræði við sölu á rík­is­eign upp á tugi millj­arða. „En ræddi hún áhyggjur sínar á rík­is­stjórn­ar­fundi? Hvað sagði við­skipta­ráð­herra þing­mönnum Fram­sókn­ar­flokks­ins? Og getur virki­lega verið að for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins hafi ekki heyrt varn­að­ar­orð vara­for­manns síns?“ spyr hún.

„Siða­reglur ráð­herra eru skýrar um upp­lýs­inga­gjöf sem varða almanna­hag og frum­kvæði ráð­herr­ans þar um. Skyldur ráð­herr­ans gagn­vart Alþingi eru enn rík­ari. Almenn­ingur heyrði ekki af þessum áhyggjum og varn­að­ar­orðum við­skipta­ráð­herra fyrr en eftir söl­una og eftir að þung umræða hófst. Þá steig við­skipta­ráð­herra fram og tal­aði um mik­il­vægi þess að „hafa vaðið fyrir neðan sig“.

Sú ákvörðun ráð­herr­ans að greina þingi ekki frá áhyggjum sínum í svo stóru máli er auð­vitað sér­stök svo ekki sé fastar að orði kveð­ið. Ekki síst þegar litið er til hennar eigin orða um mat á því hvað þarna var í upp­sigl­ingu. Fyr­ir­komu­lag við sölu í þriðja stærsta hluta­fjár­út­boð Íslands­sög­unnar var áhyggju­efni við­skipta­ráð­herr­ans. Hvorki Alþingi né almenn­ingur fékk þó að heyra af því að innan rík­is­stjórn­ar­innar voru áhyggjur ræddar og sjón­ar­miðum þar um komið „skýrt á fram­færi“ að sögn við­skipta­ráð­herra. Þennan aðdrag­anda verður að upp­lýsa,“ skrifar hún og lýkur færsl­unni á því að segja að þögn ráð­herra yfir páska­há­tíð­ina muni ekki kæfa kröfur um svör.

Hvað meinar við­skipta­ráð­herra með að “það muni koma meira í ljós í þessu máli á kom­andi dög­um”? Það ríkir þögn á...

Posted by Thor­bjorg Sigri­dur Gunn­laugs­dottir on Thurs­day, April 14, 2022

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent