Boða til mótmæla – „Bjarna Ben burt, spillinguna burt“

Mótmælendur hyggjast hittast á Austurvelli á morgun og krefjast þess að einhverjar afleiðingar verði af Íslandsbankasölunni.

Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Auglýsing

Boðað hefur verið til mót­mæla á morg­un, föstu­dag, klukkan tvö þar sem þess er kraf­ist að Íslands­banka­söl­unni verði rift, stjórn Banka­sýsl­unnar víki og að Bjarni Bene­dikts­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra fari úr emb­ætti.

Á dag­skrá mót­mæl­anna kemur fram að Ólína Kjer­úlf Þor­varð­ar­dóttir fyrr­ver­andi þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Atli Þór Fann­dal fram­kvæmda­stjóri Íslands­­­­­deild­ar Tran­­­sparency In­ternat­i­onal, Hall­dóra Mog­en­sen þing­flokks­for­maður Pírata og Davíð Þór Jóns­son prestur muni taka til máls.

Þetta er ekki fyrstu mót­mælin sem haldin hafa verið vegna máls­ins en um síð­ast­liðna helgi var sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka til fag­fjár­festa einnig mót­mælt á Aust­ur­velli. Mót­mæl­endur fóru fram á að rík­is­stjórnin í heild sinni segði af sér.

Auglýsing

Sam­kvæmt Vísi var nokkur fjöldi fólks saman kom­inn en skipu­leggj­endur skutu á að um 600 manns hefðu verið við­staddir mót­mæl­in. Ræður voru fluttar til að mót­mæla því að „al­manna­eigur séu seldar á afslætti gegn vilja þjóð­ar­inn­ar“.

Fram­sögu­menn síð­ustu helgi voru Þor­valdur Gylfa­son pró­fess­or, Ragnar Þór Ing­ólfs­son for­maður VR, Ásta Lóa Þórs­dóttir þing­maður Flokks fólks­ins og Gunnar Smári Egils­son úr Sós­í­alista­flokki Íslands.

Margir hafa selt sig niður að ein­hverju eða öllu leyti

Mikil ólga hefur verið í sam­fé­lag­inu eftir að ríkið seldi 22,5 pró­senta hlutur í Íslands­banka með 2,25 millj­arða króna afslætti í mars síð­ast­liðn­um.

Kjarn­inn greindi frá því í vik­unni að alls væru 132 þeirra 207 fjár­­­festa sem fengu úthlutað hlutum í Íslands­­­banka í nýlegu lok­uðu útboði ekki lengur skráðir fyrir sama hlut og þeir fengu úthlut­að.

Margir þeirra hefðu selt sig niður að ein­hverju eða öllu leyti. Sam­an­lagt keyptu þessir aðilar fyrir um 18,7 millj­­arða króna í útboð­inu þann 22. mars síð­­ast­lið­inn en útboðs­­gengið var 117 krónur á hlut sem var 4,1 pró­­sent lægra en mark­aðs­­gengi þess dags.

Heim­ild­­ar­­menn Kjarn­ans innan banka­­kerf­is­ins segja að í flestum til­­vikum séu við­kom­andi ein­fald­­lega búnir að selja hlut­inn og leysa út hagn­að­inn af því að hafa fengið að taka þátt í útboð­inu með afslætti. Í ein­hverjum til­­vikum hafi verið fram­­virkir samn­ingar við þá og við­kom­andi fengið lán fyrir kaup­unum sem hafi svo verið gert upp strax á fyrstu dögum eftir að hægt var að selja að nýju. Það sem eftir sat lenti svo í vasa við­kom­andi fag­fjár­­­festis sem hreinn hagn­að­­ur.

Í öðrum til­­vikum hafi hlut­­ur­inn þó verið fluttur á vörslu­­reikn­inga í eign­­ar­­stýr­ingu við­kom­andi. Ómög­u­­legt er að sjá af hlut­haf­a­list­­anum hverjir færðu bréfin sín með þeim hætti og hverjir seldu. Velta með bréf í Íslands­­­banka, þar sem sem þau eru keypt og seld, dag­anna eftir að útboð­inu lauk var marg­­föld það sem hún var að með­­al­tali á dag frá ára­­mótum og fram að útboði. frá 23. mars og til 11. apríl höfðu um 152,6 millj­­ónir hluta skipt um eig­end­­ur. Það er um þriðj­ungur þess sem selt var í útboð­in­u.

Hægt er að lesa frekar um málið hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent