Ásdís Halla skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Áslaugar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu.

Ásdís Halla Bragadóttir verður áfram í embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneyti.
Ásdís Halla Bragadóttir verður áfram í embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneyti.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur skipað Ásdísi Höllu Braga­dóttur í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í háskóla-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu í dag.

Ásdís Halla hefur verið við­loð­andi ráðu­neytið und­an­farna mán­uði, en í byrjun des­em­ber var hún ráðin verk­efn­is­stjóri við und­ir­bún­ing ráðu­neyt­is­ins, sem varð til með lögum um ára­mót. Síðan var hún sett tíma­bundið sem ráðu­neyt­is­stjóri til þriggja mán­aða frá 1. febr­ú­ar, en þá ráð­stöfun sagði umboðs­maður Alþingis reyndar ekki í sam­ræmi við lög, í áliti sem kom út 4. mar­s.

Umsókn­ar­frestur um emb­ættið rann út 28. febr­ú­ar, en alls sótt­ust 8 manns eftir emb­ætt­inu. Á meðal ann­­­arra umsækj­enda um emb­ættið var Sig­ríður Auður Arn­­­ar­dótt­ir, sem verið hefur ráðu­­­neyt­is­­­stjóri í umhverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­­­neyt­inu und­an­farin sjö ár. Aðrir umsækj­endur voru Borg­hildur Ein­­­ar­s­dóttir for­­­stjóri, Elmar Hall­gríms Hall­gríms­­­son fram­­­kvæmda­­­stjóri, Huld Magn­ús­dóttir fram­­­kvæmda­­­stjóri, Katrín Olga Jóhann­es­dóttir fram­­­kvæmda­­­stjóri, Ragn­hildur Ágústs­dóttir sölu­­­stjóri og Sig­­­urður Erlings­­­son við­­­skipta­fræð­ing­­­ur.

Tveir metnir hæf­astir af hæfn­is­nefnd en ráð­herra átti loka­orðið

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins kemur fram að hæfn­is­nefnd hafi metið tvo umsækj­endur hæf­asta til þess að gegna emb­ætt­inu.

„Ráð­herra boð­aði í fram­haldi við­kom­andi til við­tals og var það mat ráð­herra að Ásdís Halla væri hæfust umsækj­enda til að taka við emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra. Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, var settur ráðu­neyt­is­stjóri til þess að ann­ast skip­un­ar­ferlið,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Ásdís Halla lauk meistara­gráðu í opin­berri stjórn­sýslu frá Harvard háskóla árið 2000 og MBA gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík árið 2008. Árið 1990 lauk hún BA námi í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands.

Hún var meðal ann­ars verið bæj­ar­stjóri í Garðabæ í um 5 ár, for­stjóri BYKO, aðstoð­ar­maður mennta­mála­ráð­herra, átt sæti í háskóla­ráði Háskól­ans í Reykja­vík, háskóla­ráði Kenn­ara­há­skól­ans og setið í stjórn NOVA.

„Síð­ustu ár hefur hún komið að stofnun og rekstri far­sælla nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­þjón­ustu ásamt því að sinna rit­störf­um. Þá hefur Ásdís Halla víð­tæka reynslu af stefnu­mótun og áætl­ana­gerð bæði í störfum sínum hjá hinu opin­bera og úr atvinnu­líf­inu. Hún hefur mikla reynslu sem stjórn­andi, hefur borið ábyrgð á fjöl­breyttum rekstri og stýrt fjölda starfs­manna frá árinu 2000. Ásdís Halla hefur góða og fjöl­breytta þekk­ingu á mála­flokkum ráðu­neyt­is­ins, skýra fram­tíð­ar­sýn fyrir nýtt ráðu­neyti og breytt verk­lag,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sonur mannsins með leppinn: „Svona flúði ég vígasamtök föður míns“
Dakota Adams, sonur leiðtoga vígasamtakanna the Oath Keepers, ólst upp við að heimsendir væri í nánd og að öruggast væri að klæðast herklæðum og eiga sem flestar byssur. Dakota tókst að frelsa móður sína og yngri systkini frá heimilisföðurnum.
Kjarninn 5. desember 2022
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf hjá Veitum.
Aðstoðarmaður borgarstjóra ráðinn, án auglýsingar, í nýja yfirmannsstöðu hjá Veitum
Pétur Krogh Ólafsson hefur verið ráðinn í nýtt starf þróunar- og viðskiptastjóra hjá Veitum, dótturfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. Starfið var ekki auglýst, samkvæmt svari sem Kjarninn fékk frá Orkuveitunni.
Kjarninn 5. desember 2022
María Heimisdóttir.
María hættir – Vill ekki taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun
María Heimisdóttir hefur sagt upp störfum sem forstjóri Sjúkratrygginga Íslands. Hún segist ekki vilja taka ábyrgð á vanfjármagnaðri stofnun.
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Migration and Integration in the Era of Climate Change
Kjarninn 5. desember 2022
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Fólksflutningar og samþætting á tímum loftslagsbreytinga
Kjarninn 5. desember 2022
Helga Árnadóttir hannar og myndskreytir Lestar Flóðhesta
Lestrar Flóðhestar eru fjölskylduverkefni
Lestrar Flóðhestar eru ný spil fyrir börn sem eru að taka sín fyrstu skref í lestri. „Okkur fannst vanta eitthvað fjörugt og skemmtilegt í lestrarúrvalið fyrir byrjendur,“ segir Helga Árnadóttir sem hannar og myndskreytir spilin.
Kjarninn 5. desember 2022
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
„Þetta er bara eins og að fara með rangt barn heim af róló“
Guðmundur Björgvin Helgason ríkisendurskoðandi skaut föstum skotum að forsvarsmönnum Bankasýslunnar á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar og sakaði Lárus Blöndal um að hafa talað gegn betri vitund er hann sjálfur kom fyrir nefndina.
Kjarninn 5. desember 2022
Þórður Snær Júlíusson
Er Tene nýju flatskjáirnir eða eru kerfin og þeir sem stjórna þeim kannski vandamálið?
Kjarninn 5. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent