Ásdís Halla skipuð ráðuneytisstjóri í ráðuneyti Áslaugar

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, hefur skipað Ásdísi Höllu Bragadóttur í embætti ráðuneytisstjóra í háskóla-, iðnaðar og nýsköpunarráðuneytinu.

Ásdís Halla Bragadóttir verður áfram í embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneyti.
Ásdís Halla Bragadóttir verður áfram í embætti ráðuneytisstjóra í hinu nýja ráðuneyti.
Auglýsing

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, háskóla-, iðn­að­ar- og nýsköp­un­ar­ráð­herra, hefur skipað Ásdísi Höllu Braga­dóttur í emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra í háskóla-, iðn­aðar og nýsköp­un­ar­ráðu­neyt­inu. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá ráðu­neyt­inu í dag.

Ásdís Halla hefur verið við­loð­andi ráðu­neytið und­an­farna mán­uði, en í byrjun des­em­ber var hún ráðin verk­efn­is­stjóri við und­ir­bún­ing ráðu­neyt­is­ins, sem varð til með lögum um ára­mót. Síðan var hún sett tíma­bundið sem ráðu­neyt­is­stjóri til þriggja mán­aða frá 1. febr­ú­ar, en þá ráð­stöfun sagði umboðs­maður Alþingis reyndar ekki í sam­ræmi við lög, í áliti sem kom út 4. mar­s.

Umsókn­ar­frestur um emb­ættið rann út 28. febr­ú­ar, en alls sótt­ust 8 manns eftir emb­ætt­inu. Á meðal ann­­­arra umsækj­enda um emb­ættið var Sig­ríður Auður Arn­­­ar­dótt­ir, sem verið hefur ráðu­­­neyt­is­­­stjóri í umhverf­is-, orku- og loft­lags­ráðu­­­neyt­inu und­an­farin sjö ár. Aðrir umsækj­endur voru Borg­hildur Ein­­­ar­s­dóttir for­­­stjóri, Elmar Hall­gríms Hall­gríms­­­son fram­­­kvæmda­­­stjóri, Huld Magn­ús­dóttir fram­­­kvæmda­­­stjóri, Katrín Olga Jóhann­es­dóttir fram­­­kvæmda­­­stjóri, Ragn­hildur Ágústs­dóttir sölu­­­stjóri og Sig­­­urður Erlings­­­son við­­­skipta­fræð­ing­­­ur.

Tveir metnir hæf­astir af hæfn­is­nefnd en ráð­herra átti loka­orðið

Í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins kemur fram að hæfn­is­nefnd hafi metið tvo umsækj­endur hæf­asta til þess að gegna emb­ætt­inu.

„Ráð­herra boð­aði í fram­haldi við­kom­andi til við­tals og var það mat ráð­herra að Ásdís Halla væri hæfust umsækj­enda til að taka við emb­ætti ráðu­neyt­is­stjóra. Guð­mundur Árna­son, ráðu­neyt­is­stjóri í fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neyt­inu, var settur ráðu­neyt­is­stjóri til þess að ann­ast skip­un­ar­ferlið,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Auglýsing

Ásdís Halla lauk meistara­gráðu í opin­berri stjórn­sýslu frá Harvard háskóla árið 2000 og MBA gráðu frá Háskól­anum í Reykja­vík árið 2008. Árið 1990 lauk hún BA námi í stjórn­mála­fræði frá Háskóla Íslands.

Hún var meðal ann­ars verið bæj­ar­stjóri í Garðabæ í um 5 ár, for­stjóri BYKO, aðstoð­ar­maður mennta­mála­ráð­herra, átt sæti í háskóla­ráði Háskól­ans í Reykja­vík, háskóla­ráði Kenn­ara­há­skól­ans og setið í stjórn NOVA.

„Síð­ustu ár hefur hún komið að stofnun og rekstri far­sælla nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækja í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­þjón­ustu ásamt því að sinna rit­störf­um. Þá hefur Ásdís Halla víð­tæka reynslu af stefnu­mótun og áætl­ana­gerð bæði í störfum sínum hjá hinu opin­bera og úr atvinnu­líf­inu. Hún hefur mikla reynslu sem stjórn­andi, hefur borið ábyrgð á fjöl­breyttum rekstri og stýrt fjölda starfs­manna frá árinu 2000. Ásdís Halla hefur góða og fjöl­breytta þekk­ingu á mála­flokkum ráðu­neyt­is­ins, skýra fram­tíð­ar­sýn fyrir nýtt ráðu­neyti og breytt verk­lag,“ segir í til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent