Trúnaðarmenn starfsfólks Eflingar segja hópuppsögnina ranga og ónauðsynlega

Trúnaðarmenn starfsfólks hjá Eflingu, sem tóku þátt í samráðsferli með lögmanni stjórnar Eflingar vegna hópuppsagnar stéttarfélagsins, segjast ekki geta sagt að um samráð hafi verið að ræða. Enginn vilji hafi verið til breytinga né mildunar á hópuppsögn.

Efling: Samstöðufundur 8. mars 2019 - Verkfall hótelstarfsmanna
Auglýsing

Trún­að­ar­menn Efl­ingar og VR, sem hafa und­an­farna daga átt fundi með lög­manni stjórnar Efl­ingar vegna fyr­ir­hug­aðrar hóp­upp­sagnar starfs­manna stétt­ar­fé­lags­ins, segj­ast telja að ekk­ert af yfir­lýstum mark­miðum stjórnar Efl­ingar krefj­ist þess að öllu starfs­fólki stétt­ar­fé­lags­ins verði sagt upp.

Þetta kemur fram í yfir­lýs­ingu frá trún­að­ar­mönn­un­um, þeim Ölmu Pálma­dóttur og Gabríel Benja­min, sem hafa sent til fjöl­miðla form­lega bókun þeirra og lög­manns sem tók þátt í sam­ráðs­ferl­inu fyrir hönd stjórnar Efl­ing­ar.

Þau Alma og Gabríel segj­ast ekki lengur telja sig bundin trún­aði um það sam­ráðs­ferli sem þau tóku þátt í sem trún­að­ar­menn starfs­manna hjá Efl­ingu, en til­gangur þess sam­kvæmt lögum er að „forð­ast hóp­upp­sagnir eða fækka starfs­mönnum sem fyrir þeim verða og draga úr afleið­ingum með hjálp félags­legra aðgerða“.

Í yfir­lýs­ingu þeirra segir að þau sem trún­að­ar­menn hafi farið á þessa fundi með „opnum hug“ og að þau hafi reynt „eftir fremsta megni að leita leiða til þess að kom­ast hjá þessum hóp­upp­sögnum eða milda þær.“

Auglýsing

„Við gáfum til kynna að við tækjum allar til­lögur alvar­lega og reyndum að vera sam­starfs­fús til lausna. Ekk­ert varð úr því. Við getum ekki sagt að um sam­ráð hafi verið um að ræða í skiln­ingi laga um hóp­upp­sagn­ir, engin vilji var til breyt­inga eða mild­unar á hóp­upp­sögn heldur ein­hliða ákvörðun sem er röng, óskyn­sam­leg og með öllu ónauð­syn­leg. Gefnar voru upp ástæður sem fólust í breyt­ingum á ráðn­ing­ar­kjörum og til að upp­fylla skil­yrði varð­andi jafn­launa­vott­un. Þessar ástæður eru ekki byggðar á rökum og halda engu vatn­i,“ segir í yfir­lýs­ingu þeirra Ölmu og Gabrí­els.

Lýstu and­stöðu við upp­sagn­irnar

Þau segja að full­yrð­ingar Sól­veigar Önnu Jóns­dóttur for­manns Efl­ing­ar, um að sam­komu­lag hafi náðst um fram­kvæmd hóp­upp­sagn­ar, séu rangar með öllu, en í bók­un­inni sem þau láta fylgja með segir að trún­að­ar­menn­irnir lýsi yfir and­stöðu við hóp­upp­sögn­ina og að þau telji ekk­ert því til fyr­ir­stöðu að ná yfir­lýstum mark­miðum stjórnar með öðrum hætt­i.

„Þegar ljóst var að ekki væri hægt að koma í veg fyrir eða milda þessar aðgerðir hófst sam­tal um hvernig mætti standa að þeim og úr því varð bók­un. Í þeirri bókun ítrek­uðum við and­mæli okkar við hóp­upp­sögn­ina en komumst að sam­komu­lagi um fjögur atriði varð­andi upp­sagn­irn­ar,“ segja þau Alma og Gabrí­els og bæta því við að þau hefðu, eftir á að hyggja, viljað að hverjum og einum starfs­manni yrði afhent upp­sögnin af hendi for­manns.

Sól­veig Anna greindi fyrr í dag frá þessum fjórum atriðum sem sam­komu­lag náð­ist um, en þau fela í sér að starfs­­menn sem þess óska verði leystir undan vinn­u­­skyldu síð­­asta mánuð upp­­sagn­­ar­frests, öllum starfs­­mönnum verði tryggður að lág­­marki 3 mán­aða upp­­sagn­­ar­frest­­ur, einnig þeim sem ekki hafa áunnið sér hann, að Efl­ing muni falla frá rétt­indum og skyldum í til­­vikum þar sem starfs­­maður óskar að ganga í annað starf áður en upp­­sagn­­ar­frestur er lið­inn og að starfs­­fólki Efl­ingar verði veitt svig­­rúm til að sækj­­ast eftir öðrum störfum á upp­­sagn­­ar­fresti óski það þess.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent