Nýr ríkisendurskoðandi verður kosinn fyrir sumarfrí Alþingis

Fyrsti varaforseti Alþingis er bjartsýn á að nýr ríkiendurskoðandi verði kosinn á Alþingi fyrir þingfrestun sem áætluð er í lok vikunnar. Ríkisendurskoðun hyggst skila Alþingi skýrslu um úttekt embættisins á sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka í lok júní.

For­sætis­nefnd hyggst gera til­lögu til þings­ins um ein­stak­ling til að gegna emb­ætt­i ríkisendurskoðanda, sem svo verður kjör­inn á þing­fundi, fyrir þingfrestun sem áætluð er í lok vikunnar.
For­sætis­nefnd hyggst gera til­lögu til þings­ins um ein­stak­ling til að gegna emb­ætt­i ríkisendurskoðanda, sem svo verður kjör­inn á þing­fundi, fyrir þingfrestun sem áætluð er í lok vikunnar.
Auglýsing

„Það mun draga til tíð­inda fljót­lega,“ segir Oddný G. Harð­ar­dótt­ir, 1. vara­for­seti Alþing­is, nefnd­ar­maður í for­sætis­nefnd og þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, í sam­tali við Kjarn­ann, aðspurð hvort nýr rík­is­end­ur­skoð­andi verði kos­inn á Alþingi áður en þingið fer í sum­ar­frí.

­Sér­stök ráð­gjaf­ar­nefnd var skipuð í byrjun apríl vegna kosn­ingar rík­is­end­ur­skoð­anda sem fyr­ir­huguð var í maí. Svo varð ekki en Oddný seg­ist bjart­sýn á að nýr rík­is­end­ur­skoð­andi verði kos­inn áður en þingi verði frestað. „Ég hef fulla trú á því,“ segir Odd­ný.

Þor­­geir Örlygs­­son, fyrr­ver­andi hæsta­rétt­­ar­­dóm­­ari, Stefán Svav­­­ar­s­­son, lög­­giltur end­­ur­­skoð­andi, og Katrín D. Ólafs­dótt­ir, sér­­fræð­ingur í mannauðs­­málum og fram­­kvæmda­­stjóri Hag­vangs, skipa ráð­gjaf­­ar­­nefnd vegna kosn­­ingar rík­­is­end­­ur­­skoð­anda. Þor­­geir er jafn­­framt for­­maður nefnd­­ar­inn­­ar.

Auglýsing

Ásamt Odd­nýju hafa tveir nefnd­­ar­­menn for­­sæt­is­­nefnd­ar, Birgir Ármanns­­son, for­­seti Alþing­is, og Líneik Anna Sæv­­ar­s­dótt­ir, 2. vara­­for­­seti, starfað náið með ráð­gjaf­­ar­­nefnd­inni. Áætlað var að nýr rík­­is­end­­ur­­skoð­andi yrði kos­inn í maí.

„Það eru ákveðnar reglur sem við förum eftir sem for­sætis­nefnd hefur sett sér þegar verið er að kjósa um rík­is­end­ur­skoð­anda. Það var skipuð ráð­gjafa­nefnd, hún gaf okkur ráð og við vinnum svo áfram með þau ráð. For­sætis­nefnd kemur svo með til­lögur en þetta er allt í ferli,“ segir Oddný í sam­tali við Kjarn­ann.

Starf­andi rík­is­end­ur­skoð­andi meðal umsækj­enda

Guð­­mundur B. Helga­­son stjórn­­­mála­fræð­ingur er starf­andi rík­­is­end­­ur­­skoð­andi eftir að Skúli Egg­ert Þórð­­ar­­son, sem skip­aður var rík­­is­end­­ur­­skoð­andi 2018, tók við emb­ætti ráðu­­neyt­is­­stjóra í menn­ing­­ar- og við­­skipta­ráðu­­neyt­inu 1. febr­­ú­­ar.

Guðmundur Björgvin Helgason, starfandi ríkisendurskoðandi. Mynd: Ríkisendurskoðun

Í kjöl­farið fól for­­seti Alþingis Guð­­mundi að gegna starfi rík­­is­end­­ur­­skoð­anda þar til kosn­­ing nýs rík­­is­end­­ur­­skoð­anda hefur farið fram á Alþingi. Guð­­mundur Björg­vin er stað­­geng­ill rík­­is­end­­ur­­skoð­anda en hann er sviðs­­stjóri hjá Rík­­is­end­­ur­­skoðun og for­­stöð­u­­maður skrif­­stofu emb­ætt­is­ins á Akur­eyri. Hann var áður ráðu­­neyt­is­­stjóri í land­­bún­­að­­ar­ráðu­­neyti og mannauðs­­stjóri hjá Flótta­­manna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna í Jórdan­­íu.

Guð­mundur er í hópi 12 umsækj­enda um emb­ætti rík­is­end­ur­skoð­anda. Sam­­kvæmt lögum mun for­­sæt­is­­nefnd nú gera til­­lögu til þings­ins um ein­stak­l­ing til að gegna emb­ætt­inu, sem svo verður kjör­inn á þing­fundi. Alþingi kýs rík­­is­end­­ur­­skoð­anda til sex ára í senn, en heim­ilt er að end­­ur­kjósa sama ein­stak­l­ing einu sinn­i.

„Þetta er skrýt­inn vinnu­stað­ur“

Að sögn Odd­nýjar stefnir For­sætis­nefnd að því að kosið verði um nýjan rík­is­end­ur­skoð­anda áður en þingi verður frestað fyrir sum­ar­frí. Sam­kvæmt starfs­á­ætlun þings­ins er síð­asti þing­fundur fyrir þing­frestun áætl­aður á fimmtu­dag. Oddný telur að þingið muni starfa fram í þar næstu viku.

Oddný G. Harðardóttir, fyrsti varaforseti Alþingis.

„Al­gjör­lega ábyrgð­ar­laust, en af reynsl­unni, þá verður þetta klárað fyrir 16. júní, af því að þá þarf að taka til í þing­hús­inu, þetta eru bara praktískar ástæð­ur. Ég held það, en hvað veit ég, þetta er skrýt­inn vinnu­stað­ur,“ segir Odd­ný. Auk þess segir hún stórt ágrein­ings­mál bíða umfjöll­un­ar, útlend­inga­frum­varp Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra.

„En það er auð­vitað verið að vinna í því og reyna að lenda því,“ segir Odd­ný. Sam­fylk­ing, Við­reisn og Flokkur fólks­ins hafa lagt fram sex ítar­legar breyt­ing­ar­til­lögur á útlend­inga­frum­varpi dóms­mála­ráð­herra í því skyni að liðka fyrir samn­ingum um þing­lok. Píratar vildu ekki vera með vegna þess að þeir vilja ekki semja um mál­ið.

Kosn­ing nýs rík­is­end­ur­skoð­anda hefur ekki áhrif á úttekt emb­ætt­is­ins á söl­unni á hlut í Íslands­banka

Rík­is­end­ur­skoðun stefnir á að skila Alþingi sýrslu um úttekt emb­ætt­is­ins á útboði og sölu rík­is­ins á hlut í Íslands­banka í síð­ustu viku þessa mán­að­ar. „Við gerum því enn ráð fyrir að senda Alþingi skýrslu fyrir lok mán­að­ar­ins,“ segir Guð­mundur Björg­vin Helga­son, starf­andi rík­is­end­ur­skoð­andi, við skrif­legri fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Hann segir kosn­ingu nýs rík­is­end­ur­skoð­anda ekki hafa áhrif á yfir­stand­andi verk­efni emb­ætt­is­ins.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Korn frá Úkraínu loks á leið til Afríku á barmi hungursneyðar
Flutningaskip á vegum Sameinuðu þjóðanna er á leið til Afríku með fullan farm af korni frá Úkraínu. Um er að ræða fyrstu kornflutninga frá Úkraínu til Afríku síðan Rússland réðst inn í Úkraínu.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vindmyllurnar sem yrðu notaðar í vindorkuverið í Hvalfirði yrðu um 250 metrar á hæð. Þær yrðu á fjalli sem er 647 metrar á hæð og því sjást mjög víða að.
Vindorkuverið hefði „veruleg áhrif á ásýnd“ Hvalfjarðar og nágrennis
Hvalfjörður er þekktur fyrir fjölbreytt og fallegt landslag. Stofnanir segja „mjög vandasamt“ að skipuleggja svo stórt inngrip sem vindorkuver er á slíku svæði og að það yrði „mikil áskorun“ að ná sátt um byggingu þess.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Mikið var látið með HBO Max þegar streymisþjónustan var kynnt til leiks vorið 2020 og hún auglýst gríðarlega.
Bylting á HBO Max veldur því að veitan kemur seinna til Íslands og efnisframboð minnkar
Bið Íslendinga eftir HBO Max mun lengjast um rúm tvö ár. Ástæðan er sameining móðurfélags HBO við fjölmiðlarisann Discovery. Ný stjórn er í brúnni og allt virðist vera gert til að spara pening.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Kristjanía er eins konar undraland í miðri Kaupmannahöfn.
Kristjaníubúar fá tilboð
Danska ríkið hefur gert íbúum Kristjaníu tilboð sem felur í sér umtalsverðar breytingar frá núverandi skipulagi. Íbúum „fríríkisins“ myndi fjölga talsvert ef breytingarnar ganga eftir. Samningaviðræður milli íbúanna og ríkisins standa yfir.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands birti samkomulag um sátt við FX Iceland í liðinni viku.
Fékk 2,7 milljóna króna sekt fyrir margháttuð og alvarleg brot á peningaþvættislögum
Annmarkar voru á flestum þáttum starfsemi gjaldeyrisskiptamiðstöðvar sem hóf starfsemi snemma árs 2020. Fyrirtækið stundaði meðal annars áfram viðskipti við aðila eftir að peningaþvættiseftirlitið hafði sent tilkynningu um grunsamleg viðskipti þeirra.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Um er að ræða enn eitt skrefið í margþættri rannsókn á tilraunum Trump til þess að halda völdum.
Geymdi háleynileg gögn heima hjá sér
Meðal þess sem alríkislögreglan lagði hald á í húsleit á heimili Donalds Trump voru háleynileg gögn sem ekki má opna nema undir öryggisgæslu innan ríkisstofnana Bandaríkjanna.
Kjarninn 13. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent