Sáttarhönd þriggja stjórnarandstöðuflokka í útlendingamálinu felur í sér miklar breytingar

Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa lagt fram sex ítarlegar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar í því skyni að liðka fyrir samningum um þinglok. Píratar vildu ekki vera með vegna þess að þeir vilja ekki semja um málið.

Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar hafa lagt fram sex ítar­legar og umfangs­miklar breyt­ing­ar­til­lögur á frum­varpi Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra til breyt­inga á útlend­inga­lög­um. Til­lög­urnar voru lagðar fram eftir að Jón leit­aði sam­tali við and­stöðu­flokka á þingi við að koma frum­varp­inu í gegn og ljúka þing­störf­um, en þing­lok eru áætluð á föstu­dag. Meg­in­þorri stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna hefur hingað til neitað að semja um þing­lok nema að frum­varp­inu verði breytt veru­lega eða það ein­fald­lega dregið til baka.

Til­lög­unum var komið til Jóns í gær og for­menn þing­flokka allra þeirra stjórn­mála­flokka sem sitja á Alþingi eru einnig með þær undir hönd­um.

Það er ekki ein­ungis innan raða þeirra sem and­staða er við frum­varp Jóns. Þing­flokkur Vinstri grænna afgreiddi það til að mynda með fyr­ir­vara. Mjög langt er á milli yfir­lýstrar útlend­inga­stefnu flokks Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og þeirrar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rek­ur. Stutt er síðan að Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, sá sig knú­inn til að mæta í tíu­fréttir RÚV til að segja að Jón Gunn­ars­son væri að segja ósatt þegar hann sagði að sam­staða væri innan rík­is­stjórn­ar­innar um brott­vísun stórs hóps flótta­manna sem hefur ekki verið hægt að senda burt vegna Covid-19 tengdra mála. Guð­mundur Ingi, sem er vara­for­maður Vinstri grænna, sagð­ist ekki ánægður með þá veg­ferð sem Jón væri á í mál­inu og að hann, og fleiri ráð­herr­ar, hefðu gert alvar­legar athuga­semdir við hana á rík­is­stjórn­ar­fundi.

Útlend­ingapóli­tík sitj­andi dóms­mála­ráð­herra er gríð­ar­lega óvin­sæl í gras­rót Vinstri grænna og sú ólga bæt­ist við banka­sölu­hneykslið sem hefur gengið mjög á póli­tíska inn­eign flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra. Kann­anir sýna að Katrín hefur tapað um fjórð­ungi þess trausts sem hún naut í lok síð­asta árs og fjöldi þeirra sem van­treysta henni hefur næstum tvö­fald­ast á sama tíma. Í nýj­ustu könnun Gallup mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn hennar sá allra minnsti sem hann hefur mælst frá því að hún sett­ist að völdum síðla árs 2017 og fylgi Vinstri grænna hefur ekki mælst minna síðan á fyrstu vik­unum eftir að Katrín tók við sem for­m­aður vorið 2013. 

Logi fund­aði með Jóni

Við­mæl­endur Kjarn­ans eru sam­mála um að það sé því ekki ein­ungis stjórn­ar­and­staðan sem stendur í vegi fyrir fram­gangi frum­varps Jóns. Veru­legur þrýst­ingur sé á Jón innan úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, meðal ann­ars úr hans eigin flokki, að breyta frum­varp­inu þannig að það geti náð í gegn.

Auglýsing
Staðan á stjórn­ar­heim­il­inu er enda við­kvæm­ari en nokkru sinni fyrr, sem sést best á nán­ast linnu­lausum skeyta­send­ingum milli ráð­herra í gegnum fjöl­miðla, nú síð­ast vegna frum­varps um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar. 

Jón sagði við RÚV á laug­ar­dag að hann hefði rætt við stjórn­ar­and­stöð­una um að vinna að lausn og fá efn­is­legar athuga­semdir um ákveðna þætti frum­varps­ins. „Þannig að ég hef rétt fram sátt­ar­hönd og átt fundi með ákveðnum for­svars­mönnum úr stjórn­ar­and­stöð­unni. þau eru að skoða þau mál núna. Ég vona að það verði tekið í þessa sátt­ar­hönd og að við getum sýnt sam­stöðu um að klára þessi mál vegna þess að það er mjög mik­il­vægt að koma á þess­ari skil­virkni gagn­vart því fólki sem hingað leitar í þágu Þeirra sem raun­veru­lega þurfa á vernd að halda.“

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Logi Ein­ars­son og starfs­maður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­innar hafi meðal ann­ars átt fund með Jóni nýverið þar sem reynt var að semja um leiðir til að koma útlend­inga­frum­varpi Jóns í gegnum þing­ið.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fundaði með Jóni vegna málsins. Mynd: Bára Huld Beck.

Í gær lágu loks fyrir þær til­lögur sem þrír flokkar úr stjórn­ar­and­stöð­unni: Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Flokkur fólks­ins, sögðu að Jón þyrfti að taka til­lit til ef það ætti að geta komið frum­varp­inu í gegn og ljúka þing­störf­um. Píratar standa ekki að þeim til­lögum sökum þess að þeir eru ein­fald­lega á móti þeirri aðferða­fræði að semja við Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra um nið­ur­stöðu máls­ins. 

Umfangs­miklar breyt­ingar

Í til­lög­un­um, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, eru sex umfangs­miklar breyt­inga­til­lögur á frum­varp­inu, nokkrar með und­ir­lið­um. Í fyrsta lagi er lagt til breyt­ing þess efnis að útlend­ingur sem fengið hefur end­an­lega synjun á umsókn sinni um vernd njóti áfram þjón­ustu þar til hann yfir­gefur land­ið, en missi hana ekki eftir 30 daga líkt og frum­varp Jóns segir til um. Slík nið­ur­fell­ing rétt­inda veltir ábyrgð­inni alfarið yfir á sveit­ar­fé­lögin sem verða að veita útlend­ingi í neyð lág­marks­að­stoð sem og brýtur harka­lega á rétti þeirra ein­stak­linga sem stöðu sinnar vegna geta ekki yfir­gefið landið vegna skorts á ferða­heim­ild. 

Í öðru lagi eru lagðar til breyt­ingar um að umsækj­endur um alþjóð­lega vernd njóti áfram lág­marks­verndar stjórn­sýslu­laga um end­ur­upp­töku máls vegna nýrra gagna eða upp­lýs­inga.

Auglýsing
Í þriðja lagi er lagt til sú breyt­ing að umsækj­endur sem telj­ist vera í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu fái umsókn sína tekna til efn­is­með­ferðar og að tekið verði út úr frum­varp­inu að aðrir en umsækj­andi geti verið valdir því að umsækj­andi njóti ekki þeirra rétt­inda að fá mál sitt tekið til efn­is­með­ferðar hafi hann dvalið hér lengur en 12 mán­uði. Til að auka skil­virkni í kerf­inu er lagt til að umsóknir ein­stak­linga, sem fengið hafa vernd í öðru ríki, en hafa fengið umsókn sína tekna til efn­is­með­ferðar þar sem þeir telj­ast vera í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu eða hafa sér­stök tengsl við land­ið, sæti for­gangs­með­ferð, enda hefur flótta­manna­staða þeirra þegar verið við­ur­kennd.

Vilja að fram­komnar til­lögur verði felldar inn í frum­varpið

Í fjórða lagi er lögð til sú breyt­ing að réttur kvótaflótta­fólks til fjöl­skyldu­sam­ein­ingar hér á landi sé til jafns við rétt ann­arra sem hér hafa fengið vernd. Í fimmta lagi á umsækj­andi um alþjóð­lega vernd, sem ekki hefur tek­ist að end­ur­senda/brott­vísa til ann­ars ríkis innan tveggja ára frá umsókn, að eiga kost á að sækja um dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum ásamt atvinnu­leyfi. Rökin fyrir þessu eru ann­ars vegar mannúð því fólk þarf ella að lifa á jaðri sam­fé­lags­ins árum saman þar sem ekki er hægt að flytja við­kom­andi af land­inu og hins vegar skil­virkni fyrir kerfið sem ann­ars þarf að styðja við­kom­andi fjár­hags­lega um alla fram­tíð. 

Í sjötta og síð­asta lagi vilja stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir þrír að lagðar verði inn í frum­varpið áður fram­komnar til­lögur þeirra þriggja og Pírata til verndar þeim hópi flótta­fólks sem hér hefur ílengst vegna Covid-19 tak­mark­ana síð­ast­liðin tvö ár. Þær til­lög­ur, sem voru settar fram í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem dreift var í síð­ustu viku, fólu í sér að dráttur sem orðið hefur á brott­flutn­ingi, sem kom til vegna heims­far­ald­urs, verði ekki sagður á ábyrgð umsækj­enda sjálfra. Þannig njóti þeir sömu rétt­inda og aðrir í sömu stöðu, þannig að þeir flótta­menn sem hafa dvalið hér í 12 og 18 mán­uði eftir að nið­ur­staða er komin í mál þeirra fái hér ann­ars vegar efn­is­með­ferð og hins vegar dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar