Sáttarhönd þriggja stjórnarandstöðuflokka í útlendingamálinu felur í sér miklar breytingar

Samfylking, Viðreisn og Flokkur fólksins hafa lagt fram sex ítarlegar breytingartillögur á útlendingafrumvarpi Jóns Gunnarssonar í því skyni að liðka fyrir samningum um þinglok. Píratar vildu ekki vera með vegna þess að þeir vilja ekki semja um málið.

Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Auglýsing

Þrír stjórn­ar­and­stöðu­flokkar hafa lagt fram sex ítar­legar og umfangs­miklar breyt­ing­ar­til­lögur á frum­varpi Jóns Gunn­ars­sonar dóms­mála­ráð­herra til breyt­inga á útlend­inga­lög­um. Til­lög­urnar voru lagðar fram eftir að Jón leit­aði sam­tali við and­stöðu­flokka á þingi við að koma frum­varp­inu í gegn og ljúka þing­störf­um, en þing­lok eru áætluð á föstu­dag. Meg­in­þorri stjórn­ar­and­stöðu­flokk­anna hefur hingað til neitað að semja um þing­lok nema að frum­varp­inu verði breytt veru­lega eða það ein­fald­lega dregið til baka.

Til­lög­unum var komið til Jóns í gær og for­menn þing­flokka allra þeirra stjórn­mála­flokka sem sitja á Alþingi eru einnig með þær undir hönd­um.

Það er ekki ein­ungis innan raða þeirra sem and­staða er við frum­varp Jóns. Þing­flokkur Vinstri grænna afgreiddi það til að mynda með fyr­ir­vara. Mjög langt er á milli yfir­lýstrar útlend­inga­stefnu flokks Katrínar Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og þeirrar sem Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn rek­ur. Stutt er síðan að Guð­mundur Ingi Guð­brands­son, félags- og vinnu­mark­aðs­ráð­herra, sá sig knú­inn til að mæta í tíu­fréttir RÚV til að segja að Jón Gunn­ars­son væri að segja ósatt þegar hann sagði að sam­staða væri innan rík­is­stjórn­ar­innar um brott­vísun stórs hóps flótta­manna sem hefur ekki verið hægt að senda burt vegna Covid-19 tengdra mála. Guð­mundur Ingi, sem er vara­for­maður Vinstri grænna, sagð­ist ekki ánægður með þá veg­ferð sem Jón væri á í mál­inu og að hann, og fleiri ráð­herr­ar, hefðu gert alvar­legar athuga­semdir við hana á rík­is­stjórn­ar­fundi.

Útlend­ingapóli­tík sitj­andi dóms­mála­ráð­herra er gríð­ar­lega óvin­sæl í gras­rót Vinstri grænna og sú ólga bæt­ist við banka­sölu­hneykslið sem hefur gengið mjög á póli­tíska inn­eign flokks­ins og for­sæt­is­ráð­herra. Kann­anir sýna að Katrín hefur tapað um fjórð­ungi þess trausts sem hún naut í lok síð­asta árs og fjöldi þeirra sem van­treysta henni hefur næstum tvö­fald­ast á sama tíma. Í nýj­ustu könnun Gallup mæld­ist stuðn­ingur við rík­is­stjórn hennar sá allra minnsti sem hann hefur mælst frá því að hún sett­ist að völdum síðla árs 2017 og fylgi Vinstri grænna hefur ekki mælst minna síðan á fyrstu vik­unum eftir að Katrín tók við sem for­m­aður vorið 2013. 

Logi fund­aði með Jóni

Við­mæl­endur Kjarn­ans eru sam­mála um að það sé því ekki ein­ungis stjórn­ar­and­staðan sem stendur í vegi fyrir fram­gangi frum­varps Jóns. Veru­legur þrýst­ingur sé á Jón innan úr rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um, meðal ann­ars úr hans eigin flokki, að breyta frum­varp­inu þannig að það geti náð í gegn.

Auglýsing
Staðan á stjórn­ar­heim­il­inu er enda við­kvæm­ari en nokkru sinni fyrr, sem sést best á nán­ast linnu­lausum skeyta­send­ingum milli ráð­herra í gegnum fjöl­miðla, nú síð­ast vegna frum­varps um end­ur­greiðslur vegna kvik­mynda­gerð­ar. 

Jón sagði við RÚV á laug­ar­dag að hann hefði rætt við stjórn­ar­and­stöð­una um að vinna að lausn og fá efn­is­legar athuga­semdir um ákveðna þætti frum­varps­ins. „Þannig að ég hef rétt fram sátt­ar­hönd og átt fundi með ákveðnum for­svars­mönnum úr stjórn­ar­and­stöð­unni. þau eru að skoða þau mál núna. Ég vona að það verði tekið í þessa sátt­ar­hönd og að við getum sýnt sam­stöðu um að klára þessi mál vegna þess að það er mjög mik­il­vægt að koma á þess­ari skil­virkni gagn­vart því fólki sem hingað leitar í þágu Þeirra sem raun­veru­lega þurfa á vernd að halda.“

Heim­ildir Kjarn­ans herma að Logi Ein­ars­son og starfs­maður þing­flokks Sam­fylk­ing­ar­innar hafi meðal ann­ars átt fund með Jóni nýverið þar sem reynt var að semja um leiðir til að koma útlend­inga­frum­varpi Jóns í gegnum þing­ið.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, fundaði með Jóni vegna málsins. Mynd: Bára Huld Beck.

Í gær lágu loks fyrir þær til­lögur sem þrír flokkar úr stjórn­ar­and­stöð­unni: Sam­fylk­ing­in, Við­reisn og Flokkur fólks­ins, sögðu að Jón þyrfti að taka til­lit til ef það ætti að geta komið frum­varp­inu í gegn og ljúka þing­störf­um. Píratar standa ekki að þeim til­lögum sökum þess að þeir eru ein­fald­lega á móti þeirri aðferða­fræði að semja við Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra um nið­ur­stöðu máls­ins. 

Umfangs­miklar breyt­ingar

Í til­lög­un­um, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, eru sex umfangs­miklar breyt­inga­til­lögur á frum­varp­inu, nokkrar með und­ir­lið­um. Í fyrsta lagi er lagt til breyt­ing þess efnis að útlend­ingur sem fengið hefur end­an­lega synjun á umsókn sinni um vernd njóti áfram þjón­ustu þar til hann yfir­gefur land­ið, en missi hana ekki eftir 30 daga líkt og frum­varp Jóns segir til um. Slík nið­ur­fell­ing rétt­inda veltir ábyrgð­inni alfarið yfir á sveit­ar­fé­lögin sem verða að veita útlend­ingi í neyð lág­marks­að­stoð sem og brýtur harka­lega á rétti þeirra ein­stak­linga sem stöðu sinnar vegna geta ekki yfir­gefið landið vegna skorts á ferða­heim­ild. 

Í öðru lagi eru lagðar til breyt­ingar um að umsækj­endur um alþjóð­lega vernd njóti áfram lág­marks­verndar stjórn­sýslu­laga um end­ur­upp­töku máls vegna nýrra gagna eða upp­lýs­inga.

Auglýsing
Í þriðja lagi er lagt til sú breyt­ing að umsækj­endur sem telj­ist vera í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu fái umsókn sína tekna til efn­is­með­ferðar og að tekið verði út úr frum­varp­inu að aðrir en umsækj­andi geti verið valdir því að umsækj­andi njóti ekki þeirra rétt­inda að fá mál sitt tekið til efn­is­með­ferðar hafi hann dvalið hér lengur en 12 mán­uði. Til að auka skil­virkni í kerf­inu er lagt til að umsóknir ein­stak­linga, sem fengið hafa vernd í öðru ríki, en hafa fengið umsókn sína tekna til efn­is­með­ferðar þar sem þeir telj­ast vera í sér­stak­lega við­kvæmri stöðu eða hafa sér­stök tengsl við land­ið, sæti for­gangs­með­ferð, enda hefur flótta­manna­staða þeirra þegar verið við­ur­kennd.

Vilja að fram­komnar til­lögur verði felldar inn í frum­varpið

Í fjórða lagi er lögð til sú breyt­ing að réttur kvótaflótta­fólks til fjöl­skyldu­sam­ein­ingar hér á landi sé til jafns við rétt ann­arra sem hér hafa fengið vernd. Í fimmta lagi á umsækj­andi um alþjóð­lega vernd, sem ekki hefur tek­ist að end­ur­senda/brott­vísa til ann­ars ríkis innan tveggja ára frá umsókn, að eiga kost á að sækja um dval­ar­leyfi af mann­úð­ar­á­stæðum ásamt atvinnu­leyfi. Rökin fyrir þessu eru ann­ars vegar mannúð því fólk þarf ella að lifa á jaðri sam­fé­lags­ins árum saman þar sem ekki er hægt að flytja við­kom­andi af land­inu og hins vegar skil­virkni fyrir kerfið sem ann­ars þarf að styðja við­kom­andi fjár­hags­lega um alla fram­tíð. 

Í sjötta og síð­asta lagi vilja stjórn­ar­and­stöðu­flokk­arnir þrír að lagðar verði inn í frum­varpið áður fram­komnar til­lögur þeirra þriggja og Pírata til verndar þeim hópi flótta­fólks sem hér hefur ílengst vegna Covid-19 tak­mark­ana síð­ast­liðin tvö ár. Þær til­lög­ur, sem voru settar fram í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu sem dreift var í síð­ustu viku, fólu í sér að dráttur sem orðið hefur á brott­flutn­ingi, sem kom til vegna heims­far­ald­urs, verði ekki sagður á ábyrgð umsækj­enda sjálfra. Þannig njóti þeir sömu rétt­inda og aðrir í sömu stöðu, þannig að þeir flótta­menn sem hafa dvalið hér í 12 og 18 mán­uði eftir að nið­ur­staða er komin í mál þeirra fái hér ann­ars vegar efn­is­með­ferð og hins vegar dval­ar­leyfi á grund­velli mann­úð­ar­sjón­ar­miða.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar