Mynd: Skjáskot bjarni ben gamallt 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hans ráðuneyti ber ábyrgð á eignarhlutum ríkisins í fjármálafyrirtækjum.
Mynd: Skjáskot

Skýrslan sem átti ekki að taka langan tíma og vinnast hratt væntanleg eftir sjö mánaða meðgöngu

Allt bendir til þess að almenningur fái loks að sjá skýrslu Ríkisendurskoðunar um söluferlið á Íslandsbanka eftir helgi, þegar næstum átta mánuðir verða liðnir frá því að salan átti sér stað. Mikil átök áttu sér stað á þingi þegar þessi leið var valin í málinu, í stað þess að skipa rannsóknarnefnd. Þar lofuðu margir stjórnarþingmenn frekari rannsókn ef eitthvað yrði eftir í skugganum þegar Ríkisendurskoðun lyki sér af. Síðasta rannsóknarnefnd Alþingis skilaði af sér skýrslu innan við tíu mánuðum eftir að hún hóf störf.

Skýrsla rík­is­end­ur­skoð­unar um söl­una á Íslands­banka í vor er til­búin og verður send á stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd í dag eða á morg­un, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Áður en skýrslan verður gerð opin­ber almenn­ingi þarf Rík­is­end­ur­skoðun að halda kynn­ingu á henni fyrir nefnd­ina og ef hún berst ekki fyrr en á föstu­dag verður sá fundur ekki fyrr en eftir helgi, á mánu­dag, þar sem nefnd­ar­menn þurfa að und­ir­búa sig fyrir fund­inn.

Beðið var um skýrsl­una snemma í apr­íl. Upp­runa­lega átti skýrslan, sem fjallar um sölu á eign rík­is­ins þann 22. mars í lok­uðu útboði, að vera til­búin í jún­í. 

Því liggur fyrir að næstum átta mán­uðir verða liðnir frá því að salan átti sér stað þegar skýrslan verður birt og sjö mán­uðir og sjö dagar verða liðnir frá því að beðið var um hana. Skilin hafa frest­ast um fjóran og hálfan mán­uð. 

Hrós­aði Banka­sýsl­unni fyrir góða nið­ur­stöðu

Þegar Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, gaf munn­lega skýrslu um söl­una á hlut í Íslands­banka á þingi þann 30. mars 2022, sagði hann ánægju­legt að eiga umræða á þeim tíma. „Með tveimur sölum á hlut rík­is­ins í Íslands­banka höfum við náð miklum árangri fyrir sam­fé­lagið allt og það sem meira er, við höfum náð öllum helstu mark­miðum okkar með söl­unni; dreift eign­ar­hald, að uppi­stöðu fjár­festar sem horfa til lengri tíma, mikil þátt­taka almenn­ings, skrán­ingu í kaup­höll hefur styrkt hluta­bréfa­mark­að­inn, ríkið hefur dregið úr þátt­töku sinni á sam­keppn­is­mark­aði og fengið gott verð fyr­ir.“

Síðar sagði hann að útboðið sem fór fram átta dögum áður, 22. mars, hefði gengið „vel á alla mæli­kvarða“. „Af öllu þessu má sjá að það er óneit­an­lega full ástæða til að hrósa Banka­sýslu rík­is­ins fyrir góða nið­ur­stöð­u.[...] Góður árangur í söl­unni, jafnt nú sem síð­asta sum­ar, raun­gerð­ist ekki fyrir til­vilj­un. Und­ir­bún­ingur máls­ins alls hefur verið umfangs­mik­ill og vand­að­ur.“

Í ræðu hans sagð­ist Bjarni líka að rík­is­stjórnin vildi ljúka sölu Íslands­banka fyrir lok næsta árs, 2024, því salan skipti sköpum „í sam­hengi rík­is­fjár­mál­anna á næstu árum og þar með talið fyrir vaxta­byrð­ina og kom­andi kyn­slóð­ir.“

Kaup­enda­list­inn sem gerði allt vit­laust

Þá þegar var hins vegar komin fram marg­háttuð gagn­rýni á sölu­ferl­ið. Í því var 22,5 pró­­­­sent hlutur rík­­­­is­ins í Íslands­­­­­­­banka seldur til 207 fjár­­­­­­­festa í lok­uðu útboði fyrir 52,65 millj­­­­arða króna, sem var undir mark­aðsvirði þess tíma. Þrýst­ingur var á að list­inn yfir þá sem valdir voru til að kaupa yrði gerður opin­ber. 

Sama dag og Bjarni flutti munn­lega skýrslu fyrir þingið um sölu­ferlið, 30. mars, óskaði hann eftir því með bréfi til Banka­sýslu rík­is­ins að hún skil­aði sér yfir­liti yfir kaup­end­ur. Þrátt fyrir að telja að það færi gegn lögum um banka­leynd afhenti stofn­unin list­ann 6. apr­íl. Sama dag var list­inn birt­ur. 

Þar kom í ljós að á meðal kaup­enda voru starfs­­­­­menn og eig­endur sölu­ráð­gjafa, litlir fjár­­­­­­­­­festar sem rök­studdur grunur var um að upp­­­­­­­­­fylltu ekki skil­yrði þess að telj­­­­­ast fag­fjár­­­­­­­­­fest­­­­­ar, erlendir skamm­­­­­tíma­­­­­sjóðir sem höfðu sýnt það áður í verki að þeir höfðu engan áhuga á að vera lang­­­­­tíma­fjár­­­­­­­­­festar í Íslands­­­­­­­­­banka, fólk í virkri lög­­­­­­­­­reglu­rann­­­­­sókn, útgerð­ar­menn, aðilar sem áttu stóra hluti í bönkum fyrir hrun og faðir fjár­­­­­­­­­mála- og efna­hags­ráð­herra. 

Við þetta varð allt vit­laust.

Vildi tryggja að „ekk­ert sé í skugg­an­um“

Degi síð­ar, 7. apr­íl, óskaði Bjarni eftir því að Rík­is­end­ur­skoðun gerði úttekt á því hvort sala á hlutum rík­is­ins í Íslands­banka í mars hafi sam­rýmst lögum og góðum stjórn­sýslu­hátt­u­m. 

Í umræðum um málið á þingi sagði hann þetta vera gert vegna þeirrar gagn­rýni sem fram hafði kom­ið. „Þá held ég að það sé lang­best til þess að tryggja einmitt að það sé ekk­ert í skugg­anum og það sé bara vel farið yfir þá fram­kvæmd sem við höfum hér nýgengið í gegnum að við fáum Rík­is­end­ur­skoðun til að taka út fram­kvæmd útboðs­ins og fara yfir það fyrir þingið með hvaða hætti lög og fyr­ir­mæli voru fram­kvæmd við þetta útboð. Ég tel, miðað við það sem ég veit, að það muni koma vel út fyrir alla fram­kvæmd­ina.“

Stjórn­ar­and­stæð­ingar gagn­rýndu þetta harð­lega og köll­uðu eftir að rann­sókn­ar­nefnd Alþing­is, sem hefur mun víð­tæk­ari heim­ild­ir, yrði skipuð til að fara yfir mál­ið. Rík­is­end­ur­skoðun hefði tak­mark­aðar heim­ildir til að skýra það sem farið hafði fram. 

Sama dag sagði sam­flokks­maður Bjarna og þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Óli Björn Kára­son, í ræðu á þingi að hann heyrði það sem stjórn­ar­and­staðan væri að segja. „Að fólk virð­ist ekki hafa trú á því að það séu nægar heim­ildir hjá rík­is­end­ur­skoð­anda til að gera það. Ef það kemur í ljós í vinnu rík­is­end­ur­skoð­anda að það þurfi frek­ari heim­ildir þá lýsi ég því aftur yfir, svo það sé alger­lega skýrt: Ég mun ekki skor­ast undan því að styðja það að sett verði á fót sér­stök rann­sókn­ar­nefnd til að kafa betur ofan í það vegna þess að ég tel afar mik­il­vægt að hér sé öllum steinum velt við.“ Málið sner­ist um traust og „við skynjum það alveg á umræð­unni hér og í sam­fé­lag­inu og í fjöl­miðlum að það ríkir ekki full­komið traust um þetta.“

„Ekk­ert að fela“

Orri Páll Jóhanns­son, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, tók í svip­aðan streng og sagði að ef hug­mynd Bjarna um skoðun Rík­is­end­ur­skoð­unar á  mál­inu væri ekki nóg „þá tek ég heils hugar undir með þeirri hug­mynd að setja á fót sér­staka rann­sókn í mál­inu, bara heils hug­ar. Það er allra hagur að þetta mál sé upp­lýst ef ein­hver vafi er um ferlið þannig ég tek heils hugar undir það, svo það komi skýrt fram.“

Orri Páll Jóhannsson, þingflokksformaður Vinstri grænna.
Mynd: Bára Huld Beck

Jóhann Frið­rik Frið­riks­son, þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, steig líka í pontu og sagði að það gæti vel verið staðan að þingið þyrfti að skoða sölu­ferlið bet­ur. „Við höfum fengið kynn­ingar á mál­inu. Ég held að á heild­ina litið hafi þetta tek­ist mjög vel og til að eyða allri tor­tryggni finnst mér sjálf­sagt að fara í slíkt hér innan þings­ins og styð það heils hug­ar.“

Í annarri ræðu sagð­ist hann þó bera traust til Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. „Ég myndi halda að sú til­laga sem fjár­mála­ráð­herra kom hér upp með fyrr í dag ætti að vera fyrsta skref. En ég er jafn­framt að sjálf­sögðu, eins og ég hef sagt hér áður, opinn fyrir því að þingið taki málið í ein­hverjar aðrar áttir og mun heils hugar styðja það, enda mik­il­vægt þegar banki í eigu rík­is­ins er seld­ur, þegar horft er til þess sem á undan er gengið í þeim hrak­förum sem hér voru fyrir tíu árum síð­an, að við eyðum allri tor­tryggni um þetta mál.“

Guð­rún Haf­steins­dótt­ir, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks og verð­andi dóms­mála­ráð­herra, sagð­ist ekki ótt­ast það að rann­saka ferlið frá A til Ö og hvatti til þess að það yrði gert. „Hér er ekk­ert að fela.“

Ætti ekki að tala langan tíma og verður unnið hratt

Gagn­rýnin hélt hins vegar áfram og áköll um frek­ari rann­sókn urðu hávær­ari. Þann 8. apríl var áfram rætt um málið á Alþingi. Hand­fylli stjórn­ar­þing­manna stóðu áfram vakt­ina og tóku upp hansk­ann fyrir það ferli sem skoðun á sölu­ferl­inu hafði verið sett í. Óli Björn kom í pontu og sagði Rík­is­end­ur­skoð­anda vera og verða alltaf sjálf­stæðan í öllum sínum vinnu­brögðum og að Alþingi þyrfti að tryggja að svo yrði áfram. „Hann starfar í okk­ar umboði og hann starfar á okk­ar ábyrgð. Ég hef sagt og ætla að end­­ur­­taka það hér að ef það verður nið­ur­staða þings­ins að út­­tekt rík­­is­end­­ur­­skoð­anda, sem ætti ekki að taka lang­an tíma, dugi ekki til þá mun ég styðja það að komið verði á fót sjálf­­stæðri rann­­sókn­­ar­­nefnd.“

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Vinstri grænna
Mynd: Bára Huld Beck

Stein­unn Þóra Árna­dótt­ir, þing­maður Vinstri grænna, sagð­ist sagð­ist vera þeirra skoð­unar að það væri algjör­lega réttur far­vegur að hefja rann­sókn á mál­inu hjá Rík­is­end­ur­skoð­un. „Það getur svo alveg þýtt það að einnig verði í kjöl­farið skipuð rann­sókn­ar­nefnd ef við teljum þær upp­lýs­ingar sem koma frá Rík­is­end­ur­skoðun á ein­hvern hátt ekki nægi­lega yfir­grips­mikl­ar. [...] Ég vil ítreka að það hefur ekk­ert verið fallið frá því að koma á fót sjálf­stæðri rann­sókn­ar­nefnd. [...] Ég hef trú á því, vegna þess að Rík­is­end­ur­skoðun er í sífellu að fara yfir mál og fram­kvæmd þeirra, að nið­ur­staðan úr slíku máli geti legið fyrir nokkuð hratt og örugg­lega, og það skiptir máli. Það skiptir máli að fá ein­hverjar nið­ur­stöður og umfjöllun um það sem gerð­ist hratt. [...] Sjálf­stæð rann­sókn­ar­nefnd, sem ég held að sé einnig góð hug­mynd, vinnur öðru­vísi og mun taka lengri tíma í störfum sínum.“

Ingi­björg Isaksen, þing­flokks­for­maður Fram­sókn­ar­flokks, var á svip­uðum slóðum og sagði að sér fynd­ist eðli­legt að fyrst yrði leitað til eft­ir­lits­stofn­unar rík­is­ins, Rík­is­end­ur­skoð­un­ar. „Það hefur verið sagt hér í pontu að það ferli muni ekki taka langan tíma og held ég að við ættum að ýta eins mikið á eftir því og hægt er. Gefi sú nið­ur­staða eitt­hvert til­efni til þess að skoða þetta enn frekar mun ekki standa á þing­flokki Fram­sóknar að stofna rann­sókn­ar­nefnd til þess að skoða þetta.“

Frá því að Óli Björn og Ingi­björg sögðu að úttekt rík­is­end­ur­skoð­anda ætti ekki að taka langan tíma og Stein­unn Þóra sagði að Rík­is­end­ur­skoðun myndi vinna hratt eru liðnir rúmir sjö mán­uð­ir. 

Síð­asta rann­sókn­ar­nefnd skil­aði af sér innan tíu mán­aða

Síð­asta rann­sókn­ar­nefnd Alþingis sem skipuð var rann­sak­aði þátt­töku þýska bank­ans Hauck & Auf­häuser í kaupum á 45,8 pró­sent eign­ar­hlut rík­is­ins í Bún­að­ar­banka Íslands. Skipun hennar var sam­þykkt 2. júní og einn mað­ur, Kjartan Bjarni Björg­vins­son dóm­ari við Hér­aðs­dóm Reykja­vík­ur, var falið að stýra rann­sókn­inni.

Þann 1. sept­em­ber sama ár var Finnur Þór Vil­hjálms­son, sak­sókn­ari hjá emb­ætti Hér­aðs­sak­sókn­ara, ráð­inn starfs­maður við rann­sókn­ina. Þeir skil­uðu skýrslu um málið 29. mars 2017, tæp­lega tíu mán­uðum eftir að nefndin var skip­uð. Starf henn­ar, sem fólst í því að varpa ljósi á flókna atburða­rás sem átt hafði sér næstum 15 árum áður, tók því þremur mán­uðum lengri tíma en það hefur tekið Rík­is­end­ur­skoðun að vinna sína stjórn­sýslu­út­tekt á Íslands­banka­söl­unni. Í því sam­hengi verður að hafa í huga að þeir fjórir ein­stak­lingar sem nefndin vildi taka skýrslu af neit­uðu upp­haf­lega að mæta til hennar og þurfti að leita atbeina dóm­stóla til að knýja skýrslu­tökur fram. Það tafði fram­gang rann­sókn­ar­innar veru­lega. 

Varp­aði algjör­lega nýju ljósi á atburða­rás

Nið­ur­staða rann­sókn­ar­nefnd­ar­innar lýsti allt öðrum veru­leika en tvær skýrslur Rík­is­end­ur­skoð­unar sem fjöll­uðu um sölu­ferli Bún­að­ar­bank­ans höfðu gert. Hún opin­ber­aði að aðkoma Hauck & Auf­häuser að kaup­unum á hlut í Bún­­­að­­­ar­­­bank­­­anum hafi verið blekk­ing. Kaup­­­þing fjár­­­­­magn­aði kaupin að fullu, að baki lágu bak­­­samn­ingar sem tryggðu Hauck & Auf­häuser fullt skað­­­leysi, þókn­ana­­­tekjur upp á eina milljón evra fyrir að leppa og sölu­rétt á hlutnum eftir að þýski lepp­­­bank­inn var búinn að halda á honum í tæp tvö ár. Til­gang­ur­inn var að kom­ast yfir Bún­að­ar­bank­ann svo hægt yrði að sam­eina hann Kaup­þingi og búa til stærsta banka á Íslandi. Það var gert nokkrum mán­uðum eftir einka­væð­ingu.

Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Þór Vilhjálmsson kynntu skýrslu rannsóknarnefndarinnar innan við tíu mánuðum eftir að hún var skipuð.
Mynd: Birgir Þór Harðarson

Til við­­­bótar lá fyrir í flétt­unni, sem var kölluð „Puffin“, að hagn­aður sem gæti skap­­­ast hjá réttum eig­enda hlut­­­ar­ins, aflands­­­fé­lags­ins Well­ing & Partners á Bresku Jóm­frú­­­areyj­un­um, myndi renna til tveggja aflands­­­fé­laga, skráð á sama stað, sem áttu það félag. Annað þeirra aflands­­­fé­laga var Mar­ine Choice Limited, í eigu Ólafs Ólafs­­­son­­­ar, eins þeirra sem leiddi kaupin á Bún­að­ar­bank­an­um. Hann hagn­að­ist um 3,8 millj­­­arða króna á flétt­unni. Hitt félag­ið, Dek­hill Advis­ors, hagn­að­ist um 2,9 millj­­­arða króna á „Puffin“ verk­efn­inu. Á virði árs­ins 2017 var sam­eig­in­­­legur hagn­aður félag­anna tveggja rúm­­­lega 11 millj­­­arðar króna. Íslensk skatta­yf­ir­völd telja að bræð­urnir Ágúst og Lýður Guð­munds­syn­ir, oft­ast kenndir við Bakka­vör, hafi verið eig­endur Dek­hill Advis­ors.

Stjórn­ar­þing­menn lof­uðu stuðn­ingi við rann­sókn­ar­nefnd ... seinna

En förum á ný fram til 8. apríl 2022. Þann dag var lögð fram beiðni um skipun rann­sókn­ar­nefndar í fund­ar­lotu for­seta Alþingis með þing­flokks­for­mönnum stjórn­ar­liða og stjórn­ar­and­stöðu þar sem reynt var að lenda nið­ur­stöðu sem hefði hleypt þing­mönnum í páska­frí. 

Helga Vala Helga­dótt­ir, þáver­andi þing­flokks­for­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, sagði þá í þing­pontu að stjórn­ar­liðar hafi ekki fall­ist á ein­læga ósk stjórn­ar­and­stöðu um að sett yrði af stað rann­sókn­ar­nefnd Alþingis til að fara ofan í saumana á sölu á hlut í Íslands­banka. „Við höfum lagt það til ítrekað vegna þess að rann­sókn­ar­nefnd Alþingis hefur sam­kvæmt lögum víð­tækar heim­ildir til rann­sóknar til að kalla eftir upp­lýs­ing­um, til að veita fólki vernd sem gefur upp­lýs­ingar þrátt fyrir að hafa tekið þátt í ólög­mætum lög­gern­ingi, getur skyldað fólk til að koma til skýrslu­gjafar o.s.frv. En nei, stjórn­ar­liðar vilja frekar fara þá leið sem hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra lagði til í gær og hæst­virtur for­sæt­is­ráð­herra tók und­ir, að hæst­virtur fjár­mála­ráð­herra fari sjálfur fram á að Rík­is­end­ur­skoðun skoði störf hans, til­lögur hans, og hefur rík­is­end­ur­skoð­andi fall­ist á það með þær tak­mörk­uðu heimildir sem hann hefur til rann­sókn­ar. Þetta var nið­ur­staða fund­ar­ins. Þetta eru gríð­ar­leg von­brigði. Það eru von­brigði að stjórn­ar­liðar skuli ekki átta sig á alvar­leika máls­ins. Ég verð að segja það og það hryggir mig að félagar okkar í Vinstri grænum skuli fara með í þennan leið­ang­ur.“

Orri Páll, þing­flokks­for­maður Vinstri grænna, var á meðal þeirra sem svör­uðu. Í ræðu hans sagði hann að það væri aug­ljóst að ekki ríkti traust um mál­ið. „Þær heim­ildir sem við höf­um, og bæði þingið og ein­staka ráð­herrar geta nýtt, eru einmitt að fá til þess eft­ir­lits­stofnun Alþingis sem er Rík­is­end­ur­skoð­un. Það var m.a. rætt á þessum fundi, og ég svo sem kannski tók ekki rétt eftir svari við því, hvort það væri þá ekki hægt að tengja betur saman eft­ir­lits­nefnd þings­ins, stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, með þess­ari vinnu rík­is­end­ur­skoð­anda án þess að hafa áhrif á það hvernig hann vinnur með sínum sjálf­stæðu vinnu­brögð­um. Ég fékk ekki svar við þeirri hug­mynd að við nýtum tæki­færið og tím­ann, að rík­is­end­ur­skoð­andi fái að klára sína vinnu en sam­hliða sé unnið að því að reyna að móta hug­myndir um það hvernig rann­sókn­ar­skýrsla myndi líta út leiði rík­is­end­ur­skoð­andi eða mat því sam­hliða í ljós að það þurfi að fara í þá veg­ferð. Og bara svo ég bæti því við þá hef ég sagt það hér að ég tel mik­il­vægt að velta við öllum steinum í þessu máli, svo ég ítreki það.“ 

Óli Björn Kárason, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, var fyrirferðamikill í umræðum um málið á þingi í vor.
Mynd: Bára Huld Beck

Óli Björn end­ur­tók þá skoðun sína að það væri skyn­sam­lega að verki staðið að fela óháðum aðila sem vinni í umboði þings­ins og á ábyrgð þings­ins að gera úttekt á sölu­ferl­inu. „Á grund­velli þeirrar úttekt­ar, leiði hún í ljós frek­ari þörf eða að eitt­hvað athuga­vert hafi komið í ljós, þá mun ég standa við það að styðja til­lögu um að sett verði á fót rann­sókn­ar­nefnd á vegum þings­ins sam­kvæmt lög­um. Það stend­ur. “

„Ég vildi óska þess að þetta hefði ekki farið svona“

Ein síð­asta ræðan sem flutt var áður en Alþingi var for­seti þess hringdi inn páska­fríið var flutt af Jóhanni Páli Jóhanns­syni, þing­manni Sam­fylk­ing­ar­inn­ar.  Þar sagði hann þing­menn vera að fara í frí í skugga mjög alvar­legs hneyksl­is­máls. „Ég vil bara upp­lýsa fólk sem fylgist með Alþingi um það að við í stjórn­ar­and­stöðu höfum gert allt sem í okkar valdi stendur til þess að knýja fram ráð­staf­anir til að end­ur­heimta traust í sam­fé­lag­inu, knýja það fram að skipuð verði óháð rann­sókn­ar­nefnd til að fara yfir söl­una á Íslands­banka. Við erum búin að ham­ast í dag en við lentum á vegg. Hér er nefni­lega mjög sterkur stjórn­ar­meiri­hluti. Hér er fjöldi þing­manna úr þremur flokk­um, þing­manna sem fylkja sér á bak við sinn ráð­herra og beita sér af alefli fyrir því að hans drauma­leið, hans drauma­far­vegur á þessu máli verði að veru­leika. Við munum halda áfram að gera okkar besta. Ég vildi óska þess að þetta hefði ekki farið svona. — Gleði­lega páska.“

Átta af hverjum tíu lands­mönnum vildi rann­sókn­ar­nefnd

Í könnun sem Gallup birti í apríl síð­ast­liðnum var meðan ann­ars spurt að því hvort rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis ætti að gera úttekt á söl­unni, líkt og þorri stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar hefði lagt til. Nið­­ur­­staðan þar var sú að 73,6 pró­­sent lands­­manna töldu að það ætti að skipa rann­­sókn­­ar­­nefnd en 26,4 pró­­sent töldu nægj­an­­legt að Rík­­is­end­­ur­­skoðun geri úttekt á söl­unni, líkt og fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra hafði þegar falið henni að ger­a. 

Kjós­­endur Sjálf­­stæð­is­­flokks­ins skáru sig úr þegar kom að þessu, en 74 pró­­sent þeirra voru á því að úttekt Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar nægði til. Tæp­­lega þriðj­ungur kjós­­enda hinna stjórn­­­ar­­flokk­anna var á þeirri skoðun en um tveir þriðju á því að skipa þyrfti rann­­sókn­­ar­­nefnd. Ekki þarf að koma á óvart að kjós­­endur stjórn­­­ar­and­­stöð­u­­flokka voru nær allir á því að rann­­sókn­­ar­­nefnd væri nauð­­syn­­leg. 

Í sömu könnun sögðu næstum níu af hverjum tíu svar­endum að þeir töldu að illa hefði verið staðið að söl­unni, sjö af hverjum tíu töldu að lög hefðu verið brotin og alls 88,4 pró­sent töldu að óeðli­legir við­skipta­hættir hefðu verið við­hafð­ir.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar