Katrín: Lilja bókaði ekkert á fundum um óánægju sína með bankasölu

Lilja Alfreðsdóttir hefur sagt að hún hafi ekki verið hlynnt þeirri aðferðarfræði sem beitt var við sölu á 22,5 prósent hlut í Íslandsbanka. Forsætisráðherra segir engan ráðherra hafa óskað þess að færa neitt til bókar um söluferlið.

Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Auglýsing

Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra segir að hvorki Lilja Alfreðs­dótt­ir, ferða­mála-, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, né nokkur annar ráð­herra hafi óskað að færa neitt til bókar um sölu­ferli á hlut Íslands­banka þegar málið var rætt í rík­is­stjórn og ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál. Þetta kemur fram á vef Frétta­blaðs­ins.

Lilja sagði í Morg­un­­blað­inu í dag að hún hefði ekki verið hlynnt þeirri aðferða­fræði sem var beitt við sölu á 22,5 pró­­sent hlut í Íslands­­­banka 22. mars síð­­ast­lið­inn. Hún hafi viljað almennt útboð, en ekki að bréf­in yrðu seld til val­ins hóps fjár­­­­­festa. Lilja, sem er einn þriggja ráð­herra rík­­is­­stjórnar sem situr í ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins, seg­ist hafa komið þeim sjón­­­ar­miðum sínum skýrt á fram­­færi í aðdrag­anda útboðs­ins. „Ég hef alltaf talið skyn­­­sam­­­legt að taka lít­il og hæg­fara skref. Hafa vaðið fyr­ir neðan sig. Ekki ein­blína á verð, held­ur gæði fram­­tíð­­ar­­eig­enda. Önnur leið var hins veg­ar val­in og því miður er fátt sem kem­ur á óvart í þessu máli og hver út­kom­an varð.“ 

Auk Lilju sitja Bjarni Bene­dikts­­son, fjár­­­mála- og efna­hags­ráð­herra, og Katrín í ráð­herra­­nefnd um efna­hags­­mál og end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins. Sú nefnd á meðal ann­­ars að vera stefn­u­­mót­andi við upp­­­bygg­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins auk þess sem henni er ætlað að vera „vett­vangur sam­ráðs og sam­ræm­ingar við end­­ur­­skoðun fjár­­­mála­­kerf­is­ins í sam­ræmi við þá áherslu í sátt­­mála rík­­is­­stjórnar að breið sátt náist um end­­ur­­skipu­lagn­ingu fjár­­­mála­­kerf­is­ins á Ísland­i“.

Kjarn­inn hefur kallað eftir því að fá afhentar allar fund­ar­gerðir ráð­herra­nefndar um efna­hags­mál af þeim fundum þar sem banka­salan var til umfjöll­un­ar.

Hafa lagst gegn skipun rann­sókn­ar­nefndar

Þorri stjórn­­­ar­and­­stöð­unnar hefur kraf­ist þess að skipuð verði rann­­sókn­­ar­­nefnd Alþingis um söl­una en stjórn­­­ar­­þing­­menn lagst gegn því. Þess í stað lagði Bjarni fram beiðni til Rík­­is­end­­ur­­skoð­unar um að fram­­kvæma stjórn­­­sýslu­út­­­tekt á því hvort sala á hlutum rík­­is­ins í Íslands­­­banka í síð­­asta mán­uði hafi sam­­rýmst lögum og góðum stjórn­­­sýslu­hátt­­um. Sú úttekt á að liggja fyrir í jún­í. 

Auglýsing
Lilja sagði við Morg­un­blaðið í dag að hún teldi rétt að Rík­­is­end­­ur­­skoðun færi yfir fram­­kvæmd og aðferð­ir en að kynni einnig að vera rétt að fela fjár­­­­­mála­eft­ir­liti Seðla­­banka Íslands að fara yfir mál­ið.

Katrín segir við vef Frétta­blaðs­ins að hún styðji ein­dregið að málið verði skoðað ofan í kjölin og að út­­tekt Rík­is­­end­ur­­skoð­unar sé eðli­­legt skref í þeirri skoð­un.

Marg­háttuð gagn­rýni

Salan fór fram 22. mars síð­­ast­lið­inn. Þá var 22,5 pró­­sent hlutur í Íslands­­­banka seldur til 207 fjár­­­festa (tveimur til­­­boðum var hafn­að) með 2,25 millj­­arða króna afslætti. Salan fór fram eftir svo­­kall­aðri til­­­boðs­­leið og ein­ungis þeim sem upp­­­fylla skil­yrði laga um að telj­­ast fag­fjár­­­festar fengu að taka þátt. Auk stórra stofn­ana­fjár­­­festa á borð við líf­eyr­is­­sjóði, trygg­inga­­fé­lög og verð­bréfa­­sjóði er það hópur fjár­­­fest­ing­­ar­­fé­laga og ein­stak­l­inga. Hlut­irnir voru seldir á nokkrum klukku­­tímum og ráð­gjafar Banka­­sýsl­unnar fengu um 700 millj­­ónir króna greitt fyrir að koma þeim í verð. 

­Gagn­rýnin á ferlið hefur verið marg­þætt. Í fyrsta lagi töldu margir, meðal ann­­ars þing­­menn sem sitja í þeim nefndum sem gáfu álit um söl­una áður en hún fór fram, að selja ætti ein­vörð­ungu til stórra fjár­­­festa sem hefðu fyr­ir­ætl­­­anir um að vera lang­­tíma­eig­endur að Íslands­­­banka. Komið hefur í ljós að svo var ekki, enda keyptu alls 59 fjár­­­festar fyrir minna en 30 millj­­ónir króna og sá sem keypti fyrir lægstu upp­­hæð­ina keypti fyrir ein­ungis 1,1 milljón króna. Bent hefur verið á að ekk­ert hafi kallað á að selja hafi þurfti minni fjár­­­festum hlut í bank­­anum með afslætti. Þeir gætu ein­fald­­lega keypt á eft­ir­­mark­að­i. 

Í öðru lagi hafa þóknana­greiðslur til ráð­gjafa verið gagn­rýndar en einn meg­in­til­­gangur þess að ráð­­ast í lokað útboð var að spara kostn­að. Banka­­sýslan hefur sagt að kostn­að­­ur­inn, um 700 millj­­ónir króna, sé ásætt­an­­legur en því eru ekki allir sam­­mála. 

Í þriðja lagi hefur verið gagn­rýnt hverjir fengu að kaupa, en listi yfir kaup­endur var loks birtur á mið­viku­dag eftir mik­inn þrýst­ing þar um. Á honum er að finna, meðal ann­­arra, föður fjár­­­mála­ráð­herra, starfs­­menn sölu­ráð­gjafa útboðs­ins, fjöl­marga aðila sem voru fyr­ir­­ferða­­miklir í banka­­rekstri fyrir banka­hrun, fólk í virkri lög­­­reglu­rann­­sókn, útgerð­­ar­eig­endur og ein­stak­l­inga sem fáum hafði fyr­ir­fram dottið í hug að teld­ust vera fag­fjár­­­fest­­ar.

Banka­sýsla rík­is­ins birti í morgun athuga­semdir sínar við fram­setta gagn­rýni þar sem henni var að öllu leyti hafn­að. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkið þurfi að kortleggja á hverjum loftslagsskattarnir lenda
Upplýsingar liggja ekki fyrir í dag um það hvernig byrðar af loftslagssköttum dreifast um samfélagið. Í greinargerð frá Loftslagsráði segir að stjórnvöld þurfi að vinna slíka greiningu, vilji þau hafa yfirsýn yfir áhrif skattanna.
Kjarninn 30. júní 2022
Í frumdrögum að fyrstu lotu Borgarlínu var Suðurlandsbrautin teiknuð upp með þessum hætti. Umferðarskipulag götunnar er enn óútkljáð, og sannarlega ekki óumdeilt.
Borgarlínubreytingar á Suðurlandsbraut strjúka fasteignaeigendum öfugt
Nokkrir eigendur fasteigna við Suðurlandsbraut segja að það verði þeim til tjóns ef akreinum undir almenna umferð og bílastæðum við Suðurlandsbraut verði fækkað. Unnið er að deiliskipulagstillögum vegna Borgarlínu.
Kjarninn 30. júní 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Einlæg gjöf en smáræði 千里送鹅毛
Kjarninn 30. júní 2022
Úlfar Þormóðsson
Taglhnýtingar þétta raðirnar
Kjarninn 30. júní 2022
Viðbragðsaðilar og vegfarendur á vettvangi aðfaranótt sunnudags. 22 unglingar létust á Enyobeni-kránni.
Hvers vegna dóu börn á bar?
Meðvitundarlaus ungmenni á bar. Þannig hljómaði útkall til lögreglu í borginni East London í Suður-Afríku aðfaranótt sunnudags. Ýmsar sögur fóru á kreik. Var eitrað fyrir þeim? Og hvað í ósköpunum voru unglingar – börn – að gera á bar?
Kjarninn 30. júní 2022
Ekki yfirgefa kettina ykkar ef þeir veikjast, segir höfundur rannsóknarinnar. Hugsið enn betur um þá í veikindunum en gætið að sóttvörnum.
Staðfest: Köttur smitaði manneskju af COVID-19
Teymi vísindamanna segist hafa staðfest fyrsta smit af COVID-19 frá heimilisketti í manneskju. Þeir eru undrandi á að það hafi tekið svo langan tíma frá upphafi faraldursins til sanna að slíkt smit geti átt sér stað.
Kjarninn 29. júní 2022
Cassidy Hutchinson fyrir framan þingnefndina í gær.
Það sem Trump vissi
Forseti Bandaríkjanna reyndi með valdi að ná stjórn á bíl, vildi að vopnuðum lýð yrði hleypt inn á samkomu við Hvíta húsið og sagði varaforseta sinn eiga skilið að hrópað væri „hengið hann!“ Þáttur Donalds Trump í árásinni í Washington er að skýrast.
Kjarninn 29. júní 2022
Óskar Guðmundsson
Hugmynd að nýju launakerfi öryrkja
Kjarninn 29. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent