Bankasýslan segist ekki hafa selt hlut í banka í andstöðu við lög

Sigríður Benediktsdóttir, sem sat í rannsóknarnefnd Alþingis um bankahrunið, telur að lög hafi verið brotin við sölu á 22,5 prósent hlut Íslandsbanka í síðasta mánuði og vill rifta viðskiptunum. Forsvarsmenn Bankasýslu ríkisins vísa þessu á bug.

Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins.
Auglýsing

Banka­sýsla rík­is­ins vísar á bug sjón­ar­miðum um laga­lega ann­marka á Íslands­banka­út­boði í til­kynn­ingu sem send var á fjöl­miðla síð­degis í dag. Þar er vísað í að í fjöl­miðlum í dag hafi komið fram sjón­ar­mið þess efnis að fyr­ir­komu­lag við sölu á hlut rík­is­ins í Íslands­banka hafi verið í and­stöðu við lög. „Af því til­efni skal áréttað að við sölu­með­ferð­ina var ákvæðum laga fylgt í hví­vetna, þar með talið laga nr. 155/2012. Banka­sýsla rík­is­ins vísar á bug hvers kyns sjón­ar­miðum um ann­að.“

For­svars­menn Banka­sýsl­unnar eru Jón Gunnar Jóns­son, for­stjóri henn­ar, og Lárus Blön­dal, stjórn­ar­for­maður stofn­un­ar­inn­ar.

Auglýsing
Sjónarmiðið sem vísar er til eru orð Sig­ríðar Bene­dikts­dótt­ur, hag­fræð­ings við Yale háskóla og fyrr­ver­andi fram­­­kvæmda­­­stjóra fjár­­­­­mála­­­stöð­ug­­­leika­sviðs Seðla­­­banka Íslands, sem sagði í sam­tali við Kjarn­ann fyrr í að telja að lög um sölu­­með­­­ferð eign­­ar­hluta rík­­is­ins í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækjum hafi verið brotin við sölu á hlut rík­­is­ins í Íslands­­­banka fyrir rúmum tveimur vik­­um. 

Hún sagði þar að þegar yfir 150 aðilar séu valdir til að kaupa magn bréfa sem sé svo lítið að það hefði ekki hreyft við mark­aðsvirði Íslands­­­banka ef þeir hefur keypt á eft­ir­­mark­aði þá brjóti það í bága við 3. grein og mög­u­­lega einnig 2. grein umræddra laga. „Á grund­velli þess þarf ein­hver að axla ábyrgð fyrir að hafa heim­ilað þetta og auk þess þarf að rifta þessum við­­skiptum við ein­stak­l­inga og ehf., enda eru þau ekki í sam­ræmi við lög og kaup­endum og mið­l­­urum hefði mátt vera það ljóst sem og því stjórn­­­valdi sem heim­il­aði þetta.“

Sig­ríður var einn þriggja sem mynd­uðu rann­­­sókn­­­ar­­­nefnd Alþingis um banka­hrunið sem skil­aði umfangs­­­mik­illi skýrslu í apríl 2010. Hún sat einnig um nokk­­urra ára skeið í banka­ráði Lands­­bank­ans.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent