Davíð Oddsson: Bjargvættur eða skaðvaldur?

Svanur Kristjánsson, prófessor emeritus í stjórnmálafræði, skrifar um Sjálfstæðisflokkinn og segir að í stefnuáherslum sínum sé hann enn flokkur Davíðs Oddssonar þar sem kreddur eignargleði, einkavæðingar og þjónusta við útgerðarauðvaldið ráði för.

Auglýsing

Davíð Odds­son var for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í fjórtán ár 1991-2005. Skömmu eftir for­manns­kjör varð Davíð for­sæt­is­ráð­herra og gegndi emb­ætt­inu í ríf­lega þrettán ár, lengst allra sem því emb­ætti hafa gegnt. Tvennum sögum fer af áhrifum Dav­íðs á Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Sumir flokks­menn gefa honum goðum­líka stöðu, segja að hann hafi hafið flokk­inn til nauð­syn­legrar hug­mynda­legra end­ur­nýj­unar og rík­is­stjórn­ar­for­ystu eftir tíma­bil hug­mynda­fá­tækt­ar, fastur í hlut­verki stjórn­ar­and­stöðu­flokks. Davíð hafi verið bjarg­vættur flokks­ins – og reyndar þjóð­ar­innar í heild. Aðrir telja að Davið hafi vikið frá meg­in­hug­mynda­fræði Sjálf­stæð­is­flokks­ins, Sjálf­stæð­is­stefn­unni, og haldið á vit kreddu­hug­mynda sem hafi ein­ungis tíma­bundið styrkt flokk­inn, fært honum völd og aukið fylg­i. 

Hinn hefð­bundni Sjálf­stæð­is­flokkur

Davíð Odds­son tók við for­mennsku í stjórn­mála­flokki með langa sögu og ríkar hefð­ir. Lengst af var Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fjarri því að vera frjáls­hyggju­flokkur sem stillti öllum rík­is­af­skiptum upp sem skerð­ingu á frelsi ein­stak­linga. Áherslur Sjálf­stæð­is­flokks­ins sáust best á helstu slag­orðum flokks­ins: „Ís­land fyrir Íslend­inga“ og „Stétt með stétt“. Bæði vís­uðu til heild­ar­hyggju og hags­muna heild­ar­innar en ekki til ein­dreg­innar ein­stak­lings­hyggju og óhefts ein­stak­lings­frels­is. 

Auglýsing
Sjálfstæðisstefnan var reyndar fremur almenn og óljós hug­mynda­fræði en fyrir flokk­inn virk­aði hún vel. Sið­ferði kristn­innar um sam­hjálp mynd­aði einnig nokk­urt mót­vægi gegn hinum nánu tengslum flokks­ins við hags­muni og sjón­ar­mið atvinnu­rek­enda. Hug­mynda­fræðin og skipu­lags­styrkur skil­uðu flokknum meira fylgi en nokkrum öðrum stjórn­mála­flokki, venju­lega nærri 40% fylgi í þing­kosn­ing­um. 

Davíð verður for­maður og for­sæt­is­ráð­herra

Haustið 1988 sam­mælt­ust for­menn Fram­sóknar og Alþýðu­flokks um að rjúfa stjórn­ar­sam­starf við Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Í kjöl­farið mynd­uðu flokk­arnir tveir rík­is­stjórn með Alþýðu­banda­lagi og síðar einnig Borg­ara­flokki.

Margir Sjálf­stæð­is­menn upp­lifðu stjórn­ar­skiptin 1988 sem mikla nið­ur­læg­ingu fyrir flokk­inn almennt og flokks­for­mann­inn sér­stak­lega. Nauð­syn­legt væri að fá nýjan og sterk­ari flokks­for­mann sem yrði for­sæt­is­ráð­herra í stað hins vin­sæla Stein­gríms Her­manns­sonar for­manns Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins 1991 felldi Davíð Þor­stein Páls­son, þáver­andi for­mann flokks­ins. Því fer hins vegar fjarri að allir Sjálf­stæð­is­menn hafi fagnað fram­boði og for­mennsku Dav­íðs. Þannig studdu nær allir þing­menn flokks­ins Þor­stein. Svo var einnig um marga for­víg­is­menn atvinnu­rek­enda sem töldu hatrömm átök í for­manns­kjöri myndu veikja flokk­inn. Úrslitin í for­manns­kosn­ing­unni á Lands­fund­inum voru enda tví­sýn: Davíð hlaut 53% atkvæða en Þor­steinn 47%.

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn fékk góða kosn­ingu í þing­kosn­ingum 1991, nær 40% atkvæða og 26 þing­menn. Davíð mynd­aði síðan sam­steypu­stjórn með Alþýðu­flokkn­um. Nýr for­maður skil­aði sem sagt flokknum skjótt bæði kosn­inga­sigri og for­sæti í rík­is­stjórn. 

Á fyrstu árunum eftir for­manns­kjör þurfti Davíð eins og fyrri for­menn flokks­ins að deila völdum með ýmsum öðrum for­ystu­mönnum hans. Próf­kjörin styrktu mjög athafna­rými ein­stakra þing­manna sem unnið höfðu próf­kjörs­sigra með eigin sveit stuðn­ings­manna og öfl­ugri kosn­inga­bar­áttu. Á fyrstu árum valda­fer­ils Dav­íðs var staða Þor­steins Páls­sonar mjög sterk, reyndar sterk­ari en nokkru sinni á for­manns­ferl­in­um. Davíð neydd­ist því til að gefa Þor­steini sjálf­dæmi um ráð­herra­emb­ætti og valdi hann að verða ráð­herra bæði dóms­mála og sjáv­ar­út­vegs. Eitt af fyrstu verkum Þor­steins í emb­ætti dóms­mála­ráð­herra var að skipa Pétur Kr. Haf­stein, sýslu­mann, hæsta­rétt­ar­dóm­ara – en Pétur hafði gagn­rýnt opin­ber­lega for­manns­fram­boð Dav­íðs. Af ráð­herrum Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafði eng­inn stutt Davíð í for­manns­kosn­ing­unn­i. 

Var­kár for­sæt­is­ráð­herra 

Í emb­ætti for­sæt­is­ráð­herra reynd­ist Davíð mjög næmur á eigin valda­stöðu, tak­mark­anir jafnt og styrk­leika eins og hann lýsti í blaða­við­tali:

 „Starf for­sæt­is­ráð­herra sem stjórn­andi er hins vegar allt ann­ars eðlis en borg­ar­stjóra. Það gengur mest út á að sam­ræma sjón­ar­mið manna sem eru jafn­vel með ólíkan bak­grunn. Ég hef heldur ekki sama yfir­burð­ar­-­vald­ið. Þar á ég við hið beina boð­vald sem ég hafði sem borg­ar­stjóri. Hver ráð­herra í rík­is­stjórn hefur fullt vald yfir sínu ráðu­neyti. Að form­inu til getur ráð­herra ekki skipað honum fyr­ir. Þess vegna er vald for­sæt­is­ráð­herra fremur í formi áhrifa­valds en boð­valds þótt hvort tveggja sé auð­vitað fyrir hend­i.“ (Frjáls verslun nr. 1 1996: bls. 33).

Að ýmsu leyti tók rík­is­stjórnin 1991 við góðu búi. Árið 1990 voru sett ný lög um stjórn fisk­veiða sem tryggðu ákveð­inn stöð­ug­leika í grein­inni þótt áfram geisuðu harðar deilur um fram­tíð­ar­fyr­ir­komu­lag. Sama ár náð­ist svokölluð Þjóð­ar­sátt þar sem aðilar vinnu­mark­að­ar­ins höfðu for­göngu um víð­tæka samn­inga um kaup og kjör. Rík­is­stjórnin tryggði stjórn efna­hags­mála í sam­ræmi við Þjóð­ar­sátt­ina og að kjara­samn­ingar hins opin­bera væru innan ramma þeirra.

Rík­is­stjórn Sjálf­stæð­is­flokks og Alþýðu­flokks boð­aði einka­væð­ingu opin­berra fyr­ir­tækja og fjár­mála­stofn­ana. Fátt var þar fram­kvæmt nema helst að þeir bræður Einar og Bene­dikt Sveins­synir fengu Síld­ar­verk­smiðjur rík­is­ins án þess að eiga hæsta til­boð og sumir köll­uðu á gjaf­verði. Helsta fram­lag rík­is­stjórn­ar­innar var að standa vörð um Þjóð­ar­sátt­ina. Kjara­dómur úrskurð­aði í maí 1992 miklar kaup­hækk­anir til handa alþing­is­mönn­um, ráð­herrum, for­seta Íslands og öðrum emb­ætt­is­mönn­um. Úrskurð­ur­inn olli upp­námi í land­inu öllu enda hafði stuttu áður verið samið um 1,7% hækkun launa á almennum vinnu­mark­aði. Alþingi var farið í sum­ar­frí þannig að rík­is­stjórnin gaf út bráða­birgða­lög með sam­þykki for­seta Íslands, Vig­dísar Finn­boga­dótt­ur. Hækk­anir Kjara­ráðs voru ógiltar en allir hópar fengu sömu hækk­un.

Fljót­lega kom í ljós að Davíð og Jón Bald­vin Hanni­bals­son, for­maður Alþýðu­flokks­ins og utan­rík­is­ráð­herra voru mjög ósam­stíga í ýmsum mál­um, og töl­uð­ust reyndar ekki við frá sumri 1993. Í kosn­ingum 1995 hélt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn sínu fyrra fylgi en Alþýðu­flokk­ur­inn beið mik­inn ósig­ur. Flokk­arnir tveir héldu meiri­hluta á Alþingi en Davíð hafn­aði engu að síður áfram­hald­andi stjórn­ar­sam­starfi en gekk til samn­inga við Fram­sókn­ar­flokk­inn.

Smám saman styrk­ist mjög staða Dav­íðs, bæði sem for­manns og for­sæt­is­ráð­herra. Fleiri þing­menn urðu honum hand­gengn­ir; náinn banda­mað­ur, Geir H. Haarde var for­maður þing­flokks­ins og Björn Bjarna­son, stuðn­ings­maður Dav­íðs, ráð­herra mennta­mála í stað Ólafs R. Ein­ars­sonar sem var í liði Þor­steins. Davíð rækt­aði einnig mjög tengslin við ráð­herra sam­starfs­flokks­ins, einkum og sér­ílagi við Hall­dór Ásgríms­son utan­rík­is­ráð­herra og for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins og gerði hann meðal ann­ars að stað­gengli sín­um, í stað sam­ráð­herra for­sæt­is­ráð­herra eins og áður var ófrá­víkj­an­leg regla. 

Bjarg­vættur Sjálf­stæð­is­flokks­ins

 Á þessum árum var Davíð Odds­son fyrst og fremst í hlut­verki lands­föður sem boð­aði bjart­sýni, þjóð­lega sam­stöðu, stöð­ug­leika og hæg­fara breyt­ing­ar, allt í sam­ræmi við hina hefð­bundnu Sjálf­stæð­is­stefnu. Eng­inn vafi er á að þessi stefna og starfs­hættir voru sem fyrr ein helsta ástæðan fyrir vel­gengni Sjálf­stæð­is­flokks­ins og kosn­inga­sigrum, bæði í borg­inni og í þing­kosn­ing­um. Davíð Odds­son reynd­ist flokknum því mik­ill bjarg­vætt­ur, fyrst með því að vinna aftur meiri­hlut­ann í Reykja­vík árið 1982 og síðan sem for­maður og for­sæt­is­ráð­herra á fyrstu átta árun­um. Hápunkt­ur­inn var svo kosn­inga­sig­ur­inn árið 1999 þegar Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hlaut yfir 40% atkvæða og 26 þing­menn. 

Auglýsing
Í kosn­inga­bar­átt­unni höfð­aði flokk­ur­inn sér­stak­lega til kvenna og konur voru ofar­lega á fram­boðs­list­um. Tala þing­kvenna flokks­ins tvö­fald­að­ist og urðu átta í stað fjög­urra áður­. ­Sól­veig Pét­urdóttir varð dóms­mála­ráð­herra en ein­ungis tvær konur (Auður Auð­uns, Ragn­hildur Helga­dótt­ir) höfðu verið ráð­herrar í sjö­tíu ára sögu hans. Hefð­bundin yfir­burða­staða Sjálf­stæð­is­flokks­ins í íslenskum stjórn­málum var ræki­lega stað­fest í þessum kosn­ingum og björt fram­tíð blasti við. Stjórn­ar­sam­starfið við Fram­sókn var end­ur­nýjað og Davíð varð áfram for­sæt­is­ráð­herra. Jafn­framt styrk­ist enn hans staða innan flokks­ins. Þor­steinn Páls­son hvarf til dæmis af Alþingi og úr rík­is­stjórn, og voru nú allir ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins hand­gengnir for­sæt­is­ráð­herr­an­um.

Sjálf­stæð­is­flokkur gegn lýð­ræði og rétt­ar­ríki 

Eftir kosn­inga­sig­ur­inn 1999 hófst hins vegar dökkur tími í sögu Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Undir for­ystu Dav­íðs tók flokk­ur­inn upp mark­vissa bar­áttu gegn und­ir­stöðum lýð­ræðis og rétt­ar­ríkis á Íslandi. Áður hafði fyr­ir­greiðslu­vald stjórn­mála­flokk­anna ekki náð til Hæsta­réttar eða frétta­stofu rík­is­út­varps­ins – stofn­ana þar sem starfs­mönnum bar skylda til fag­legra vinnu­bragða. Dóms­mála­ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins skip­uðu nú tvo miður hæfa umsækj­endur í emb­ætti Hæsta­rétt­ar­dóm­ara og einn í emb­ætti Hér­aðs­dóm­ara. Allir voru þeir tengdir Dav­íð: einn var frændi, annar einka­vinur og hinn þriðji son­ur. Gengið var fram hjá hæf­ustu umsækj­endum í starf frétta­stjóra útvarps­ins.

Árið 2003 ákváðu for­sæt­is­ráð­herra og utan­rík­is­ráð­herra upp á sitt ein­dæmi að styðja inn­rás Banda­ríkj­anna í Írak. Ísland gerð­ist þar með fyrsta sinni aðili að styrj­ald­ar­rekstri. Ekki var haft lög­bundið sam­ráð við utan­rík­is­mála­nefnd Alþingis heldur gripið til þeirrar hald­lausu lög­skýr­ingar að ekki væri um að ræða meiri­háttar ákvörðun í utan­rík­is­mál­um!

Mála­ferlin gegn Baugi og fjöl­miðla­frum­varpið afhjúp­uðu mark­vissa við­leitni til mis­beit­ingar valds. Aðal­eig­endur Baugs, Jóhannes Jóns­son og Jón Ásgeir Jóhann­es­son, voru meintir óvinir Dav­íðs Odds­son­ar. Þeir áttu meðal ann­ars fjöl­miðla­fyr­ir­tæki með útvarps – og sjón­varps­rekstur og stofn­uðu dag­blað, Frétta­blað­ið, sem náði meiri út­breiðslu en Morg­un­blað­ið, sem var nátengt Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Á þingi lagði for­sæt­is­ráð­herra fram frum­varp um fjöl­miðla. Í upp­haf­legri gerð þess voru lagðar hömlur á prent­frelsi en að kröfu utan­rík­is­ráð­herra voru þau ákvæði tekin út. Eftir stóð hins vegar frum­varp sem hefði svipt Baugs­feðga eign­ar­haldi á sjón­varps- og útvarps­stöðv­um. Skoð­ana­kann­anir sýndu yfir­gnæf­andi and­stöðu almenn­ings við frum­varpið og á skömmum tíma söfn­uð­ust und­ir­skriftir um 32.000 kjós­enda – um 15% kjós­enda á kjör­skrá í land­inu – þar sem skorað var á for­seta Íslands á beita 26. gr. stjórnar­skrár­innar og neita að stað­festa fjöl­miðla­lög­in.

Í við­tali við Rík­is­út­varpið 25. maí 2004 taldi for­sæt­is­ráð­herra „að mik­ill vafi léki á um hvort for­seti Íslands hefði yfir­höfuð vald til að synja stað­fest­ingu laga­frum­varps sem Alþingi hefði sam­þykkt. Fær­ustu lög­spek­ingar deila mjög mikið um það. Ég hef ekki enn þá tekið afstöðu til þess hvernig ég ætti að kanna það, en það kæmi senni­lega í minn hlut að kanna það lög­fræði­lega.“

Um svipað leyti full­yrti Davíð við fjöl­marga – þar á meðal for­seta Íslands, Ólaf Ragnar Gríms­son – „að Baugs­menn yrðu allir komnir í tukt­húsið um haust­ið, enda væri um stærsta svika­mál Íslands­sög­unnar að ræða.“ (Guð­jón Frið­riks­son: Saga af for­seta – bls. 330).

For­seti Íslands neit­aði að stað­festa fjöl­miðla­lögin sem Alþingi hafði sam­þykkt. Þau voru síðan dregin til baka enda ljóst að þau yrðu kol­felld í þjóð­ar­at­kvæða­greiðslu. Einn Baugs­manna, Jón Ásgeir Jóhann­es­son, var síðar sak­felldur fyrir bók­halds­brot og dæmdur í þriggja mán­aða skil­orðs­bundið fang­elsi. Í tukt­hús fór eng­inn - þvert á full­yrð­ingar for­sæt­is­ráð­herra. 

Fall bylt­ing­ar­manns

Á lands­fundi Sjálf­stæð­is­flokks­ins 1999 opin­ber­aði Davíð Odds­son draum sinn um eign­ar­gleð­ina, einka­væð­ingu og bylt­ingu á Íslandi:

 „Ýtt hefur verið undir það að sem flestir Íslend­ingar hafi beina hags­muni af góðum rekstri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja, sem og fyr­ir­tækja almennt. Í þeim efnum hefur orðið bylt­ing á Íslandi á und­an­förnum árum. Það sást síð­ast við sölu á hluta­bréfum í Bún­að­ar­banka Íslands og almenn­ingur er mjög vel á prjón­unum og vill, fyrir sitt leyti, taka þátt í þeirri einka­væð­ingu sem fram fer á vegum rík­is­stjórn­ar­inn­ar. Það á að ýta undir eign­ar­gleð­ina meðal Íslend­inga, því rík­ari sem eign­ar­gleðin verð­ur, því minna svig­rúm hefur öfund­in. Því minna svig­rúm, sem öfundin hef­ur, því minni mark­aður fyrir óábyrga vinstri flokka.” (Morg­un­blaðið 12. mars 1999). 

Hefð­bundin stefna Sjálf­stæð­is­flokks­ins hafði boðað þýð­ing­ar­mikið hlut­verk rík­is­valds­ins og blandað hag­kerfi einka­rekstrar og hins opin­bera. Hlut­verk rík­is­valds­ins væri fyrst og síð­ast að tryggja stöð­ug­leika og öryggi í þjóð­fé­lag­inu. Nú skyldi þess­ari stefnu varpað fyrir róða fyrir kenn­ingu um að hið eina og sanna frelsi fælist í óskor­uðu athafna­rými einka­að­ila á mark­aði. Reglu­verk hins opin­bera með mark­aði skyldi vera sem minnst og öll álita­mál túlkuð mark­aðs­öflum í vil.

Fljót­lega var horfið frá öllum fyr­ir­heitum for­sæt­is­ráð­herra og rík­is­stjórnar um sölu rík­is­bank­anna til almenn­ings og að eng­inn einka­að­ili hefði yfir­ráð yfir fyrrum rík­is­bönk­um. Í stað­inn var notuð gam­al­kunnug helm­inga­skipta­regla þar sem Sjálf­stæð­is­flokkur og Fram­sókn­ar­flokkur skiptu bönk­unum á milli sín. Flokks­for­menn­irn­ir, Davíð Odds­son og Hall­dór Ásgríms­son, bein­línis hand­stýrðu sölu bank­anna á vild­ar­verði til skjól­stæð­inga flokk­anna tveggja. Sjálf­stæð­is­menn fengu Lands­bank­ann en Fram­sókn­ar­menn Bún­að­ar­bank­ann og Vátrygg­ing­ar­fé­lag Íslands sem áður var í eigu Lands­bank­ans. 

Auglýsing
Sömu sögu er að segja af eign­ar­hald­inu á sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um. Rík­is­stjórn Dav­íðs boð­aði bylt­ingu þar sem tak­markið var almenn­ings­eign stærstu fyr­ir­tækj­anna. Reyndin varð hins vegar allt önn­ur. Verð­mætasta sam­eign þjóð­ar­innar var afhent mjög fámennum hópi til eigin fénýt­ingar og brasks. Léns­veldið var end­ur­reist á Íslandi þar sem sægreif­arnir drottna yfir sjáv­ar­byggð­unum – og reyndar land­inu öllu.

Eins og sannir bylt­ing­ar­menn hófu stuðn­ings­menn Dav­íðs að hreinsa til og losa sig við þing­menn sem reynd­ust ekki nógu ein­dregnir í eign­ar­gleði­s­bylt­ing­unni. Sér­stak­lega voru þing­konur flokks­ins litnar horn­auga og þrjár þeirra voru hreins­aðar út í próf­kjöri í Reykja­vík. Nið­ur­stöð­unni var sér­stak­lega fagnað af dyggum stuðn­ings­manni Dav­íðs í blaða­grein: „Bar­daga­menn­irnir sigruð­u“: Þar segir m.a. :

„Það er liðin tíð að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn geti leyft sér að að tefla fram hálf­gerðum dul­um, sem hafa það helst sér til ágæt­is, að því er virð­ist, að hafa verið dug­legar við að færa til stóla í flokks­starf­inu. Og núna dugir greini­lega ekki að lengur að hafa gegnt for­mennsku í Hvöt eða Lands­sam­bandi sjálf­stæð­iskvenna. Tími slæðu­kvenn­anna er lið­in.” (Við­skipta­blaðið 22. nóv­em­ber – 3. des­em­ber 2002).

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn tap­aði miklu fylgi – fékk tæp­lega 34% atkvæða í stað rúm­lega 40% áður. Þing­konum Sjálf­stæð­is­flokks­ins fækk­aði um helm­ing, urðu fjórar í stað átta áður. Ofan á fylgis­tap flokks­ins bætt­ist sú stað­reynd að Fram­sókn­ar­flokkur og Sam­fylk­ing höfðu nú saman meiri­hluta á Alþingi. Í fyrsta sinn í sögu íslenska lýð­veld­is­ins var mögu­legt að mynda meiri­hluta­stjórn tveggja flokka án Sjálf­stæð­is­flokks­ins. Til að halda flokknum í rík­is­stjórn þurfti Davíð að gefa eftir for­sæt­is­ráð­herra­emb­ættið til Hall­dórs Ásgríms­sonar en varð sjálfur utan­rík­is­ráð­herra. Davíð lét af for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokknum á lands­fundi 2005 en var sama ár skip­aður aðal­banka­stjóri Seðla­bank­ans.

Það fjar­aði undan veldi Dav­íðs og Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Bjarg­vættur eða skað­vald­ur?

Fram til 1999 reynd­ist Davíð Odds­son, að mínu mati, bjarg­vættur fyrir Sjálf­stæð­is­flokk­inn og frekar far­sæll for­sæt­is­ráð­herra. Á þessum tíma fylgdi Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í verki nokkuð hefð­bund­inni stefnu og reyndi sér­stak­lega að höfða meira til kvenna. Afrakst­ur­inn var sigur flokks­ins í þing­kosn­ingum 1999. Á þessum árum deildi Davíð völdum með öðrum for­ystu­mönnum flokks­ins. Eftir kosn­ing­arnar 1999 varð Davíð nán­ast ein­ráður í flokkn­um; gerð var krafa um skil­yrð­is­lausa holl­ustu við for­ingj­ann og hreinsað til í þing­flokkn­um. Davíð Odds­son efndi til átaka við for­seta Íslands og eig­endur einka­fjöl­miðla í land­inu. Gerð var atlaga að dóm­stólum og rík­is­út­varp­inu. Ein­ráður í Sjálf­stæð­is­flokknum og í banda­lagi við for­mann Fram­sókn­ar­flokks­ins hóf hann veg­ferð einka­vina­væð­ingar og auð­valds­dek­urs. Eftir einka­væð­ingu bank­anna léku bank­arnir lausum hala án þess að opin­berir aðilar hefð­ust neitt að til að hemja gegnd­ar­lausa útþenslu þeirra. Afleið­ingin var Hrunið 2008. Rann­sókn­ar­skýrsla Alþingis leiddi glögg­lega í ljós að Hrunið var í sér­legu boði íslenskra stjórn­valda, fjár­mála­stofn­ana og eft­ir­lits­að­ila. Reyndar er íslenska Hrunið eina dæmið um fjár­mála­kerfi í lýð­ræð­is­ríki sem hrynur undan þunga inn­lendrar spill­ing­ar, van­hæfni, frænd­hygli og fúsks vald­hafa í stjórn­málum og fjár­mála­kerfi. Heimskreppa og/eða styrj­aldir komu þar ekki við sögu.

Eftir Hrunið missti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn mikið fylgi. Nýr for­mað­ur, Bjarni Bene­dikts­son, var kjör­inn í mars 2009. Undir hans for­ystu virð­ist fylgis­tapið orðið var­an­legt. Í und­an­förnum kosn­ingum hefur flokk­ur­inn fengið um 25% atkvæða. Skoð­ana­kann­anir mæla nú fylgi hans í kringum 20%, eða helm­ing þess fylgis þegar mest var. Fylg­is­grunnur flokks­ins er þrengri en áður; yngri kjós­endur kjósa hann miklu síður en eldra fólk, tekju­hærri hópar miklu fremur en þeir tekju­lægri og karlar frekar en kon­ur. Tveir nýir stjórn­mála­flokk­ar, Við­reisn og Mið­flokk­ur­inn, sækja á fyrrum kjós­enda­mið Sjálf­stæð­is­flokks­ins. 

Í stefnu­á­herslum sínum er Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn enn flokkur Dav­íðs Odds­sonar þar sem kreddur eign­ar­gleði, einka­væð­ingar og þjón­usta við útgerð­ar­auð­valdið ræður för. Dóms­mála­ráð­herrar Sjálf­stæð­is­flokks­ins halda áfram að hafna sjálf­stæðum dóm­stólum en krefj­ast í stað­inn full­veldis flokks­ins og rétt ráð­herra til geð­þótta­á­kvarð­ana við skipan dóm­ara. Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hefur einn og sér ekki burði til að hrinda þessum stefnu­málum I fram­kvæmd. Hann hefur hins vegar gjarnan getað treyst á stuðn­ing ann­arra flokka – nú VG og Fram­sókn­ar­flokks­ins.

Höf­undur er pró­fessor emeritus í stjórn­mála­fræði við Háskóla Íslands.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar