Leysa íbúakosningar deilumál?

Odd­viti og rit­ari Vinstri grænna í Reykja­vík fjalla um kosti og galla íbúakosninga í aðsendri grein.

Líf Magneudóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
Líf Magneudóttir og Gústav Adolf Bergmann Sigurbjörnsson
Auglýsing

Eftir að lóð­ar­vil­yrði fyrir svoköll­uðu líf­hvolfi eða Aldin Biodome var sam­þykkt á Stekkj­ar­bakka í jaðri Elliða­ár­dals­ins hefur mikil umræða farið fram. Í Viku­lok­unum síð­ast­lið­inn föstu­dag á Rás 1 bar þetta mál á góma og þá sér­stak­lega sú krafa meðal íbúa að fá íbúa­kosn­ingu um þegar sam­þykkt deiliskipu­lag á þessu svæði. Þá skrif­aði Stefán Jón Haf­stein nýverið ágæta grein um málið í Kjarn­anum. Félags­skap­ur­inn Vinir Elliða­ár­dals­ins stóðu fyrir söfnun und­ir­skrifta á Island.is og skrif­uðu 9.003 Reyk­vík­ingar und­ir. Það að slíkur fjöldi fólks sé til­bú­inn að leggja nafn sitt við mál­stað­inn hlýtur að gefa borg­ar­yf­ir­völdum til­efni til þess að gaum­gæfa mál­ið, jafn­vel þó að fjöld­inn nái ekki þeim 18.000 sem kraf­ist er til þess að knýja fram kosn­ingu. Þess má þá geta að að mati und­ir­rit­aðra er þrösk­uld­ur­inn til þess að knýja fram íbúa­kosn­ingu – sem vel að merkja er lögum sam­kvæmt aðeins ráð­gef­andi – allt of hár. 

En er íbúa­kosn­ing endi­lega mál­ið?

Íbúa­kosn­ing er eins og ham­ar. Hann kemur að góðum notum þegar maður þarf að reka inn nagla en er óhent­ugur fyrir aðra og fín­legri vinnu. Nú þegar þró­unin hefur orðið sú að íbúa­kosn­ingar eru í hugum flestra sam­heiti íbúa­lýð­ræðis – en ekki bara eitt afbrigði af mörgum – þá sann­ast hið forn­kveðna: Ef eina verk­færið sem þú átt er ham­ar, þá líta öll vanda­mál út eins og nagl­ar.

Það eru ýmsir gallar við íbúa­kosn­ing­ar. Oft reyn­ist erfitt að sníða þær þannig að ljóst sé hverjar nið­ur­stöð­urnar eru eða hvernig þær end­ur­spegla afstöðu almenn­ings. Núver­andi til­laga, sem snýr að kosn­ingu um hvort íbúar í Reykja­vík séu fylgj­andi eða and­vígir breyt­ingu á deiliskipu­lagi fyrir Stekkj­ar­bakka þró­un­ar­reit 73 (Þ73), myndi ekki endi­lega taka til ein­stakra fram­kvæmda eða lóða­út­hlut­un­ar. Vissu­lega hefur þó nokkur styr staðið um þetta til­tekna svæði meðal fólks og oft virð­ist ágrein­ing­ur­inn vera hvort það sé hluti af Elliða­ár­dalnum eða fyrir utan hann. Sumir kunna að vera vel sáttir við upp­bygg­ingu á reitnum en eru ekki spenntir fyrir til­teknum vil­yrðum sem hafa verið sam­þykkt. Aðrir gætu verið and­vígir allri upp­bygg­ingu og myndu vilja sjá allt annað deiliskipu­lag sem myndi ekki heim­ila upp­bygg­ingu yfir­höf­uð. Engu að síður myndi fólk vilja kjósa um deiliskipu­lagið en út frá afar ólíkum for­send­um. Og því yrði nið­ur­stað­an, hver svo sem hún yrði, ráð­gáta þar sem erfitt gæti reynst að leysa úr hver raun­veru­legur vilji fólks er.

Auglýsing

Skoð­ana­skipti

Hægt væri að leita ýmissa ann­arra leiða til þess kom­ast að nið­ur­stöðu um svæðið enda getur íbúa­sam­ráð tekið á sig ýmsar mynd­ir. Núna nýlega stóð for­sæt­is­ráðu­neytið fyrir svo­kall­aðri rök­ræðukönnun um breyt­ingar á stjórn­ar­skrá með veru­lega góðum árangri. Mark­mið rök­ræðukönn­unar er að kom­ast að því hvort, og þá hvern­ig, fólk skiptir um skoðun þegar það fær tæki­færi til þess að kynna sér mál­efnið sem til umræðu er. Í íbúa­kosn­ingu fáum við engar slíkar upp­lýs­ing­ar.

Einnig mætti hugsa sér íbúa­þing eða ráð, þar sem íbúar eru valdir slembi­úr­taki til þess að taka mál­efni fyrir og ræða það í þaula. Vel væri hægt að hugsa sér slíkt þing sem tæki fyrir græn svæði í borg­ar­land­inu. Þá væri hægt að ræða gildi og almenna afstöðu frekar en að taka fyrir ein­stök mál. Hægt væri að ræða hvernig við viljum hafa grænu svæð­inu okk­ar, hve stór þau ættu að vera og hvaða þjón­ustu, ef ein­hverja, ætti að veita innan þeirra. 

Kannski myndi slíkt þing skila þeirri nið­ur­stöðu að líf­hvolf myndi auðga lífið í Elliða­ár­daln­um, trekkja fleiri að og hvetja til úti­vistar í nærum­hverfi hvolfs­ins. Eða kannski myndi þingið kom­ast að þeirri nið­ur­stöðu að við ættum ekki að fara í slíkar bygg­ing­ar­fram­kvæmdir heldur frekar að vinna að stækkun almennra grænna svæða, jafn­vel að breikka út úti­vist­ar­svæði Elliða­ár­dals­ins. 

Slíkar nið­ur­stöður fengjum við aldrei með ein­faldri íbúa­kosn­ingu. Með því að nýta betur öll þau verk­færi íbúa­sam­ráðs sem þróuð hafa verið getum við unnið að nið­ur­stöðu í sátt við borg­ara og umhverfi. Og Reykja­vík­ur­borg getur sýnt að hún stendur í fremstu röð borga heims hvað varðar lýð­ræð­is­starf sem á að vera leið­ar­stef í mótun borg­ar­innar til fram­tíð­ar.

Líf Magneu­dóttir er odd­viti Vinstri grænna í Reykja­vík og Gústav Adolf Berg­mann Sig­ur­björns­son er rit­ari Vinstri grænna í Reykja­vík.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svindlarar nýta sér óttann
Stundum er sagt að tækifærin séu alls staðar, fólk þurfi bara að koma auga á þau. Evrópulögreglan, Europol, varar við fólki sem nú, á dögum kórónuveirunnar, hefur komið auga á tækifæri til að auðgast á kostnað samborgaranna.
Kjarninn 29. mars 2020
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar