Veruleikavottorð

Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs, skrifar um sölu upprunaábyrgða.

Auglýsing

Það hefur heldur betur gustað í umræðum um sölu orku­fyr­ir­tækja á grænum upp­runa­á­byrgðum og alls­konar upp­hróp­anir ómað í bæði fjöl­miðlum og á sam­fé­lags­miðl­um. Til að skilja mik­il­vægi þessa kerf­is, án þess að fara strax uppá há C-ið, þá er ágætt að gleyma aðeins Íslandi um stund og skoða mik­il­vægi kerf­is­ins úr frá meg­in­landi Evr­ópu.  

Skil­virkt kerfi

Neysla og fram­leiðsla eru óað­skilj­an­legar syst­ur.  Öll neysla er alger­lega háð ein­hverri fram­leiðslu og öfugt. Raf­orku­fram­leiðsla með jarð­efna­elds­neyti er ósjálf­bær og meng­andi. Í gegnum tíð­ina hafa verið reyndar ýmsar leiðir til að efla græna raf­orku­fram­leiðslu í Evr­ópu. Vanda­málið er að Raf­orku­kerfi Evr­ópu er sam­tvinnað sem þýðir að bæði kola­orku­ver og vind­myllur fram­leiða inn í sam­eig­in­legan suðu­pott raf­einda sem not­endur taka svo út af, án þess að geta valið milli grænna eða dekkri lausna. Áður en græn skír­teini komu til sög­unnar var erfitt fyrir græna raf­orku­fram­leið­endur og umhverf­is­væna not­endur að tengj­ast með beinum hætti. Grænar upp­runa­á­byrgðir er kerfi sem leysti þennan vanda og sló margar flugur í einu höggi. Með upp­töku á kerf­inu sköp­uð­ust þessi skil­yrði:

A) nú getur umhverf­is­vænn not­andi pantað eða tekið frá fyrir sig græna raf­orku­fram­leiðslu, án þess hrein­lega að leggja eigin streng að vind­orku­ver­i. 

B) nú getur umhverf­is­vænn not­andi sannað að hann var sann­ar­lega að kaupa græna raf­orku. 

C) nú getur grænn raf­orku­fram­leið­andi selt upp­lýstum og umhverf­is­vænum not­enda græna raf­orku, án þess að leggja til hans sér streng. 

D) nú fær grænn raf­orku­fram­leið­andi verð­skuld­aða og kær­komna bón­us­greiðslu fyrir grænni fram­leiðslu.

E) umfram allt er komið í veg fyrir blekk­ingar kaup­enda sem héldu fram, án form­legrar stað­fest­ing­ar, að þeir væru bara að nota græna raf­orku.  Það besta er svo að þegar öll raf­orku­fram­leiðsla verður á end­anum orðin græn þá leggst kerfið sjálf­krafa af.

Þetta kerfi hefur sann­ar­lega virkað sem alger vítamín­sprauta fyrir græna raf­orku­fram­leiðslu í Evr­ópu en einnig hjálpað umhverf­is­vænum fyr­ir­tækjum að fá fag­lega vottun um græna stefn­u.  Flestir geta verið sam­mála um að vott­un­ar­kerfi geta hjálpað bæði fyr­ir­tækjum og neyt­endum að velja rétt. Það er t.d. þægi­legra og örugg­ara að fá vottun þriðja aðila. Tökum sem dæmi Fairtrade merk­ingu, en slík merk­ing tryggir að  kaffi­baunir séu keyptar frá fram­leið­enda sem ekki stundar barna­þrælk­un. Slík vottun er örlítið örugg­ari en full­yrð­ing ein­stakra sölu­að­ila sem eru jafn­mis­jafnir eins og þeir eru marg­ir. Eins er mun þægi­legra og fag­legra að að geta hrein­lega gert kröfu á þrifa­þjón­ustu að not­aðar séu Svans­merkar vörur í stað þess að leggj­ast sjálfur yfir hvert og eitt hreinsi­efni sem við­kom­andi fyr­ir­tæki not­ar.

Ísland og upp­runa­á­byrgðir

Þá förum við loks­ins til Íslands. Ísland hefur tvö­falda sér­stöðu. A) Við fram­leiðum alla okkar raf­orku með grænum hætti og B) 85% fram­leiðsl­unnar fer á alþjóða­legan mark­að. Já, á alþjóð­legan mark­að. Raf­orkan okkar er útflutn­ings­vara þó engin sé sæstreng­ur­inn. Stórnot­endur á Íslandi nota íslenska raf­orku til að fram­leiða vörur eða þjón­ustu sem fer öll á alþjóða­mark­að.  Það er því ekk­ert skrýt­ið, að mínu mati, að íslenskir raf­orku­fram­leið­endur fái alvöru vottun á íslenska orku til að sýna fram á gæði hennar á alþjóða­mark­aði. Stórnot­endur á Íslandi geta auð­veld­lega keypt þessa vottun og stað­fest þannig form­lega að þeirra vara er raun­veru­lega fram­leidd með grænum hætti. En þarf ein­hverja vott­un, vita ekki allir í heim­inum að íslensk orka er græn? Í fyrsta lagi er það nú ekki alveg öruggt og í öðru lagi þá vilja erlend fyr­ir­tæki í meira mæli fá alvöru vott­anir á slíku fyrir sína faglegu umhverf­is­stjórn­un.  Þetta er ástæða þess að fyr­ir­tæki eru að inn­leiða vott­anir og staðla, því að í flóknu og hröðu alþjóða við­skiptaum­hverfi eru gerðar æ meiri kröfur um fag­mennsku og óháðar vott­anir þriðja aðila.  

Auglýsing
Það er alger grund­vallar mis­skiln­ingur að græn upp­runa­vott­orð sýni að íslensk raf­orku­fram­leiðsla sé ekki græn. Þvert á móti stað­festir upp­runa­vott­orða­kerf­ið, með óháðum hætti, að íslensk raf­orka er svo sann­ar­lega græn. Það er hins­vegar hluti af raf­orku­kaupum á Íslandi sem ekki hefur vott­orð vegna þess að stórnot­endur hafa ekki viljað borga fyrir slíkt.

Breyttir tímar 

Heims­mark­aðs­verð á vörum eins og áli er lágt um þessar mundir og svig­rúmið til vott­un­ar­kaupa mögu­lega lít­ið. Þetta mun þó von­andi breyt­ast t.d. þegar raf­bíla­fram­leiðsla fer á flug en í raf­bílum er um 20% meira af áli en í hefð­bundnum bíl­um. Þar að auki, þá gera raf­bíla­kaup­endur almennt þá kröfu að  að kolefn­is­spor raf­bíla­fram­leiðslu sé sem allra lægst. Volkswagen stefnir t.d. á að raf­bílar þeirra verði kolefn­is­hlut­lausir þegar kaup­andi tekur við þeim sem þýðir jafn­framt að VW mun reyna allt til að hrá­efnin í bíl­ana verði með sem lægst kolefn­is­spor. Þá er nú heldur betur væn­legra að kaupa íslenskt ál en kín­verskt og VW fyr­ir­tækið mögu­lega til­búið að borga meira fyrir slíkt hrá­efni. Ef fyr­ir­tækið fer þá leið þá mun það lík­lega krefj­ast vott­unar á slíkri fram­leiðslu. Þá hlýtur að vera mik­il­vægt fyrir Ísland að vera þátt­tak­endur í upp­runa­vott­orða­kerf­inu. Þessu má líkja við hvernig sumir íslenskir fisk­fram­leið­endur leit­ast eftir form­legum vott­unum sem segja til um að íslenskur fiskur sé veiddur úr sjálf­bærum stofn­un. Það er mun væn­legra en að vona bara að erlendir kaup­endur viti að íslenskt fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfi sé til fyr­ir­mynd­ar. Við, sem eig­endur auð­lind­ar­innar sem við seljum að mestu á erlenda mark­að, hljótum að mega fá alþjóð­lega gæða­vottun á hana. Það er eitt­hvað fárán­legt við það að vera ekki þátt­tak­endur í slíku kerfi og svipta þannig íslensk útflutn­ings­fyr­ir­tæki mögu­leik­anum á því að selja vörur með vott­aðri grænni raf­orku­notk­un.  Það væri t.d. súrt fyrir íslenskan bleikju- eða tómata­fram­leið­anda að geta ekki selt vör­urnar á franskan Michelin stað sem mögu­lega gerir kröfur til allra sinna birgja um vott­aða græna raf­orku­notk­un. 

Gjöf eða sala

Tekj­urnar af sölu þess­ara ábyrgða enda með einum eða öðrum hætti í rík­is­sjóði t.d. í gegnum arð­greiðslur Lands­virkj­un­ar, fyr­ir­tæki sem við eigum öll sam­an. Nú kynnti rík­is­stjórnin nýverið 600 millj­óna króna fram­lag í það að hraða lagn­ingu á jarð­strengjum og annað eins þarf svo til að jafna dreif­ing­ar­kostn­aði raf­orku milli þétt­býlis og dreif­býl­is. Er óeðli­legt að þeir pen­ingar sem koma úr orku­auð­lind­inni í gegnum upp­runa­á­byrgða­kerfið verði nýttir til inn­viða upp­bygg­ingar og kostn­að­ar­jöfn­unar í orku­geir­an­um? 

Græn upp­runa­vott­orð fylgja núna með raf­orku­kaupum allra heim­ila og fyr­ir­tækja fyrir utan allra stærstu not­end­urna. Uppi eru háværar kröfur frá þessum stórnot­endum raf­orku um að við förum út úr þessu kerfi. Það er spurn­ing hvort við sem eig­endur auð­lind­ar­innar og orku­fyr­ir­tækj­anna sættum okkur við að mega ekki fá óháða vottun á hrein­leika auð­lind­ar­inn­ar. Við gætum líka valið að láta stórnot­endur fá þessar vott­anir end­ur­gjalds­laust þ.e.a.s. hrein­lega gefið þeim millj­arða af stað­festum verð­mætum sem raf­orku­auð­lindin okkar gef­ur. Hvort sá gjörn­ingur væri sann­gjarn og eðli­leg­ur, verður hver og einn lands­maður og jafn­framt eig­andi auð­lind­ar­inn­ar, að gera upp við sjálfan sig.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri Orku­set­urs.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiAðsendar greinar