Sigurvegarar og taparar í vel heppnuðu prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík

Konur verða í stórum hlutverkum hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í komandi kosningum. Frjálslyndari frambjóðendum gekk betur en íhaldsamari og ef eitt er öruggt í lífinu þá er það að Birgir Ármannsson lendir í sjötta sæti.

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson eru oddvitar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson eru oddvitar Sjálfstæðisflokks í Reykjavík.
Auglýsing

Próf­kjör Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík um helg­ina skil­aði mörgum eft­ir­tekt­ar­verðum nið­ur­stöð­um. Þátt­taka í próf­kjör­inu var til að mynda mun betri en hún var árið 2016, þegar síð­ast var ráð­ist í próf­kjör hjá flokknum í Reykja­vík. Nú greiddu 7.493 manns atkvæði en þeir voru ein­ungis 3.430 árið 2016. Þátt­takan í ár var nán­ast sú sama og í próf­kjöri flokks­ins í Reykja­vík í aðdrag­anda þing­kosn­ing­anna 2013. 

Tveir stjórn­mála­menn sem sækj­ast eftir því að verða fram­tíð­ar­leið­togar innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins tók­ust á og komust báðir vel frá próf­kjör­inu. Þá röð­uðu konur sér í þrjú af þeim fjórum sætum sem telja má sem örugg þing­sæti. Ekki bara kon­ur, heldur ungar kon­ur, en elsta konan sem var á meðal efstu átta í próf­kjör­inu er fædd 1978 á meðan að yngsti karl­inn á meðal efstu átta er fæddur 1970.  

Þeim fram­bjóð­endum sem hafa staðið fyrir nýfrjáls­hyggju­á­herslum í efna­hags­mál­um, stjórn­ar­and­stöðu í sótt­varn­ar­málum og tekið þátt virkan þátt í menn­ing­ar­stríði við ætl­aðan auk­inn rétt­trúnað í sam­fé­lag­inu var hafnað í próf­kjör­in­u. 

Nú er fjórum af sex próf­kjörum Sjálf­stæð­is­flokks­ins lokið og nið­ur­staðan úr þeim er heilt yfir allt önnur en 2016, þegar próf­kjör fór fram síð­ast. Þá var kon­um, sér­stak­lega reynslu­miklum konum sem höfðu verið á þingi og jafn­vel ráð­herr­ar, hafnað í unn­vörp­um. Ein­ungis tvær konur á lista flokks­ins í kosn­ing­unum 2016 voru í sætum á lista sem öruggt var að skila myndi þeim inn á þing. Í þeim fjórum kjör­dæmum þar sem próf­kjörum er lokið eru að minnsta kosti fjórar kon­ur, mögu­lega fimm, nokkuð öruggar inn. Þeim mun vænt­an­lega fjölga um að minnsta kosti tvær þegar Suð­verst­ur­kjör­dæmi og Norð­vest­ur­kjör­dæmi skila sínum próf­kjör­snið­ur­stöð­u­m. 

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn er að ganga í gegnum umtals­verða end­ur­nýj­un.

Sig­ur­veg­ar­arnir

Sá fram­bjóð­andi sem kom lík­ast til mest á óvart í próf­kjör­inu í Reykja­vík var Hildur Sverr­is­dótt­ir. Hún tók líka þátt í próf­kjöri 2016 og lenti þá í sjö­unda sæti. Nú sótt­ist Hildur eftir þriðja til fjórða sæt­inu.

Auglýsing
Fáir sáu það fyrir að hún myndi ná þannig árangri í próf­kjör­inu að hún myndi klifra yfir þrjá sitj­andi þing­menn og tryggja sér öruggt þing­sæti. En það gerði hún nokkuð örugg­lega og verður í öðru sæti á lista Sjálf­stæð­is­flokks, lík­lega í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður á eftir Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dótt­ur. Þær til­heyrðu sömu fylk­ingu í próf­kjör­in­u. 

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra sigr­aði í próf­kjör­inu þótt það hafi ein­ungis verið með 182 atkvæð­um. Hann sótt­ist eftir því að verða leið­togi Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík og náði því mark­mið­i. 

Guð­laugur Þór sigr­aði Björn Bjarna­son í eft­ir­minni­legri bar­áttu um annað sætið í próf­kjöri flokks­ins árið 2006 og leiddi lista flokks­ins í REykja­vík­ur­kjör­dæmi norður í þing­kosn­ingum árið eft­ir. Í kosn­ing­unum 2009 var hann odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í REykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­urs en vegna útstrik­anna á honum féll hann niður um eitt sæti á list­anum og varð annar þing­maður flokks­ins í kjör­dæm­inu. Ástæðan var aðal­lega rakin til styrkja­hneyksl­is­ins svo­kall­aða. Guð­laugur Þór náði sér þó á strik og varð aftur í öðru sæti á eftir Ólöfu Nor­dal í próf­kjöri 2016, sem var það síð­asta sem flokk­ur­inn hefur hald­ið. Guð­laugur Þór er tal­inn hafa metnað til að verða næsti for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins og nið­ur­staðan um helg­ina styrkir hann í þeirri veg­ferð, þar sem sýni­leg­ustu mótherj­arnir eru Áslaug Arna og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, vara­for­maður flokks­ins. Bjarni Bene­dikts­son hefur verið for­maður í meira en ell­efu ár og leitt flokk­inn í gegnum fjórar af fimm verstu kosn­ingar hans í sög­unni. Fari illa í haust, og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn nær ekki inn í rík­is­stjórn, búast margir við því að for­manns­skipti gætu orðið í kjöl­far­ið. 

Diljá Mist Einarsdóttir.

Diljá Mist Ein­ars­dótt­ir, aðstoð­ar­maður Guð­laugs Þórs í utan­rík­is­ráðu­neyt­inu, vann líka mik­inn sig­ur. Hún er nýliði í próf­kjöri og náði þriðja sæt­inu með afger­andi hætti, sem þýðir að óbreyttu öruggt þing­sæti fyrir hana. Diljá rak afar umfangs­mikla próf­kjörs­bar­áttu sem hófst með opnu­aug­lýs­ingum í dag­blöðum og var fylgt eftir með miklum úthring­ing­um, í sam­starfi við Guð­laug Þór. 

Þá er ótal­inn Kjartan Magn­ús­son. Hann var borg­ar­full­trúi í tæp 19 ár en var hafnað með afger­andi hætti í leið­toga­kjöri fyrir síð­ustu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­ar, þar sem hann fékk ein­ungis 480 atkvæði, eða rúm ell­efu pró­sent. Kjör­nefnd hafn­aði því svo að setja hann á lista. 

Kjartan bauð sig fram í próf­kjör­inu og fæstir áttu von á miklum árangri hans. Kjartan fékk hins vegar alls 3.777 atkvæði sem skil­aði honum í sjö­unda sæt­ið. Í ljósi þess að Brynjar Níels­son ætlar ekki að þiggja sitt sæti að óbreyttu má ætla að Kjartan fær­ist þar með upp í sjötta sæt­ið, sem er bar­áttu­sæti. Kjart­ani Magn­ús­syni gæti því skolað inn á þing.

Þau sem töp­uðu

Sá sem tap­aði verst var Sig­ríður Á. And­er­sen, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra og odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suður í síð­ustu kosn­ing­um. Hún hóf kjör­tíma­bilið sem ráð­herra en þurfti að segja af sér vegna Lands­rétt­ar­máls­ins vorið 2019. Sig­ríður rak svo harða and­stöðu við sótt­varn­ar­að­gerðir stjórn­valda síð­ustu mán­uði. Þessar tvær breyt­ur, Lands­rétt­ar­málið og fram­ganga Sig­ríðar í umræð­unni um sótt­varn­ar­á­herslur stjórn­valda, eru taldar hafa ráðið úrslitum um slakt gengi henn­ar, en hún var ekki á meðal níu efstu í próf­kjör­inu.

Brynjar Níels­son sótt­ist eftir því að verða odd­viti Sjálf­stæð­is­manna í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu. Hann hefði getað verið slíkur í kosn­ing­unum árið 2017, eftir frá­fall Ólafar Nor­dal, en ákvað að skipta um sæti við Sig­ríði And­er­sen og verða í öðru sæti á list­an­um. Brynjar er afar umdeildur þing­maður og her­skár. Hann hefur náð meiri lagni á því að nýta sam­fé­lags­miðla til að tala við stuðn­ings­menn sína, og espa upp and­stæð­inga, en flestir aðrir og hefur ekki vílað fyrir sér að gagn­rýna menn per­sónu­lega með afger­andi hætti. Hann var ásamt Sig­ríði í for­grunni í því að gagn­rýna ýmsar sótt­varn­ar­ráð­staf­anir og und­an­farin miss­eri hefur Brynjar komið útgerð­ar­fyr­ir­tæk­inu Sam­herja, sem er til rann­sóknar vegna meintra mútu­greiðslna, skatta­snið­göngu og pen­inga­þvætt­is, til varnar með ýmsum hætti. Í maí sagði hann til að mynda að hann sæi ekk­ert athuga­vert við aðgerðir svo­kall­aðrar „skæru­liðadeild­ar“ Sam­herja sem Kjarn­inn og Stundin höfðu greint frá nokkrum dögum áður, og sagði frétta­flutn­ingin ekki eiga neitt erindi til almenn­ings.  

Brynjar Níels­son end­aði í fimmta sæti í próf­kjör­inu og hefði setið í bar­áttu­sæti á lista flokks­ins í öðru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu hefði hann þegið sæti á lista. Það ætlar hann ekki að gera og í stöðu­upp­færslu á Face­book á sunnu­dag sagði Brynjar að úrslitin væru „tals­verð von­brigði fyrir mig en skila­boðin eru skýr. Ég trúi því að Sjálftæð­is­flokknum muni vegna vel í kom­andi kosn­ing­um. Ég kveð því stjórn­málin sátt­ur.”

Brynjar Níelsson er búinn að tilkynna að hann ætli ekki að þiggja sæti á lista. Mynd: Bára Huld Beck.

Þá er ljóst að Ing­i­­björg H. Sverr­is­dótt­ir, for­maður Fé­lags eldri borg­­ara í Reykja­vík og ná­grenni (FEB), var óra­langt frá því að ná þeim árangri sem hún stefndi að, sem var fjórða til fimmta sæti, en hún ætl­aði sér að verða rödd eldri borg­ara á fram­boðs­list­an­um. Ingi­björg varð ekki á meðal tíu efstu hið minnsta. 

Þótt sjálf­stæð­is­menn hafi ekki viljað veita Sig­ríði og Brynj­ari það braut­ar­gengi sem þau sótt­ust eftir þá sjá margir utan flokks eftir þeim úr stjórn­mál­un­um. Einn þeirra er Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins. Hann birti stöðu­upp­færslu á Face­book í gær þar sem stóð: „Það verður mik­ill sjón­ar­sviptir að Sig­ríði And­er­sen og Brynj­ari Níels­syni á Alþingi.

Maður þurfti ekki að vera sam­mála þeim um allt til að sjá að þau væru alvöru prinsipp­fólk. Sam­fylk­ing­ar­væð­ing allra stjórn­mála­flokka, nema eins, heldur áfram.“

Þau sem geta vel við unað

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dóttir dóms­mála­ráð­herra getur verið sátt með árang­ur­inn í próf­kjör­inu. Hún er þrí­tug og hefur tekið stór skref á sínum stjórn­mála­ferli á þessu kjör­tíma­bili, þegar hún stýrði fyrst utan­rík­is­mála­nefnd og tók svo við ráðu­neyti þegar Sig­ríður sagði af sér. Nú er hún orðin odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi suð­ur. 

Þrátt fyrir að Áslaug Arna hafi ekki náð mark­miði sínu um að verða leið­togi Sjálf­stæð­is­manna í Reykja­vík þá fékk hún mik­inn stuðn­ing og tap­aði fyrir Guð­laugi Þór, sem er með vel smurða kosn­inga­vél í Reykja­vík sem hefur verið í upp­bygg­ingu og við­haldi ára­tugum sam­an, með ein­ungis 182 atkvæð­um. Áslaug Arna er því í mjög góðri stöðu til að gera áfram­hald­andi til­kall til ráð­herra­emb­ættis kom­ist Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn í rík­is­stjórn og til að blanda sér í næsta for­manns­slag í flokkn­um, hvenær sem hann á end­anum verð­ur. Þrátt fyrir tap í próf­kjör­inu styrkti hún stöðu sína sem stjórn­mála­leið­togi.

Birgir Ármanns­son, þing­flokks­for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, getur líka vel við unað, þótt hann hafi sóst eftir öðru eða þriðja sæti. Fyrir lá að sú krafa var aldrei raun­hæf. 

Birgir Ármannsson er ólseigur stjórnmálamaður. Mynd: Bára Huld Beck.

Hann hefur gert sjötta sætið að sínu – Birgir lenti í því sæti í próf­kjörum 2013 og 2016 líka – sem þýðir að Birgir verð­ur, enn og aft­ur, í bar­áttu­sæti á lista Sjálf­stæð­is­manna í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu í kom­andi kosn­ing­um. Það er kunn­ug­leg staða. Í fjórða sinn í fjórum kosn­ingum mun Birgir Ármanns­son fara inn í kosn­ingar með þann mögu­leika hang­andi yfir sér að hann verði inn og út alla kosn­inga­nótt­ina.

Þá getur Frið­jón R. Frið­jóns­son almanna­tengil verið ágæt­lega sátt­ur. Hann lenti í átt­unda sæti í próf­kjör­inu en mun fær­ast upp eftir að Brynjar Níels­son ákvað að taka ekki sæti á lista. Frið­jón verður því að óbreyttu fyrsti eða annar vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­manna í öðru hvoru Reykja­vík­ur­kjör­dæm­inu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur og formaður Sósíaldemókrataflokksins.
Kosið til þings í Danmörku 1. nóvember – Frederiksen vill mynda breiða ríkisstjórn
Mette Frederiksen forsætisráðherra Danmerkur tilkynnti á blaðamannafundi í morgun að þingkosningar yrðu haldnar í landinu 1. nóvember, eða eftir tæpar fjórar vikur.
Kjarninn 5. október 2022
Heiðrún Jónsdóttir.
Heiðrún ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja
Katrín Júlíusdóttir hætti skyndilega sem framkvæmdastjóri SFF um síðustu mánaðamót. Nú hefur nýr framkvæmdastjóri verið ráðinn og hún hefur þegar hafið störf.
Kjarninn 5. október 2022
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans
Raddir margbreytileikans – 30. þáttur: „Hnattræni þróunariðnaðurinn er mjög yfirgrípandi hugtak yfir mjög fjölbreytilegan geira“
Kjarninn 5. október 2022
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri er formaður peningastefnunefndar.
Stýrivextir hækka í níunda skiptið í röð – Nú upp í 5,75 prósent
Stýrivextir hafa verið hækkaðir upp í 5,75 prósent. Greiðslubyrði margra heimila mun fyrir vikið þyngjast. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum, að sögn peningastefnunefndar.
Kjarninn 5. október 2022
Bjarni Benediktsson, Katrín Jakobsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson, formenn ríkissjórnarflokkanna, sendu frá sér yfirlýsingu í apríl þar sem segir að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum ríkissin í Íslandsbanka að sinni. Sú yfirlýsing stendur enn.
Standa enn við að ekki verði ráðist í frekari sölu á hlutum í Íslandsbanka
Fjármálaráðherra sagði mikilvægt að halda áfram að selja hlut ríkisins í Íslandsbanka við kynningu fjárlagafrumvarpsins. Í yfirlýsingu stjórnarflokkanna frá því í vor segir að ekki verði ráðist í sölu á frekari hlutum bankans að sinni. Hún gildir enn.
Kjarninn 5. október 2022
Eyþór Arnalds var oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Félag Eyþórs hagnaðist um 388,4 milljónir vegna afskriftar á láni frá Samherja
Eigið fé félags Eyþórs Arnalds fór úr því að vera neikvætt um 305 milljónir í að vera jákvætt um 83,9 milljónir í fyrra. Félag í eigu Samherja afskrifaði seljendalán sem veitt var vegna kaupa í útgáfufélagi Morgunblaðsins.
Kjarninn 4. október 2022
Neyðarúrræði en ekki neyðarástand
Fjöldahjálparstöð fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd hefur verið opnuð í skrifstofuhúsnæði í Borgartúni þar sem Vegagerðin var áður til húsa. Hægt verður að taka á móti 150 manns að hámarki og miðað er við að fólk dvelji ekki lengur en þrjár nætur.
Kjarninn 4. október 2022
Örn Bárður Jónsson
Um skjálífi og skjána
Kjarninn 4. október 2022
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar