Ragnheiður Ríkharðsdóttir hættir - Elín Hirst sækist eftir sætinu

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér áfram fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Elín Hirst ætlar að sækjast eftir öðru sætinu á eftir Bjarna Benediktssyni.

RR.jpg
Auglýsing

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar ekki að gefa kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu Alþingiskosningar. Hún greindi frá þessu á Facebook-síðu sinni í kvöld. 

Ragnheiður er annar þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, næst á eftir Bjarna Benediktssyni, formanni flokksins. 

Elín Hirst, sem skipaði fimmta sæti flokksins í sama kjördæmi í síðustu kosningum, tilkynnti svo nú í kvöld að hún hefði ákveðið að sækjast eftir öðru sætinu í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Hún greinir frá því að prófkjörið verði haldið í lok ágúst eða byrjun september. 

Auglýsing

Elín þakkar Ragnheiði fyrir „heiðarleika, stefnufestu og dugnað í sínum störfum“ í fréttatilkynningu sem hún sendi frá sér. 

Ef Ragnheiður er hætt í stjórnmálum verður hún tíundi sitjandi þingmaðurinn sem ákveður að hætta á þingi. Áður hafði samflokksmaður hennar Einar K. Guðfinnsson greint frá því að hann hygðist hætta. Það höfðu einnig Brynhildur Pétursdóttir og Róbert Marshall í Bjartri framtíð tilkynnt, sem og Frosti Sigurjónsson, Páll Jóhann Pálsson og Sigrún Magnúsdóttir, þingmenn Framsóknarflokksins, Katrín Júlíusdóttir og Kristján Möller, þingmenn Samfylkingarinnar og Ögmundur Jónasson, þingmaður VG. 

Minnst fjórir þingmenn til viðbótar hafa ekki ákveðið hvort þeir hyggjast reyna að halda áfram á þingi eða ekki. Það eru þau Guðmundur Steingrímsson, Haraldur Einarsson, Karl Garðarsson og Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, auk Lilju Alfreðsdóttur, sem er ráðherra utan þings. Kjarninn tók þetta saman í ítarlegri fréttaskýringu á dögunum, sem lesa má hér. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None