Þrír formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna segja sig úr flokknum

Thorey.Vilhjalmsdottir.jpg
Auglýsing

Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Jar­þrúður Ásmunds­dóttir og Þórey Vil­hjálms­dóttir hafa allar sagt sig úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en þær eru núver­andi og tveir síð­ustu for­menn Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna. 

Þetta til­kynntu þær fyrir skömmu. Þær segja að þær eigi „ekki sam­leið með flokki sem skil­ar af sér nið­ur­stöðum úr próf­kjöri eins og þeim sem við höf­um ný­verið séð.“ 

Und­an­farin ár hafi þær varið kröftum sínum og tíma í þágu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og tala fyrir jafn­rétti kynj­anna þegar kemur að vali í áhrifa­stöður innan flokks­ins og kjöri full­trú­a. 

Auglýsing

Nú teljum við full­reynt að hreyfa við þeim íhalds­sömu skoð­unum og ­gildum sem ríkja um jafn­rétt­is­mál í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ýmis­ skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til auk­ins jafn­rétt­is kynj­anna á síð­ustu árum. Víð­tæk and­staða hefur þó ver­ið ­gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokks­ins í þá veru að konur fáist til þátt­töku.“ 

Mikið hafi verið talað fyrir því að velja „hæf­asta ein­stak­ling­inn“. Það hafi sannað sig í próf­kjörum síð­ustu vikna að þessi mál­flutn­ingur sé úreltur og ekki í neinum takti við nútím­ann, og enn einu sinni hafi komið í ljós að próf­kjör skili ekki endi­lega góðum nið­ur­stöðum „þó að þau séu kannski lýð­ræð­is­leg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim.“ 

Ýms­ir aðrir stjórn­mála­flokkar veigri sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tæki­færi til ábyrgðar á við karla. „Nema staðan sé sú innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins að allir „hæf­ustu ein­stak­ling­arn­ir“ séu karl­ar.“ 

Helga, Þórey og Jar­þrúður segja að þær hafi barist fyrir auk­inni ábyrgð kvenna og verið drifnar áfram af „ólýs­an­legri bjart­sýni og ofur­trú“ á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi breyt­ast og beita sér í verki fyrir auknu jafn­rétti kynj­anna. Þær hafi tekið slagi fyrir kon­ur, haldið fjölda leið­toga­nám­skeiða og funda, talað fyrir mik­il­vægi þátt­töku kvenna og hvatt flokks­menn til að kjósa kon­ur. Þær hafi mótað og fengið sam­þykkta jafn­rétt­is­stefnu og náð fram breyt­ingum á skipu­lags­reglum flokks­ins þar sem jafn­rétti kynja sé stað­fest sem eitt af grunn­gild­un­um. 

„Því miður hefur þetta ekki breytt stöðu kvenna inn­an­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins ― nið­ur­stöður próf­kjara í Suð­ur­kjör­dæmi og Suð­vest­ur­kjör­dæmi eru áfall fyrir flokk­inn. Að­eins ein kona verður odd­viti fyrir flokk­inn á lands­vísu á næsta kjör­tíma­bili sem er óvið­un­andi. Og nú er sú staða hugs­an­lega komin upp að engin kona sem kosin var á þing fyr­ir­ ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn í síð­ustu þing­kosn­ingum muni taka sæti á kom­andi þing­i.“ 

Þeim séu það mikil von­brigði að flokk­ur­inn hafi ekki tryggt að staða eins og þessi gæti ekki komið upp aft­ur. „Nú, á árinu 2016, gerum við þá sjálf­sögðu kröfu að konur og karlar hafi sömu tæki­færi til að hafa áhrif á mótun lög­gjaf­ar og stefnu í sam­fé­lag­in­u.“ Af þess­ari kröfu vilji þær ekki gefa neinn afslátt. 

„Í því ljósi og þess sem á undan er gengið eigum við ekki sam­leið ­með flokki sem skilar af sér nið­ur­stöðum úr próf­kjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð. Það virð­ist sem svo að engar ráð­staf­anir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þá ­stöðu sem nú er komin upp. Því höfum við tekið ákvörðun um að segja skilið við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og þær íhalds­söm­u ­skoð­anir sem þar virð­ast ríkja.“ 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Öðruvísi áhrifavaldar
Jóna Kristjana Hólmgeirsdóttir skrifar um bókina Aðferðir til að lifa af.
Kjarninn 30. mars 2020
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra.
Víðir: Haldið ykkur heima um páskana
Úr heilræðahorni Víðis Reynissonar: Haldið ykkur heima um páskana – hugið tímanlega að innkaupum, farið sjaldan í búð og kaupið meira inn í einu.
Kjarninn 30. mars 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Þessi veira er sjálfri sér samkvæm
„Skilaboðin eru þau að þetta er mjög alvarlegur faraldur og þetta eru mjög alvarleg veikindi og þess vegna full ástæða til að grípa til þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til.“
Kjarninn 30. mars 2020
Isavia segir upp rúmlega hundrað manns
Isavia sagði í dag upp 101 starfsmanni og bauð 37 starfsmönnum sínum áframhaldandi starf í minnkuðu starfshlutfalli. Aðgerðirnar ná til rúmlega 10 prósent starfsmanna fyrirtækisins og bitna helst á framlínustarfsfólki á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 30. mars 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Stærsta áskorunin að koma í veg fyrir annan faraldur
Sóttvarnalæknir segir að aflétta verði hægt og varlega þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til hér á landi vegna veirunnar. Það verði okkar stærsta áskorun næstu vikur og mánuði.
Kjarninn 30. mars 2020
Eilítið svartsýnni spá en síðast – Reikna með að 1.700 manns á Íslandi greinist
Nýtt uppfært spálíkan hefur nú litið dagsins ljós en samkvæmt því mun fjöldi greindra einstaklinga með virkan sjúkdóm ná hámarki í fyrstu viku apríl.
Kjarninn 30. mars 2020
Fréttablaðið og DV eru nú í eigu sama fyrirtækis.
Ritstjóri DV að láta af störfum og fleiri uppsagnir í burðarliðnum
Kaup Torgs, eiganda Fréttablaðsins, á DV og tengdum miðlum voru blessuð af Samkeppniseftirlitinu í síðustu viku.
Kjarninn 30. mars 2020
Staðfest smit eru orðin 1.086 á Íslandi.
Tæplega sjötíu ný smit síðasta sólarhringinn
Flestir þeirra sem hafa greinst með veiruna eru á aldrinum 40-49 ára. Sex einstaklingar á tíræðisaldri hafa greinst og 25 börn yngri en tíu ára.
Kjarninn 30. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None