Þrír formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna segja sig úr flokknum

Thorey.Vilhjalmsdottir.jpg
Auglýsing

Helga Dögg Björg­vins­dótt­ir, Jar­þrúður Ásmunds­dóttir og Þórey Vil­hjálms­dóttir hafa allar sagt sig úr Sjálf­stæð­is­flokkn­um, en þær eru núver­andi og tveir síð­ustu for­menn Lands­sam­bands sjálf­stæð­iskvenna. 

Þetta til­kynntu þær fyrir skömmu. Þær segja að þær eigi „ekki sam­leið með flokki sem skil­ar af sér nið­ur­stöðum úr próf­kjöri eins og þeim sem við höf­um ný­verið séð.“ 

Und­an­farin ár hafi þær varið kröftum sínum og tíma í þágu Sjálf­stæð­is­flokks­ins og tala fyrir jafn­rétti kynj­anna þegar kemur að vali í áhrifa­stöður innan flokks­ins og kjöri full­trú­a. 

Auglýsing

Nú teljum við full­reynt að hreyfa við þeim íhalds­sömu skoð­unum og ­gildum sem ríkja um jafn­rétt­is­mál í Sjálf­stæð­is­flokkn­um. Ýmis­ skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til auk­ins jafn­rétt­is kynj­anna á síð­ustu árum. Víð­tæk and­staða hefur þó ver­ið ­gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokks­ins í þá veru að konur fáist til þátt­töku.“ 

Mikið hafi verið talað fyrir því að velja „hæf­asta ein­stak­ling­inn“. Það hafi sannað sig í próf­kjörum síð­ustu vikna að þessi mál­flutn­ingur sé úreltur og ekki í neinum takti við nútím­ann, og enn einu sinni hafi komið í ljós að próf­kjör skili ekki endi­lega góðum nið­ur­stöðum „þó að þau séu kannski lýð­ræð­is­leg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim.“ 

Ýms­ir aðrir stjórn­mála­flokkar veigri sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tæki­færi til ábyrgðar á við karla. „Nema staðan sé sú innan Sjálf­stæð­is­flokks­ins að allir „hæf­ustu ein­stak­ling­arn­ir“ séu karl­ar.“ 

Helga, Þórey og Jar­þrúður segja að þær hafi barist fyrir auk­inni ábyrgð kvenna og verið drifnar áfram af „ólýs­an­legri bjart­sýni og ofur­trú“ á að Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn myndi breyt­ast og beita sér í verki fyrir auknu jafn­rétti kynj­anna. Þær hafi tekið slagi fyrir kon­ur, haldið fjölda leið­toga­nám­skeiða og funda, talað fyrir mik­il­vægi þátt­töku kvenna og hvatt flokks­menn til að kjósa kon­ur. Þær hafi mótað og fengið sam­þykkta jafn­rétt­is­stefnu og náð fram breyt­ingum á skipu­lags­reglum flokks­ins þar sem jafn­rétti kynja sé stað­fest sem eitt af grunn­gild­un­um. 

„Því miður hefur þetta ekki breytt stöðu kvenna inn­an­ ­Sjálf­stæð­is­flokks­ins ― nið­ur­stöður próf­kjara í Suð­ur­kjör­dæmi og Suð­vest­ur­kjör­dæmi eru áfall fyrir flokk­inn. Að­eins ein kona verður odd­viti fyrir flokk­inn á lands­vísu á næsta kjör­tíma­bili sem er óvið­un­andi. Og nú er sú staða hugs­an­lega komin upp að engin kona sem kosin var á þing fyr­ir­ ­Sjálf­stæð­is­flokk­inn í síð­ustu þing­kosn­ingum muni taka sæti á kom­andi þing­i.“ 

Þeim séu það mikil von­brigði að flokk­ur­inn hafi ekki tryggt að staða eins og þessi gæti ekki komið upp aft­ur. „Nú, á árinu 2016, gerum við þá sjálf­sögðu kröfu að konur og karlar hafi sömu tæki­færi til að hafa áhrif á mótun lög­gjaf­ar og stefnu í sam­fé­lag­in­u.“ Af þess­ari kröfu vilji þær ekki gefa neinn afslátt. 

„Í því ljósi og þess sem á undan er gengið eigum við ekki sam­leið ­með flokki sem skilar af sér nið­ur­stöðum úr próf­kjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð. Það virð­ist sem svo að engar ráð­staf­anir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þá ­stöðu sem nú er komin upp. Því höfum við tekið ákvörðun um að segja skilið við Sjálf­stæð­is­flokk­inn og þær íhalds­söm­u ­skoð­anir sem þar virð­ast ríkja.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðjón Sigurbjartsson
Fæðuöryggi – Hvað á að gera við afa?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tæplega 30 prósent aðspurðra í nýlegri könnun vilja að Ísland gangi í Evrópusambandið.
Íslendingarnir sem vilja helst ganga í ESB
Lítil hreyfing er á afstöðu Íslendinga til inngöngu í Evrópusambandið á milli ára og enn eru fleiri andvígir en hlynntir þeirri vegferð, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu. En hvaða kjósendahópar á Íslandi vilja ganga í ESB? Kjarninn kíkti á það.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Tryggvi Gunnarsson umboðsmaður Alþingis lætur af störfum í lok apríl.
Tryggvi hættir sem umboðsmaður Alþingis eftir rúm 22 ár í starfi
Tryggvi Gunnarsson, sem skipaður var umboðsmaður Alþingis árið 1998, hefur beðist lausnar og forsætisnefnd Alþingis samþykkt beiðni hans. Nýr umboðsmaður verður kjörinn af Alþingi fyrir lok aprílmánaðar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Niðurstaðan ýmist sögð staðfesta „tilefnislausa aðför“ eða „kerfislægt misrétti“
Formaður stéttarfélagsins Eflingar og framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins eru ekki sammála um hvernig túlka skuli niðurstöðu héraðsdóms í máli rúmenskra verkamanna gegn starfsmannaleigu og Eldum rétt. Frávísun málsins verður áfrýjað til Landsréttar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Talsvert um að fólk afþakki bólusetningu með bóluefni AstraZeneca
Sóttvarnalæknir telur enga ástæðu fyrir fólk til að afþakka eitt bóluefni umfram önnur líkt og talsverður hópur fólks hefur gert undanfarið.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Heiðar Guðjónsson er forstjóri Sýnar og einn stærsti hluthafi félagsins með 9,2 prósent eignarhlut.
Sýn tapaði 405 milljónum króna í fyrra og nær allir tekjustofnar drógust saman
Tekjur Sýnar jukust milli áranna 2019 og 2020 vegna þess að dótturfélagið Endor kom inn í samstæðureikninginn. Aðrir tekjustofnar Sýnar drógust saman. Tekjur fjölmiðlahlutans hafa minnkað um milljarð króna á tveimur árum, en jákvæð teikn eru á lofti þar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Daði Rafnsson
Talent þarf tráma! Eða hvað?
Kjarninn 25. febrúar 2021
Katrín Oddsdóttir, formaður Stjórnarskrárfélags Íslands.
„Er sátt útgerðarfyrirtækjanna mikilvægari en sátt yfirgnæfandi meirihluta þjóðarinnar?“
Stjórnarskrárfélag Íslands segir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á stjórnarskrá ganga þvert gegn niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu og sé alvarleg aðför að grundvallarstoðum lýðræðis og fullveldi íslensku þjóðarinnar.
Kjarninn 25. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None