Þrír formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna segja sig úr flokknum

Thorey.Vilhjalmsdottir.jpg
Auglýsing

Helga Dögg Björgvinsdóttir, Jarþrúður Ásmundsdóttir og Þórey Vilhjálmsdóttir hafa allar sagt sig úr Sjálfstæðisflokknum, en þær eru núverandi og tveir síðustu formenn Landssambands sjálfstæðiskvenna. 

Þetta tilkynntu þær fyrir skömmu. Þær segja að þær eigi „ekki samleið með flokki sem skilar af sér niðurstöðum úr prófkjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð.“ 

Undanfarin ár hafi þær varið kröftum sínum og tíma í þágu Sjálfstæðisflokksins og tala fyrir jafnrétti kynjanna þegar kemur að vali í áhrifastöður innan flokksins og kjöri fulltrúa. 

Auglýsing

Nú teljum við fullreynt að hreyfa við þeim íhaldssömu skoðunum og gildum sem ríkja um jafnréttismál í Sjálfstæðisflokknum. Ýmis skref hafa verið stigin sem ættu að leiða til aukins jafnréttis kynjanna á síðustu árum. Víðtæk andstaða hefur þó verið gegn því að ganga lengra í að breyta kerfi og ásýnd flokksins í þá veru að konur fáist til þátttöku.“ 

Mikið hafi verið talað fyrir því að velja „hæfasta einstaklinginn“. Það hafi sannað sig í prófkjörum síðustu vikna að þessi málflutningur sé úreltur og ekki í neinum takti við nútímann, og enn einu sinni hafi komið í ljós að prófkjör skili ekki endilega góðum niðurstöðum „þó að þau séu kannski lýðræðisleg fyrir þann þrönga hóp sem tekur þátt í þeim.“ 

Ýmsir aðrir stjórnmálaflokkar veigri sér ekki við því að velja þannig á lista að konur fái jöfn tækifæri til ábyrgðar á við karla. „Nema staðan sé sú innan Sjálfstæðisflokksins að allir „hæfustu einstaklingarnir“ séu karlar.“ 

Helga, Þórey og Jarþrúður segja að þær hafi barist fyrir aukinni ábyrgð kvenna og verið drifnar áfram af „ólýsanlegri bjartsýni og ofurtrú“ á að Sjálfstæðisflokkurinn myndi breytast og beita sér í verki fyrir auknu jafnrétti kynjanna. Þær hafi tekið slagi fyrir konur, haldið fjölda leiðtoganámskeiða og funda, talað fyrir mikilvægi þátttöku kvenna og hvatt flokksmenn til að kjósa konur. Þær hafi mótað og fengið samþykkta jafnréttisstefnu og náð fram breytingum á skipulagsreglum flokksins þar sem jafnrétti kynja sé staðfest sem eitt af grunngildunum. 

„Því miður hefur þetta ekki breytt stöðu kvenna innan Sjálfstæðisflokksins ― niðurstöður prófkjara í Suðurkjördæmi og Suðvesturkjördæmi eru áfall fyrir flokkinn. Aðeins ein kona verður oddviti fyrir flokkinn á landsvísu á næsta kjörtímabili sem er óviðunandi. Og nú er sú staða hugsanlega komin upp að engin kona sem kosin var á þing fyrir Sjálfstæðisflokkinn í síðustu þingkosningum muni taka sæti á komandi þingi.“ 

Þeim séu það mikil vonbrigði að flokkurinn hafi ekki tryggt að staða eins og þessi gæti ekki komið upp aftur. „Nú, á árinu 2016, gerum við þá sjálfsögðu kröfu að konur og karlar hafi sömu tækifæri til að hafa áhrif á mótun löggjafar og stefnu í samfélaginu.“ Af þessari kröfu vilji þær ekki gefa neinn afslátt. 

„Í því ljósi og þess sem á undan er gengið eigum við ekki samleið með flokki sem skilar af sér niðurstöðum úr prófkjöri eins og þeim sem við höfum nýverið séð. Það virðist sem svo að engar ráðstafanir hafi verið gerðar til að koma í veg fyrir þá stöðu sem nú er komin upp. Því höfum við tekið ákvörðun um að segja skilið við Sjálfstæðisflokkinn og þær íhaldssömu skoðanir sem þar virðast ríkja.“ 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None