Efasemdir um að Evróputilskipun standist stjórnarskrána

alþingi þing
Auglýsing

Ákveðið hefur verið að senda þings­á­lykt­un­ar­til­lögu utan­rík­is­ráð­herra, um stað­fest­ingu EES reglna um fjár­mála­eft­ir­lit, aftur í nefnd. Þetta var gert eftir hörð mót­mæli fjölda þing­manna á þing­fundi í morg­un, en greiða átti atkvæði um málið á fund­in­um. 

Ástæða mót­mæl­anna eru ummæli Bjargar Thoraren­sen, pró­fess­ors í lög­fræði og sér­fræð­ings í stjórn­skip­un­ar­rétti, um til­lög­una. Björg sagði við Morg­un­blaðið í gær að henni þætti málið ekki hafa tekið nægum lag­fær­ingum og að það verðu „ekk­ert lengra kom­ist í að teygja stjórn­ar­skrána heldur en orðið er.“ Sam­kvæmt til­lög­unni verði fram­sal valda­heim­ilda til yfir­þjóð­legrar stofn­unar gríð­ar­lega mik­ið, meira en rúm­ast innan stjórn­ar­skrár­inn­ar. 

Björg sagði jafn­framt: „Mín skoðun er sú að for­­send­­urn­ar sem voru uppi við gerð EES-­samn­ings­ins 1992 séu brostn­­ar. Þess vegna tel ég þess­ar lag­­fær­ing­­ar, sem hafa verið gerðar til þess að fella þær að tveggja stoða kerf­inu, ekki breyta eðli máls­ins. Þetta er nýtt fram­sal á nýj­um svið­u­m.“

Auglýsing

Það var Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sem vakti athygli á mál­inu í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un. Hann spurði Eygló Harð­ar­dótt­ur, sem er starf­andi utan­rík­is­ráð­herra, um mál­ið. Hann sagði að risið hafi alvar­leg stjórn­skipu­leg álita­efni vegna máls­ins, sem feli í sér meira fram­sal á rík­is­valdi en nokkur dæmi séu um. „Fram­salið er ekki vel afmark­að, er ekki á þröngu sviði og er veru­lega íþyngj­andi. Það veitir m.a. yfir­þjóð­legri stofnun rétt til að grípa inn í hvers kyns fjár­mála­starf­semi og við sér­stakar aðstæður rétt til þess að stöðva á einni nóttu rekstur slíks fyr­ir­tæk­is. Þetta er miklu meira fram­sal en við höfum séð áður.“ Allir þing­menn sem tóku þátt í umræðu um mál­ið, fyrir utan einn, hafi verið á sama máli. 

„Nú er uppi ný staða í mál­inu. Nú hef­ur það gerst að einn af helstu stjórn­skip­un­ar­fræð­ingum lands­ins, Björg Thoraren­sen pró­fess­or, hefur stigið fram og gefið tvö­falda yfir­lýs­ingu um að hún sé sam­mála þessu og telji að þetta rúmist ekki innan stjórn­ar­skrár­inn­ar.“ Hann spurði því hvaða skaði yrði þótt mál­inu yrði frestað og utan­rík­is­mála­nefnd, stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, skoði málið þar til í næstu viku. 

Eygló svar­aði því til að hún hefði rætt við Lilju Alfreðs­dóttur utan­rík­is­ráð­herra um málið og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá henni teldu stjórn­völd málið rúm­ast innan heim­ilda og búið væri að vinna málið leng­i. 

„Ætlar hæst­virtur ráð­herra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðl­ast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að fram­kvæmd­ar­valdið gangi á skítugum skóm yfir stjórn­ar­skrána? Hefur ekki hæst­virtur ráð­herra svarið eið að stjórn­ar­skránn­i?“ spurði Össur þá. 

„Eins og ég sagði í svari mínu hlust­aði ég og skil að þetta mál sé umdeilt. Hins vegar hefur verið talið og það hefur utan­rík­is­mála­nefnd án efa farið mjög vel yfir, sem og utan­rík­is­ráðu­neytið og fjár­mála­ráðu­neyt­ið, og talið að þetta rúm­að­ist innan þeirra heim­ilda sem við höf­um. Það var for­sendan fyrir því að ráð­herr­ann mælti fyrir þessu máli og utan­rík­is­mála­nefnd afgreiðir það síð­an. Ég get raunar ekki bætt neinu við hvað það varð­ar,“ svar­aði Eygló. 

Að loknum fyr­ir­spurna­tím­anum kvöddu sér fjöl­margir þing­menn hljóðs og ósk­uðu eftir því að málið yrði tekið af dag­skrá. „Alþingi getur ekki gengið til atkvæða og greitt atkvæði gegn fag­legu áliti helsta sér­fræð­ings lands­ins um stjórn­ar­skrána sem við höfum svarið eið að,“ sagði Helgi Hjörvar um mál­ið. Nafni hans Helgi Hrafn Gunn­ars­son tók undir með hon­um. „Ég mæli ein­dregið með því að við frestum þess­ari atkvæða­greiðslu þar til málið er útkljáð. EES má bara bíða eftir því að Alþingi Íslend­inga tryggi að reglu­gerðin stand­ist stjórn­ar­skrá. Ekk­ert í okkar störfum er sjálf­sagð­ara en það.“ 

„Við erum ekki að tala um hvaða mál sem er, við erum að tala um það að rök­stutt er af einum helsta sér­fræð­ingi Íslands í stjórn­skip­un­ar­rétti að hér verði ekki lengra kom­ist í því að teygja stjórn­ar­skrána. Ég held í ljósi þess að þetta kom fram í gær að við verðum ein­fald­lega að fresta þess­ari atkvæða­greiðslu,“ sagði Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, og sagði óábyrgt að gera annað en fresta mál­in­u. 

Eygló Harð­ar­dóttir kom þá aftur upp í ræðu­stól og óskaði eftir því að gert yrði hlé á fund­inum og þing­flokks­for­menn myndu ráða ráðum sín­um. Það var gert og ákveðið var að málið yrði sent aftur inn í nefnd, til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None