Efasemdir um að Evróputilskipun standist stjórnarskrána

alþingi þing
Auglýsing

Ákveðið hefur verið að senda þings­á­lykt­un­ar­til­lögu utan­rík­is­ráð­herra, um stað­fest­ingu EES reglna um fjár­mála­eft­ir­lit, aftur í nefnd. Þetta var gert eftir hörð mót­mæli fjölda þing­manna á þing­fundi í morg­un, en greiða átti atkvæði um málið á fund­in­um. 

Ástæða mót­mæl­anna eru ummæli Bjargar Thoraren­sen, pró­fess­ors í lög­fræði og sér­fræð­ings í stjórn­skip­un­ar­rétti, um til­lög­una. Björg sagði við Morg­un­blaðið í gær að henni þætti málið ekki hafa tekið nægum lag­fær­ingum og að það verðu „ekk­ert lengra kom­ist í að teygja stjórn­ar­skrána heldur en orðið er.“ Sam­kvæmt til­lög­unni verði fram­sal valda­heim­ilda til yfir­þjóð­legrar stofn­unar gríð­ar­lega mik­ið, meira en rúm­ast innan stjórn­ar­skrár­inn­ar. 

Björg sagði jafn­framt: „Mín skoðun er sú að for­­send­­urn­ar sem voru uppi við gerð EES-­samn­ings­ins 1992 séu brostn­­ar. Þess vegna tel ég þess­ar lag­­fær­ing­­ar, sem hafa verið gerðar til þess að fella þær að tveggja stoða kerf­inu, ekki breyta eðli máls­ins. Þetta er nýtt fram­sal á nýj­um svið­u­m.“

Auglýsing

Það var Össur Skarp­héð­ins­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­innar og fyrr­ver­andi utan­rík­is­ráð­herra, sem vakti athygli á mál­inu í óund­ir­búnum fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í morg­un. Hann spurði Eygló Harð­ar­dótt­ur, sem er starf­andi utan­rík­is­ráð­herra, um mál­ið. Hann sagði að risið hafi alvar­leg stjórn­skipu­leg álita­efni vegna máls­ins, sem feli í sér meira fram­sal á rík­is­valdi en nokkur dæmi séu um. „Fram­salið er ekki vel afmark­að, er ekki á þröngu sviði og er veru­lega íþyngj­andi. Það veitir m.a. yfir­þjóð­legri stofnun rétt til að grípa inn í hvers kyns fjár­mála­starf­semi og við sér­stakar aðstæður rétt til þess að stöðva á einni nóttu rekstur slíks fyr­ir­tæk­is. Þetta er miklu meira fram­sal en við höfum séð áður.“ Allir þing­menn sem tóku þátt í umræðu um mál­ið, fyrir utan einn, hafi verið á sama máli. 

„Nú er uppi ný staða í mál­inu. Nú hef­ur það gerst að einn af helstu stjórn­skip­un­ar­fræð­ingum lands­ins, Björg Thoraren­sen pró­fess­or, hefur stigið fram og gefið tvö­falda yfir­lýs­ingu um að hún sé sam­mála þessu og telji að þetta rúmist ekki innan stjórn­ar­skrár­inn­ar.“ Hann spurði því hvaða skaði yrði þótt mál­inu yrði frestað og utan­rík­is­mála­nefnd, stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd, skoði málið þar til í næstu viku. 

Eygló svar­aði því til að hún hefði rætt við Lilju Alfreðs­dóttur utan­rík­is­ráð­herra um málið og sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá henni teldu stjórn­völd málið rúm­ast innan heim­ilda og búið væri að vinna málið leng­i. 

„Ætlar hæst­virtur ráð­herra að koma hingað og segja að það sé í lagi að böðl­ast áfram með málið og þar með að leggja blessun sína yfir það að fram­kvæmd­ar­valdið gangi á skítugum skóm yfir stjórn­ar­skrána? Hefur ekki hæst­virtur ráð­herra svarið eið að stjórn­ar­skránn­i?“ spurði Össur þá. 

„Eins og ég sagði í svari mínu hlust­aði ég og skil að þetta mál sé umdeilt. Hins vegar hefur verið talið og það hefur utan­rík­is­mála­nefnd án efa farið mjög vel yfir, sem og utan­rík­is­ráðu­neytið og fjár­mála­ráðu­neyt­ið, og talið að þetta rúm­að­ist innan þeirra heim­ilda sem við höf­um. Það var for­sendan fyrir því að ráð­herr­ann mælti fyrir þessu máli og utan­rík­is­mála­nefnd afgreiðir það síð­an. Ég get raunar ekki bætt neinu við hvað það varð­ar,“ svar­aði Eygló. 

Að loknum fyr­ir­spurna­tím­anum kvöddu sér fjöl­margir þing­menn hljóðs og ósk­uðu eftir því að málið yrði tekið af dag­skrá. „Alþingi getur ekki gengið til atkvæða og greitt atkvæði gegn fag­legu áliti helsta sér­fræð­ings lands­ins um stjórn­ar­skrána sem við höfum svarið eið að,“ sagði Helgi Hjörvar um mál­ið. Nafni hans Helgi Hrafn Gunn­ars­son tók undir með hon­um. „Ég mæli ein­dregið með því að við frestum þess­ari atkvæða­greiðslu þar til málið er útkljáð. EES má bara bíða eftir því að Alþingi Íslend­inga tryggi að reglu­gerðin stand­ist stjórn­ar­skrá. Ekk­ert í okkar störfum er sjálf­sagð­ara en það.“ 

„Við erum ekki að tala um hvaða mál sem er, við erum að tala um það að rök­stutt er af einum helsta sér­fræð­ingi Íslands í stjórn­skip­un­ar­rétti að hér verði ekki lengra kom­ist í því að teygja stjórn­ar­skrána. Ég held í ljósi þess að þetta kom fram í gær að við verðum ein­fald­lega að fresta þess­ari atkvæða­greiðslu,“ sagði Svan­dís Svav­ars­dótt­ir, og sagði óábyrgt að gera annað en fresta mál­in­u. 

Eygló Harð­ar­dóttir kom þá aftur upp í ræðu­stól og óskaði eftir því að gert yrði hlé á fund­inum og þing­flokks­for­menn myndu ráða ráðum sín­um. Það var gert og ákveðið var að málið yrði sent aftur inn í nefnd, til stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar. 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None