Páll: Bjarni gerði mistök og hlýtur að leiðrétta þau

Páll Magnússon
Auglýsing

Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, segist líta svo á að Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, hafi gert mistök í ráðherravali sínu. Hann hljóti sem skynsamur maður að leiðrétta þau. 

Þetta kom fram í Vikulokunum á Rás 1 í morgun. Þar sagði Páll að hann hefði ekki getað greitt atkvæði með tillögu Bjarna um ráðherraskipan Sjálfstæðisflokksins, en flokkurinn fékk sex ráðherraembætti. Páll sagði í fyrsta lagi að tillagan hafi gegnið á skjön við það lýðræðislega umboð sem þingmenn hefðu áunnið sér, fyrst í prófkjöri og svo kosningum. Í öðru lagi sagði hann að í tillögunni hefði falist lítilsvirðing á kjósendum Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi, sem ég annað höfuðvígi flokksins þar sem stærsti sigurinn hafi unnist í kosningunum í haust. 

Páll fékk ekki ráðherrastól, og enginn þingmaður úr Suðurkjördæmi er ráðherra. Unnur Brá Konráðsdóttir, sem var í fjórða sæti flokksins, verður forseti Alþingis. 

Auglýsing

„Ég lít á þetta sem mistök. Formaður flokksins er skynsamur maður og leiðréttir þau ábyggilega við fyrsta tækifæri. Þetta snýst ekki um mig sem persónu. En til að fólk fari ekki að gera sér óþarfa grillur að þá styð ég formann Sjálfstæðisflokksins. Ég styð ríkisstjórnina sem hann veitir forystu og ég styð ráðherra flokksins í störfum þeirra.“ 

Páll var spurður hvernig Bjarni gæti leiðrétt þessi mistök, og sagði það vera hægt með því að forystumaður í sterkasta vígi Sjálfstæðisflokksins eigi að sitja við ríkisstjórnarborð þegar Sjálfstæðisflokkurinn er í ríkisstjórn. „Þetta er einfalt mál.“ 

Hann á samt ekki frekar von á því að þessu verði breytt, segir hann, en þetta sé afstaða hans í þessu tiltekna máli. Hann á von á því að honum verði boðin formennska í einhverri fastanefnd, en það hefur ekki verið rætt við hann enn. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Losun koldíoxíðs út í andrúmsloftið á stóran þátt í því að þolmarkadagur jarðar er jafn snemma á árinu og raun ber vitni.
Þolmarkadagur jarðarinnar er runninn upp
Mannkynið hefur frá upphafi árs notað þær auðlindir sem jörðin er fær um að endurnýja á heilu ári. Til þess að viðhalda neyslunni þyrfti 1,7 jörð.
Kjarninn 29. júlí 2021
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None