Þórdís Kolbrún leiðir eftir fyrstu tölur í Norðvesturkjördæmi – Haraldur þriðji

Kjörstöðum hefur nú verið lokað í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi. Talin hafa verið 798 atkvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum af um 2200 greiddum atkvæðum Teitur Björn Einarsson er sem stendur í öðru sæti.

Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Þórdís Kolbrún tilkynnti það síðasta haust að hún myndi fara fram í Norðvesturkjördæmi og sækjast eftir oddvitasætinu.
Auglýsing

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra og varformaður Sjálfstæðisflokksins leiðir í prófkjöri flokksins í Norðvesturkjördæmi eftir fyrstu tölur með 532 atkvæði. Í öðru sæti er Teitur Björn Einarsson með 359 atkvæði í 1.-2. sæti. Haraldur Benediktsson sem hefur sóst eftir áframhaldandi forystu fyrir flokkinn í kjördæminu er í þriðja sæti með samtals 389 atkvæði í 1.-3. sæti. Í fjórða sæti er Sigríður Elín Sigurðardóttir með 306 atkvæði samtals í 1.-4. sæti.

Fram kom í beinni útsendingu á Facebook-síðu Sjálfstæðisflokksins að talin hefðu verið 798 aktvæði úr flestum en ekki öllum kjördeildum. Alls greiddu um 2200 atkvæði í prófkjörinu sem fór fram dagana 16. júní og 19. júní, í dag, en kjörstöðum lokaði nú klukkan 21.

Fyrsta sæti eða ekkert fyrir Harald

Fyrr í vikunni greindi Haraldur frá því í viðtali við Bæjarins besta að hann hygðist ekki þiggja annað sæti á lista flokksins í kjördæminu fari það svo að hann tapi í baráttunni um oddvitasætið. Í viðtalinu sagði Haraldur að ef flokksmenn kysu einhvern annan í oddvitasætið þá væri það skýr niðurstaða. „Það getur ekki verið gott fyrir nýjan oddvita að hafa þann gamla í aftursætinu.“

Auglýsing

Í síðustu kosningum leiddi Haraldur lista flokksins í kjördæminu en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir var í öðru sæti listans. Frá kosningunum 2017 hefur Þórdís Kolbrún orðið ráðherra auk þess sem hún var kjörin varaformaður Sjálfstæðisflokksins. Hún gaf það út síðasta haust að hún ætlaði ekki að skipta um kjördæmi og að hún myndi sækjast eftir efsta sæti listans.

Samflokkskonur þeirra Haraldar og Þórdísar lýstu yfir óánægju með yfirlýsingu Haraldar. Líkt og fjallað er um í umfjöllun Vísis var ákvörðuninni líkt við hótanir í garð samflokksfólks í kjördæminu og Haraldur sagður frekur. Rósa Guðmundsdóttir, formaður bæjarráðs Grundarfjarðar og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sagði Harald hafa beitt svipuðum brögðum í prófkjöri flokksins í kjördæminu árið 2013 þegar Haraldur barðist um annað sætið við Eyrúnu Ingibjörgu Sigþórsdóttur. Í færslu sinni á Facebook spyr Rósa: „Getur Haraldur Bene­dikts­son ekki keppt við konu án hótana?“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent