Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri

Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.
Auglýsing

Tilkynnt hefur verið um uppsagnir starfsmanna á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri. Helga Guðrún Erlendsdóttir, hjúkrunarforstjóri Heilsuvernd hjúkrunarheimila, staðfestir í samtali við Kjarnann að uppsagnir hafi átt sér stað á Hlíð en Heilsuvernd hjúkrunarheimili sjá um rekstur Hlíðar. Guðrún gat ekki sagt með vissu hver fjöldi uppsagna hefði verið.

Logi Már Einarsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vakti athygli á málinu á Facebook síðu sinni í kvöld þar sem hann sagði að samkvæmt sínum heimildum hefði verið tilkynnt um uppsagnir 26 starfsmanna á hjúkrunarheimilunum á Akureyri. Lykilstarfsmenn hafi verið í hópi þeirra sem sagt var upp.

„Í mörg ár hefur ríkisvaldið vanfjármagnað málaflokkinn með þeim afleiðingum að Akureyrarbær neyddist til að segja upp samningi um rekstur heimilinna, enda erfitt að réttlæta að greiða tap ár eftir ár með peningum sem áttu að fara í önnur mikilvæg og jafnvel lögbundin verkefni. Í stað þess að ríkið tæki við rekstrinum einsog tíðkast víða um land, ákvað heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnin að bjóða hann út og einkahlutafélag tók við honum fyrir nokkrum vikum. Og nú er sem sagt hagræðingin hafin,“ sagði Logi í færslu sinni.

Auglýsing

Drífa Snædal, forseti ASÍ, birti uppsagnarbréf eins starfsmanns sem unnið hafði á hjúkrunarheimilinu Hlíð í 20 ár. Í færslu sinni á Facebook segir Drífa að nú ætli Heilsuvernd hjúkrunarheimili að ná fram hagræðingu með uppsögnum. „Svei þeim og svei arðvæðingunni! Nú á að losa sig við “dýra” starfsfólkið og ná “hagræðingu”. Starfsfólkið er fyrst til að taka skellinn, þetta líðst með vitund og vilja ríkis og sveitarfélagsins!“

Heilsuvernd Hjúkrunarheimili ehf. eru tekin við rekstrinum á Hlíð á Akureyri og tvínóna ekki við hlutina. 64 ára gömul...

Posted by Drífa Snædal on Friday, June 18, 2021

Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunaraheimila Akureyrar í apríl á þessu ári. Á Akureyri rekur það nú dvalar- og hjúkrunarheimilið Hlíð og hjúkrunarheimilið Lögmannshlíð í Glerárhverfi.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent