Starfsfólki sagt upp á hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri

Forseti ASÍ gagnrýnir hagræðingaraðgerðir sem bitna fyrst og fremst á starfsfólki að hennar mati. Heilsuvernd tók við rekstri Öldrunarheimila Akureyrar í apríl á þessu ári.

Frá Akureyri.
Frá Akureyri.
Auglýsing

Til­kynnt hefur verið um upp­sagnir starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Hlíð á Akur­eyri. Helga Guð­rún Erlends­dótt­ir, hjúkr­un­ar­for­stjóri Heilsu­vernd hjúkr­un­ar­heim­ila, stað­festir í sam­tali við Kjarn­ann að upp­sagnir hafi átt sér stað á Hlíð en Heilsu­vernd hjúkr­un­ar­heim­ili sjá um rekstur Hlíð­ar. Guð­rún gat ekki sagt með vissu hver fjöldi upp­sagna hefði ver­ið.

Logi Már Ein­ars­son, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, vakti athygli á mál­inu á Face­book síðu sinni í kvöld þar sem hann sagði að sam­kvæmt sínum heim­ildum hefði verið til­kynnt um upp­sagnir 26 starfs­manna á hjúkr­un­ar­heim­il­unum á Akur­eyri. Lyk­il­starfs­menn hafi verið í hópi þeirra sem sagt var upp.

„Í mörg ár hefur rík­is­valdið van­fjár­magnað mála­flokk­inn með þeim afleið­ingum að Akur­eyr­ar­bær neydd­ist til að segja upp samn­ingi um rekstur heim­il­inna, enda erfitt að rétt­læta að greiða tap ár eftir ár með pen­ingum sem áttu að fara í önnur mik­il­væg og jafn­vel lög­bundin verk­efni. Í stað þess að ríkið tæki við rekstr­inum einsog tíðkast víða um land, ákvað heil­brigð­is­ráð­herra og rík­is­stjórnin að bjóða hann út og einka­hluta­fé­lag tók við honum fyrir nokkrum vik­um. Og nú er sem sagt hag­ræð­ingin haf­in,“ sagði Logi í færslu sinni.

Auglýsing

Drífa Snædal, for­seti ASÍ, birti upp­sagn­ar­bréf eins starfs­manns sem unnið hafði á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Hlíð í 20 ár. Í færslu sinni á Face­book segir Drífa að nú ætli Heilsu­vernd hjúkr­un­ar­heim­ili að ná fram hag­ræð­ingu með upp­sögn­um. „Svei þeim og svei arð­væð­ing­unni! Nú á að losa sig við “dýra” starfs­fólkið og ná “hag­ræð­ing­u”. Starfs­fólkið er fyrst til að taka skell­inn, þetta líðst með vit­und og vilja ríkis og sveit­ar­fé­lags­ins!“

Heilsu­vernd Hjúkr­un­ar­heim­ili ehf. eru tekin við rekstr­inum á Hlíð á Akur­eyri og tvínóna ekki við hlut­ina. 64 ára göm­ul...

Posted by Drífa Snæ­dal on Fri­day, June 18, 2021

Heilsu­vernd tók við rekstri Öldr­un­ara­heim­ila Akur­eyrar í apríl á þessu ári. Á Akur­eyri rekur það nú dval­ar- og hjúkr­un­ar­heim­ilið Hlíð og hjúkr­un­ar­heim­ilið Lög­manns­hlíð í Gler­ár­hverfi.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Langreyður dregin á land í Hvalfirði með sprengiskutulinn enn í sér.
Fiskistofa mun taka upp veiðiaðferðir Hvals hf.
Ný reglugerð um verulega hert eftirlit með hvalveiðum hefur verið sett og tekur gildi þegar í stað. Veiðieftirlitsmenn munu héðan í frá verða um borð í veiðiferðum Hvals hf.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Eldgosið í Meradölum er mikið sjónarspil, en nú bannað börnum yngri en 12 ára.
Umboðsmaður Alþingis vill fá skýringar frá lögreglustjóra á barnabanninu við eldgosið
Umboðsmaður Alþingis hefur sent bréf á lögreglustjórann á Suðurnesjum með ósk um útskýringar á umdeildu banni við umferð barna yngri en 12 ára upp að gosstöðvunum í Meradölum. Lögreglustjóri hefur sagt ákvörðunina reista á ákvæðum almannavarnarlaga.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Ekki allur munurinn á að kaupa af bankanum eða byggja jafn dýrt hinu megin við götuna
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að þegar upp sé staðið þá haldi hann að nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, á dýrasta stað í borginni, muni vel geta staðið undir sér. Hann sjái þó ekki neina rökbundna nauðsyn á því að höfuðstöðvar bankans rísi þar.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent