Afnám leiguþaks gæti orðið Löfven að falli

Svíþjóð hefur, líkt og önnur lönd í Evrópu, reynt að sporna gegn hröðum leiguverðshækkunum með leiguþaki. Nú gæti farið svo að sænska ríkisstjórnin falli vegna áforma um að afnema slíkar takmarkanir fyrir nýbyggingar.

Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Stefan Löfven, forsætisráðherra Svíþjóðar.
Auglýsing

Hugmyndir sænsku ríkisstjórnarinnar um að afnema leiguþak á nýbyggingum hefur leitt til þess að vantrauststillaga hefur verið lögð fram gegn Stefan Löfven, forsætisráðherra landsins. Kosið verður um tillöguna á mánudaginn, en samkvæmt fréttavefnum Politico um málið sýnir hún hversu mikið vægi húsnæðismál hafa á stjórnmálaumræðu í Evrópulöndum.

Takmarkanir á leiguverð eru ekki nýjar af nálinni í Svíþjóð, en þær hafa verið í gildi í einhverri mynd síðan árið 1942. Sams konar takmarkanir eru einnig í gildi í öðrum Evrópulöndum, líkt og Frakklandi, Írlandi og Þýskalandi.

Samið um leiguverð

Samkvæmt skýrslu lögfræðistofunnar Jones Day er samið um hámarksleigu í Svíþjóð með svipuðum hætti og lágmarkslaun eru samin hér á landi. Leigjendur hafi sérstakt kjarafélag sem semji fyrir hönd þeirra við leigusala um upphæð leigunnar. Náist engir samningar sé leiguverðið úrskurðað af sérstakri nefnd á vegum hins opinbera, sem byggi mat sitt á notagildi íbúðanna.

Auglýsing

Samkvæmt umfjöllun Politico um málið samdi Löfven við sænska Miðflokkinn, sem styður minnihlutastjórn forsætisráðherrans falli, um að leiguþakið yrði afnumið fyrir nýbyggingar eftir síðustu þingkosningarnar þar í landi árið 2018. Hins vegar segist Vinstriflokkurinn, sem ver ríkisstjórn Löfven einnig falli, einungis hafa ætlað að verja minnihlutastjórnina ef áformin um afnám leiguþaks yrðu aldrei að veruleika.

Nooshi Dadgostar, formaður Vinstriflokksins, lagði því fram vantrausttillögu á hendur Löfven eftir að forsætisráðherran brást ekki við kröfum hennar um að vinna að annarri lausn með kjarafélagi leigjenda.

Nú þegar hefur öfgahægriflokkurinn Svíþjóðardemókratarnir, auk hægriflokksins Moderaterna og Kristilegra demókrata, sagst ætla að kjósa með vantrauststillögu Vinstriflokksins. Geri þeir það yrði vantrauststillagan samþykkt á mánudaginn og ríkisstjórnin í núverandi mynd því fallin.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent