Greta Thunberg leggur baráttu Sama lið

Íbúar í norðurhluta Svíþjóðar, þeir hinir sömu og stjórnarformaður breska námufyrirtækisins Beowulf sagði engu máli skipta, ætla að halda áfram baráttu sinni fyrir járngrýtisnámu með stuðningi Gretu Thunberg.

Greta Thunberg hefur barist fyrir loftslagið í mörg ár.
Greta Thunberg hefur barist fyrir loftslagið í mörg ár.
Auglýsing

Góð­gerð­ar­stofnun Gretu Thun­berg hefur gefið sam­fé­lögum Sama í norð­ur­hluta Sví­þjóðar 2 millj­ónir sænskra króna, um 27 millj­ónir íslenskra króna, til að standa straum af lög­fræði­kostn­aði í mála­ferlum gegn bresku námu­fyr­ir­tæki. Járn­grýt­is­náman sem Beowulf Mining áformar er á svæði sem er mik­il­vægt fyrir hrein­dýra­bú­skap Sam­anna.

Auglýsing

Námu­fyr­ir­tæk­ið, sem er með höf­uð­stöðvar sínar í London, fékk leyfi sænskra yfir­valda í mars til að grafa eftir járn­grýti á svæð­inu. Ein­hverjir héldu að þar með væru úr sög­unni deilur um námu­vinnsl­una sem staðið hafa í um ára­tug en annað átti sann­ar­lega eftir að koma í ljós. Sam­arnir ætla ekki að gef­ast upp. Þeir hafa síð­ustu ár notið stuðn­ings víða að, m.a. frá Heimsminja­stofnun Sam­ein­uðu þjóð­anna (UNESCO) og leið­toga sænsku kirkj­unn­ar. Náman er áformuð í Jokk­mokk í norð­ur­hluta Sví­þjóð­ar. Í byrjun árs 2020 höfn­uðu sænsk yfir­völd leyf­is­um­sókn Beowulf um námu á þessum slóð­um. Tveimur árum síðar gáfu stjórn­völd hins vegar grænt ljós að und­ir­lagi við­skipta- og iðn­að­ar­ráð­herr­ans Karl-Petter Thorwalds­son sem segir að fyr­ir­tæk­inu hafi verið sett ströng skil­yrði til að lág­marka áhrif hinnar opnu námu á hrein­dýra­bú­skap Sam­anna.

Leið­togar Sama blása á þessi rök og segja að náman, sem verður opin yfir­borðs­náma, muni eftir sem áður hafa nei­kvæð áhrif á beit­ar­lönd hrein­dýra og far leiðir þeirra.

Hreindýrahirðir að leik við hreindýr úr hjörðinni í bænum Jokkmokk, nyrst í Svíþjóð. Mynd: EPA

„Núna erum við að reyna að áfrýja ákvörðun sænskra stjórn­valda um að leyfa námuna,“ segir Jon-­Mikko Länta, for­maður byggða­ráðs Jåhkåga­ska-­sam­fé­lags­ins, sem yrði fyrir mestum áhrifum af námunni. Í við­tali við Guar­dian segir að fram­lag Gretu Thun­berg-­stofn­un­ar­innar geri frek­ari bar­áttu gegn námunni mögu­lega. „Lög­fræð­ingar okkar telja að þessi ákvörðun stjórn­valda sé ekki í sam­ræmi við alþjóða samn­inga um rétt­indi frum­byggja.“

Hin áform­aða náma yrði í um 45 kíló­metra fjar­lægð frá bænum Jokk­mokk. Beowulf hefur sóst eftir leyfum fyrir henni síðan árið 2013.

Áformunum var þá þegar mót­mælt og ekki minnk­aði and­staðan ári síðar er mynd­bands­upp­taka af Clive Sinclair-Poulton, þáver­andi stjórn­ar­for­manni fyr­ir­tæk­is­ins, var birt opin­ber­lega. Upp­takan var af fundi stjórnar Beowulf með vænt­an­legum fjár­fest­um. „Ein algeng­asta spurn­ingin sem ég fæ er: Hvað finnst íbúum á svæð­inu um þetta verk­efni? Og ég hef sýnt þeim þessa mynd [af fram­kvæmda­svæð­inu] og sagt: Hvaða íbú­um?“

Clive Sinclair-Poulton, stjórnarformaður Beowulf, á fundi með fjárfestum árið 2014. Hvaða íbúar spurði hann og sýndi fjárfestunum mynd af skóginum þar sem náman er áformuð.

Fyr­ir­tækið heldur því fram að náman yrði utan Lapp­lands og þar með svæðis sem frum­byggja­lögin sem Sam­arnir vísa til ná yfir.

Þing Sama skrif­aði rík­is­stjórn Sví­þjóðar bréf í febr­úar og benti á að náman myndi skerða beit­ar­lönd hrein­dýra sem eru lifi­brauð margra íbúa á þessum slóð­um. Á svæði sem nátt­úran er að taka breyt­ingum vegna hlýn­unar lofts­lags og sem á undir högg að sækja, m.a. vegna skóg­ar­höggs og áform­aðra vatns­afls­virkj­ana.

Lapp­land er á heimsminja­skrá UNESCO vegna sögu, menn­ingar og nátt­úru. Mörk vernd­ar­svæð­is­ins eru í nokk­urra kíló­metra fjar­lægð frá hinni fyr­ir­hug­uðu yfir­borðs­námu.

Þau skil­yrði sem sett voru fyrir fram­kvæmda­leyfum eru m.a. þau að Beowulf vinni að skipu­lags- og umhverf­is­málum í nánu sam­ráði við heima­menn. Fyrsti fundur námu­fyr­ir­tæk­is­ins og full­trúa Sama verður haldin í byrjun næsta árs.

Auglýsing

Greta Thun­berg hefur látið sig bar­áttu Sam­anna varða og heim­sótti Jokk­mokk í fyrra. „Í tólf ár hefur sam­fé­lagið reynd að verja beiti­lönd sín fyrir þess­ari járn­grýt­is­námu,“ segir hún. „Með þeirri bar­áttu hafa þeir staðið vörð um það sem færir okkur öllum öryggi: Líf­fræði­lega fjöl­breytta skóga sem binda kolefni sem og hreint vatn og hreint loft. Þetta er alls ekki ein­stakt bar­áttu­mál því við sjáum þetta vera að ger­ast víða um heim.“

Greta Thunberg í hópi annarra ungra aðgerðasinna í bænum Jokkmokk í Lapplandi fyrir tveimur árum. Mynd: EPA

Thun­berg segir frum­byggja vera í fram­varð­ar­sveit þeirra sem vilja verja jörð­ina og vist­kerfi hennar fyrir eyði­legg­ingu. „Sví­þjóð er áfram um að skil­greina sjálfa sig sem land fram­fara sem berst fyrir mann­rétt­ind­um. En sænska ríkið hefur lagt undir sig land Sama í aldir og leitar þar stöðugt að nýjum nátt­úru­auð­lindum sem það getur nýtt sér, oft án þess að taka til­lit til sjón­ar­miða Sama.“

Hrein­dýrin eru ekki þau einu sem yrðu fyrir áhrifum hafa sér­fræð­ingar Sam­ein­uðu þjóð­anna í mann­rétt­indum og umhverf­is­málum bent á. Náman myndi menga and­rúms­loft, jarð­veg og grunn­vatn og við vinnsl­una myndi falla til eitr­aður úrgang­ur. Þeir bentu auk þess á að veru­lega skorti enn á mat á umhverf­is­á­hrifum fram­kvæmd­ar­inn­ar.

Námu­vinnsla er umfangs­mikil atvinnu­grein nú þegar í Sví­þjóð. Við hana starfa um 45 þús­und manns og hlut­deild hennar í útflutn­ings­tekjum lands­ins er um 10 pró­sent.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent