Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin

Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.

Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Auglýsing

Í dag gefst gestum Art Institue of Chicago kostur á að berja Obama hjónin augum eða í það minnsta opinberar portrettmyndir sem málaðar voru af þeim hjónum eftir að embættistíð Barracks Obama lauk. Safnið í Chicago er fyrsti viðkomustaður af fimm í ellefu mánaða langri reisu sem málverkin eiga nú fyrir höndum en þau hanga alla jafna uppi í National Portrait Gallery (NPG) í höfuðborg Bandaríkjanna, Washington D.C., en safnið er eitt af söfnum Smithsonian stofnunarinnar.

Þetta er jafnframt í fyrsta sinn síðan myndirnar voru afhjúpaðar árið 2018 sem þær eru sýndar hlið við hlið. Mynd Barracks hefur verið hluti sýningar í NPG sem samanstendur af myndum af forsetum Bandaríkjanna. Mynd Michelle hefur aftur á móti verið sýnd við hlið annarra mynda af forsetafrúm.

Auglýsing

Í umfjöllun Washington Post segir að aðsóknarmet hafi verið slegið í NPG eftir að portrettmyndunum var komið fyrir í sýningarsölum þess árið 2018 en það ár sóttu 2,3 milljónir gesta safnið heim, milljón fleiri en árið áður. Gestir safnsins árið 2019 voru alls 1,7 milljónir.

„Margt fólk heimsótti National Portrait Gallery í fyrsta sinn í kjölfar þeirrar athygli sem portrettin nutu. Fólk kom til þess að sjá myndirnar en dvaldi svo í safninu til þess að skoða allt hitt,“ er haft eftir Kim Sajet, safnstjóra NPG, í frétt Artnet News. Vonir standa til að sú hylli sem myndirnar njóta muni trekkja fólk að á söfnunum þar sem myndirnar verða sýndar.

Forsetahjónin fóru á sitt fyrsta stefnumót í safninu

Líkt og áður segir staldra myndirnar fyrst við í Art Institute of Chicago. Það má segja að það sé viðeigandi enda er Michelle fædd og uppalin í borginni og Barrack hefur búið þar stóran hluta ævi sinnar. Fram kemur í umfjöllun Washington Post að Obama hjónin hafi heimsótt Art Institute of Chicago á sínu fyrsta stefnumóti. Starfsfólk safnsins í Chicago á von á miklum fjölda gesta en nú þegar er svo gott sem uppselt á sýningu safnsins út júní.

Því næst halda myndirnar til New York þar sem þær verða til sýnis í Brooklyn Museum. Næsti viðkomustaður þar á eftir er Los Angeles County Museum of Art, þá fara myndirnar í High Museum of Art í Atlanta og að lokum verða myndirnar sýndar í Museum of Fine Arts í Houston.

Sýningarstaðirnir voru meðal annars valdir vegna tenginga við forsetahjónin annars vegar og við listamennina hins vegar. Kehinde Wiley sem málaði myndina af Barrack er fæddur í Los Angeles en starfar nú í Brooklyn en Amy Sherald sem málaði Michelle ólst upp í Georgíu ríki og stundaði sitt listnám í Atlanta.

Alls verða myndirnar á flakki í um ellefu mánuði en þær munu verða til sýnis á hverjum viðkomustað í um tvo mánuði. Eftir að reisunni lýkur næsta sumar halda þær svo heim á leið til höfuðborgarinnar. „Við munum sakna þeirra. Við höfðum heyrt af því að fólk hafði ráðgert að fara í frí til Washington bara til að sjá myndirnar,“ segir Sajet safnstjóri NPG við Washington Post. „Við munum halda veglega veislu til að fagna heimkomu þeirra í júní árið 2022.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent