Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin

Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.

Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Auglýsing

Í dag gefst gestum Art Institue of Chicago kostur á að berja Obama hjónin augum eða í það minnsta opin­berar por­trett­myndir sem mál­aðar voru af þeim hjónum eftir að emb­ætt­is­tíð Barracks Obama lauk. Safnið í Chicago er fyrsti við­komu­staður af fimm í ell­efu mán­aða langri reisu sem mál­verkin eiga nú fyrir höndum en þau hanga alla jafna uppi í National Portrait Gall­ery (NPG) í höf­uð­borg Banda­ríkj­anna, Was­hington D.C., en safnið er eitt af söfnum Smith­son­ian stofn­un­ar­inn­ar.

Þetta er jafn­framt í fyrsta sinn síðan mynd­irnar voru afhjúpaðar árið 2018 sem þær eru sýndar hlið við hlið. Mynd Barracks hefur verið hluti sýn­ingar í NPG sem sam­anstendur af myndum af for­setum Banda­ríkj­anna. Mynd Michelle hefur aftur á móti verið sýnd við hlið ann­arra mynda af for­seta­f­rúm.

Auglýsing

Í umfjöllun Was­hington Post segir að aðsókn­ar­met hafi verið slegið í NPG eftir að por­trett­mynd­unum var komið fyrir í sýn­ing­ar­sölum þess árið 2018 en það ár sóttu 2,3 millj­ónir gesta safnið heim, milljón fleiri en árið áður. Gestir safns­ins árið 2019 voru alls 1,7 millj­ón­ir.

„Margt fólk heim­sótti National Portrait Gall­ery í fyrsta sinn í kjöl­far þeirrar athygli sem por­trettin nutu. Fólk kom til þess að sjá mynd­irnar en dvaldi svo í safn­inu til þess að skoða allt hitt,“ er haft eftir Kim Sajet, safn­stjóra NPG, í frétt Art­net News. Vonir standa til að sú hylli sem mynd­irnar njóta muni trekkja fólk að á söfn­unum þar sem mynd­irnar verða sýnd­ar.

For­seta­hjónin fóru á sitt fyrsta stefnu­mót í safn­inu

Líkt og áður segir staldra mynd­irnar fyrst við í Art Institute of Chicago. Það má segja að það sé við­eig­andi enda er Michelle fædd og upp­alin í borg­inni og Barrack hefur búið þar stóran hluta ævi sinn­ar. Fram kemur í umfjöllun Was­hington Post að Obama hjónin hafi heim­sótt Art Institute of Chicago á sínu fyrsta stefnu­móti. Starfs­fólk safns­ins í Chicago á von á miklum fjölda gesta en nú þegar er svo gott sem upp­selt á sýn­ingu safns­ins út júní.

Því næst halda mynd­irnar til New York þar sem þær verða til sýnis í Brook­lyn Muse­um. Næsti við­komu­staður þar á eftir er Los Ang­eles County Museum of Art, þá fara mynd­irnar í High Museum of Art í Atl­anta og að lokum verða mynd­irnar sýndar í Museum of Fine Arts í Hou­ston.

Sýn­ing­ar­stað­irnir voru meðal ann­ars valdir vegna teng­inga við for­seta­hjónin ann­ars vegar og við lista­menn­ina hins veg­ar. Kehinde Wiley sem mál­aði mynd­ina af Barrack er fæddur í Los Ang­eles en starfar nú í Brook­lyn en Amy Sher­ald sem mál­aði Michelle ólst upp í Georgíu ríki og stund­aði sitt list­nám í Atl­anta.

Alls verða mynd­irnar á flakki í um ell­efu mán­uði en þær munu verða til sýnis á hverjum við­komu­stað í um tvo mán­uði. Eftir að reis­unni lýkur næsta sumar halda þær svo heim á leið til höf­uð­borg­ar­inn­ar. „Við munum sakna þeirra. Við höfðum heyrt af því að fólk hafði ráð­gert að fara í frí til Was­hington bara til að sjá mynd­irn­ar,“ segir Sajet safn­stjóri NPG við Was­hington Post. „Við munum halda veg­lega veislu til að fagna heim­komu þeirra í júní árið 2022.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent