Portrettmyndir Obama-hjónanna gera víðreist um Bandaríkin

Aðsóknarmet var slegið í National Portrait Gallery í Washington D.C. eftir að opinberar portrettmyndir Obama-hjónanna bættust í safneignina árið 2018. Nú eru myndirnar á leið í 11 mánaða reisu vítt og breitt um Bandaríkin.

Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Frá vígslu málverkanna í febrúar árið 2018. Síðan þá hafa þau ekki verið sýnd hlið við hlið.
Auglýsing

Í dag gefst gestum Art Institue of Chicago kostur á að berja Obama hjónin augum eða í það minnsta opin­berar por­trett­myndir sem mál­aðar voru af þeim hjónum eftir að emb­ætt­is­tíð Barracks Obama lauk. Safnið í Chicago er fyrsti við­komu­staður af fimm í ell­efu mán­aða langri reisu sem mál­verkin eiga nú fyrir höndum en þau hanga alla jafna uppi í National Portrait Gall­ery (NPG) í höf­uð­borg Banda­ríkj­anna, Was­hington D.C., en safnið er eitt af söfnum Smith­son­ian stofn­un­ar­inn­ar.

Þetta er jafn­framt í fyrsta sinn síðan mynd­irnar voru afhjúpaðar árið 2018 sem þær eru sýndar hlið við hlið. Mynd Barracks hefur verið hluti sýn­ingar í NPG sem sam­anstendur af myndum af for­setum Banda­ríkj­anna. Mynd Michelle hefur aftur á móti verið sýnd við hlið ann­arra mynda af for­seta­f­rúm.

Auglýsing

Í umfjöllun Was­hington Post segir að aðsókn­ar­met hafi verið slegið í NPG eftir að por­trett­mynd­unum var komið fyrir í sýn­ing­ar­sölum þess árið 2018 en það ár sóttu 2,3 millj­ónir gesta safnið heim, milljón fleiri en árið áður. Gestir safns­ins árið 2019 voru alls 1,7 millj­ón­ir.

„Margt fólk heim­sótti National Portrait Gall­ery í fyrsta sinn í kjöl­far þeirrar athygli sem por­trettin nutu. Fólk kom til þess að sjá mynd­irnar en dvaldi svo í safn­inu til þess að skoða allt hitt,“ er haft eftir Kim Sajet, safn­stjóra NPG, í frétt Art­net News. Vonir standa til að sú hylli sem mynd­irnar njóta muni trekkja fólk að á söfn­unum þar sem mynd­irnar verða sýnd­ar.

For­seta­hjónin fóru á sitt fyrsta stefnu­mót í safn­inu

Líkt og áður segir staldra mynd­irnar fyrst við í Art Institute of Chicago. Það má segja að það sé við­eig­andi enda er Michelle fædd og upp­alin í borg­inni og Barrack hefur búið þar stóran hluta ævi sinn­ar. Fram kemur í umfjöllun Was­hington Post að Obama hjónin hafi heim­sótt Art Institute of Chicago á sínu fyrsta stefnu­móti. Starfs­fólk safns­ins í Chicago á von á miklum fjölda gesta en nú þegar er svo gott sem upp­selt á sýn­ingu safns­ins út júní.

Því næst halda mynd­irnar til New York þar sem þær verða til sýnis í Brook­lyn Muse­um. Næsti við­komu­staður þar á eftir er Los Ang­eles County Museum of Art, þá fara mynd­irnar í High Museum of Art í Atl­anta og að lokum verða mynd­irnar sýndar í Museum of Fine Arts í Hou­ston.

Sýn­ing­ar­stað­irnir voru meðal ann­ars valdir vegna teng­inga við for­seta­hjónin ann­ars vegar og við lista­menn­ina hins veg­ar. Kehinde Wiley sem mál­aði mynd­ina af Barrack er fæddur í Los Ang­eles en starfar nú í Brook­lyn en Amy Sher­ald sem mál­aði Michelle ólst upp í Georgíu ríki og stund­aði sitt list­nám í Atl­anta.

Alls verða mynd­irnar á flakki í um ell­efu mán­uði en þær munu verða til sýnis á hverjum við­komu­stað í um tvo mán­uði. Eftir að reis­unni lýkur næsta sumar halda þær svo heim á leið til höf­uð­borg­ar­inn­ar. „Við munum sakna þeirra. Við höfðum heyrt af því að fólk hafði ráð­gert að fara í frí til Was­hington bara til að sjá mynd­irn­ar,“ segir Sajet safn­stjóri NPG við Was­hington Post. „Við munum halda veg­lega veislu til að fagna heim­komu þeirra í júní árið 2022.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einar S. Hálfdánarson
Meðreiðarsveinar Pútíns
Kjarninn 24. maí 2022
Indriði H. Þorláksson
Allt orkar tvímælis þá gert er
Kjarninn 24. maí 2022
Kristrún Frostadóttir þingmaður Samfylkingarinnar.
Húsnæði ætti ekki að vera uppspretta ávöxtunar – heldur heimili fólks
Þingmaður Samfylkingarinnar segir að húsnæðismarkaðurinn eigi ekki að vera fjárfestingarmarkaður. Það sé eitt að fjárfesta í eigin húsnæði til að eiga samastað og búa við húsnæðisöryggi, annað þegar íbúðarkaup séu orðin fjárfestingarkostur fyrir ávöxtun.
Kjarninn 24. maí 2022
Kalla eftir hækkun atvinnuleysisbóta
Í umsögn sinni við frumvarp um mótvægisaðgerðir vegna verðbólgu segir ASÍ að nokkrir hópar séu viðkvæmastir fyrir hækkandi verðlagi og vaxtahækkunum. ASÍ styður þá hugmyndafræði að ráðast í sértækar aðgerðir í stað almennra aðgerða.
Kjarninn 24. maí 2022
Meirihlutaviðræður Viðreisnar, Framsóknar, Pírata og Samfylkingar í Reykjavík eru hafnar.
Málefnin rædd fyrst og verkaskipting í lokin
Oddvitar Framsóknarflokks, Samfylkingar, Pírata og Viðreisnar í Reykjavík lýsa öll yfir ánægju með viðræður um myndun meirihluta í Borgarstjórn Reykjavíkur sem eru formlega hafnar. Öll áhersla verður lögð á málefni áður en verkaskipting verður rædd.
Kjarninn 24. maí 2022
Emil Dagsson.
Emil tekinn við sem ritstjóri Vísbendingar
Ritstjóraskipti hafa orðið hjá Vísbendingu. Jónas Atli Gunnarsson kveður og Emil Dagsson tekur við. Kjarninn hefur átt Vísbendingu í fimm ár.
Kjarninn 24. maí 2022
Einar Þorsteinsson og Þordís Lóa Þórhallsdóttir leiða tvö af þeim fjórum framboðum sem munu ræða saman um myndun meirihluta.
Framsókn býður Samfylkingu, Pírötum og Viðreisn til viðræðna um myndun meirihluta
Bandalag þriggja flokka mun ræða við Framsókn um myndun meirihluta í Reykjavík sem myndi hafa 13 af 23 borgarfulltrúum á bakvið sig. Boðað hefur verið til blaðamannafundar klukkan 11 til að svara spurningum fjölmiðla um málið.
Kjarninn 24. maí 2022
„Á meðan helvítis eftirspurnin er þá er framboð“
Vændi venst ekki og verður bara verra með tímanum, segir viðmælandi í nýrri bók þar sem rætt er við sex venjulegar konur sem hafa verið í vændi. Þær lýsa m.a. ástæðum þess af hverju þær fóru út í vændi og þeim skelfilegu afleiðingum sem það hafði á þær.
Kjarninn 24. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent