Samherji og Þorsteinn Már vildu vita hvort rétt væri haft eftir Ásgeiri í Stundinni

Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum samskipti lögmanns Samherja við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, sem bankinn hafði áður hafnað að láta af hendi. Samherji og forstjóri hans vildu vita hvort blaðamaður Stundarinnar væri að hafa rétt eftir Ásgeiri.

Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Auglýsing

Lög­maður á vegum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja og for­stjóra þess, Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, beindi spurn­ingu til Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra, í kjöl­far birt­ingar við­tals við hann í Stund­inni síðla í apr­íl. Hún sneri að því hvort rétt væri eftir honum haft í við­tal­inu, um rann­sókn lög­reglu á kærum Sam­herja á hendur starfs­fólki Seðla­bank­ans.

Seðla­bank­inn hefur afhent Kjarn­anum bréf frá Sam­herja og svar frá seðla­banka­stjóra, eftir að hafa áður sagt þagn­ar­skyldu starfs­manna bank­ans ríkja um sam­skipt­in. Þá ákvörðun kærði Kjarn­inn til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál undir lok síð­asta mán­aðar og hefur Seðla­bank­inn nú óskað þess að málið sé fellt nið­ur, eftir afhend­ingu gagn­anna.

Í við­tal­inu við Stund­ina sagði Ásgeir eft­ir­far­andi:

„Ég skil bara ekki hvern and­skot­ann þessi lög­reglu­stjóri þarf að rann­saka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég ótt­ast það að mörgu leyti, í svona eft­ir­lits­stofnun eins og Seðla­bank­inn er, að við lendum í því að við verðum hund­elt per­sónu­lega eins og farið var á eftir þessu starfs­fólki.“

„Fyrir hönd fram­an­greindra umbjóð­enda minna er þess vin­sam­lega farið á leit við þig að þú upp­lýsir hvort fram­an­greint sé orð­rétt eftir þér haft?“ segir í bréfi lög­manns­ins Garð­ars Gísla­son­ar, sem stílað var á Seðla­banka­stjóra 23. apr­íl, sama dag og við­talið við Ásgeir birt­ist.

„Hverju sem líður kæru umbjóð­enda minna til lög­reglu geta naum­ast verið um það áhöld að allt í senn dóm­stól­ar, umboðs­maður Alþingis og for­sæt­is­ráð­herra hafa metið það svo að starfs­menn Seðla­banka Íslands hafi brotið gegn lögum í emb­ætt­is­færslu sinni gagn­vart umbjóð­endum mín­um.

Auglýsing

Það væri þakk­ar­vert að fá upp­lýst frá þér hvort það sé réttur skiln­ingur á til­vitn­uðum ummælum þín­um, séu þau rétt eftir þér höfð, að þú sért þeirrar skoð­unar að þeir borg­arar sem verða fyrir barð­inu á ólög­mætri emb­ætt­is­færslu af hálfu opin­berra starfs­manna, sem fara með mikið vald til inn­gripa og afskipta af borg­ur­un­um, eigi ekki að standa vörð um rétt sinn eða koma því til leiðar að slík emb­ætt­is­færsla verði rann­sökuð af þar til bærum aðilum og í sam­ræmi við gild­andi lög í land­in­u?“ sagði í bréfi lög­manns­ins.

Rétt haft eftir

Seðla­banka­stjóri sagð­ist ekki gera ágrein­ing við það sem blaða­maður Stund­ar­innar hafði eftir hon­um.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

„Seðla­banka­stjóri gerir ekki ágrein­ing um efn­is­inni­hald til­vitn­aðra ummæla í við­tal­inu. Þau lutu ekki að sjálf­sögðum rétti borg­ar­anna til þess að leita til lög­reglu eða ann­arra bærra yfir­valda telji þeir á sér brotið lögum sam­kvæmt,“ segir í svari frá Ásgeiri, sem starfs­maður Seðla­bank­ans hafði milli­göngu um að koma til lög­manns Sam­herja þann 6. maí, um tveimur vikum eftir að erindið barst frá Sam­herja og Þor­steini Má.

Kæru Sam­herja vísað frá og er hjá rík­is­sak­sókn­ara

Sama dag og við­talið við Ásgeir birt­ist kom það fram í fréttum að lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum hefði vísað kærum Sam­herja á hendur starfs­mönnum Seðla­bank­ans, sem lagðar voru fram undir lok apríl árið 2019, frá. Eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega kom fram í sam­skipta­gögnum innan úr Sam­herja sem Kjarn­inn hefur undir höndum að Sam­herji ætl­aði sér að fara lengra með mál­ið.

„Bara svo þið vitið þá vís­aði lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum kærunni frá a grund­velli þess að bank­inn hafði brotið eins a öðrum í 18 mál­um. Sumsé eins og ef þú seg­ist ekki eiga að fá sekt af því að þú keyrðir yfir 18 önnur rauð ljós. Rík­is­sak­sókn­ari er með málið og hefur kallað eftir gögnum frá lög­reglu­stjór­an­um. Þessi rök halda vita­skuld ekki vatni. Þu sleppur ekki fyrir það eitt að hafa brotið oftar af þér. Öðru fremur bendir það til kerf­is­bund­inna brota,“ sagði annað hvort Arna McClure lög­maður eða Þor­björn Þórð­ar­son almanna­tengsla­ráð­gjafi í spjall­hópnum „PR Namibía“ sama dag og við­talið við Ásgeir birt­ist í Stund­inni.

Við­snún­ingur Seðla­bank­ans

Sam­skiptin á milli lög­manns Sam­herja og Seðla­bank­ans bár­ust Kjarn­anum með tölvu­pósti síð­degis á föstu­dag. Eftir að Kjarn­inn kærði synjun bank­ans á umbeðnum gögnum þann 31. maí sl. skoð­aði Seðla­bank­inn gögnin að nýju og hefur nú „end­ur­metið fyrri við­brögð sín við nefndri upp­lýs­inga­beiðn­i.“

„Að mati Seðla­bank­ans fel­ast ekki þagn­ar­skyldar upp­lýs­ingar í gögn­unum og eru þau því með­fylgj­andi, þ.e. ann­ars vegar erindi lög­manns Sam­herja hf., dags. 23. apríl sl., og hins vegar tölvu­skeyti starfs­manns Seðla­bank­ans, dags. 6. maí sl., þar sem erind­inu er svar­að,“ sagði í tölvu­pósti frá starfs­manni Seðla­bank­ans til blaða­manns.

Gögnin má nálg­ast hér að neð­an.

Bréf frá lög­manni Sam­herja 23. apríl

Svar seðla­banka­stjóra 6. maí

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á Fossvogsbletti 2 stendur einbýlishús og geymsluhúsnæði.
Borgin steig inn í 140 milljóna fasteignakaup í Fossvogsdal
Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti á dögunum að nýta forkaupsrétt sinn að fasteignum á Fossvogsbletti 2. Fjárfestingafélag ætlaði að kaupa eignina á 140 milljónir og gengur borgin inn í þau viðskipti.
Kjarninn 27. júní 2022
Sífellt fleiri notendur kjósa að nálgast sjónvarpsþjónustu í gegnum aðrar leiðir en með leigu á myndlykli.
Enn dregst leiga á myndlyklum saman en tekjur vegna sjónvarps halda áfram að aukast
Tekjur fjarskiptafyrirtækja vegna sjónvarpsþjónustu hafa rokið upp á síðustu árum. Þær voru 3,8 milljarðar króna á árinu 2017 en 14,9 milljarðar króna í fyrra. Þorri nýrra tekna í fyrra var vegna sjónvarpsþjónustu.
Kjarninn 27. júní 2022
Hagstofan býst við að hagvöxtur verði enn kröftugri en spáð var í lok vetrar
Hagstofan býst við því að hagvöxtur verði 5,1 prósent á árinu og 2,9 prósent á næsta ári, samkvæmt nýrri þjóðhagsspá. Búist er við því að um 1,6 milljónir ferðamanna sæki landið heim í ár, en fyrri spá gerði ráð fyrir 1,4 milljónum ferðamanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Telja að upplýsingar um fjölda sérstakra vegabréfa geti skaðað tengsl við önnur ríki
Utanríkisráðuneytið vill ekki segja hversu mörg sérstök vegabréf það hefur gefið út til útlendinga á grundvelli nýlegrar reglugerðar. Það telur ekki hægt að útiloka neikvæð viðbrögð ótilgreindra erlendra stjórnvalda ef þau frétta af vegabréfaútgáfunni.
Kjarninn 27. júní 2022
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Fjármálaráðuneytið segist ekki hafa yfirlit yfir fjársópseignirnar sem seldar voru leynilega
Fjármála- og efnahagsráðuneytið segist ekki hafa komið að ákvörðunum um ráðstöfun eigna sem féllu íslenska ríkinu í skaut vegna stöðugleikasamninga við kröfuhafa föllnu bankanna.
Kjarninn 27. júní 2022
Frá brautarpalli við aðallestarstöðina í þýsku borginni Speyer. Ef til vill hafa einhverjir þessara farþega nýtt sér níu evru miðann.
Aðgangur að almenningssamgöngum í heilan mánuð fyrir níu evrur
Níu evru miðinn gildir í allar svæðisbundnar samgöngur í Þýskalandi til loka ágústmánaðar. Þetta samgönguátak er hluti af aðgerðapakka stjórnvalda vegna vaxandi verðbólgu og hækkandi orkuverðs en er einnig ætlað að stuðla að umhverfisvænni ferðavenjum.
Kjarninn 26. júní 2022
Steingrímur J. Sigfússon hætti á þingi í fyrrahaust. Síðan þá hefur hann verið skipaður til að leiða tvo hópa á vegum ríkisstjórnarinnar.
Steingrímur J., Óli Björn og Eygló skipuð í stýrihóp til að endurskoða örorkukerfið
Fyrrverandi formaður Vinstri grænna, þingmaður Sjálfstæðisflokks, fyrrverandi félagsmálaráðherra og aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar mynda stýrihóp sem á að endurskoða örorkulífeyriskerfið. Hópurinn á að skila af sér eftir tvö ár. Ingu Sæland er óglatt.
Kjarninn 26. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Veðurfræðingar án framtíðar!
Kjarninn 26. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent