Samherji og Þorsteinn Már vildu vita hvort rétt væri haft eftir Ásgeiri í Stundinni

Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum samskipti lögmanns Samherja við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, sem bankinn hafði áður hafnað að láta af hendi. Samherji og forstjóri hans vildu vita hvort blaðamaður Stundarinnar væri að hafa rétt eftir Ásgeiri.

Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Auglýsing

Lögmaður á vegum sjávarútvegsfyrirtækisins Samherja og forstjóra þess, Þorsteins Más Baldvinssonar, beindi spurningu til Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, í kjölfar birtingar viðtals við hann í Stundinni síðla í apríl. Hún sneri að því hvort rétt væri eftir honum haft í viðtalinu, um rannsókn lögreglu á kærum Samherja á hendur starfsfólki Seðlabankans.

Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum bréf frá Samherja og svar frá seðlabankastjóra, eftir að hafa áður sagt þagnarskyldu starfsmanna bankans ríkja um samskiptin. Þá ákvörðun kærði Kjarninn til úrskurðarnefndar um upplýsingamál undir lok síðasta mánaðar og hefur Seðlabankinn nú óskað þess að málið sé fellt niður, eftir afhendingu gagnanna.

Í viðtalinu við Stundina sagði Ásgeir eftirfarandi:

„Ég skil bara ekki hvern andskotann þessi lögreglustjóri þarf að rannsaka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég óttast það að mörgu leyti, í svona eftirlitsstofnun eins og Seðlabankinn er, að við lendum í því að við verðum hundelt persónulega eins og farið var á eftir þessu starfsfólki.“

„Fyrir hönd framangreindra umbjóðenda minna er þess vinsamlega farið á leit við þig að þú upplýsir hvort framangreint sé orðrétt eftir þér haft?“ segir í bréfi lögmannsins Garðars Gíslasonar, sem stílað var á Seðlabankastjóra 23. apríl, sama dag og viðtalið við Ásgeir birtist.

„Hverju sem líður kæru umbjóðenda minna til lögreglu geta naumast verið um það áhöld að allt í senn dómstólar, umboðsmaður Alþingis og forsætisráðherra hafa metið það svo að starfsmenn Seðlabanka Íslands hafi brotið gegn lögum í embættisfærslu sinni gagnvart umbjóðendum mínum.

Auglýsing

Það væri þakkarvert að fá upplýst frá þér hvort það sé réttur skilningur á tilvitnuðum ummælum þínum, séu þau rétt eftir þér höfð, að þú sért þeirrar skoðunar að þeir borgarar sem verða fyrir barðinu á ólögmætri embættisfærslu af hálfu opinberra starfsmanna, sem fara með mikið vald til inngripa og afskipta af borgurunum, eigi ekki að standa vörð um rétt sinn eða koma því til leiðar að slík embættisfærsla verði rannsökuð af þar til bærum aðilum og í samræmi við gildandi lög í landinu?“ sagði í bréfi lögmannsins.

Rétt haft eftir

Seðlabankastjóri sagðist ekki gera ágreining við það sem blaðamaður Stundarinnar hafði eftir honum.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

„Seðlabankastjóri gerir ekki ágreining um efnisinnihald tilvitnaðra ummæla í viðtalinu. Þau lutu ekki að sjálfsögðum rétti borgaranna til þess að leita til lögreglu eða annarra bærra yfirvalda telji þeir á sér brotið lögum samkvæmt,“ segir í svari frá Ásgeiri, sem starfsmaður Seðlabankans hafði milligöngu um að koma til lögmanns Samherja þann 6. maí, um tveimur vikum eftir að erindið barst frá Samherja og Þorsteini Má.

Kæru Samherja vísað frá og er hjá ríkissaksóknara

Sama dag og viðtalið við Ásgeir birtist kom það fram í fréttum að lögreglustjórinn á Vestfjörðum hefði vísað kærum Samherja á hendur starfsmönnum Seðlabankans, sem lagðar voru fram undir lok apríl árið 2019, frá. Eins og Kjarninn sagði frá nýlega kom fram í samskiptagögnum innan úr Samherja sem Kjarninn hefur undir höndum að Samherji ætlaði sér að fara lengra með málið.

„Bara svo þið vitið þá vísaði lögreglustjórinn á Vestfjörðum kærunni frá a grundvelli þess að bankinn hafði brotið eins a öðrum í 18 málum. Sumsé eins og ef þú segist ekki eiga að fá sekt af því að þú keyrðir yfir 18 önnur rauð ljós. Ríkissaksóknari er með málið og hefur kallað eftir gögnum frá lögreglustjóranum. Þessi rök halda vitaskuld ekki vatni. Þu sleppur ekki fyrir það eitt að hafa brotið oftar af þér. Öðru fremur bendir það til kerfisbundinna brota,“ sagði annað hvort Arna McClure lögmaður eða Þorbjörn Þórðarson almannatengslaráðgjafi í spjallhópnum „PR Namibía“ sama dag og viðtalið við Ásgeir birtist í Stundinni.

Viðsnúningur Seðlabankans

Samskiptin á milli lögmanns Samherja og Seðlabankans bárust Kjarnanum með tölvupósti síðdegis á föstudag. Eftir að Kjarninn kærði synjun bankans á umbeðnum gögnum þann 31. maí sl. skoðaði Seðlabankinn gögnin að nýju og hefur nú „endurmetið fyrri viðbrögð sín við nefndri upplýsingabeiðni.“

„Að mati Seðlabankans felast ekki þagnarskyldar upplýsingar í gögnunum og eru þau því meðfylgjandi, þ.e. annars vegar erindi lögmanns Samherja hf., dags. 23. apríl sl., og hins vegar tölvuskeyti starfsmanns Seðlabankans, dags. 6. maí sl., þar sem erindinu er svarað,“ sagði í tölvupósti frá starfsmanni Seðlabankans til blaðamanns.

Gögnin má nálgast hér að neðan.

Bréf frá lögmanni Samherja 23. apríl

Svar seðlabankastjóra 6. maí

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þrettán starfsmenn Landspítalans í einangrun
Um helgina komu upp smit hjá starfsmönnum í nokkrum starfseiningum Landspítala. Rakning er langt komin og þrettán starfsmenn eru komnir í einangrun og nokkur fjöldi starfsmanna og sjúklinga í sóttkví.
Kjarninn 26. júlí 2021
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent