Samherji og Þorsteinn Már vildu vita hvort rétt væri haft eftir Ásgeiri í Stundinni

Seðlabankinn hefur afhent Kjarnanum samskipti lögmanns Samherja við Ásgeir Jónsson seðlabankastjóra, sem bankinn hafði áður hafnað að láta af hendi. Samherji og forstjóri hans vildu vita hvort blaðamaður Stundarinnar væri að hafa rétt eftir Ásgeiri.

Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Bréf frá lögmanni á vegum Samherja og forstjóra þess barst seðlabankastjóra sama dag og Stundin birti við hann viðtal. Því var svarað tveimur vikum seinna.
Auglýsing

Lög­maður á vegum sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja og for­stjóra þess, Þor­steins Más Bald­vins­son­ar, beindi spurn­ingu til Ásgeirs Jóns­sonar seðla­banka­stjóra, í kjöl­far birt­ingar við­tals við hann í Stund­inni síðla í apr­íl. Hún sneri að því hvort rétt væri eftir honum haft í við­tal­inu, um rann­sókn lög­reglu á kærum Sam­herja á hendur starfs­fólki Seðla­bank­ans.

Seðla­bank­inn hefur afhent Kjarn­anum bréf frá Sam­herja og svar frá seðla­banka­stjóra, eftir að hafa áður sagt þagn­ar­skyldu starfs­manna bank­ans ríkja um sam­skipt­in. Þá ákvörðun kærði Kjarn­inn til úrskurð­ar­nefndar um upp­lýs­inga­mál undir lok síð­asta mán­aðar og hefur Seðla­bank­inn nú óskað þess að málið sé fellt nið­ur, eftir afhend­ingu gagn­anna.

Í við­tal­inu við Stund­ina sagði Ásgeir eft­ir­far­andi:

„Ég skil bara ekki hvern and­skot­ann þessi lög­reglu­stjóri þarf að rann­saka og af hverju þessu er ekki bara vísað frá. Ég ótt­ast það að mörgu leyti, í svona eft­ir­lits­stofnun eins og Seðla­bank­inn er, að við lendum í því að við verðum hund­elt per­sónu­lega eins og farið var á eftir þessu starfs­fólki.“

„Fyrir hönd fram­an­greindra umbjóð­enda minna er þess vin­sam­lega farið á leit við þig að þú upp­lýsir hvort fram­an­greint sé orð­rétt eftir þér haft?“ segir í bréfi lög­manns­ins Garð­ars Gísla­son­ar, sem stílað var á Seðla­banka­stjóra 23. apr­íl, sama dag og við­talið við Ásgeir birt­ist.

„Hverju sem líður kæru umbjóð­enda minna til lög­reglu geta naum­ast verið um það áhöld að allt í senn dóm­stól­ar, umboðs­maður Alþingis og for­sæt­is­ráð­herra hafa metið það svo að starfs­menn Seðla­banka Íslands hafi brotið gegn lögum í emb­ætt­is­færslu sinni gagn­vart umbjóð­endum mín­um.

Auglýsing

Það væri þakk­ar­vert að fá upp­lýst frá þér hvort það sé réttur skiln­ingur á til­vitn­uðum ummælum þín­um, séu þau rétt eftir þér höfð, að þú sért þeirrar skoð­unar að þeir borg­arar sem verða fyrir barð­inu á ólög­mætri emb­ætt­is­færslu af hálfu opin­berra starfs­manna, sem fara með mikið vald til inn­gripa og afskipta af borg­ur­un­um, eigi ekki að standa vörð um rétt sinn eða koma því til leiðar að slík emb­ætt­is­færsla verði rann­sökuð af þar til bærum aðilum og í sam­ræmi við gild­andi lög í land­in­u?“ sagði í bréfi lög­manns­ins.

Rétt haft eftir

Seðla­banka­stjóri sagð­ist ekki gera ágrein­ing við það sem blaða­maður Stund­ar­innar hafði eftir hon­um.

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Mynd: Bára Huld Beck

„Seðla­banka­stjóri gerir ekki ágrein­ing um efn­is­inni­hald til­vitn­aðra ummæla í við­tal­inu. Þau lutu ekki að sjálf­sögðum rétti borg­ar­anna til þess að leita til lög­reglu eða ann­arra bærra yfir­valda telji þeir á sér brotið lögum sam­kvæmt,“ segir í svari frá Ásgeiri, sem starfs­maður Seðla­bank­ans hafði milli­göngu um að koma til lög­manns Sam­herja þann 6. maí, um tveimur vikum eftir að erindið barst frá Sam­herja og Þor­steini Má.

Kæru Sam­herja vísað frá og er hjá rík­is­sak­sókn­ara

Sama dag og við­talið við Ásgeir birt­ist kom það fram í fréttum að lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum hefði vísað kærum Sam­herja á hendur starfs­mönnum Seðla­bank­ans, sem lagðar voru fram undir lok apríl árið 2019, frá. Eins og Kjarn­inn sagði frá nýlega kom fram í sam­skipta­gögnum innan úr Sam­herja sem Kjarn­inn hefur undir höndum að Sam­herji ætl­aði sér að fara lengra með mál­ið.

„Bara svo þið vitið þá vís­aði lög­reglu­stjór­inn á Vest­fjörðum kærunni frá a grund­velli þess að bank­inn hafði brotið eins a öðrum í 18 mál­um. Sumsé eins og ef þú seg­ist ekki eiga að fá sekt af því að þú keyrðir yfir 18 önnur rauð ljós. Rík­is­sak­sókn­ari er með málið og hefur kallað eftir gögnum frá lög­reglu­stjór­an­um. Þessi rök halda vita­skuld ekki vatni. Þu sleppur ekki fyrir það eitt að hafa brotið oftar af þér. Öðru fremur bendir það til kerf­is­bund­inna brota,“ sagði annað hvort Arna McClure lög­maður eða Þor­björn Þórð­ar­son almanna­tengsla­ráð­gjafi í spjall­hópnum „PR Namibía“ sama dag og við­talið við Ásgeir birt­ist í Stund­inni.

Við­snún­ingur Seðla­bank­ans

Sam­skiptin á milli lög­manns Sam­herja og Seðla­bank­ans bár­ust Kjarn­anum með tölvu­pósti síð­degis á föstu­dag. Eftir að Kjarn­inn kærði synjun bank­ans á umbeðnum gögnum þann 31. maí sl. skoð­aði Seðla­bank­inn gögnin að nýju og hefur nú „end­ur­metið fyrri við­brögð sín við nefndri upp­lýs­inga­beiðn­i.“

„Að mati Seðla­bank­ans fel­ast ekki þagn­ar­skyldar upp­lýs­ingar í gögn­unum og eru þau því með­fylgj­andi, þ.e. ann­ars vegar erindi lög­manns Sam­herja hf., dags. 23. apríl sl., og hins vegar tölvu­skeyti starfs­manns Seðla­bank­ans, dags. 6. maí sl., þar sem erind­inu er svar­að,“ sagði í tölvu­pósti frá starfs­manni Seðla­bank­ans til blaða­manns.

Gögnin má nálg­ast hér að neð­an.

Bréf frá lög­manni Sam­herja 23. apríl

Svar seðla­banka­stjóra 6. maí

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent