Enn mikil hætta á stórum bylgjum

Á Íslandi er rúmur helmingur allra fullorðinna orðinn fullbólusettur. Á Indlandi eru innan við 5 prósent íbúanna í sömu stöðu. Enn er því hætta á stórum bylgjum faraldursins á Indlandi og víðar og þar með frekari þróun nýrra afbrigða.

Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Auglýsing

Hópur um fjöru­tíu sér­fræð­inga telja lík­legt að þriðja bylgja COVID-19 muni skella á Ind­landi í októ­ber. Þó að hún verði ekki jafn skæð og sú sem nú er að ganga niður þar sem bólu­setn­ingar eru hafnar af meiri þunga, segja þeir líkur á að sjúk­dóm­ur­inn muni ógna lýð­heilsu Ind­verja í að minnsta kosti ár í við­bót.

Þetta er nið­ur­staða sam­an­tektar frétta­stof­unnar Reuters á svörum um fjöru­tíu sér­fræð­inga úr ýmsum geirum, svo sem lækna, vís­inda­manna, veiru­fræð­inga og far­alds­fræð­inga um hvað koma skuli á næstu mán­uðum hvað varðar heims­far­aldur kór­ónu­veirunn­ar. Sér­fræð­ing­arnir eru flestir sam­mála um að bólu­setn­ingar eigi eftir að veita skjól fyrir meiri­háttar hóp­sýk­ing­um. Þeir sem á annað borð vildu spá í fram­tíð­ina töldu flestir að næsta bylgja far­ald­urs­ins myndi skella á Ind­landi í októ­ber. Landið hefur orðið sér­lega illa úti í far­aldr­inum sem rekja má m.a. til óvar­legra orða og aðgerða stjórn­mála­manna sem urðu til þess að skapa falskt öryggi meðal almenn­ings. Hins vegar verður næsta bylgja þar í landi ekki jafn skæð og þær fyrri vegna bólu­setn­ing­anna.

Auglýsing

Á Ind­landi hefur í nýj­ustu bylgj­unni krist­all­ast þær brotala­mir sem eru í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerfi Ind­lands, öðru fjöl­menn­asta ríki heims. Líkt og fleiri lönd þar sem fátækt er útbreidd og mis­skipt­ing gríð­ar­leg fóru bólu­setn­ingar hægt af stað og þegar gríð­ar­legur fjöldi smita, aðal­lega af bráðsmit­andi afbrigði veirunnar sem nú er kallað Delta, bók­staf­lega hrundi heil­brigð­is­kerf­ið. Fólk kafn­aði á heim­ilum sín­um, á götum úti eða á bið­stofum sjúkra­húsa þar sem súr­efni var uppurið. Fleira kom til, m.a. við­var­andi lyfja­skortur af ýmsu tagi.

Þó að bólu­setn­ing­ar­á­tak sé nú hafið er aðeins talið að búið sé að bólu­setja innan við 5 pró­sent íbú­anna sem eru um 950 millj­ón­ir. Til sam­an­burðar er rúm­lega helm­ingur full­orð­inna á Íslandi nú full­bólu­sett­ur. Það eru því millj­ónir á millj­ónir ofan sem enn hafa enga vörn gegn veirunni á Ind­landi.

Sér­fræð­ing­arnir sem Reuters ræddi við telja af þessum sökum nauð­syn­legt að fara mjög var­lega í allar aflétt­ingar á sam­komu­tak­mörk­unum í land­inu.

Takmörkuð virkni bóluefnis CureVac hefur valdið mikum vonbrigðum enda stóð til að framleiðslan færi m.a. til fátækari ríkja heims. Mynd: EPA

Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) greindi frá því í gær að Delta-af­brigð­ið, sem fyrst upp­götv­að­ist á Ind­landi, sé að verða útbreiddasta afbrigði kór­ónu­veirunnar í heim­in­um. Fjöldi smit­aðra af völdum þess hefur tvö­fald­ast í Bret­landi milli vikna og þýsk yfir­völd lýsa áhyggjum af þró­un­inni þar í landi. Rússar eru í sömu sporum og auk­inn smit­fjöldi í Moskvu síð­ustu daga er af völdum þessa sama afbrigð­is. Stjórn­völd á Ind­landi og víðar hafa lýst yfir gríð­ar­legum von­brigðum með að nýtt bólu­efni gegn COVID-19, sem fram­leitt er af þýska lyfja­fyr­ir­tæk­inu CureVac, hafi komið illa út úr nýj­ustu rann­sóknum og veiti aðeins tæp­lega 50 pró­sent vörn gegn sýk­ingu af völdum veirunn­ar. Þetta gæti haft slæmar afleið­ingar fyrir ríki þar sem bólu­setn­ingar eru mjög stutt á veg komn­ar, m.a. á Ind­landi.

Horft hafði verið til þess að bólu­efnið gæti fyllt það skarð sem mynd­að­ist þegar ald­urs­mörk voru sett á notkun bólu­efna John­son&John­son og Astr­aZeneca. Evr­ópu­sam­bandið hafði tryggt sér með samn­ingum um 405 millj­ónir skammta af bólu­efni CureVac. Eins og við var að búast hrundi mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins eftir að hinar dap­ur­legu nið­ur­stöður klínísku rann­sókn­anna lágu fyr­ir. Flest smitin sem greindust í hópi þátt­tak­enda í rann­sókn­inni voru af hinum nýrri og meira smit­andi afbrigðum veirunn­ar. Það virð­ist virka betur á yngri ald­urs­hópa en þá eldri. Hvort að skýr­ingin á van­virkn­inni felist í hinum nýju afbrigð­um, sem voru ekki komin fram á sjón­ar­sviðið þegar önnur bólu­efni voru á til­rauna­stigi, á enn eftir að koma í ljós.

Bólu­efnið er af svip­uðum toga og bólu­efni Pfizer og Moderna og byggir á hinni lítt reyndu MRNA-­tækni.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent