Enn mikil hætta á stórum bylgjum

Á Íslandi er rúmur helmingur allra fullorðinna orðinn fullbólusettur. Á Indlandi eru innan við 5 prósent íbúanna í sömu stöðu. Enn er því hætta á stórum bylgjum faraldursins á Indlandi og víðar og þar með frekari þróun nýrra afbrigða.

Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Auglýsing

Hópur um fjörutíu sérfræðinga telja líklegt að þriðja bylgja COVID-19 muni skella á Indlandi í október. Þó að hún verði ekki jafn skæð og sú sem nú er að ganga niður þar sem bólusetningar eru hafnar af meiri þunga, segja þeir líkur á að sjúkdómurinn muni ógna lýðheilsu Indverja í að minnsta kosti ár í viðbót.

Þetta er niðurstaða samantektar fréttastofunnar Reuters á svörum um fjörutíu sérfræðinga úr ýmsum geirum, svo sem lækna, vísindamanna, veirufræðinga og faraldsfræðinga um hvað koma skuli á næstu mánuðum hvað varðar heimsfaraldur kórónuveirunnar. Sérfræðingarnir eru flestir sammála um að bólusetningar eigi eftir að veita skjól fyrir meiriháttar hópsýkingum. Þeir sem á annað borð vildu spá í framtíðina töldu flestir að næsta bylgja faraldursins myndi skella á Indlandi í október. Landið hefur orðið sérlega illa úti í faraldrinum sem rekja má m.a. til óvarlegra orða og aðgerða stjórnmálamanna sem urðu til þess að skapa falskt öryggi meðal almennings. Hins vegar verður næsta bylgja þar í landi ekki jafn skæð og þær fyrri vegna bólusetninganna.

Auglýsing

Á Indlandi hefur í nýjustu bylgjunni kristallast þær brotalamir sem eru í heilbrigðis- og velferðarkerfi Indlands, öðru fjölmennasta ríki heims. Líkt og fleiri lönd þar sem fátækt er útbreidd og misskipting gríðarleg fóru bólusetningar hægt af stað og þegar gríðarlegur fjöldi smita, aðallega af bráðsmitandi afbrigði veirunnar sem nú er kallað Delta, bókstaflega hrundi heilbrigðiskerfið. Fólk kafnaði á heimilum sínum, á götum úti eða á biðstofum sjúkrahúsa þar sem súrefni var uppurið. Fleira kom til, m.a. viðvarandi lyfjaskortur af ýmsu tagi.

Þó að bólusetningarátak sé nú hafið er aðeins talið að búið sé að bólusetja innan við 5 prósent íbúanna sem eru um 950 milljónir. Til samanburðar er rúmlega helmingur fullorðinna á Íslandi nú fullbólusettur. Það eru því milljónir á milljónir ofan sem enn hafa enga vörn gegn veirunni á Indlandi.

Sérfræðingarnir sem Reuters ræddi við telja af þessum sökum nauðsynlegt að fara mjög varlega í allar afléttingar á samkomutakmörkunum í landinu.

Takmörkuð virkni bóluefnis CureVac hefur valdið mikum vonbrigðum enda stóð til að framleiðslan færi m.a. til fátækari ríkja heims. Mynd: EPA

Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO) greindi frá því í gær að Delta-afbrigðið, sem fyrst uppgötvaðist á Indlandi, sé að verða útbreiddasta afbrigði kórónuveirunnar í heiminum. Fjöldi smitaðra af völdum þess hefur tvöfaldast í Bretlandi milli vikna og þýsk yfirvöld lýsa áhyggjum af þróuninni þar í landi. Rússar eru í sömu sporum og aukinn smitfjöldi í Moskvu síðustu daga er af völdum þessa sama afbrigðis. Stjórnvöld á Indlandi og víðar hafa lýst yfir gríðarlegum vonbrigðum með að nýtt bóluefni gegn COVID-19, sem framleitt er af þýska lyfjafyrirtækinu CureVac, hafi komið illa út úr nýjustu rannsóknum og veiti aðeins tæplega 50 prósent vörn gegn sýkingu af völdum veirunnar. Þetta gæti haft slæmar afleiðingar fyrir ríki þar sem bólusetningar eru mjög stutt á veg komnar, m.a. á Indlandi.

Horft hafði verið til þess að bóluefnið gæti fyllt það skarð sem myndaðist þegar aldursmörk voru sett á notkun bóluefna Johnson&Johnson og AstraZeneca. Evrópusambandið hafði tryggt sér með samningum um 405 milljónir skammta af bóluefni CureVac. Eins og við var að búast hrundi markaðsvirði fyrirtækisins eftir að hinar dapurlegu niðurstöður klínísku rannsóknanna lágu fyrir. Flest smitin sem greindust í hópi þátttakenda í rannsókninni voru af hinum nýrri og meira smitandi afbrigðum veirunnar. Það virðist virka betur á yngri aldurshópa en þá eldri. Hvort að skýringin á vanvirkninni felist í hinum nýju afbrigðum, sem voru ekki komin fram á sjónarsviðið þegar önnur bóluefni voru á tilraunastigi, á enn eftir að koma í ljós.

Bóluefnið er af svipuðum toga og bóluefni Pfizer og Moderna og byggir á hinni lítt reyndu MRNA-tækni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki veirð meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Fjármálastöðugleikanefnd SÍ
Hafa áhyggjur af þróun á fasteignamarkaði
Þróunin á húsnæðismarkaði var meðal þess sem var rætt á síðasta fundi fjármálastöðugleikanefndar en meirihluti nefndarmanna taldi hana benda til vaxandi ójafnvægis.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent