Enn mikil hætta á stórum bylgjum

Á Íslandi er rúmur helmingur allra fullorðinna orðinn fullbólusettur. Á Indlandi eru innan við 5 prósent íbúanna í sömu stöðu. Enn er því hætta á stórum bylgjum faraldursins á Indlandi og víðar og þar með frekari þróun nýrra afbrigða.

Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Reynt hefur verið að hraða bólusetningum á Indlandi en þar býr um milljarður manna.
Auglýsing

Hópur um fjöru­tíu sér­fræð­inga telja lík­legt að þriðja bylgja COVID-19 muni skella á Ind­landi í októ­ber. Þó að hún verði ekki jafn skæð og sú sem nú er að ganga niður þar sem bólu­setn­ingar eru hafnar af meiri þunga, segja þeir líkur á að sjúk­dóm­ur­inn muni ógna lýð­heilsu Ind­verja í að minnsta kosti ár í við­bót.

Þetta er nið­ur­staða sam­an­tektar frétta­stof­unnar Reuters á svörum um fjöru­tíu sér­fræð­inga úr ýmsum geirum, svo sem lækna, vís­inda­manna, veiru­fræð­inga og far­alds­fræð­inga um hvað koma skuli á næstu mán­uðum hvað varðar heims­far­aldur kór­ónu­veirunn­ar. Sér­fræð­ing­arnir eru flestir sam­mála um að bólu­setn­ingar eigi eftir að veita skjól fyrir meiri­háttar hóp­sýk­ing­um. Þeir sem á annað borð vildu spá í fram­tíð­ina töldu flestir að næsta bylgja far­ald­urs­ins myndi skella á Ind­landi í októ­ber. Landið hefur orðið sér­lega illa úti í far­aldr­inum sem rekja má m.a. til óvar­legra orða og aðgerða stjórn­mála­manna sem urðu til þess að skapa falskt öryggi meðal almenn­ings. Hins vegar verður næsta bylgja þar í landi ekki jafn skæð og þær fyrri vegna bólu­setn­ing­anna.

Auglýsing

Á Ind­landi hefur í nýj­ustu bylgj­unni krist­all­ast þær brotala­mir sem eru í heil­brigð­is- og vel­ferð­ar­kerfi Ind­lands, öðru fjöl­menn­asta ríki heims. Líkt og fleiri lönd þar sem fátækt er útbreidd og mis­skipt­ing gríð­ar­leg fóru bólu­setn­ingar hægt af stað og þegar gríð­ar­legur fjöldi smita, aðal­lega af bráðsmit­andi afbrigði veirunnar sem nú er kallað Delta, bók­staf­lega hrundi heil­brigð­is­kerf­ið. Fólk kafn­aði á heim­ilum sín­um, á götum úti eða á bið­stofum sjúkra­húsa þar sem súr­efni var uppurið. Fleira kom til, m.a. við­var­andi lyfja­skortur af ýmsu tagi.

Þó að bólu­setn­ing­ar­á­tak sé nú hafið er aðeins talið að búið sé að bólu­setja innan við 5 pró­sent íbú­anna sem eru um 950 millj­ón­ir. Til sam­an­burðar er rúm­lega helm­ingur full­orð­inna á Íslandi nú full­bólu­sett­ur. Það eru því millj­ónir á millj­ónir ofan sem enn hafa enga vörn gegn veirunni á Ind­landi.

Sér­fræð­ing­arnir sem Reuters ræddi við telja af þessum sökum nauð­syn­legt að fara mjög var­lega í allar aflétt­ingar á sam­komu­tak­mörk­unum í land­inu.

Takmörkuð virkni bóluefnis CureVac hefur valdið mikum vonbrigðum enda stóð til að framleiðslan færi m.a. til fátækari ríkja heims. Mynd: EPA

Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) greindi frá því í gær að Delta-af­brigð­ið, sem fyrst upp­götv­að­ist á Ind­landi, sé að verða útbreiddasta afbrigði kór­ónu­veirunnar í heim­in­um. Fjöldi smit­aðra af völdum þess hefur tvö­fald­ast í Bret­landi milli vikna og þýsk yfir­völd lýsa áhyggjum af þró­un­inni þar í landi. Rússar eru í sömu sporum og auk­inn smit­fjöldi í Moskvu síð­ustu daga er af völdum þessa sama afbrigð­is. Stjórn­völd á Ind­landi og víðar hafa lýst yfir gríð­ar­legum von­brigðum með að nýtt bólu­efni gegn COVID-19, sem fram­leitt er af þýska lyfja­fyr­ir­tæk­inu CureVac, hafi komið illa út úr nýj­ustu rann­sóknum og veiti aðeins tæp­lega 50 pró­sent vörn gegn sýk­ingu af völdum veirunn­ar. Þetta gæti haft slæmar afleið­ingar fyrir ríki þar sem bólu­setn­ingar eru mjög stutt á veg komn­ar, m.a. á Ind­landi.

Horft hafði verið til þess að bólu­efnið gæti fyllt það skarð sem mynd­að­ist þegar ald­urs­mörk voru sett á notkun bólu­efna John­son&John­son og Astr­aZeneca. Evr­ópu­sam­bandið hafði tryggt sér með samn­ingum um 405 millj­ónir skammta af bólu­efni CureVac. Eins og við var að búast hrundi mark­aðsvirði fyr­ir­tæk­is­ins eftir að hinar dap­ur­legu nið­ur­stöður klínísku rann­sókn­anna lágu fyr­ir. Flest smitin sem greindust í hópi þátt­tak­enda í rann­sókn­inni voru af hinum nýrri og meira smit­andi afbrigðum veirunn­ar. Það virð­ist virka betur á yngri ald­urs­hópa en þá eldri. Hvort að skýr­ingin á van­virkn­inni felist í hinum nýju afbrigð­um, sem voru ekki komin fram á sjón­ar­sviðið þegar önnur bólu­efni voru á til­rauna­stigi, á enn eftir að koma í ljós.

Bólu­efnið er af svip­uðum toga og bólu­efni Pfizer og Moderna og byggir á hinni lítt reyndu MRNA-­tækni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Róbert segist meðal annars ætla að fara aftur í fjallaleiðsögn.
Róbert hættir sem upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar – „Frelsinu feginn“
Upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar mun hætta störfum um áramótin. Hann segist vera þakklátur fyrir dýrmæta reynslu með frábærum vinnufélögum en líka frelsinu feginn.
Kjarninn 8. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Samskiptasaga Kína og Íslands
Kjarninn 8. desember 2021
Stjórnmálaflokkar fá rúmlega 3,6 milljarða króna úr ríkissjóði á fimm árum
Níu stjórnmálaflokkar skipta með sér 728 milljónum krónum úr ríkissjóði árlega. Áætluð framlög voru 442 milljónum krónum lægri í upphafi síðasta kjörtímabils.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiErlent