Óld tán við Skæla gún á Kársnesi?

Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að úthluta lóðum í grennd við nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi til tengds fyrirtækis sem hefur áform um að byggja þar upp „Old Town“, afþreyingarhverfi í gömlum íslenskum stíl.

Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Auglýsing

Meirihluti bæjarráðs Kópavogsbæjar samþykkti á fundi sínum á miðvikudag að lóðunum við Vesturvör 38a og 38b, sem eitt sinn áttu að nýtast undir framtíðarhöfuðstöðvar hins fallna flugfélags WOW air, verði úthlutað til félagsins Nature Experiences ehf. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta bæjarstjórnarfundi í Kópavogi.

Nature Experiences hefur hugmyndir um að byggja á lóðunum upp hverfi „í gömlum íslenskum stíl,“ svokallaðan „Old Town“, þar sem boðið yrði upp á margskonar afþreyingu, söfn og gistimöguleika, matarupplifanir, listir og menningu. Um er að ræða svæði í grennd við við nýja baðlónið, Sky Lagoon, sem liggur á odda Kársnessins við Kópavogshöfn. Sömu menn standa í stafni hjá Nature Experiences og Nature Resort ehf., fyrirtækisins sem hefur byggt upp baðlónið.

Í erindi sem Ármann Kr. Ólafsson bæjarstjóri í Kópavogi lagði fyrir bæjarráðsfundinn í vikunni sagði að með úthlutun lóðarinnar til Nature Experiences myndaðist tækifæri fyrir skipulagsyfirvöld til þess að þróa áhugaverða og spennandi byggð í samráði við nýja lóðarhafa.

Auglýsing

Þau skilyrði yrðu lögð á lóðarhafana að þróa svæðið í samræmi við framlagðar hugmyndir og breyttar áherslur sem kveðið er á um í nýju aðalskipulagi bæjarins, en í því er svæðið skilgreint sem þróunarsvæði m.a. vegna áætlaðra breytinga og þróunar sem tengjast Borgarlínu og nýrri starfsemi á Kársnesi. Gert sé ráð fyrir þéttri og vistvænni byggð, sem alla jafna verði 2-4 hæðir, með blandaðri landnotkun athafnasvæðis, íbúðarsvæðis og verslunar- og þjónustustarfsemi.

Bæjarfulltrúi Pírata andsnúin úthlutuninni

Ekki er algjör einhugur um þessa lóðaúthlutun í bæjarstjórn Kópavogs, en Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata bókaði gegn málinu á bæjarráðsfundinum í vikunni. Hún segir við Kjarnann að alveg óháð því hversu flottar hugmyndirnar um „Old Town“ séu hjá félögunum sem vilja standa að uppbyggingunni, séu vinnubrögð bæjarins „galin.“

Hún segir að staðreyndin sé sú að þarna sé um að ræða lóð sem sennilega sé ein sú verðmætasta sem föl er á höfuðborgarsvæðinu og þótt víðar væri leitað, yst á Kársnesi með óskert útsýni. „Nú á að láta hana án þess að hún hafi nokkuð verið auglýst og þannig hafa engir aðrir fengið tækifæri til þess að koma sínum hugmyndum á framfæri og óska eftir lóðinni,“ segir Sigurbjörg Erla við Kjarnann.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Mynd: Facebook

„Þarna er verið í raun verið að framselja vald sveitarstjórnar til að deiliskipuleggja reitinn til einkaaðila. Þó að sveitarstjórn hafi á endanum lokaorðið þegar kemur að því að samþykkja skipulagið þá er þetta vafasöm aðferð enda fara hagsmunir einkaaðilans, sem snúa að því að hámarka hagnað, og Kópavogsbæjar/íbúa bæjarins ekki endilega saman. Það myndi gæta hagsmuna bæjarbúa að deiliskipuleggja fyrst og bjóða svo byggingarréttinn út í framhaldinu. Ég ætla að ræða þetta frekar í bæjarstjórn næsta þriðjudag en ég er vonlítil um að þessari ákvörðun verði snúið,“ segir Sigurbjörg Erla einnig.

Fjórir fulltrúar meirihlutans í bæjarráði létu gagnbóka á fundinum í vikunni að eins hefði verið staðið að úthlutun lóðarinnar þegar WOW air var úthlutað lóðinni undir nýjar höfuðstöðvar á sínum tíma.

Það, segir Sigurbjörg Erla, eru að hennar mati „alls engin rök fyrir því að gera sama ruglið aftur.“

Alls konar og mögulega mathöll í Old Town

Umsókn Nature Experiences var send inn til Kópavogsbæjar þann 30. apríl síðastliðinn, sama daga og Sky Lagoon á Kársnesinu byrjaði að taka á móti gestum. Undir hana rita þeir Gestur Þórisson og Eyþór Guðjónsson aðaleigendur og forsvarsmenn fyrirtækisins. Í umsókninni segir að „Old Town“ verði byggður upp og hannaður „með vísan til íslenskrar og samnorrænnar menningar og húsagerðarlistar“ og muni því falla vel að útliti Sky Lagoon.

„Kársnesið er sá staður þar sem Kópavogur byggðist fyrst upp og er því tilvalið fyrir hverfi með ofangreinda nálgun þar sem gömul þorp á Íslandi byggðust upp við sjó og einnig vegna þess að hluti afþreyingarinnar mun tengjast sjónum og lífríki hans,“ segja þeir Gestur og Eyþór í umsókn sinni, en þeir hafa hug á að „tengja Old Town við Kópavogshöfn og bjóða upp á siglingar“ á borð við veiðiferðir, fugla- og náttúruskoðunarferðir.

Í umsókn þeirra segir að stefnt sé að því að hafa hluta húsnæðisins fyrir listamenn og skapandi fyrirtæki, til að „skapa grundvöll að enn fjölbreyttara og áhugaverðara samfélagi í Old Town“. „Fyrirhugað er að setja upp sýningar tengdri íslenskri náttúru og menningu sem og matsölustaði, bari, lítil brugghús, kaffihús og fleira sem höfðar til íbúa Kárnessins þannig að þar myndist skemmtileg blanda innlendra og erlendra gesta. Í skoðun er einnig að opna mathöll með opnu rými þar sem boðið verður upp á lifandi tónlist,“ segir í umsókninni.

Þar eru einnig færð rök fyrir því að skynsamlegt sé að leyfa „einum öflugum aðila“ að „stýra uppbyggingu alls svæðisins“, þar sem það auki líkur á að uppbygging gangi hratt og snurðulaust fyrir sig, bæði tímalega og fjárhagslega.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ríkisstjórnin héldi ekki þingmeirihluta sínum ef niðurstöður kosninga yrðu í takt við nýja könnun Maskínu.
Ríkisstjórnarflokkarnir fengju einungis 30 þingmenn samkvæmt nýrri könnun Maskínu
Í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis dalar fylgi Sjálfstæðisflokksins um tæp þrjú prósentustig. Ríkisstjórnin myndi ekki halda þingmeirihluta sínum, samkvæmt könnuninni.
Kjarninn 28. júlí 2021
Birna Einarsdóttir bankastjóri segir fyrri hluta þessa árs hafa verið viðburðaríkan.
5,4 milljarða hagnaður hjá Íslandsbanka á öðrum ársfjórðungi
Hagnaður bankans jókst umtalsvert á öðrum ársfjórðungi, og í raun á fyrri hluta ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Útlán bankans hafa aukist um 8,2 prósent það sem af er ári vegna umsvifa í húsnæðislánum.
Kjarninn 28. júlí 2021
Benedikt Gíslason er forstjóri Arion banka og segir hann reksturinn ganga mjög vel.
Arion banki hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi
Bankinn hagnaðist um 7,8 milljarða á öðrum ársfjórðungi 2021 og arðsemi eigin fjár var 16,3 prósent.
Kjarninn 28. júlí 2021
Gunnar Alexander Ólafsson
Brunar lestin?
Kjarninn 28. júlí 2021
Stór hluti fólksfjölgunar hér á landi er tilkominn vegna fólksflutninga.
Færri Íslendingar flutt af landi brott í faraldri
Samsetning brottfluttra og aðfluttra hefur breyst töluvert í kórónuveirufaraldri. Í fyrra fluttu 506 fleiri íslenskir ríkisborgarar til landsins en frá því og hefur fjöldinn ekki verið meiri síðan 1987.
Kjarninn 28. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent