Óld tán við Skæla gún á Kársnesi?

Bæjarráð Kópavogsbæjar hefur samþykkt að úthluta lóðum í grennd við nýja baðlónið Sky Lagoon á Kársnesi til tengds fyrirtækis sem hefur áform um að byggja þar upp „Old Town“, afþreyingarhverfi í gömlum íslenskum stíl.

Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Lóðirnar sem um ræðir eru samliggjandi við sjávarsíðuna á Vesturvör á Kársnesi. Þær verða í grennd við brúarsporð fyrirhugaðrar Fossvogsbrúar.
Auglýsing

Meiri­hluti bæj­ar­ráðs Kópa­vogs­bæjar sam­þykkti á fundi sínum á mið­viku­dag að lóð­unum við Vest­ur­vör 38a og 38b, sem eitt sinn áttu að nýt­ast undir fram­tíð­ar­höf­uð­stöðvar hins fallna flug­fé­lags WOW air, verði úthlutað til félags­ins Nat­ure Experiences ehf. Málið verður tekið til afgreiðslu á næsta bæj­ar­stjórn­ar­fundi í Kópa­vogi.

Nat­ure Experiences hefur hug­myndir um að byggja á lóð­unum upp hverfi „í gömlum íslenskum stíl,“ svo­kall­aðan „Old Town“, þar sem boðið yrði upp á margs­konar afþr­ey­ingu, söfn og gisti­mögu­leika, mat­ar­upp­lif­an­ir, listir og menn­ingu. Um er að ræða svæði í grennd við við nýja bað­lón­ið, Sky Lagoon, sem liggur á odda Kárs­ness­ins við Kópa­vogs­höfn. Sömu menn standa í stafni hjá Nat­ure Experiences og Nat­ure Resort ehf., fyr­ir­tæk­is­ins sem hefur byggt upp bað­lón­ið.

Í erindi sem Ármann Kr. Ólafs­son bæj­ar­stjóri í Kópa­vogi lagði fyrir bæj­ar­ráðs­fund­inn í vik­unni sagði að með úthlutun lóð­ar­innar til Nat­ure Experiences mynd­að­ist tæki­færi fyrir skipu­lags­yf­ir­völd til þess að þróa áhuga­verða og spenn­andi byggð í sam­ráði við nýja lóð­ar­hafa.

Auglýsing

Þau skil­yrði yrðu lögð á lóð­ar­haf­ana að þróa svæðið í sam­ræmi við fram­lagðar hug­myndir og breyttar áherslur sem kveðið er á um í nýju aðal­skipu­lagi bæj­ar­ins, en í því er svæðið skil­greint sem þró­un­ar­svæði m.a. vegna áætl­aðra breyt­inga og þró­unar sem tengj­ast Borg­ar­línu og nýrri starf­semi á Kárs­nesi. Gert sé ráð fyrir þéttri og vist­vænni byggð, sem alla jafna verði 2-4 hæð­ir, með bland­aðri land­notkun athafna­svæð­is, íbúð­ar­svæðis og versl­un­ar- og þjón­ustu­starf­semi.

Bæj­ar­full­trúi Pírata andsnúin úthlut­un­inni

Ekki er algjör ein­hugur um þessa lóða­út­hlutun í bæj­ar­stjórn Kópa­vogs, en Sig­ur­björg Erla Egils­dóttir bæj­ar­full­trúi Pírata bók­aði gegn mál­inu á bæj­ar­ráðs­fund­inum í vik­unni. Hún segir við Kjarn­ann að alveg óháð því hversu flottar hug­mynd­irnar um „Old Town“ séu hjá félög­unum sem vilja standa að upp­bygg­ing­unni, séu vinnu­brögð bæj­ar­ins „gal­in.“

Hún segir að stað­reyndin sé sú að þarna sé um að ræða lóð sem senni­lega sé ein sú verð­mætasta sem föl er á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og þótt víðar væri leit­að, yst á Kárs­nesi með óskert útsýni. „Nú á að láta hana án þess að hún hafi nokkuð verið aug­lýst og þannig hafa engir aðrir fengið tæki­færi til þess að koma sínum hug­myndum á fram­færi og óska eftir lóð­inn­i,“ segir Sig­ur­björg Erla við Kjarn­ann.

Sigurbjörg Erla Egilsdóttir bæjarfulltrúi Pírata í Kópavogi. Mynd: Facebook

„Þarna er verið í raun verið að fram­selja vald sveit­ar­stjórnar til að deiliskipu­leggja reit­inn til einka­að­ila. Þó að sveit­ar­stjórn hafi á end­anum loka­orðið þegar kemur að því að sam­þykkja skipu­lagið þá er þetta vafasöm aðferð enda fara hags­munir einka­að­il­ans, sem snúa að því að hámarka hagn­að, og Kópa­vogs­bæj­ar/í­búa bæj­ar­ins ekki endi­lega sam­an. Það myndi gæta hags­muna bæj­ar­búa að deiliskipu­leggja fyrst og bjóða svo bygg­ing­ar­rétt­inn út í fram­hald­inu. Ég ætla að ræða þetta frekar í bæj­ar­stjórn næsta þriðju­dag en ég er von­lítil um að þess­ari ákvörðun verði snú­ið,“ segir Sig­ur­björg Erla einnig.

Fjórir full­trúar meiri­hlut­ans í bæj­ar­ráði létu gagn­bóka á fund­inum í vik­unni að eins hefði verið staðið að úthlutun lóð­ar­innar þegar WOW air var úthlutað lóð­inni undir nýjar höf­uð­stöðvar á sínum tíma.

Það, segir Sig­ur­björg Erla, eru að hennar mati „alls engin rök fyrir því að gera sama ruglið aft­ur.“

Alls konar og mögu­lega mat­höll í Old Town

Umsókn Nat­ure Experiences var send inn til Kópa­vogs­bæjar þann 30. apríl síð­ast­lið­inn, sama daga og Sky Lagoon á Kárs­nes­inu byrj­aði að taka á móti gest­um. Undir hana rita þeir Gestur Þór­is­son og Eyþór Guð­jóns­son aðal­eig­endur og for­svars­menn fyr­ir­tæk­is­ins. Í umsókn­inni segir að „Old Town“ verði byggður upp og hann­aður „með vísan til íslenskrar og sam­nor­rænnar menn­ingar og húsa­gerð­ar­list­ar“ og muni því falla vel að útliti Sky Lagoon.

„Kárs­nesið er sá staður þar sem Kópa­vogur byggð­ist fyrst upp og er því til­valið fyrir hverfi með ofan­greinda nálgun þar sem gömul þorp á Íslandi byggð­ust upp við sjó og einnig vegna þess að hluti afþrey­ing­ar­innar mun tengj­ast sjónum og líf­ríki hans,“ segja þeir Gestur og Eyþór í umsókn sinni, en þeir hafa hug á að „tengja Old Town við Kópa­vogs­höfn og bjóða upp á sigl­ing­ar“ á borð við veiði­ferð­ir, fugla- og nátt­úru­skoð­un­ar­ferð­ir.

Í umsókn þeirra segir að stefnt sé að því að hafa hluta hús­næð­is­ins fyrir lista­menn og skap­andi fyr­ir­tæki, til að „skapa grund­völl að enn fjöl­breytt­ara og áhuga­verð­ara sam­fé­lagi í Old Town“. „Fyr­ir­hugað er að setja upp sýn­ingar tengdri íslenskri nátt­úru og menn­ingu sem og mat­sölu­staði, bari, lítil brugg­hús, kaffi­hús og fleira sem höfðar til íbúa Kár­ness­ins þannig að þar mynd­ist skemmti­leg blanda inn­lendra og erlendra gesta. Í skoðun er einnig að opna mat­höll með opnu rými þar sem boðið verður upp á lif­andi tón­list,“ segir í umsókn­inni.

Þar eru einnig færð rök fyrir því að skyn­sam­legt sé að leyfa „einum öfl­ugum aðila“ að „stýra upp­bygg­ingu alls svæð­is­ins“, þar sem það auki líkur á að upp­bygg­ing gangi hratt og snurðu­laust fyrir sig, bæði tíma­lega og fjár­hags­lega.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent