Bjarni ætlar að halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið í því embætti frá því snemma árs 2009. Í nóvember verður fyrsti landsfundur flokksins í fjögur og hálft ár haldinn. Bjarna finnst „ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki“.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son ætlar að sækj­ast áfram eftir því að vera for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins í nóv­em­ber, sem verður fyrsti lands­fund­ur­inn síðan í mars 2018. Í sam­tali við RÚV segir Bjarni að kjör­tíma­bilið sé rétt að hefj­ast og honum finn­ist „ekk­ert annað eðli­legt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóv­em­ber mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þess­ari rík­is­stjórn og leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn.“

Hann segir að honum líði alltaf eins og það séu mjög mik­il­vægir tímar uppi. „Maður þarf að nýta tím­ann vel þegar maður er í stjórn­málum og ég ætla að reyna að gera það áfram.“

Eng­inn annar hefur til­kynnt um for­manns­fram­boð og ekki er búist við því að Bjarni fái raun­hæft mót­fram­boð.

Tveir hafa setið lengur

Bjarni tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokknum í mars 2009, þá 39 ára gam­all. Bjarni sigr­aði þá hinn eldri og reynd­­ari Krist­ján Þór Júl­í­us­­son í for­­manns­slag á lands­fundi. Bjarni fékk 58 pró­­sent atkvæða en Krist­ján Þór 40,4 pró­­sent. Hann hefur því verið for­maður í rúm þrettán ár. Lands­fundir Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem kjósa for­ystu hans, eru vana­lega haldnir á tveggja ára fresti. Fundum sem fyr­ir­hug­aðir voru 2020 og 2021 var hins vegar frestað vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Verði Bjarni end­ur­kjörin for­mað­ur, sem verður að telj­ast nær öruggt, og sitji hann fram að næsta lands­fundi þar á eftir sem fram fer 2024, mun hann hafa verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í 15 ár. Það þýðir að hann tekur senni­lega fram úr Davíð Odds­syni, sem var for­maður í 14 og hálft ár og yrði í öðru sæti yfir þá for­menn sem setið hafa lengst. Metið á Ólafur Thors, sem var for­maður í 27 ár. 

Sá ráð­herra sem þjóðin van­treystir mest

Í for­mann­s­tíð sinni hefur Bjarni leitt Sjálf­stæð­is­flokk­inn í gegnum fimm kosn­ing­ar. Honum hefur mest tek­ist að fá 29 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum árið 2016, en minnst 23,7 pró­sent í fyrstu kosn­ing­unum 2009. Í kosn­ing­unum í fyrra­haust fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða sem er næst versta nið­ur­staða hans frá upp­hafi. 

Auglýsing
Flokkurinn, sem hefur verið við völd lengur en nokkur annar í Íslands­sög­unn­i,  var í stjórn­ar­and­stöðu fyrsta kjör­tíma­bilið eftir að Bjarni tók við en komst aftur í stjórn eftir kosn­ing­arnar 2013. Síðan þá hefur hann hald­ist þar, í afar ólíkum stjórn­ar­mynstr­um. Bjarni hefur verið fjár­mála­ráð­herra frá 2013, að und­an­skildu nokk­urra mán­aða tíma­bili á árinu 2017 þegar hann varð for­sæt­is­ráð­herra í skamm­líf­ari rík­is­stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Eftir síð­ustu tvær kosn­ingar hefur Bjarni myndað rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokki undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur.

Í könnun sem Gallup gerði á trausti þjóð­ar­innar til ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar í apríl síð­ast­liðnum var Bjarni sá ráð­herra sem flestir báru lítið traust til, eða 70,7 pró­sent aðspurðra. Rúm 18 pró­­sent aðspurðra sögð­ust bera mikið traust til Bjarna, ögn fleiri en sögð­ust treysta Jóni Gunn­­ar­s­­syni dóms­­mála­ráð­herra, sem er sá ráð­herra sem fæstir báru traust til.

Fylgið komið aftur í kjör­fylgi

Það sem af er þessu kjör­tíma­bili hefur fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins ekki mælst mik­ið. Í apríl fór það í fyrsta sinn undir 20 pró­sent í könnun Gallup. Í sumar hefur það aðeins lag­ast og í síð­ustu birtu könnun Gallup mæld­ist það 22,8 pró­sent. Í könnun sem Mask­ína gerði í júlí var fylgið komið aftur upp í kjör­fylg­ið, eða 24,4 pró­sent. 

Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fóru fram í vor hélt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stöðu sinni sem stærsti flokk­ur­inn á lands­vísu og fékk 110 full­trúa kjörna. Kjörnum full­­trúum Sjálf­­stæð­is­­flokks í 22 stærstu sveit­­ar­­fé­lögum lands­ins fækk­aði hins vegar um sjö frá fyrra kjör­­tíma­bili, eru nú 76 en voru 83 á síð­­asta kjör­­tíma­bili.

Honum mistókst meðal ann­ars að kom­ast til valda á ný í Reykja­vík, en flokk­ur­inn hefur verið utan stjórnar í höf­uð­borg­inni frá 1994, ef frá eru talin nokkur ár á kjör­tíma­bil­inu 2006-2010. Nið­ur­stað­an, 24,5 pró­sent, var minnsta hlut­falls­lega fylgi sem flokk­ur­inn hefur fengið í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. 

Þá fékk flokk­­ur­inn undir 50 pró­­sent atkvæða í höf­uð­víg­inu Garða­bæ, heimabæ Bjarna, þar sem hann fékk 62 pró­­sent 2018. Það er í fyrsta sinn sem Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fær ekki meiri­hluta atkvæða þar síðan á átt­unda ára­tugnum þegar sveit­­ar­­fé­lagið hét Garða­hreppur og íbú­a­­fjöld­inn var fjórð­ungur af því sem hann er nú.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mótmæli hafa orðið að nokkurskonar þjóðaríþrótt Íslendinga eftir bankahrunið.
Tíu atburðir og ákvarðanir sem okkur hefur verið sagt að læra af
Síðastliðin 14 ár hafa verið stormasöm. Margar rannsóknarskýrslur hafa verið gerðar sem sýndu aðra mynd en haldin var að almenningi. Stjórnmálamenn hafa tekið ákvarðanir sem hafa virst vera í andstöðu við gildandi lög eða þau viðmið sem eru ráðandi.
Kjarninn 2. desember 2022
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komi að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent