Bjarni ætlar að halda áfram sem formaður Sjálfstæðisflokksins

Formaður Sjálfstæðisflokksins hefur setið í því embætti frá því snemma árs 2009. Í nóvember verður fyrsti landsfundur flokksins í fjögur og hálft ár haldinn. Bjarna finnst „ekkert annað eðlilegt en að ég haldi mínu striki“.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Auglýsing

Bjarni Bene­dikts­son ætlar að sækj­ast áfram eftir því að vera for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins á lands­fundi flokks­ins í nóv­em­ber, sem verður fyrsti lands­fund­ur­inn síðan í mars 2018. Í sam­tali við RÚV segir Bjarni að kjör­tíma­bilið sé rétt að hefj­ast og honum finn­ist „ekk­ert annað eðli­legt en að ég haldi mínu striki og þess vegna í nóv­em­ber mun ég gefa kost á mér til að starfa áfram í þess­ari rík­is­stjórn og leiða Sjálf­stæð­is­flokk­inn.“

Hann segir að honum líði alltaf eins og það séu mjög mik­il­vægir tímar uppi. „Maður þarf að nýta tím­ann vel þegar maður er í stjórn­málum og ég ætla að reyna að gera það áfram.“

Eng­inn annar hefur til­kynnt um for­manns­fram­boð og ekki er búist við því að Bjarni fái raun­hæft mót­fram­boð.

Tveir hafa setið lengur

Bjarni tók við for­mennsku í Sjálf­stæð­is­flokknum í mars 2009, þá 39 ára gam­all. Bjarni sigr­aði þá hinn eldri og reynd­­ari Krist­ján Þór Júl­í­us­­son í for­­manns­slag á lands­fundi. Bjarni fékk 58 pró­­sent atkvæða en Krist­ján Þór 40,4 pró­­sent. Hann hefur því verið for­maður í rúm þrettán ár. Lands­fundir Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem kjósa for­ystu hans, eru vana­lega haldnir á tveggja ára fresti. Fundum sem fyr­ir­hug­aðir voru 2020 og 2021 var hins vegar frestað vegna kór­ónu­veiru­far­ald­urs­ins.

Verði Bjarni end­ur­kjörin for­mað­ur, sem verður að telj­ast nær öruggt, og sitji hann fram að næsta lands­fundi þar á eftir sem fram fer 2024, mun hann hafa verið for­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins í 15 ár. Það þýðir að hann tekur senni­lega fram úr Davíð Odds­syni, sem var for­maður í 14 og hálft ár og yrði í öðru sæti yfir þá for­menn sem setið hafa lengst. Metið á Ólafur Thors, sem var for­maður í 27 ár. 

Sá ráð­herra sem þjóðin van­treystir mest

Í for­mann­s­tíð sinni hefur Bjarni leitt Sjálf­stæð­is­flokk­inn í gegnum fimm kosn­ing­ar. Honum hefur mest tek­ist að fá 29 pró­sent fylgi í kosn­ing­unum árið 2016, en minnst 23,7 pró­sent í fyrstu kosn­ing­unum 2009. Í kosn­ing­unum í fyrra­haust fékk Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn 24,4 pró­sent atkvæða sem er næst versta nið­ur­staða hans frá upp­hafi. 

Auglýsing
Flokkurinn, sem hefur verið við völd lengur en nokkur annar í Íslands­sög­unn­i,  var í stjórn­ar­and­stöðu fyrsta kjör­tíma­bilið eftir að Bjarni tók við en komst aftur í stjórn eftir kosn­ing­arnar 2013. Síðan þá hefur hann hald­ist þar, í afar ólíkum stjórn­ar­mynstr­um. Bjarni hefur verið fjár­mála­ráð­herra frá 2013, að und­an­skildu nokk­urra mán­aða tíma­bili á árinu 2017 þegar hann varð for­sæt­is­ráð­herra í skamm­líf­ari rík­is­stjórn með Við­reisn og Bjartri fram­tíð. Eftir síð­ustu tvær kosn­ingar hefur Bjarni myndað rík­is­stjórn með Vinstri grænum og Fram­sókn­ar­flokki undir for­sæti Katrínar Jak­obs­dótt­ur.

Í könnun sem Gallup gerði á trausti þjóð­ar­innar til ráð­herra rík­is­stjórn­ar­innar í apríl síð­ast­liðnum var Bjarni sá ráð­herra sem flestir báru lítið traust til, eða 70,7 pró­sent aðspurðra. Rúm 18 pró­­sent aðspurðra sögð­ust bera mikið traust til Bjarna, ögn fleiri en sögð­ust treysta Jóni Gunn­­ar­s­­syni dóms­­mála­ráð­herra, sem er sá ráð­herra sem fæstir báru traust til.

Fylgið komið aftur í kjör­fylgi

Það sem af er þessu kjör­tíma­bili hefur fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins ekki mælst mik­ið. Í apríl fór það í fyrsta sinn undir 20 pró­sent í könnun Gallup. Í sumar hefur það aðeins lag­ast og í síð­ustu birtu könnun Gallup mæld­ist það 22,8 pró­sent. Í könnun sem Mask­ína gerði í júlí var fylgið komið aftur upp í kjör­fylg­ið, eða 24,4 pró­sent. 

Í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­unum sem fóru fram í vor hélt Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn stöðu sinni sem stærsti flokk­ur­inn á lands­vísu og fékk 110 full­trúa kjörna. Kjörnum full­­trúum Sjálf­­stæð­is­­flokks í 22 stærstu sveit­­ar­­fé­lögum lands­ins fækk­aði hins vegar um sjö frá fyrra kjör­­tíma­bili, eru nú 76 en voru 83 á síð­­asta kjör­­tíma­bili.

Honum mistókst meðal ann­ars að kom­ast til valda á ný í Reykja­vík, en flokk­ur­inn hefur verið utan stjórnar í höf­uð­borg­inni frá 1994, ef frá eru talin nokkur ár á kjör­tíma­bil­inu 2006-2010. Nið­ur­stað­an, 24,5 pró­sent, var minnsta hlut­falls­lega fylgi sem flokk­ur­inn hefur fengið í borg­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. 

Þá fékk flokk­­ur­inn undir 50 pró­­sent atkvæða í höf­uð­víg­inu Garða­bæ, heimabæ Bjarna, þar sem hann fékk 62 pró­­sent 2018. Það er í fyrsta sinn sem Sjálf­­stæð­is­­flokk­­ur­inn fær ekki meiri­hluta atkvæða þar síðan á átt­unda ára­tugnum þegar sveit­­ar­­fé­lagið hét Garða­hreppur og íbú­a­­fjöld­inn var fjórð­ungur af því sem hann er nú.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent