Tuttugu og átta útgáfufélög sækjast eftir opinberum rekstrarstuðningi

Alls sækjast 28 félög eftir því að fá stuðning frá hinu opinbera vegna reksturs einkarekinna fjölmiðla í ár. Nítján fengu slíka styrki í fyrra, en 384 milljónir verða til úthlutunar í ár.

Hópur fréttamanna og ljósmyndara á Bessastöðum fyrir nokkrum árum síðan.
Hópur fréttamanna og ljósmyndara á Bessastöðum fyrir nokkrum árum síðan.
Auglýsing

Fjöl­miðla­nefnd bár­ust alls 28 umsóknir um rekstr­ar­stuðn­ing til einka­rek­inna fjöl­miðla fyrir árið 2022, en umsókn­ar­frestur rann út á þriðju­dag­inn, 2. ágúst. Alls verða 384,3 millj­ónir króna til úthlut­un­ar, að frá­dreg­inni þóknun fyrir störf nefndar sem sér um úthlutun stuðn­ings­ins og öðrum kostn­aði við umsýsl­una.

Á síð­asta ári fengu 19 fjöl­miðlar rekstr­ar­stuðn­ing úr rík­is­sjóði, en alls 23 fyr­ir­tæki sóttu þá um styrk­ina.

Það eru því nokkur sem bæt­ast við nú, en í svari frá Fjöl­miðla­nefnd segir að ekki sé víst að allir umsækj­endur upp­fylli að öllu leyti þau skil­yrði sem sett eru fyrir úthlutun í lögum um fjöl­miðla, t.d. um fjölda starfs­manna, útgáfu­tíðni eða ann­að.

„Út­hlut­un­ar­nefnd leggur mat á það. End­an­legur fjöldi gildra umsókna liggur því ekki fyrir að svo stödd­u,“ segir í svari frá Fjöl­miðla­nefnd.

Auglýsing

Öll nítján félögin sem fengu rekstr­ar­stuðn­ing á síð­asta ári sóttu á ný um styrki, en það eru Árvakur útgáfu­fé­lag Morg­un­blaðs­ins, Bænda­sam­tök Íslands sem gefa út Bænda­blað­ið, Elísa Guð­rún ehf. sem er útgáfu­fé­lag Lif­andi vís­inda, Fót­bolt­i.­net, Fröken ehf. sem gefur út Grapevine, Kjarn­inn, Let­ur­stofan sem er útgáfu­fé­lag Tíg­uls í Vest­manna­eyj­um, MD Reykja­vík ehf. sem er útgáfu­fé­lag Iceland Revi­ew, Myllu­setur sem gefur út Við­skipta­blað­ið, N4, Skessu­horn, Stein­prent ehf. sem gefur út bæj­ar­blaðið Jökul í Snæ­fells­bæ, Sýn hf. sem rekur Stöð 2, Vísi og fleiri fjöl­miðla, Torg ehf. sem á Frétta­blað­ið, DV og Hring­braut, Tunnan prent­þjón­usta ehf. sem gefur út Hell­una í Fjalla­byggð og DB blaðið í Dal­vík­ur­byggð, Útgáfu­fé­lag Aust­ur­lands sem gefur út Aust­ur­frétt og Aust­ur­glugg­ann, Útgáfu­fé­lagið ehf. sem gefur út Viku­blaðið á Akur­eyri, Stundin og Vík­ur­fréttir í Reykja­nes­bæ.

Að auki sækj­ast níu félög til við­bótar eftir rekstr­ar­stuðn­ingi nú. Það eru Birtíng­ur, sem gefur m.a. út Vik­una og Hús og híbýli, Eyja­sýn ehf. sem gefur út Eyja­frétt­ir, Hönn­un­ar­húsið ehf. sem gefur út Fjarð­ar­fréttir í Hafn­ar­firði, Nor­dic Times Media ehf. sem gefur út Land og sögu, Icelandic Times og Nor­dic Times, Nýprent ehf. útgáfu­fé­lag Feykis í Skaga­firði, Prent­met Oddi ehf. sem er útgef­andi Dag­skrár­innar á Suð­ur­landi, Útvarp Saga, Snasa­brún ehf., sem er útgáfu­fé­lag hand­bolta­vef­mið­ils­ins hand­bolt­i.is og Sól­ar­tún ehf. sem rekur Mann­líf.

Heild­ar­upp­hæð umsókna liggur ekki fyrir

Sam­kvæmt svari frá Fjöl­miðla­nefnd er vinna við yfir­ferð og skjölun umsókna að hefj­ast á skrif­stofu stofn­un­ar­innar og liggur heild­ar­upp­hæð styrk­um­sókna því ekki ennþá fyr­ir, en fyrsti fundur úthlut­un­ar­nefndar eftir að umsókn­ar­frest­ur­inn rann út fer fram næsta þriðju­dag.

Sam­kvæmt lögum um fjöl­miðla getur rekstr­ar­stuðn­ingur að hámarki orðið 25 pró­sent af stuðn­ings­hæfum rekstr­ar­kostn­aði útgef­anda. Sá kostn­aður sem er stuðn­ings­hæfur er beinn launa­kostn­aður starfs­manna á rit­stjórn fjöl­miðla og beinar verk­taka­greiðslur til þeirra aðila sem ráðnir eru til þess að afla og miðla frétt­um, frétta­tengdu efni og umfjöllun um sam­fé­lags­leg mál­efni.

Í fyrra var tveimur umsóknum synjað og tveimur vísað frá, þar sem þær bár­ust of seint inn til Fjöl­miðla­nefnd­ar. Stærstu einka­reknu fjöl­miðla­­fyr­ir­tæki lands­ins, Árvak­­ur, Sýn og Torg, fengu hvert um sig rúm­­lega 81,4 millj­­ónir króna í opin­beran rekstr­­ar­­stuðn­­ing í fyrra, eða alls rúmar 244 millj­ónir af þeim tæpu 389 millj­ónum sem voru til úthlut­unar þá.

Þessir fjöl­miðl­ar/­fjöl­miðla­veitur hafa sótt um rekstr­ar­stuðn­ing:

 • Árvakur hf.
 • Birtíngur útgáfu­fé­lag ehf.
 • Bænda­sam­tök Íslands
 • Elísa Guð­rún ehf.
 • Eyja­sýn ehf.
 • Fót­bolti ehf.
 • Fröken ehf.
 • Hönn­un­ar­húsið ehf.
 • Kjarn­inn miðlar ehf.
 • Let­ur­stofan Vest­manna­eyjum ehf.
 • MD Reykja­vík ehf.
 • Myllu­setur ehf.
 • N4 ehf.
 • Nor­dic Times Media ehf.
 • Nýprent ehf.
 • Prent­met Oddi ehf.
 • Saga­Net - Útvarp Saga ehf.
 • Skessu­horn ehf.
 • Snasa­brún ehf.
 • Sól­ar­tún ehf.
 • Stein­prent ehf.
 • Sýn hf.
 • Torg ehf.
 • Tunnan prent­þjón­usta ehf.
 • Útgáfu­fé­lag Aust­ur­lands ehf.
 • Útgáfu­fé­lagið ehf.
 • Útgáfu­fé­lagið Stundin ehf.
 • Vík­ur­fréttir ehf.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Arnar Jónsson leikari áformar að gefa út plötu með eigin upplestri á ljóðum úr ólíkum áttum, sem hann segist vilja veita framhaldslíf.
Landskunnur leikari gefur út ljóðaplötu
„Ljóðið hefur fylgt mér frá því ég var pjakkur fyrir norðan og allar götur síðan,“ segir Arnar Jónsson leikari, sem hefur undanfarin ár safnað saman sínum uppáhaldsljóðum og hyggst nú gefa út eigin upplestur á þeim, bæði á vínyl og rafrænt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent